18.12.2013 | 00:08
Pútin deilir og drottnar, meðan að smám saman fjarar undan Rússaveldi!
Seinni hlutinn er hinn eiginlegi sannleikur. Rússland er í hnignun - Pútin hefur alls ekki tekist að stöðva það ferli, þó sterkviljaður og að mörgu leiti snjall. Þá er hann sjálfur hluti af vandanum, og sú elíta sem hann hefur búið til af fyrrum KGB mönnum.
En upp á síðkastið hefur gengið tiltölulega vel!
Fyrir tveim árum hratt Pútín af stað áætlun um nokkurs konar tollabandalag undir stjórn Rússlands, þ.s. flest þau lönd er áður tilheyrðu Sovétríkjunum er ætlað að tilheyra. Undanfarnar vikur hafa deilur um Úkraínu vakið athygli. En Úkraína stóð frammi fyrir "auka-aðildarsamningi" að ESB.
Það sem maður verður að skilja um ráðandi öfl meðal Rússa og sérstaklega Pútín, er að þar hugsa menn enn í "yfirráðasvæðum" alveg eins og í "kalda stríðinu."
Þetta er einnig "zero sum" hugsun, þ.e. þinn gróði er mitt tap, minn gróði þitt.
Það var með öðrum orðum engin leið fyrir Pútín að samþykkja, að stórfelld dýpkun samskipta Úkraínu og ESB, annað sem sem form af ógn við "hagmuni" Rússlands.
Eftir því sem best verður séð - - þá bera viðbrögð Pútín öll merki slíkrar hugsunar.
Der Spiegel - How Putin Outfoxed the West
- Mynd Der Spiegel - sýnir vel hvað Pútín og aðrir rússneskir stórveldissinnar, eru líklegir að álíta - stöðuga sókn vesturveldanna inn á yfirráðasvæði Rússlands!
- Pútín hefur örugglega litið á samning Úkraínu við ESB, sem tilraun til að færa "yfirráðssvæði" vesturveldanna, alla leið að landamærum við Rússlands.
- OK, sannarlega eru Eystrasaltlöndin meðlimir í NATO og ESB, en Úkraína er miklu mun - - bitastæðara land. Fyrir utan að landamæri þess, liggja beint að "hjarta" Rússlands - þeim svæðum í Rússlandi sem eru hvað þéttbýlust, þ.s. landgæði eru hvað mest o.s.frv.
- Þ.s. kallað er á ensku "The Russian Heartland."
Svo að Pútín leggur allt í sölurnar til að hindra að Úkraína samþykki samkomulag, sem hefði líklega skapað mikla dýpkun samskipta Úkraínu og ESB.
--------------------------------------
- "In the summer, the Russians blocked duty-free exports of pipes from Ukraine, as well as shipments by Ukrainian candy maker Roschen, claiming deficient quality of the goods."
- "In October, not long before the Vilnius summit, Russia suddenly introduced new regulations for the transit of goods, causing long backups of trucks waiting at the Russian-Ukrainian border."
- "Then it suspended imports of meat and railroad cars from Ukraine."
- "Finally, the Russian state-owned energy company Gazprom demanded payment of a 1.3 billion ($1.8 billion) debt for gas that it had delivered at some point in the past."
- "President Putin dispatched his economic adviser Sergei Glazyev, a man with extremely nationalistic views, to Ukraine. He painted a disastrous scenario for the Ukrainians if they signed the agreement with the EU."
--------------------------------------
- Pútin sem sagt, setur af stað - - röð viðskiptahindrana sem skaða efnahag Úkraínu.
- Hann herðir þumalskrúfurnar stig af stigi.
- Síðan sendir hann einn helsta ráðgjafa sinn, til að hóta stjórnvöldum öllu illu.
- Lagt til samans, líklega stefndi Úkraína í þjóðargjaldrot! Hvorki meira né minna.
ESB má líklega kenna um að hafa verið svifasein, en forseti Úkraínu - - leitaði eftir efnahagsaðstoð.
Þetta var túlkað af vestrænum fréttaskýrendum, sem svo að Yanukovych væri að notfæra sér ástandið, til að kreista fjármagn út úr ESB.
En ég held þvert á móti, að svo alvarlegar hafi hótanir Rússa verið fyrir Úkraínu og úkraínska ríkið, að án þess að fá snögga fjárinnspýtingu frá Evrópu, hafi Úkraína ekki átt neinn valkost annan en að - hætta við samkomulagið við ESB.
Það hafi verið mistök þjóða Evrópusambandsins, að skilja ekki að án slíkrar snöggrar aðstoðar svo að efnahagsáfallið af refsiaðgerðum Pútíns væri þannig mildað, mundi líklega undirritun samkomulags við ESB og staðfesting - - líklega ekki forða því að aðgerðir Pútíns ýttu úkraínska ríkinu í þrot.
Vestrænir fjölmiðlar virðast gjarnan álíta, að spillt mafía tengd Yanukovych hafi ákveðið að "plotta" með Pútín gegn hagsmunum eigin þjóðar - - en þó svo að full ástæða sé að ætla Yanukovych spilltan.
Þá held ég að flestir sem halda að Yanukovych hafi tekið þessa ákvörðun, til að þjóna skammtímahagsmunum eigin "krónía" eingöngu, líklega átti sig ekki á því hve hættulegar efnahagslegar refsiaðgerðir Pútíns voru fyrir úkraínskan efnahag.
- Endurtek, Yanukovych átti líklega ekki annan raunhæfan valkost, eftir að ESB skaut niður beiðni hans um fjárstuðning - - svo úkraínska ríkið gæti haldist á floti þrátt fyrir aðferðir Pútíns.
Málið er að Rússland þarf á Evrópu að halda!
Og því má einnig snúa við, segja - að Evrópa þurfi Rússland!
En það mun þurfa algerlega nýja kynslóð ráðamanna í Kreml. Sú núverandi er enn föst í hugsunarhætti Kalda Stríðsins. Og ekkert mun fá því breitt.
Eins og kemur fram í grein Der Spiegel, beitti Pútín þumalskrúfum á flr. lönd, þ.e. einnig á Moldavíu. Þar tókst aðgerðin ekki og Moldavía hefur ákveðið að framtíð sín sé með V-Evrópu.
Sem þannig séð er ekki furðulegt, enda um sömu þjóð að ræða og býr í Rúmeníu. Sjálfsagt, vill það fólk aftur tengjast sinni gömlu þjóð - þó ekki endilega í ríkjasambandi. En náið viðskiptasamband og efnahags, er sjálfsagt nægilega nærri.
Armenía fékk einnig að kenna á þumalskrúfum, þar hafði Pútín erindi sem erfiði.
Kákasus svæðið er mikilvægt svæði í augum Rússa, en fjalllendið þar býr til mjög verjanleg landamæri þar í Suðri fyrir rússneska herinn.
Þó Pútín hafi þannig tekist að verja - þannig mun hann sjá það - Úkraínu og Armeníu.
Þá er sannleikur mála að hann er hröðum skrefum að missa "Mið Asíulýðveldin."
Þar gætir hratt vaxandi áhrif Kína! Og við Kína til lengri tíma litið, sé ég ekki að Rússland geti mögulega keppt. Það sé fullljóst að Mið Asíulýðveldin muni fara af yfirráðasvæði Rússa.
Þegar eru Kínverjar orðnir langsamlega mikilvægustu fjárfestarnir á því svæði, fjárfesta mikið fé í samgöngum - í olíu og gasvinnslu - í lagningu nýrra gas- og oliuleiðsla.
Það verða líklega ekki mjög mörg ár í það að megnið af olíunni og gasinu þar streymi til Kína.
--------------------------------------
Vandamál Rússlands er að við það missa þá Rússar miklar tekjur, en þeir hafa verið að græða mjög mikið á því að "arðræna" Mið Asíulýðveldin þ.e. kaupa af þeim olíu og gas á undirverði, og flytja í gegnum eigin olíu- og gasleiðslur, koma á markaði, selja á miklu mun hærra verði.
Á meðan spara þeir eigin gas og olíulyndir svo þeir eigi meir af þeim síðar.
Það kemur líka af því, að mun ódýrar er að vinna olíu og gas í Mið Asíu. En rússneskar lindir eru flestar í ísköldu freðmýrinni í N-Síberíu.
Þeir græða meir á að svindla á Mið Asíu lýðveldunum, en að ná upp eigin oliu og gasi, og selja á mörkuðum.
- Skv. nýlegum hagtölum, hefur hagvöxtur í Rússlandi fjarað út!
- Ekki lengur í kringum 6%, heldur 1,5% skv. áætlun fyrir þetta ár.
- Líklegur framtíðar vöxtur ekki betri.
- Að auki séu útgjöld stjórnvalda slík, að olíuverð þurfi að haldast í 100 dollurum svo að rússneska ríkið lendi ekki í hallarekstri.
Skv. þessu, um leið og Rússar glata Mið Asíu olíunni og gasinu, mun Rússland lenda í djúpri efnahagskreppu.
Þetta virðist mér algerlega óumflýjanlegt!
Við skulum ekki gleyma því að Rússar eru ein af mikilvægustu þjóðum Evrópu!
Það í öllum skilningi, þeir hafa verið mikilvægir gerendur í Evrópusögunni um aldir. Þegar en ekki ef Rússland glatar áhrifum í Mið Asíu.
- Þá mun Rússland verða miklu mun háðara Evrópu en áður!
- Rússland þarf að uppfæra!
- Breyta - bæta og endurnýja.
Mig grunar að sú efnahagskreppa sem mun koma í Rússlandi, verði einnig tækifæri til breytinga.
Líklega endanlega leiði hún til þess að núverandi stjórnendur tapi tiltrú, og á endanum völdum.
Þá muni tækifærið til breytinga blasa við - - því má ekki gleyma að Rússar hafa um aldir verið ein af mikilvægustu menningarþjóðum Evrópu.
Þeir hafa sögulega séð átt mjög færa vísindamenn!
Ég sé það ákaflega vel sem möguleika, að Rússland geti átt eftir að rísa upp í kjölfar slíkrar endurnýjunar!
Líklega lýðræðislegra þjóðfélag!
Ég sé ekki Rússland sem meðlim að NATO, né sem meðlim að ESB - - nokkru sinni.
- En í þessari framtíð, ættu Rússar að sjá Evrópu sem andstæðing.
- Heldur sem hugsanlegan bandamann.
Það er einmitt málið, að Evrópa og Rússland eru mög rökréttir bandamenn!
Ef og þegar Rússland hefur tekið þeim breytingum sem ég er að tala um.
- Með alvöru nútímavæðingu, gæti rússneskt þjóðfélag farið í mjög öfluga endurreisn.
Rússland í kjölfarið gæti orðið - - þungamiðja Evrópu.
Rússar eru eftir allt saman áfram, langsamlega fjölmennasta þjóðin í Evrópu.
Með efnahaglegri uppsveiflu og nánum viðskiptaböndum, yrði Rússland mjög digur viðbót við evrópskan markað.
Að auki, hafa Rússar alltaf haft sterka áherslu á hernaðarmátt.
Þannig að Rússland yrði óhjákvæmilega þá megin herveldi Evrópu, hugsanlega það sterkt ef maður setur það í samhengi við alvöru efnahags uppbyggingu, að Evrópa mundi alveg örugglega óhjákvæmilega viðhalda nánum samskiptum við Bandaríkin. Til að verða ekki of háð Rússum.
Eftir að hafa misst Mið Asíulýðveldin, þá mundu Rússar líklega þó fókusa á Kína sem - ógn.
Óttast að glata eigin landsvæðum yfir á kínv. áhrif í Austri.
Þeirra samskipti við Bandaríkin, yrðu þá líklega ekki lengur "adversarial" heldur öllu vinsamlegri en það.
Það má jafnvel vera, að Rússland - Evrópa og Bandaríkin; yrðu nokkurs konar þríeiki.
Niðurstaða
Ég á ekki von á því að núverandi "adversarial" stefna Rússlands endist í mörg ár til viðbótar. Það sé þegar hratt að fjara undan áhrifum Rússa í A-svæðinu. Ég á ekki von á því að Rússland geti komið hagvexti af stað að nýju undir núverandi stjórnendum.
En "Siloviki" sem elítan hans Pútíns er kölluð, sé í fáu minna spillt en fyrri elítur Rússa. Óskapleg spilling og óstjórn, standi landinu fyrir þrifum. Rússland sé einfaldlega komið að endimörkum þess sem unnt sé að ná fram undir núverandi stjórnarfari.
Rússland verði nokkurn veginn í efnahagslegri stöðnun næstu misserin, á þeim endimörkum mögulegs hagvaxtar - sem aðstæður núverandi stjórnarfars leiða fram.
Þær breytingar sem þarf að gera, séu ekki mögulegar í því stjórnarfari.
Að einhverju leiti minnir þetta mann á Brasilíu undir stjórn herforingjanna er sátu á 8. áratugnum fram á þann 9. Á fyrri hluta stjórnartíðar þeirra var hraður vöxtur í Brasilíu - síðan nam hann staðar, eins og landið hefði náð að vegg.
Þannig sé ástand Rússlands. Veggurinn sé núverandi stjórnarfar, og sú gríðarlega lamandi óskilvirkni sem spillingu þess fylgi.
Þessu verði ekki breytt nema í kreppu - - en kreppan sem Brasilía lenti í á sínum tíma. Hafi orðið herforingjastjórninni að falli, en eins og með Pútín var hún bærilega vinsæl um tíma meðan vel gekk í efnahagsmálum. Líklega mun það sama gerast, að eftir því sem efnahags stöðnun ágerist í Rússlandi mun draga úr vinsældum Pútín stjórnarinnar. Og þegar kreppan loks hefst, mun það stjórnarfar hrynja.
Þó það sé langt í frá öruggt - - þá a.m.k. mun þá Rússland fá nýtt tækifæri til að verða lýðræðisríki fyrir alvöru, eins og Brasilía fékk og eftir það hefur lýðræði þar fest rætur sem í dag líklega eru djúpar.
Því sama á ég von á eins og hefur átt við Brasilíu, að undir lýðræðislegri stjórn - muni nútímavæðing loks komast á legg í Rússlandi fyrir alvöru.
En Rússland er þrátt fyrir allt land mikilla tækifæra sem enn eru til staðar, ef þau eru bara nýtt.
Ég á því von á því að endurreisn Rússland þegar og ef þetta gerist, geti orðið virkilega sjón að sjá!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning