Lækkun barna- og vaxtabóta getur skaðað möguleika Framsóknarflokksins í sveitastjórnakosningum á SV-horninu!

Ég man þá tíð þegar Framsóknarflokkurinn auglýsti sig sem miðjusinnaðan velferðarflokk. Uppbygging velferðarkerfis á Íslandi var langt - langt í frá einkamál vinstrimanna á Íslandi. Heldur var Framsóknarflokkurinn á kafi í þeirri uppbyggingu, og málefni almennrar velferðar hafa sögulega séð flokknum verið mjög ofarlega í huga.

Í ljósi þess, fer mjög vel af stefnu flokksins, um leiðréttingu húsnæðislána. Sem einmitt er ætlað að stuðla að bættum hag fjölskylda í landinu - - og hvernig á að nálgast framkvæmd þeirrar stefnu var kynnt í sl. viku: Ríkið mun ekki borga 80ma.kr. leiðréttingu eins og sumir halda fram!

Og þ.s. meira er, Fitch Rating telur aðgerðirnar ekki ógna stöðu ríkisins, eins og andstæðingar flokksins hafa lengi haldið fram: Fitch Rating telur skuldalækkun til handa heimilum, fljótt á litið ekki ógna stöðu íslenska ríkisins!

  • En nú berast fregnir þess efnis, að barnabætur skuli lækka um 300 milljónir!
  • Og að vaxtabætur skuli einnig lækka um 300 milljónir.

Skv. fréttum er þetta inni í tillögur meirihluta Fjárlaganefndar, um nýtt Fjárlagafrumvarp!

1.300 milljónir króna teknar af bótum

 

Vinstri höndin gefur - - hægri höndin tekur!

Það sem menn verða að skilja er að fylgi Framsóknarflokksins er algerlega háð því að almenningur trúi því að hann fái þær "kjarabætur" sem fylgir lækkun lána.

Það hefur ekkert upp á sig, að standa við lækkun lána, en síðan sníða þær kjarabætur af jafnharðan.

Nýlegar skoðanakannanir hafa sýnt Framsóknarflokkinn kominn niður í 13% fylgi eins og það var, áður en það kom í ljós, að fullnaðarsigur hafði unnist í Icesave málinu. En þá eins og hendi væri veifað varð aukning í fylgi flokksins, síðan aftur er loforðið fræga um skuldalækkun kom fram.

Og flokkurinn fékk glæsilega kosningu virkilega - - síðan það kom fram í sl. viku með hvaða hætti flokkurinn ætlar að standa við þá skuldalækkun, hefur ein könnun komið fram er sýnir flokkinn aftur með 20% fylgi.

En hvað mun gerast, ef umræðan fer að stjórnast af deilum um fyrirhugaða lækkun vaxtabóta og fyrirhugaða lækkun barnabóta?

En þ.e. alveg augljóst, að ungar barnafjölskyldur, sem fá bót mála sinna með skuldalækkun.

Geta á móti orðið fyrir tjóni, ef af áformum um lækkun barna- og vaxtabóta verður!

Það ætti flokksmönnum að vera augljóst, eftir jó-jó skoðanakannana, að stór hluti af fylgi flokksins er að koma og fara, allt eftir því hve sáttur sá hópur er með flokkinn - - sem telur sig græða á loforði flokksins fyrir sl. kosningar.

Það ætti að vera augljóst jafnharðan, að sá hópur "akkúrat" gæti orðið óánægður með nýlega kynntar niðurskurðartillögur, og ákveðið að hætta að nýju - að styðja flokkinn.

  • Spurningin um það hvort Framsókn er 13% flokkur eða 20%, virðist vera hvort þessi hópur er ánægður með starf flokksins eða ekki.
  • Það ætti að vera öllum ljóst, að hvort þessi hópur styður flokkinn eða ekki í næstu sveitastjórnarkosningum, mun hafa mikið að gera með möguleika flokksins á SV-horninu.
  • Flokkurinn er annaðhvort með öruggan borgarfulltrúa, og möguleika á öðrum - - eða er að berjast í bökkum með að ná upp í 1. Og þ.e. óvíst að það takist.
  • Var ekki einmitt hugmyndin, að styrkja flokkinn í þéttbýlinu, með því að ná til flokksins með varanlegum hætti, álitlegum nýjum kjósendahópi?
  1. Þá þarf að gæta þess að sá hópur haldist ánægður með flokkinn!
  2. Sem þíðir líklega, að flokkurinn þarf að endurskoða stuðning við niðurskurð barna- og vaxtabóta, nema auðvitað að flokkurinn hafi mjög góðar skýringar í farteskinu, um það að sú skerðing muni lítt bitna á stærstum hluta þess hóps, sem fær leiðréttingu.

Það verður því forvitnilegt að sjá hvernig þessar niðurskurðarhugmyndir verða útskýrðar, fyrir þeim þjóðfélagshópi, þ.e. ungum skuldugum barnafjölskyldum, sem einmitt njóta barna- og vaxtabóta.

 

Hvað á að gera í staðinn?

Fækka ríkisstarfsmönnum með því að leggja af stofnanir - - draga úr starfsemi annarra, minnka umsvif þannig að innan ramma kjörtímabilsins sparist nægilegt fjármagn í rekstri, til að rekstur ríkisins nái úr halla yfir í afgang áður en kjörtímabilinu lýkur.

  • Þ.e. einmitt punktur - - að það eigi að gefa eftir markmiðið um hallalaus fjárlög í þetta sinn!
  • Mun raunhæfara er að stefna að því, að það verði enginn rekstrarhalli af ríkinu, þegar þetta kjörtímbil undir stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins er lagt saman sem heild.

Ég skil af hverju niðurskurður bóta höfðar til stjórnmálamanna, þ.e. vegna þess að hann skilar sér strax.

Til samanburðar, ef þú rekur ríkisstarfsmann - - þá á hann gjarnan rétt á greiðslu launa allt að 1 til 2 ár, fer eftir því hve mörg ár viðkomandi hefur starfað. 

Það þíðir, að djúpur niðurskurður í dag skilar sára lítilli útgjaldalækkun á næsta ári, en fer að skila sér að ráði árið eftir og verður örugglega búinn að skila sér áður en kjörtímabilinu lýkur.

Málið er að þ.e. einnig rétti tíminn að grípa til harðra niðurskurðaraðgerða á rekstri ríkisins núna, því ef þ.e. gert nú - - þá er nægur tími fyrir þær aðgerðir að skila sér áður en kjörtímabilinu lýkur.

Ekki síst, þ.e. nægur tími til stefnu, þannig að deilur um þann niðurskurð verða liðnar - - og þjóðfélagið farið að ræða önnur mál, áður en að næstu kosningum kemur.

  • Ég get nefnt dæmi Háskóla Íslands, en sannleikurinn er sá að þ.e. ekki allt nám jafn þjóðfélagslega mikilvægt. 
  • Það mætti mín vegna taka af fjárlögum:
  1. Guðfræðideild.
  2. Félagsvísindadeild.
  3. Hugvísindadeild.
  4. Sumt á sviði þverfaglegs náms.

Þetta er það nám sem ég tel vert að skoða að fjármagni sig alfarið með skólagjöldum.

En ríkið fjármagni þá þjóðfélagslega mikilvægar deildir eins og:

  1. Heilbrigðisvísindadeild.
  2. Menntavísindadeild.
  3. Verkfræði og náttúruvísindadeild.

Með þessu mundi vera mögulegt að spara stórfé!

Það þarf að hugsa stórt ef á að spara með svo mikinn hallarekstur og alvarlega skuldastöðu!

 

Niðurstaða

Hugmyndir um lækkun barna- og vaxtabóta geta verið fylgislega mjög varasamar fyrir Framsóknarflokkinn. En sá hópur sem verður fyrir barðinu á þeim hugmyndum, getur verið sá hinn sami og kaus flokkinn í sl. þingkosningum vegna loforðs um leiðréttingu húsnæðislána.

En sá hópur er að sjálfsögðu að vonast eftir því að sú lækkun skili þeim hópi bættum kjörum, þess vegna er það augljóslega mjög viðkvæmt atriði fyrir þann hóp.

Ef á móti bættum kjörum af völdum lægri vaxtagjalda, koma lægri barna- og vaxtabætur sem skerða kjörin á móti?

Ég er viss að hópurinn er ekki að styðja flokkinn, nema að sá hópur fái þau bættu kjör - sem hann telur sig hafa loforð flokksins fyrir að fá!

------------------------------

Ef ríkisstjórnin er í miklum vandræðum með að fjármagna Landspítalann, þá getur ríkisstjórnin tæknilega séð, og í alvöru ef hún vill - - afhent Seðlabanka Íslands skuldabréf til 30 ára eða þess vegna 50, til að leggja honum til aukið fé til skamms tíma - - meðan ríkið er að brúa þann sinn vanda á öðrum sviðum rekstrar

  • Það er ekkert sérstakt vandamál, ríkið er þá að skulda sjálfu sér! 
  • Alveg afsakanlegt við þessar aðstæður!

Því ætti ekki að fylgja umtalsverð verðbólguhætta, svo fremi sem að ríkisstjórnin sker nægilega mikið niður hjá sér þannig að ríkið verði komið með afgang eftir 1 ár, síðan restina af kjörtímalinu verði aðhaldið áfram nægilegt svo að ríkið a.m.k. standi á sléttu eða í smá afgangi þegar allt kjörtímabilið er gert upp, og að auki með teknu tilliti til kostnaðarins af því láni.

  • Sjálfs sín vegna þarf Framsóknarflokkurinn líklega að líta á barna- og vaxtabætur, sem heilagar!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband