Gjáin í orkukostnaði milli Evrópu og Bandaríkjanna, komi til að skaða Evrópu a.m.k. nk. 20 ár!

Þetta er haft eftir "Alþjóðlegu Orkustofnuninni" eða "International Energy Agency" skammstafað "IEA." Fatih Birol aðalhagfræðingur stofnunarinnar, benti á að orkufrek starfsemi sæi 30 milljón manns ca. fyrir atvinnu.

Til gamans er áhugavert að nefna að skv. EUROSTAT er heildarfj. atvinnulausra í ESB 28: 26,553 millj.

Þannig að ef þ.e. rétt mat aðalhagfræðings "IEA" að verðþróun á rafmagni sé líkleg að verða áfram óhagstæð innan Evrópu nk. 20 ár - - þá má alveg rökstyðja að slíkt ástand geti "grafið undan tilraunum Evrópuríkja til þess að minnka atvinnuleysi á nk. árum."

Energy price gap with the US to hurt Europe for ‘at least 20 years’

  1. "European gas import prices are currently around three times higher than in the US...
  2. "...while industrial electricity prices are about twice as high" 

Þetta skaðar augljóslega samkeppnishæfni orkufrekrar starfsemi eins og málmbræðsla hverskonar og efnaverksmiðja, t.d. þeirra sem framleiða plastefni og aðrar fjölliður sem og trefjaefni.

Sumir kannski segja við sjálfa sig - - að þetta sé "gamaldags starfsemi" en þeir sömu þá gleyma, að framleiðsla á málmum er "nauðsynleg grunnstarfsemi" hjá þjóðum sem vilja standa í framleiðslu t.d. á bifreiðum og öðrum samgöngutækjum, hvort sem er á landi á legi eða í lofti.

Síðan eru auðvitað fjöldi tækja og búnaðar sem notað er á heimilum einnig framleitt úr málmum. 

Einhver þarf að framleiða þann málm! Og það auðvitað kostar einnig peninga, að kaupa þann málm frá Kína eða Bandaríkjunum, í stað þess að hann sé framleiddur í Evrópu.

  • Auðvitað má ekki gleyma því, að þeir flutningar yfir heimshöfin - - valda einnig "CO2" losun.

Innan Evrópu er a.m.k. mögulegt að flytja vörurnar á milli staða með lestum sem nota rafmagn.

Og auðvitað er plastiðnaður - - gríðarlega mikilvæg grunnstarfsemi, eða ímyndið ykkur þann fjölda hluta allt í kringum okkur sem er úr plasti eða öðrum fjöllliðum. Svo má ekki heldur gleyma trefjaefnum þó þau teljist ekki til plastefna svo sem koltrefjar.

Allt þetta kostar verulega mikla orku að framleiða!

Þó iðnaðurinn losi "CO2" þá minnkar það ekki "CO2" losun í heiminum, að sú starfsemi fari einfaldlega fram annars staðar á hnettinum, og síðan plastið og fjölliðurnar keyptar frá löndum í öðrum heimsálfum og síðan flutt yfir hafið.

-----------------------------

Ekki gleyma því að í sókn eftir sífellt léttari farartækjum - - er sífellt aukning á notkun plastefna og annarra fjölliða eða trefjaefna í þeim iðnaði.

Til þess m.a. að framleiða farartæki sem sjálf losa minna "CO2."

Eins og sjá má af mynd - - fer verð á raforku hækkandi í Evrópu!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_1227370.jpg

Það síðasta sem Evrópa hefur þörf fyrir með ca. 12% atvinnuleysi að meðaltali, er að ógna tilverugrundvelli - - annars eins fjölda starfa.

Auðvitað, ef orkufrekar greinar fara í stöðugt hnignunarferli - - sem menn innan þeirra greina óttast raunverulega.

Þá að sjálfsögðu mun það vera hemill á - - hagvöxt.

Og ekki síst - - a.m.k. hamla gegn minnkun atvinnuleysis.

  • "It was important to recognise the big role natural gas played in electricity generation in Europe, which has yet to experience anything like the US shale boom that has driven down prices."

En gasverð hefur lækkað 70% á tæpum áratug í Bandaríkjunum.

Ekki vanmeta að hagstæðara orkuverð innan Bandar. - - getur verið a.m.k. hluta ástæða þess, að bandar. hagkerfið virðist nú komið í raunverulegan hagkerfis viðsnúning.

  • Staðreyndin er að brennsla á gasi er a.m.k. mun skárri hvað losun "CO2" varðar en brennsla á kolum, en þó er undanfarin 3 ár brennsla á kolum í aukningu innan Þýskalands - þrátt fyrir stórfellda uppbyggingu svokallaðrar "grænnar raforkuframleiðslu" er CO2 losun þýska orkukerfisins í aukningu, ekki minnkun.
  • Því að hrunið að verðlagi á gasi innan Bandar., hefur einnig leitt til hruns á verðlagi á kolum - sem nú eru flutt frá Bandar. á mjög lækkuðu verði miðað við árin áður. Þannig að allt í einu er hagsætt fyrir orkufyrirtækin að brenna kolum til að framleiða rafmagn. Þrátt fyrir að þurfa að kaupa losunarkvóta fyrir "CO2" og að vegna meiri "CO2" losunar við kolabrennslu þurfi að kaupa meira af slíkum kvótum, þegar rafmagn er framleitt með kolabrennslu.

Það sé því mikilvæg spurning hvort ekki sé skynsamt fyrir Evrópu að heimila "fracking" eins og gert hefur verið í Bandaríkjunum, með þeim árangri að verðhrun hefur orðið á orku þar í landi.

Ef sambærileg verðlækkun á gasi er möguleg innan Evrópu, þá um leið mun hnignun grunnsins undir stórum hluta iðnstarfsemi Evrópu - - hætta!

Evrópa þarf virkilega að fara að velta fyrir sér - - mikilvægi þess að til séu störf fyrir íbúa álfunnar!

 

Niðurstaða

Ef hnignun orkufreks iðnaðar heldur áfram í Evrópu. Þá auðvitað blasir það við. Að líklega í stað þess að smá dragi úr atvinnuleysi í Evrópu - - geti allt eins farið að það muni aukast. En eins og aðalhagfræðingur IEA benti á. Þá vinna ívið fleiri í orkufreka geiranum innan Evrópu. En nemur heildar fjölda atvinnulausra. Það séu því til staðar miklir möguleikar á frekari aukningu þess.

Og það getur á sama tíma einnig þítt, að sá litli hagvöxtur sem nú mælist í Evrópu. Snúist aftur við í samdrátt.

Ef hnignun iðnstarfsemi innan Evrópu verður ekki stöðvuð, þá hlýtur að koma að því á einhverjum punkti að vonleysi skapist meðal atvinnulausra verkamanna, og í kjölfarið fari að bera á óeirðum örvæntingafullra atvinnuleysingja. Sem eyja enga von um starf nokkru sinni. Þá fer ástandið að líkjast mjög ástandinu á 4. áratugnum.

Ég held að menn séu mjög að vanmeta áhættuna fyrir samfélögin, að hafa svo lengi stöðugt til staðar svo gríðarlega mikið atvinnuleysi. Það getur skapað mikinn fjölda fólks. Sem sér sig utanveltu innan sinna samfélaga. Eygir enga von. Og gerast smám saman kjósendur öfgaflokka.

Eru ekki einmitt öfgaflokkar í Evr. í fylgisaukningu jafnt þeir sem eru til hægri og vinstri?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband