Vaxtakrafa fyrir 10 ára bandarísk ríkisbréf fer upp fyrir 3%

Sjálfsagt eru ekki allir með á nótum með það - hvað þetta merkir. En vaxtakrafan hefur sl. 2 ár verið umtalsvert lægri en þetta á bandar. ríkisbréfum. Botni náði hún um sumarið 2011 þegar virtist virkilega hrikta undir stoðum samstarfs um evru.

Með öðrum orðum - - þegar menn óttast að allt sé að fara til fjandans, kaupa menn bandar. ríkisbréf!

Þannig að hækkun á markaði á föstudag í 3,04% sýnir - nýja tiltrú fjárfesta á framtíðinni!

Mikil bjartsýni virðist ríkja fyrir næsta ár, þ.s. fastlega er reiknað með hagvexti upp á rúm 3%.

Sem flúttar nokkuð vel við vaxtakröfu upp á 3% - ekki satt?

Að auki hefur "US Federal Reserve" lofað að halda vöxtum á bilinu 0-0,25% lengur en hingað til, sjá: Federal Reverve FOMC statement 19. December 2013

"The Committee now anticipates, based on its assessment of these factors, that it likely will be appropriate to maintain the current target range for the federal funds rate well past the time that the unemployment rate declines below 6-1/2 percent, especially if projected inflation continues to run below the Committee's 2 percent longer-run goal."

Það er sem sagt reiknað með því að US FED muni smá draga úr prentun á næsta ári, þar til henni er lokið nærri lokum nk. árs.

En síðan að últra lágir vextir verði áfram - líklega 2 ár til viðbótar.

Þessar væntingar hafa örugglega einnig áhrif á vaxtakröfu fyrir bandar. ríkisbréf!

 

Ætli að Bandaríkjaþingi takist að kippa teppinu undan þessu?

En ennþá stefnir í nýtt drama vegna svokallaðs skuldaþaks. Margir telja að skuldaþaksdeilur sl. árs, hafi skapað nægilegt efnahagstjón til þess, að halda hagvexti sl. árs vel innan við 3%.

En óvissan hafi dregið þrótt úr neyslu - þrótt úr fjárfestingum - þrótt úr áhættusækni almennt.

Það er þegar bandar. þingið kemur saman eftir jóla- og nýársfrí í janúar 2014. Sem að má reikna með því að þær deilur fari í gang. 

Deilur á bandar.þingi hafa reyndar upp á síðkastið verið minna í heimsfjölmiðlum - en árin 2 þar á undan. En ég hef ekki heyrt neitt sem bendir til þess, að allt hafi fallið í ljúfa löð milli fylkinga.

En rétt er að rifja upp að í upphafi þessa árs var einnig töluverð bjartsýni um horfur ársins!

Hver veit - - kannski að Repúblikanar og Demókratar muni nú loks ná sátt í upphafi nk. árs, svo að annað ár þurfi ekki að fara í súginn eins og það sem nú er að líða hjá.

Og kannski mun kreppan sem virðist voma yfir í Kína, þá og þegar, ekki koma á nk. ári.

Þannig að 2014 verði ár bjartsýni - og gróanda í efnahagslífi heimsins.

 

Niðurstaða

Það er áhugavert að skoða vaxtakröfu ríkja sem talin eru traust. Það er áhugavert að krafan á 10 ára ríkisbréf Japans er bara 0,72%. Fyrir 10 ára Svissnesk bréf 1,09%. 1,95% fyrir 10 ára þýsk ríkisbréf. 2,01 fyrir 10 ára dönsk. 3,08 fyrir 10 ára bresk.

Þetta er langt í frá tæmandi listi. Í tilviki landa sem þykja traust - þ.s. væntingar um líkur á greiðsluþroti eru afskaplega litlar. Þá hafa þær væntingar líklega sára lítil áhrif á vaxtakröfuna.

Heldur líklegar markist hún af væntingum um framtíðar verðbólgu. Það getur því verið að markaðurinn sé að spá meðalverðbólgu í kringum 3% bæði í Bandar. og Bretlandi. En miklu lægri í Japan. Og í kringum 2% í N-Evrópu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

USA skellti meðalhækkunum á vsk. mörkuðum [hagvexti/verðbólgu] niður á 30 ára forsendum um 2000.  Smátt hefur þetta farið upp aftur og GDP[OER] USA dollara gengið er nú orðið aðeins hærra en GDP [PPP] gengið. Neytendur í USA að staðgreiða aðeins meira fyrir sína körfu en meðtalið á jörðinni , ef það hefur þá efni á því allstaðar.  Kauphallir sem ekki eru spennandi hrynja. Þetta vita fjölskyldur með alda reynslu í verðtryggingum og braski.    Verðbólga getur auki vsk. veltu  í kg. á því sama en þarf ekki gera það sjá Íslandi þar lækkar raunvirði samfara aukna magni undanfarinn 30 ár.  PPP reiknar þætti í seldum veltu einingum.  Efnis og orku þættir er reiknaðir fyrst.  Service er það sem reiknast þegar búið er draga efnis og orku þætti frá eða það sem kallast virðisaukinn á common neytenda mörkuðum.   Verðbólga í USA mun hægja á Kína kreppu.  USA er sterkari en Kína á öllum 30 árum.  Kína er ennþá búið gera meira en 30% neytenda hjá sér virka: vantar efni og landsvæði.  Raun-Tekjur aukast ekki bara með fjölgun ríkisborga eða nýjum huglægum raunvirðis þáttum. 

Júlíus Björnsson, 28.12.2013 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband