4.3.2014 | 23:52
Pútín liklega búinn að því fram sem hann ætlaði - nú tekur við biðin eftir því hvort nokkuð bóli á refsiaðgerðum
Ég held að Pútín ætli ekkert að gera meir með sínum her, en að tryggja Krímskaga. Eins og komið hefur fram í fréttum. Hefur hann aflýst áður fyrirskipuðum heræfingum rússneska hersins nærri landamærum Úkraínu. Og skipað hernum að leita til búða sinna.
Í viðtali sagði Pútín, að hernaðaraðgerðir gegn Úkraínu væru síðasta úrræðið. En samtímis að hann hefði rétt til þess að grípa til aðgerða. Hann vísaði til þess að "réttmætur" forseti Úkraínu. Hefði veitt honum full umboð til þess að fást við "uppreisnarmenn."
Það gæti þó vel komið til greina að eiga samskipti við "ný lögmæt úkraínsk stjórnvöld" að afloknum kosningum í Úkraínu eftir 4. mánuði.
Putin: military force would be 'last resort' in Ukraine
Behind the West's Miscalculations in Ukraine
Þetta er áhugaverð mynd tekin af síðu - Wallstreet Journal:
- En sjá má þá staði þ.s. fámennar úkraínskar liðssveitir eru umkringdar rússneskum liðssveitum.
- En einnig "svörtu krossarnir" tvær varnarlínur sem rússneskar hersveitir hafa sett upp, á leiðunum inna á Krímskaga af meginlandinu.
Það er óvíst að mikið verði úr refsiaðgerðum gegn Rússlandi
Obama hélt því fram að Pútín hefði brotið alþjóðalög - - þ.e. í sjálfu sér rétt.
Obama: Evidence Points to Russian Violations of International Law
Á hinn bóginn eru Bandaríkin töluvert að kasta steinum úr glerhúsi.
Og Obama sjálfur hefur tekið sér þann rétt, að fyrirskipa árásir víða um heim með róbótískum flugvélum, þó það séu líklega í flestum tilvikum yfirlýstir óvinir Bandar. sem eru drepnir í þeim - - þá veit ég ekki til þess að til séu beinlínis fyrirmæli í alþjóðalögum sem heimila þær aðgerðir.
- Þær séu því líklega í besta falli á mjög "dökk gráu" svæði lagalega séð.
Aðgerðir Rússa hafa verið án nokkurs mannfalls!
---------------------------
Pútín þarf á endanum að gera eitthvert samkomulag við Úkraínu - til að binda enda á deiluna.
Ég benti á í gær, á mögulegt útspil: Hvað ef Rússar kaupa Krímskaga af Úkraínu?
Hið alvarlega efnahagsástand í Úkraínu - - býður upp á lausn er gæti verið aðlaðandi fyrir Úkraínu.
- Hvað refsiaðgerðir varðar - þó þær séu sannarlega mögulegar, þá samtímis væru þær töluvert tvíeggjaðar. Sérstaklega fyrir Evrópu!
- En fyrir utan að selja 30% af náttúrugasi sem Evrópa notar, sé Rússland mikilvægur markaður fyrir fjölmörg Evrópuríki, allt frá bifreiðum yfir í matvæli og lúxusvarning.
- Það séu því líkur á því að refsiaðgerðir verði "bitlitlar" ef þær eru hannaðar þannig, að efnahagstjóni fyrir Evrópu sjálfa sé forðað.
- Fyrir utan að, refsiaðgerðir væru mjög góð afsökun fyrir Pútín, honum mundi örugglega takast að sannfæra rússneskan almenning um það, að ef lífskjör versna e-h í Rússlandi, þá sé það refsiaðgerðunum að kenna þ.e. Vesturlöndum.
Það sé lítil hætta á því að Pútin fari að kröfu ríkisstjórnar Bandaríkjanna - að skila Krímskaga.
Meðan á biðinni eftir hugsanlegum aðgerðum vesturvelda stendur!
Beinast sjónir líklega aftur að Úkraínu sjálfri. En uppreisnarstjórnin - - getur ekki með venjubundnum hætti talist "réttmæt" eða "legitimate." Um það er ábending Pútíns alfarið rétt.
Ég hugsa að Pútín muni fara í engu óðslega, ekki síst til þess að atburðir innan Úkraínu - komist aftur inn í kastljós fjölmiðla. En "bráðabirgðastjórn" Úkraínu stendur að sjálfsögðu afskaplega "höllum fæti" með landið blæðandi fé hægri og vinstri.
Ríkið eingöngu nær fjármagnað með seðlaprentun, sem er bein ávísun á "óðaverðbólgu."
Með hraðminnkandi gjaldeyrisvarasjóð, sem þegar er vitað að dugar ekki fyrir skuldbindingum ársins.
Úttektir úr bönkum hafa verið takmarkaðar, til að minnka flæði peninga úr þeim.
En ríkisstj. þarf að koma hagkerfinu aftur af stað, eftir umrótið sem mótmælunum fylgdi - svo að skatttekjur fari aftur að skila sér.
Og þ.e. einnig ljóst, að ríkisstjórnin verður að fá neyðarfjármögnun - fyrir kosningar eftir 4 mánuði.
En líklega ætla Vesturveldi að bíða með að semja um "neyðarprógramm" eftir kosningar.
- Líklega á það sama við, að Pútín mun ætla sér að bjóða næstu ríkisstjórn - eitthvert útspil.
- Hvað það verður, veit enginn í dag.
- Ég hef bara stungið upp á því hvað ég tel að væri snjall leikur.
Niðurstaða
Ég held að Pútín muni á næstunni taka því með ró. Enda kosningar í Úkraínu ekki fyrr en að 4 mánuðum liðnum. Hann segist hafa áhuga á að ræða við næstu stjórn, sem verði að hans mati "réttmæt." Hann viðurkenni ekki núverandi bráðabirgðastjórn.
Á meðan heldur "standoff" áfram á 5 stöðum alls á Krímskaga þ.s. fámennar liðssveitir Úkraínu, sem hafa neitað að afhenda vopn sín - eru umkringdar rússneskum liðssveitum og fá ekki að fara.
Um þær þarf að semja síðar meir, og það á eftir að koma í ljós - hverskonar útspil Pútín mun koma fram með gagnvart Úkraínu. Þegar ný stjórn tekur við völdum eftir kosningar.
Sennilega verði lítið úr refsiaðgerðum vesturvelda.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 15
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 185
- Frá upphafi: 858771
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 145
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll aftur Einar Björn
Það eina sem Pútin hefur gert var að óska eftir þessu umtalaða leyfi, en Pútin hefur hins vegar ekki séð ástæðu til þess að senda viðbótarherlið eða aukaherlið þarna á Krímskaga.
Það er rétt hjá þér Einar að Pútín ætlar ekkert að gera meir. Öll þessi ófrægingarherferð gegn Rússum með öllum þessum lygum hefur hins vegar virkað vel og þjónað sínum tilgangi, ekki satt?
Menn spyrja, hvernig þá brutu Rússar alþjóðalög, þar sem að 16 þúsund manna herlið er búið að vera þarna á Krímskaga undanfara áratugi skv. samkomulagi?
Samkvæmt samkomulagi frá árinu 1997, þá mega Rússar vera með 25 þúsund manna herlið þarna, en eins og segir þá hefur 16 þúsund manna herlið verið þarna undanfarna áratugi.
Ég er á því að vestrænir fjölmiðlar muni seint eða aldrei viðurkenna mistök og að í staðin verði reynt að finna eitthvað annað til að sverta Rússa.
“...Western media describes the situation in the Autonomous Republic of Crimea as if a full-scale Russian invasion were under way, with headlines like: “Ukraine says Russia sent 16,000 troops to Crimea” and“Ukraine crisis deepens as Russia sends more troops into Crimea,” as well as “What can Obama do about Russia's invasion of Crimea?”
It seems they have chosen to simply ignore the fact that those Russian troops have been stationed in Crimea for over a decade... “
( Russia is allowed to have 25,000 troops in Crimea...and other facts you didn’t know http://rt.com/news/russian-troops-crimea-ukraine-816/)
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 01:32
Þorsteinn, þú ert að vísa til samkomulags um þá herstöð sem þeir hafa í Sevastopol - sem veitir þeim heimild til að halda 25þ. manna herstyrk "í þeirri herstöð.". Það samkomulag veitir þeim alveg örugglega ekki rétt til þess að senda það herlið á víð og dreif um skagann, láta það umkringja sveitir Úkraínuhers skipa þeim að afvopnast - halda þeim í herkví ef þær neita að afhenda vopn sín, afvopna lögreglusveitir á vegum Úkraínu - taka yfir þeirra störf, og síðan að setja upp varnarlínur við leiðir inn á Skagann. Þ.s. þeir hindra aðgang úkraínskra sveita hers og lögreglu inn á svæðið.
Það má vera að nýlega skipaður leiðtogi svæðisins hafi óskað eftir aðstoð. En best að muna eftir því að sá var skipaður þegar rússn. hermenn stóðu vörð um þinghús svæðisins. Það setur spurningamerki um það - hversu frjálsir þingmennirnir voru að þeirri ákvörðun. Síðan alveg örugglega fór sá leiðtogi út fyrir valdsvið þ.s. lög heimila honum - að óska aðstoðar Rússa með þeim hætti. Þ.e. þó ákaflega hentug átilla fyrir Pútín.
Að Pútín hafi tekið yfir stjórn skagans með valdi - er ekki röng lýsing. Þó svo að herliðið hafi verið til staðar á herstöðinni í Sevastopol borg.
Vertu algerlega viss um að sú notkun á því herliði gengur langt umfram þann rétt sem samkomulag milli Úkraínu og Rússlands, um rekstur herstöðvar í Sevastopol veitir Rússum.
Þ.e. alveg örugglega brot á rétti Úkraínu skv. samkomulaginu um Skagann milli ríkjanna, að handtaka þeirra lögreglusveitir og hersveitir, og afvopna. Þó enginn hafi verið meiddur eða drepinn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.3.2014 kl. 10:50
Sæll Einar Björn
Ég er þarna að vísa beint í frétt á RT. varðandi allar þessar ásakanir frá vestrænum fjölmiðlum um að 16 þúsund manna herlið hafi lagt undir sig Krímskaga.
Þ.e.a.s þessar sömu ásakanir og komu frá þessum núna umboðslausu fulltrúum Úkraníu um að 16 þúsund manna herlið hafi lagt undir sig Krímskaga.
"...Ukraine’s statement at the UN that ‘16,000 Russian soldiers had been deployed’..." (http://rt.com/news/russian-troops-crimea-ukraine-816/)
Í samkomulaginu frá 1997 er ekki talað um einhverja eina herstöð Sevastopol, heldur fleiri, 25. þúsund manna herlið og þetta svæði þarna á Krímskaga:
1) A Russian naval presence in Crimea dates to 1783 when the port city of Sevastopol was founded by Russian Prince Grigory Potemkin. Crimea was part of Russia until Nikita Khruschev gave it to Ukraine in 1954.
2) In 1997, amid the wreckage of the USSR, Russia & Ukraine signed a Partition Treaty determining the fate of the military bases and vessels in Crimea. The deal sparked widespread officer ‘defections’ to Russia and was ratified by the Russian & Ukrainian parliaments in 1999. Russia received 81.7 percent of the fleet’s ships after paying the Ukrainian government US$526.5 million.
3) The deal allowed the Russian Black Sea Fleet to stay in Crimea until 2017. This was extended by another 25 years to 2042 with a 5-year extension option in 2010.
4) Moscow annually writes off $97.75 million of Kiev’s debt for the right to use Ukrainian waters and radio frequencies, and to compensate for the Black Sea Fleet’s environmental impact.
5) The Russian navy is allowed up to
- 25,000 troops,
- 24 artillery systems with a caliber smaller than 100 mm,
- 132 armored vehicles, and
- 22 military planes, on Crimean territory.
6) Five Russian naval units are stationed in the port city of Sevastopol, in compliance with the treaty:
- The 30th Surface Ship Division formed by the 11th Antisubmarine Ship Brigade. Comprises the Black Sea Fleet’s flagship guard missile cruiser Moskva as well as Kerch, Ochakov, Smetlivy, Ladny, and Pytlivy vessels, and the 197th Landing Ship Brigade, consisting of seven large amphibious vessels;
- The 41st Missile Boat Brigade includes the 166th Fast Attack Craft Division, consisting of Bora and Samum hovercrafts as well as small missile ships Mirazh and Shtil, and 295th missile Boat Division;
- The 247th Separate Submarine Division, consisting of two diesel submarines – B-871 Alrosa and B-380 Svyatoy Knyaz Georgy;
- The 68th Harbor Defense Ship Brigade formed by 4 vessels of the 400th Antisubmarine Ship Battalion and 418 Mine Hunting Ship Division respectively.;
- The 422nd Separate Hydrographic Ship Division boasts the Cheleken, Stvor, Donuzlav and GS-402 survey vessels and hydrographic boats.
7) Russia has two airbases in Crimea, in Kacha and Gvardeysky.
8) Russian coastal forces in Ukraine consist of the 1096th Separate Anti-Aircraft Missile Regiment in Sevastopol and the 810th Marine Brigade, which hosts around 2,000 marines.
Authorities in the Ukrainian Autonomous Republic of Crimea – where over half the population is Russian – requested Moscow’s assistance after the self-proclaimed government in Kiev introduced a law abolishing the use of languages other than Ukrainian in official circumstances.
Last week, Russia’s Federation Council unanimously approved President Vladimir Putin’s request to send the country’s military forces to Ukraine to ensure peace and order in the region “until the socio-political situation in the country is stabilized.”
However, the final say about deploying troops lies with Putin, who hasn’t yet made such a decision, stressing that deploying military force would be a last resort." ( http://rt.com/news/russian-troops-crimea-ukraine-816/ )
Það er rétt hjá þér Einar að Rússar hafa núna hindrað aðgang Úkraínskra sveita hers og lögreglu inn á svæðið, en spurningin er hafa Rússar ekki leyfi til þess, eða hvað?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 13:33
Þetta lítur ekki vel út hjá þeim í Úkraínu :
" Kiev snipers hired by Maidan leaders - leaked EU's Ashton phone tape" http://rt.com/news/ashton-maidan-snipers-estonia-946/
" US 'plotted, abetted' ouster of Ukraine’s president: Retired CIA officer"
http://www.presstv.ir/detail/2014/03/04/353145/us-plotted-ouster-of-ukraine-president/
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 14:19
Sko þ.e. enginn sem efast um það að Rússum hafi verið heimilt að hafa allt að 25þ. manna herlið í herstöðinni í Sevastopol.
En þeim er sannarlega ekki heimilt, skv. þeim samningum - að beita því herliði vítt og breitt um skagann. Handtaka liðssveitir Úkraínuhers eða umkringja, og taka yfir öryggisgæslu innan á skaganum í heild. Meina öryggissveitum Úkraínu aðgang.
Að segja að Rússar hafi tekið skagann - er ekki röng lýsing. Þó þeir beiti til þess sveitum er þegar voru til staðar á skaganum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.3.2014 kl. 22:20
Biddu, biddu, þú segir hérna að "..þeim er sannarlega ekki heimilt, skv. þeim samningum - að beita því herliði vítt og breitt um skagann", en á myndinni (hér fyrir ofan á blogginu) eru þeir með allar þessar herstöðvar vítt og breitt um skagann, þeas. fyrir utan Sevastopol þá erum við að tala um Balaklava, Perevalnoe, Feodosiya, Kerch og svo þessar (Check points) Anyansk og Chongar, þannig að maður bara spyr:
Undir þessum kringumstæðum gagnvart umboðslausri ríkisstjórn sem tók völdin með ofbeldi, hvernig hafa Rússar brotið af sér? Það er samt sem áður algjör lygi að segja að Rússar hafi sent 16.000 manna herlið til Krímskaga núna nýlega, því það er nákvæmlega ekkert sem styður það. En þar sem þeir hafa ekki sprengt eina einustu sprengju þarna eða hvað þá drepið mann, hvað alþjóðalög eiga þeir að hafa brotið af sér gagnvart umboðslausri Ríkisstjórn Úkraínu?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning