Hvernig fór Þýskaland að því að endurreisa samkeppnishæfni á sl. áratug?

Mjög merkileg greining nokkurra ágætra þýskra fræðimanna kom upp í hendurnar á mér, þ.e.: Christian Dustmann, Bernd Fitzenberger, Uta Schönberg, Alexandra Spitz-Oener. Ritgerðin heitir "From Sick Man of Europe to Economic Superstar: Germany’s Resurgent Economy."

Það sem mér finnst áhugaverðast er tvennt:

  1. Það virðist verulega minnka hlutfall launamanna sem eru á töxtum verkalýðsfélaga. Það virðist því að verkalýðshreyfingin í Þýskalandi hafi dregið verulega í land á sl. áratug, með það að verkamenn skuli vera í félagi og sannarlega vera á taxta verkalýðsfélags.
  2. Síðan hitt, gríðarleg aukning á launamun innan Þýskalands. Þ.e. stöðnun hjá millistétt. Aukning í tekjum þeirra launahæstu. Minnkun og það veruleg í tekjum lægst launuðu.

-----------------------------------------------

"From 1995 to 2008, the share of employees covered by industry-wide agreements fell from 75 to 56  percent, while the share covered by firm-level agreements fell from 10.5 to 9 percent."

"he percentage of German workers that were not covered by an agreement in 1995 –1997 was highest in the tradable services (22 percent), as compared to tradable manufacturing (9.8 percent) and nontradables (12 percent)."

"By 2006 –2007, noncoverage had sharply increased in all three sectors to 40, 27, and 32 percent in the tradable services, manufacturing, and nontradables respectively, and this share continued to rise."

"By 2010, according to the German Structure of Earnings Survey, 41 percent of all employees in firms with at least 10 employees in the sectors Manufacturing, Mining, and Services are not covered by any collective wage agreement (StaBu 2013)."

-----------------------------------------------

Þegar þeir tala um "tradable" vs. "non-tradable" vísa þeir til þess hvort hlutfall útflutnings í heildartekjum sé minna eða meira en 25% hjá fyrirtækjum í viðkomandi greinum.

Það áhugaverða við þá greiningu er - - að íhlutaframleiðendur þ.e. þau fyrirtæki sem þjóna stóru framleiðslu fyrirtækjunum með því að sérhæfa sig í að framleiða einingar t.d. gírkassa í bíla eða mótóra fyrir t.d. ísskápa - - eða hvað annað.

Eru væntanlega lítt í því að flytja út, heldur tilheyra fyrirtækjaneti er vex í kringum stóru framleiðslufyrirtækin, er selja síðan setja saman fullbúin farartæki eða heimilistæki eða vélar fyrir margvísleg not og selja um heim.

Það er því sérstaklega áhugavert að skoða launaþróun í "non-tradable."

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/germany.jpg

Fljótt á litið virðist erfitt að sjá - - af hverju þýsku stóru framleiðendurnir náðu að bæta svo mikið samkeppnishæfni sína.

En ef maður áttar sig á því, að þeir - - hafa pínt "íhlutaframleiðendurna" heima fyrir, þannig lækkað kostnað sinn með þeim hætti. Þá er auðveldar að skilja þetta.

Enda er mikið jafnvel megnið af þeirri tækni sem t.d. er í bílum, framleidd utan "samsetningaverksmiðjanna" í fyrirtækjum sem raðað hafa sér í nágrenni við stóru verksmiðjurnar eða þá þægilega nærri öflugu flutningakerfi þangað sem afurðir íhluta framleiðandans komast skjótt til verksmiðjunnar sem sá framleiðandi þjónar.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_0002_1227910.jpg

  • Takið eftir að skv. þessu hefur þýskum "íhlutaframleiðendum" lítt hnignað á sl. áratug, öfugt við sambærilega þróun á Ítalíu eða Frakklandi þ.s. yfir milljón framleiðslustörf töpuðust í hvoru landi á sl. áratug - - takið eftir tölunum 78,1%, 73,7%, 70,3% fyrir "tradable manufacturing."
  • Þó þetta sé ekki - - engin hnignun. Virðist að "launalækkanir" íhlutaframleiðenda hafi bjargað atvinnuveginum og líklega miklum fjölda starfa í framleiðslugreinum í Þýskalandi.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_1227911.jpg

Takið eftir því hve "unit labor costs end products" lækkar mikið hjá stóru framleiðslufyrirtækjunum.

Skv. sérfræðingunum sé ekki unnt að skilja þá þróun, nema með því að taka tillit til launaþróunar hjá "íhlutaframleiðendum" í Þýskalandi - - hin sökkvandi lína sýnir líklega þ.s. ég benti á að ofan að framleiðendurnir hafi "kreist" íhlutaframleiðendurna.

Þeir hafa bersýnilega pínt verðin niður, og á móti hafa íhlutaframleiðendurnir orðið að pína niður launakostnað - með að því er best verður séð lækkun launa venjulegs verkafólks hjá þeim.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_0003.jpg

Í restina setti ég inn heildarmyndin af launaþróun eftir tekjuhópum þ.s. öllum atvinnugreinum er slegið saman.

Ef tekið er meðaltal af öllu, virðist að laun í Þýskalandi hafi almennt séð staðið í stað á umliðnum áratug.

En ef málið er skoðað nánar, þá má sjá að baki heildartölunni liggur - - umtalsverð launalækkun verkafólks. En þ.s. felur hana sýn þegar heildartalan yfir allt er skoðuð, er bersýnilega stórfelld aukning tekna eða launa þeirra tekjuhæstu.

Launabilið eykst því mikið!

Það er því ekki að furða að Þjóðverjar haldi að hinum þjóðunum leið launalækkunar - - því þeir gengu í gegnum hana sjálfir.

 

Niðurstaða

Svo það virðist eftir allt saman að Þjóðverjar hafi varið sínar framleiðslugreinar með því að skerða laun að stórum hluta á umliðnum áratug, og að auki með því að skerða að verulegu leiti réttindi og fríðindi verkafólks. 

Það er því ekki að furða að þýsk stjv. haldi því að hinum löndunum á evrusvæði að beita slíkum úrræðum, þ.s. þeir eða a.m.k. þýskir ráðamenn upplifa að sú aðferð hafi virkað "þrusandi" vel.

Ég velti því fyrir mér þ.s. skv. greiningu þýsku sérfræðinganna þeim verkamönnum fjölgandi sem eru ekki hluti af töxtum nokkurs verkalýðsfélags því ekki þáttur af félagslegri vernd þeirra. Hvort það þíði að þýska módelið sé að færast sífellt nær því bandaríska?

Eða hvað haldið þið?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Innri gengisfelling: Evrópska leiðin er að grisja millistéttina og gera þá ríku ríkari og fjölga stórlega fátæklingum og lægri millistéttum, aukið atvinnuleysi.

Ytri gengisfelling: Allir taka á sig skerðingu uppreiknað miðað við aðrar þjóðir. Samkeppnisfærni hagkerfisins stór eykst, eftir situr þjóð sem hefur öfluga millistétt, lítið af fátækum og ríkum og lítið atvinnuleysi.

Það er betra að fá laun í krónum heldur en atvinnuleysisbætur í evrum.

Eggert Sigurbergsson, 6.2.2014 kl. 06:27

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband