Er verðbóla til staðar á bandarískum hlutabréfamörkuðum?

Það er þekkt rödd á markaðinum, Seth Klarman, sem er einn þekktasti verðbréfasjóðastjórnandi heimsins, rekur sjóð sem hefur vakið athygli fyrir góða ávöxtun í gegnum árin - - > sem kemur fram með þessa aðvörun: Klarman warns of impending asset price bubble

Þær ábendingar sem hann kemur fram með eru af því tagi - sem mér finnst vel koma til greina að séu réttar.

En þetta snýr að verðþróun á hlutabréfamörkuðum á sama tíma og seðlaprentun Seðlabanka Bandar. fór á útopnu - en hve mikið markaðir hafa hækkað, hefur vakið óneitanlega athygli.

  • “Any year in which the S&P 500 jumps 32 per cent and the Nasdaq 40 per cent while corporate earnings barely increase should be a cause for concern, not for further exuberance,”
  • “On almost any metric, the US equity market is historically quite expensive. A sceptic would have to be blind not to see bubbles inflating in junk bond issuance, credit quality, and yields, not to mention the nosebleed stock market valuations of fashionable companies like Netflix and Tesla Motors,”
  • “When the markets reverse, everything investors thought they knew will be turned upside down and inside out. ‘Buy the dips’ will be replaced with ‘what was I thinking?’ . . .  Anyone who is poorly positioned and ill-prepared will find there’s a long way to fall. Few, if any, will escape unscathed."

Miðað við þetta orðalag - - er hann að spá afskaplega dramatískum "leiðréttingar atburði."

  1. Eins og ég skil þessa aðvörun, er hann að meina að "seðlaprentun í Bandaríkjunum" hafi ekki einungis sveiflað verðlagi á dollar - þ.e. hækkað margíslega aðra gjaldmiðla gagnvart dollar, sérstaklega gjaldmiðla nýmarkaðs landa.
  2. Leitt til þess að "dollarar streymdu í leit að ávöxtun" inn í nýmarkaðs lönd, svo að verð á mörkuðum þar hafi hækkað. 
  3. Heldur, hafi dollararnir einnig "varpað" verðlag innan bandar. verðbréfamarkaða.
  • Skv. því þegar "US Federal Reserve" dregur úr prentun smám saman - hættir henni fyrir árslok.
  • Muni ekki einungis verðlag gjaldmiðla sem hækkuðu gagnvart dollar, sveiflast til baka - ekki síst nýmarkaðslanda.
  • Og sú sveifla sem sést hefur þar einnig, að fé leitar nú aftur til baka til Bandar. þaðan - þannig að verðlag á mökuðum þar hafi nokkuð látið undan - þróun sem líklega ágerist eftir því sem "US Fed." minnki prentun áfram og hætti henni fyrir rest.
  • Heldur muni einnig verða leiðrétting á þeirri verðbólgu er hafi orðið til á bandar. verðbréfamörkuðum - - þ.s. hann nefnir einna helst þá markaði sem víxla með hátæknifyrirtæki og þau sem tengjast netinu.
  • Getur verið að það sé einna helst þegar kemur að verðlagi á slíkum fyrirtækjum, að hann telur að sé til staðar bóla.

Ég hef í sjálfu sér enga ákveðna skoðun á því - hvort hann hefur rétt fyrir sér eða ekki.

 

 

Niðurstaða

Hvað haldið þið? Bjó seðlaprentun í Bandaríkjunum til "verðbólgu á hlutabréfamörkuðum" sem líkleg sé að ganga til baka, á einhverjum tímapunkti sennilega á þessu ári?

Varðandi þessa spá Seth Klarman má velta einu upp, að vanalega þegar hagkerfi fer að rétta úr kútnum - - þá hækka markaðir í því landi. Og þ.e. einnig spurning um það fé sem líklega leitar til baka til Bandar. frá nýmarkaðslöndum, það leitar líklega í eitthvað.

En það þíðir ekki endilega að út í hött sé - að á a.m.k. einhverjum hluta markaðarins í Bandaríkjunum, séu verð bólukennd. Og að það geti verið að leiðrétting sé framundan, sérstaklega varðandi fyrirtæki í tengslum við "netið."

Fólk má gjarnan leggja fram sína skoðun!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband