Úkraína minnir vesturlönd á gömul loforð - Rússar telja "Kosovo" málið veita fordæmi skv. alþjóðalögum!

Mér fannst báðir þessir punktar afskaplega áhugaverðir. Fyrst um orðsendingu úkraínskra stjórnvalda til lykilríkja "vesturlanda." En þar minnir þing og ríkisstjórn Úkraínu á loforð þ.s. Úkraínu var veitt - - þegar Úkraína afsalaði sér þeim kjarnavopnum - sem voru til staðar í Úkraínu er Sovétríkin leystust upp.

Russia dashes hopes for diplomatic solution for Crimea

En skv. svokölluðu "Búdapest Samkomulagi" eða "memorandum" þá samþykktu stórveldin - Rússland, Frakkland, Bretland og Bandaríkin.

Að tryggja "territorial integrity" Úkraínu - en loforð um ekki einungis að virða heldur tryggja landamæri landsins, þíða að löndin sem undirrituðu. 

Hafa lagt "heiður sinn" eða "orðspor" að veði - um að hindra að landamæri Úkraínu verði vanvirt!

Tek fram að slík yfirlýsing er líklega ekki "skuldbindandi."

Arseniy Yatseniuk -:

  1. “A country which willingly gave up its nuclear arsenal . . . and received guarantees from the world’s leading countries finds itself unprotected, one-on-one with a country which is armed to its teeth,”
  2. “If you do not uphold these guarantees which you signed up to in the Budapest Memorandum, then explain how you will convince Iran and North Korea to give up their nuclear status?”

Það er alveg rétt hjá Yatseniuk að sú niðurstaða, að Rússum líklega tekst að komast upp með að hrifsa til sín "sneið" af því landi sem taldist tilheyra Úkraínu skv. þeirri yfirlísingu - - mun hafa afleiðingar.

Það er sérstaklega skemmtilegt hjá honum að nefna Íran - þ.s. einmitt eru í gangi samningaviðræður við Íran. Um það að Íran - gefi upp á bátinn sína kjarnorkuáætlun, sem sögð er miða að smíð kjarnavopna - atriði sem Íran hefur ávalt neitað. Atriði sem líklega er mjög erfitt að sanna.

Íranar eru engir vanvitar - og munu örugglega draga sinn lærdóm af þeirri niðurstöðu sem verður í deilunni um Krímskaga.

Líkleg afleiðing: Veiking samningsstöðu Vesturvelda gagnvart Íran.

 

Síðan er það Kosovo-fordæmið!

 "Tuesday the Russian foreign ministry issued a statement saying: “The Russian Federation will fully respect the Crimean peoples’ free expression of will in the referendum.”"

"It further called a declaration by the Crimean parliament that the peninsula would call itself independent if its people voted to become part of Russia, before proposing actually becoming a state within the Russian Federation, as in line with international precedent."

"The ministry cited an International Court of Justice conclusion on Kosovo that international law did not prohibit unilateral declarations of independence by parts of existing states, and also listed memoranda and statements from courts and politicians in the US and a number of European countries on the topic of secession."

-------------------------

Það er enginn vafi á því að Serbía var afskaplega mótfallin því að Kosovo mundi hætta að tilheyra Serbíu. 

Ef einhver man eftir, þá voru töluverð átök milli herja NATO og hers Serbíu í tengslum við málið.

Síðan voru friðargæsluliðar sendir til "Kosovo" og þar fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði frá Serbíu - undir alþjóðlegu eftirliti.

Eftir að meirihluti landsmanna samþykkti sjálfstæði - - þá studdu "Vesturveldin" að héraðið yrði sjálfstætt ríki - þrátt fyrir áframhaldandi andstöðu Serbíu.

Þegar Serbía tók málið fyrir "International Court of Justice" þá var niðurstaðan á þá leið - eins og fram kemur, að það væri ekki gegn alþjóðalögum að Kosovo fengi sjálfstæði í andstöðu við það ríki sem það hérað áður tilheyrði.

Ég man sosum ekki skýrt eftir þessu - en ég held að það hafi skipt máli um þá niðurstöðu, að meirihluti íbúa eru "Albanir" og því múslimar, og taldir hafa sætt misrétti af hálfu serbn. stjv. í gegnum tíðina.

Það hafa heyrst fréttir um að íbúar Krím muni bara fá 2-spurningar. Þ.e. "sjálfstæði frá Úkraínu" eða "samruna við Rússland." 

Vandi við þá 2-valkosti. Er að þeir þíða nánast það sama - því að sjálfstæð Úkraína mundi einungis njóta samþykkis og verndar eins lands. Kannski að Kína samþykki það einnig - hver veit.

Þegar var kosið í Kosovo, er ég frekar viss um að valkosturinn "að tilheyra áfram Serbíu" hafi verið til staðar á kjörseðlinum. 

 

Niðurstaða

Sá punktur sem settur forsætisráðherra Úkraínu kemur fram með "er hárréttur" þ.e. að ef "vesturlönd" tryggja ekki landamæri Úkraínu - eins og þau lofuðu fyrir nærri tveim áratugum. Þá mun sú ákvörðun síðar meir líklega hafa margvíslegar neikvæðar víxlverkanir. 

Á hinn bóginn sé ég ekki að Vesturlönd séu til í að taka á sig þann kostnað sem því mundi líklega fylgja, að fara í "mjög harðar" refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi. 

En efnahagstjón fyrir Evrópu sjálfa mundi vera umtalsvert - hafandi í huga að mældur hagvöxtur er bara á bilinu 0,4-0,5% og verðbólga einungis eitt lítið efnahagsáfall frá því að falla niður í verðhjöðnun. 

Er hik skiljanlegt - og að sjálfsögðu kemur ekki til greina að hóta Rússlandi beitingu hervalds.

  • Þetta líklega gjaldfelli að einhverju leiti loforð sem Vesturlönd eru líkleg að veita eða hafa veitt til annarra 3-landa um öryggistryggingar. 

Þó á þetta líklega ekki við það loforð sem finna má í NATO sáttmálanum, þ.s. þ.e. skuldbindandi. Öll ríkin vita að ef þ.e. ekki virt-væri allur trúverðugleiki NATO sáttmálans fyrir bý með því sama.

------------------------------------

Skemmtilega kaldhæðið að Rússar hyggist beita fyrir vagn sinn þau fordæmi sem Vesturlönd sjálf skópu, er þau þvinguðu Serbíu til þess að sleppa takinu á "Kosovo" og síðan í fullkominni andstöðu við Serbíu - studdu sjálfstæðisyfirlýsingu þess héraðs sem nýs sjálfstæðs ríkis "undir vernd SÞ."

Það verður örugglega áhugavert að fylgjast með rifrildinu á næstunni - ég tel að rússn.mælandi íbúar Krímskaga hafi ekki sætt ofsóknum. En meintar eða raunverulega ofsóknir Serba á hendir Kosovo Albönum, voru mikilvæg réttlæting þeirra aðgerða er NATO greip til á sínum tíma.

En kannski hefur samt úrskurður alþjóðadómstólsins sem heimilaði Kosovo að skilja sig frá Serbíu - opnað glufu í alþjóðalögum. Sem Rússar geta víkkað enn frekar.

  • Það gæti auðvitað haft afleiðingar hugsanlega fyrir Rússa sjálfa - síðar meir. Að eiga þátt í því að styrkja fordæmi þess að héröð sem hafa aðra íbúa samsetningu en meirihluti lands sem þau tilheyra - geti samþykkt að slíta sig frá því landi og lýsa sig sjálfstæð.
  • En innan Rússlands er að finna töluverðan fjölda þjóða - sem gæti dottið í hug að slíta sig frá rússneskum áhrifum. Hver veit.

Er ekki sagt að sá sem síðast hlær - hlæi best?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fórnarlömb Júgóslavíu-stríðsins munu ekki geta litið á Evópusambandið, sem saklaust friðarbandalag. Það er ég viss um!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.3.2014 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 101
  • Frá upphafi: 858802

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband