Fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla á Krímskaga, virðist snjall leikur að hálfu Pútíns

Rétt er að benda á að núverandi bráðabirgðastjórn Úkraínu, hefur ekkert lýðræðislegt "réttmæti" eða "legitimacy" þ.s. hún var skipuð af þeim sem frömdu uppreisn gegn þeirri stjórn er áður sat. Sem sannarlega var lýðræðislega kjörin til valda - og lýðræðislega kjörinn forseti landsins var hrakinn í útlegð.

Að sú ríkisstjórn hafi verið ákaflega spillt, og það sama eigi við forsetann sem hrakinn hefur verið í útlegð er sennilega rétt. En líklega ræður mestu um uppreisnina það efnahagshrun sem við blasir.

Það má líta þannig á að ríkisstjórnin og forseti hafi glatað tiltrú þjóðarinnar - tja, ekki með ósvipuðum hætti og gerðist hér á Íslandi, í kjölfar efnahagshruns. Þegar þegar ríkisstjórn Geira og Sollu var fyrir rest, neydd til uppsagnar eftir langvarandi fjöldamótmæli.

Þau voru ekki hrakin í útlegð með sambærilegum hætti.

  • Eftir þingkosningar í Úkraínu að 4. mánuðum liðnum, mun væntanlega taka aftur við völdum - stjórn með lýðræðislegt umboð.

 

Almenn kosning um sjálfstæði á Krímskaga, snjall leikur

Þetta tel ég snilld af hálfi Pútíns, í því samhengi sem ég vísa til að ofan - - að núverandi stjórn Úkraínu hefur ekkert lýðræðislegt umboð.

Þó er hún nú studd af Bandaríkjunum og Evrópu, og talin af þeim "réttmæt stjórn Úkraínu."

Sama um "skipaðan forseta" að sá er talinn "réttmætur" eða "réttmætari" en sá sem var hrakinn í útlegð.

Fram kemur í fréttum, að bæði Evrópa og Bandaríkin, hafa ákveðið að frysta eignir í eigu fyrrum forseta Úkraínu, og annarra landflótta einstaklinga er tengdust stjórn hans.

-------------------------------

  • Það þíðir einfaldlega að - - Pútín er að skaffa sér "lýðræðisleg umboð" kjósenda á Krímskaga fyrir næsta leik hans í þeirri skák sem hann er að spila.
  • Nefnilega að, Krímskagi formlega gangi inn í rússneska ríkjasambandið "the Russian Federation."

Hann ætlar bersýnilega að skaffa það lýðræðislega umboð, löngu áður en kosningar fara fram í Úkraínu.

Það er auk þess hugsanleg að auki ætli hann að vera búinn að formlega að klára dæmið með formlega inngöngu Krímskaga í ríkjasamband Rússlands fyrir þær þingkosningar.

With Crimean appeal, Putin goes head-to-head with West over Ukraine

"Ukraine's acting president, Oleksander Turchinov, said in the country's capital Kiev" -
"It is not a referendum, it is a farce, a fake and a crime against the state which is organized by the Russian Federation's military,"

Ukraine's Crimea Raises Tension by Setting Secession Vote

"Ukraine's Prime Minister Arseniy Yatsenyuk" - "This is an illegitimate decision. This so-called referendum has no legal grounds at all," - "Crimea was, is, and will be an integral part of Ukraine."

Þessi viðbrögð eru ekkert "undarleg" einmitt þau sem mátti við búast, en viðbrögð Obama eru töluvert áhugaverðari:

Crimea votes to join Russia, Obama orders sanctions

Obama - "The proposed referendum on the future of Crimea would violate the Ukrainian constitution and violate international law," - "Any discussion about the future of Ukraine must include the legitimate government of Ukraine."

Það getur verið rétt fullyrðing, að stjórnarskrá Úkraínu geri ekki ráð fyrir því, að héröð geti haldið atkvæðagreiðslu meðal íbúa, og samþykkt að lísa yfir sjálfstæði eða að ganga til liðs við annað land.

En seinni fullyrðingin að þetta gangi á svig við "alþjóðalög" er ég ekki "viss" að sé rétt.

Síðan að sjálfsögðu - er það umdeilt hvort að Úkraína hafi "lögmæta" stjórn.

-------------------------------

Hvað sem menn segja, þá styrkir það stöðu Pútíns - ef hann getur sýnt fram á með óhyggjandi hætti, að aðgerðir hans séu í samræmi við meirihluta vilja íbúa Krímskaga.

Ef stjórnendur í Kíev -segjum eftir að kosningin hefur farið fram og sýnt fram á þann almenna vilja- halda áfram að segja ekkert að marka þá niðurstöðu, og að Krímskagi sé hluti af Úkraínu og verði alltaf.

Þá má halda því fram að stjórnendur þar, séu að sýna vilja íbúa héraðsins bersýnilega fyrirlitningu.

Sem mundi geta sett stoðir undir þá fullyrðingu Pútíns, að aðgerðin sé til verndar rússn. mælandi íbúum héraðsins, sem eigi það á hættu að sæta ofsóknum hinna nýju stjórnenda í Kíev.

  • Það auðvitað veikir mótmæli Bandaríkjanna og Evrópuríkja, ef Pútín sýnir fram á "lýðræðislegt umboð" fyrir aðgerðinni.


Fyrirhugaðar refsiaðgerðir Bandaríkjanna og ESB, ekki líklegar til að fá Pútín til að svitna

Það má nánast segja, miðað við það hve litlar þær aðgerðir eru, að Bandaríkin og Evrópa - sé óformlega að viðurkenna ósigur sinn.

Sjá hérna áhugaverða skoðun: Markets already see a Putin win

Ég held það sé rétt greint hjá Anatole Kaletsky að Pútín sé nærri fullnaðarsigri eða ippon. Það sé algerlega ljóst, að hvorki Bandaríkin og enn síður Evrópa, treysti sér í þær hörðu aðgerðir sem til þyrfti - ef nokkur von ætti að vera til þess að fá Pútín til að hætta við þá aðgerð, að færa Krímskaga yfir á rússnesk yfirráð.

Útkoman sé sú, að það sé engin von til þess - að Pútín hætti við.

US takes first step to penalise Moscow

"...the US took the first step on Thursday to penalise Moscow by issuing visa bans on a number of officials."

Einhverjir ónefndir sem taldir eru tengjast aðgerðum Rússa, muni ekki fá að ferðast til Bandar.

US and allies punish Russia over Ukraine

  1. "The EU decided to go slower on sanctions, agreeing only to suspend immediately talks on trade and visa liberalisation. "
  2. "However, EU diplomats said the mood at the summit had toughened, with leaders agreeing to impose asset freezes and visa bans if Russia does not agree to begin negotiations to withdraw from Crimea."

Evrópa stöðvar viðræður sem voru í gangi um frekari viðskiptatengsl við Rússland og um víkkun heimilda Rússa til ferðalaga til Evrópu. Íhugar að "frysta" eignir ótiltekinna aðila og banna þeim að ferðast til Evrópu - ef Rússar lyppast ekki fljótlega niður, þegar þeir frétta af aðgerðum Evrópu.

-------------------------------

Ég sé ekkert í þessum aðgerðum sem getur fengið hjarta Pútíns til að slá hraðar.

Frekari aðgerðir virðast afskaplega ólíklegar - - þ.s. þær verða íhugaðar "ef Pútín gerir frekari tilraunir til að skapa ringulreið í Úkraínu."

En ég er viss um að Pútín er þegar með það sem hann vill. Ætlar sér ekkert meira.

 

Niðurstaða

Meðan Bandaríkin og Evrópa horfa máttvana á. Þá heldur Pútín áfram skipulega að færa Krímskaga nær Því takmarki. Að hann verði aftur hluti af Rússlandi. Ég sé nákvæmlega ekki neitt sem líklegt sé að hindra þá útkomu. Evrópa og Bandaríkin virðast augljóslega ekki hafa nægan vilja til verks, að beita þeim aðgerðum sem til mundi þurfa. Svo að Pútín mundi íhuga annan kúrs.

-------------------------------

Ps: Það hefur verið smá kjánaleg umræða um það hvort Pútín gerði innrás á Krímskaga eða ekki. Ég hef notað orðalagið "yfirtöku" þ.s. þær rússnesku sérveitir líklega spetsnaz sem Pútín hefur beitt. Virðast hafa komið frá herstöð Rússa í Sevastopol. En þá borg ásamt herstöð hafa Rússar haft á langtímaleigusamningi frá Úkraínu. Og hafa rétt til þess að hafa þar allt að 25þ. manna herlið. Á hinn bóginn, getur vart verið nokkur vafi á því - að beiting þess herafla vítt og breitt um Krímskaga að undanförnu er brot á því samkomulagi við úkraínsk stjórnvöld.

Að beita því herliði til þess að taka þar öll völd. Afvopna liðssveitir Úkraínu eða umkringja. Getur ekki verið í samræmi við það samkomulag.

Í því felst ákveðið ofbeldi - - þó svo að þær aðgerðir hafi einnig verið mjög merkilega varfærnar, þ.e. án alvarlegs ofbeldis.

Þær sveitir eru bersýnilega ekki "borgaraleg militia" því beiting þeirra hefur borið öll merki þess, að þar fari um hermenn með mikla þjálfun og reynslu. Síðan hefur sést til þeirra búnaðar, sem virðist dæmigerður einmitt fyrir rússneskar spetsnaz sveitir.

"Pictures of troops blockading Ukrainian facilities show them wearing izlom camouflage – obtainable in shops but used almost exclusively by Russian special forces. Many of the soldiers are also pictured carrying far more specialised kit: VSS Vintorez sniper rifles and NRS-2 knives, both standard-issue spetsnaz equipment."

Það ætti enginn að efast um að þetta raunverulega eru spetsmaz liðar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hver ætlar að dæma um hvort þetta er löglegt eða ekki?

Rússarnir rúlla yfir Krím og ná með því að hækka orkuverð í Evrópu. Er það ekki eitthvað sem kallast "win - win"?

Því miður sé ég ekkert í spilunum sem kemur í veg fyrir það.

P.S. Ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar sat ekki sem starfsstjórn. Hún var rekin úr stjórnarráðinu, en þó ekki í útlegð.

Þá tók við minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna.

En allt löglegt og í boði (með stuðningi) Framsóknarflokksins.

G. Tómas Gunnarsson, 7.3.2014 kl. 10:49

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ok leiðrétt - ég er ekkert viss að orkuverð í Evr. hækki. Það voru miklu flr. en Framsóknarmenn sem voru í þeim mótmælum. En minnihlutastj. var lögleg auðvitað - þannig var það - sem sat með stuðningi Framsóknar. Enda skipuð þeim sem voru þá kjörnir þingmenn. Ekki þannig að mótmælendurnir af götunni, væru sjálfir að skipa einstaklinga í stjórn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.3.2014 kl. 11:00

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég var ekki að tala um mótmælendur, heldur að minnihlutastjórnin var í boði Framsóknarflokksins.

Ég veit ekki hvert verðið er nákvæmlega í dag, en orkuverð hækkaði strax og fréttir fóru að berast af því að Rússar væru að/búnir að ráðast inn í Krím.

Ef áframhaldandi spenna og órói verður, er næsta víst að orkuverð hækkar frekar.

G. Tómas Gunnarsson, 7.3.2014 kl. 13:32

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

OK, þ.e. rétt að Framsókn ákvað að veita þeirri stjórn hlutleysi. En fékk engar þakkir fyrir frá vinstri flokkunum.

Markaðurinn er líklega frekar að óttast hvað stjv. í Úkraínu gera, en þangað í gegn liggur meginleiðslan er flytur gas til V-Evr.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.3.2014 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 858793

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 92
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband