2.1.2014 | 21:08
Vísbendingar þess að hægfara efnahagsbati haldi áfram í Evrópu!
Þetta sýna glænýjar tölur MARKIT sem reglulega birtir svokallaða, pöntunarstjóravísitölu. Hún er áhugaverð vegna þess að hún mælir ris og hnig innan atvinnulífsins sjálfs. Þ.e. aukning eða minnkun pantana, gefur vísbendingar um aukningu eða minnkun umsvifa í atvinnulífinu. Og því vísbendingu um stöðu hagkerfisins.
MARKIT hefur birt endanlegar tölur fyrir pantanir til evr. iðnfyrirtækja í desember!
Meira en 50 er aukning - minna en 50 er minnkun!
- "Eurozone Manufacturing PMI at 52.7 in December (31 - month high)"
Eins og sést, er þetta besta mæling í 31 mánuð, eða rúm 2 ár.
Það þíðir að meðal-aukning pantana til iðnfyrirtækja á evrusvæði í desember sl. var 2,7%. Samanborið við mánuðinn á undan.
Áhugavert er að tölurnar líta betur út fyrir öll samanburðarríki - nema Frakkland:
Countries ranked by Manufacturing PMI®Dec. 2013:
- Netherlands 57.0.........32 - month high
- Germany 54.3.............30 - month high
- Austria 54.1.................2 - month low
- Ireland 53.5.................2 - month high
- Italy 53.3...................32 - month high
- Spain 50.8...................2 - month high
- Greece 49.6................52 - month high
- France 47.0..................7 - month low
- Skoðið undirhlekki!
Hollendingar hljóta að vera ánægðir með 7% aukningu pantana til iðnfyrirtækja milli mánaða. En skv. MARKIT er stór hluti aukningarinnar - aukning pantana frá öðrum löndum.
Ágætur vöxtur pantana þ.e. á bilinu 3,3% - 4,3% er í Þýskalandi, Austurríki, Írlandi og já - - > Ítalíu. En skv. MARKIT er það einkum aukning pantana til útflutnings, sem skapar þá aukinn meðbyr með iðnframleiðslu á Ítalíu í desember miðað við mánuðinn á undan.
Á Spáni mælist smávægileg aukning pantana, en skv. upplýsingum MARKIT fækkaði þó störfum innan iðngeirans á Spáni í desember, þó sú fækkun hafi verið sú minnsta mæld um langa hríð. Á sama tíma, var fjölgun í störfum innan iðngeirans á Ítalíu í desember.
Meira að segja Grikkland hefur ekki litið skár út í mjög langan tíma, eða í 52 mánuði þ.e. rúm 4 ár. Skv. þeim tölum, getur það hugsanlega staðist að gríska hagkerfið nái botni á árinu 2014. Og jafnvel smávægilegur hagvöxtur fari af stað. En fór störfum innan gríska iðngeirans fækkandi.
Svo er það skussinn - - > Frakkland: hóst, hóst - > 3% samdráttur pantana til iðnfyrirtækja milli mánaða. Skv. MARKIT var minnkun í eftirspurn innan Frakklands samtímis því að útflutningspantanir drógust einnig saman. Störfum auk þess fækkaði í iðnaði í desember.
Enn einu sinni sker Frakkland sig frá
Frakkland virðist þessa stundina statt í annarri hagsveiflu en restin af evrusvæði. Samdráttur iðnframleiðslu virðist skýr vísbending um hægfara efnahagssamdrátt. En skv. tölum hagstofu Frakklands var 0,1% efnahagssamdráttur á 3. ársfjórðungi innan Frakklands.
Mér þætti það ákaflega merkilegt, ef það verður ekki svipað upp á teningnum skv. mælingu síðustu 3. mánaða sl. árs, þ.e. 4. ársfjórðungs.
Vandinn virðist skýr - - franskt atvinnulíf er ekki samkeppnisfært!
Meira að segja, ekki samanborið við Spán og Ítalíu.
Það virðist víð gjá milli Frakklands og Þýskalands.
Frakkland hefur ekki efni á því að lenda í efnahagssamdrætti á þessu ári, á meðan önnur aðildarríki mörg hver virðast vera í viðsnúningi yfir í hægfara efnahagsbata.
Niðurstaða
Rétt er halda til haga því að þó fljótt á litið líti árangur t.d. Ítalíu vel út. Þá þarf Ítalía frekar kröftugan hagvöxt til að geta ráðið við núverandi skuldastöðu ríkissjóðs.
E-h í kringum 3% meðalhagvöxt. Eða, að rekstrarafgangur ríkissjóðs þarf að verða mjög stór.
Svo stór, að nærri því sögulega einstakt væri ef Ítalíu mundi takast að ná fram, en ekki síst sem er erfiðar - viðhalda það háum rekstrarafgangi.
En það mundi líklega þurfa að viðhalda honum háum í e-h um 20 ár. Ef Ítalía getur ekki fundið leið til að ná fram hagvexti umfram 1-2%.
- Skv. ofangreindum töum, er hann þó vart meiri en milli 0-1%. Ef þetta verður meðalaukning á árinu per mánuð.
Spánn er í sama vanda, þ.e. ef aukning verður á þessum nótum. Verður hagvöxtur vart mælanlegur þ.e. á bilinu 0-0,5%. Sem er örugglega ekki heldur nóg til að gera stöðu Spánar sjálfbæra.
------------------------------------
Frakkland er aftur á móti í áhugaverðri stöðu. Skuldastaða Frakkland hefur ekki endilega verið ósjálfbær - - en hún getur vel orðið það. Ef framvindan verður á þeim nótum sem tölurnar sýna.
En samdráttur mun pottþétt skapa skuldaaukningu, ríkisskuldir gætu þá hratt nálgast skuldahlutfall Spánarstjórnar. Á hinn bóginn er atvinnulíf Frakklands miklu mun sterkara - - þó það sé samdráttur innan þess skv. þessum tölum. Hefur Frakkland samt sem áður mun sterkara útflutningshagkerfi en Spánn.
- Ákveðin kaldhæðni í því að þ.s. meginvandinn virðist vera skortur á samkeppnishæfni, af því tagi sem ein gengisfelling mundi leiðrétta á svipstundu, þá getur það verið að Frakkland væri það land innan evru sem "tæknilega séð" mundi mest hlutfallslega græða á því að yfirgefa samstarfið um evru, og taka að nýju upp sinn eigin gjaldmiðil.
En hið öfluga útflutningshagkerfi Frakklands gæti þá náð sér mjög hratt á strik.
Svona tölur eru auðvitað vatn á myllu "Front Nationale" sem einmitt boðar endurkomu frankans, ef leiðtogi þess flokks Marine Le Pen kemst til valda.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einkennilegt ef Frakkar héldu að evran sé vandinn þegar það eru evruríkin sem eru með hagvöxtinn!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.1.2014 kl. 11:40
Gengisfelling er klassísk aðferð við það að endurreisa samkeppnisfærni með hraði. Nýr franski væri á lægra gengi en evran. Við það mundi launakostnaður franskra útfl. fyrirtækja lækka - - og hagnaður þeirra aukast.
Hafðu í huga að hagvöxturinn sem þú vitnar til er löturhægur. Þ.e. innan við 0,5% ef miðað er við meðaltal evrusvæðis. En t.d. Holland gæti veirð skv. ofangreindum tölum komið upp fyrir 1%.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.1.2014 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning