Berlusconi sparkað út af ítalska þinginu!

Spurning hvort það er ekki loks kominn "hættu tími" hjá Silvio Berlusconi, 78 ára? En Efri Deild ítalska þingsins hefur nú loks samþykkt með atkvæðagreiðslu, að svipta hann þingsæti sínu. Þetta þíðir, að þar með er hann einnig sviptur þinghelgi. Og getur því setið af sér dóm - er hann fékk á sig fyrr á árinu.

Hinn langi armur réttvísinnar er ærið lengi búinn að vera leita eftir því að ná í hnakkadrambið á karlinum, og er það ekki fyrr en nú - - að það virðist loks vera að takast.

Berlusconi Loses Italian Senate Seat

  1. Eitt og annað hefur gengið á í ár, ekki síst - að flokkur Berlusconi klofnaði. Er hann gerði tilraun til að fella ríkisstjórnina. Og knýja fram þingkosningar. Það hefði frestað um marga mánuði þeim möguleika, að þingið væri fært um að - svipta Berlusconi sínu þingsæti.
  2. Fjöldi þingmanna, klauf sig frá og þar með framkvæmdastjóri flokks hans, einstaklingur sem hafði lengi verið vikapiltur Berlusconi sbr. "protege" en, ákvað þess í stað að leiða uppreisn hluta þingflokks, flokks Berlusconi. Það áhugaverða er, að þeir voru nægilega margir - - til þess að verja ríkisstjórnina falli.
  3. Þeir hafa síðan stofnað nýjan hægri flokk, sem styður ríkisstjórnina. En þessi atburðarás leiddi til þess, að Berlusconi missti öll áhrif innan hennar - - og með uppreisn stórs hluta þingflokks, þá endanlega virðist Berlusconi hafa tapað af möguleikanum á því, að koma í veg fyrir að hann væri rekinn af þingi, og þar með sviptur þinghelgi. Svo hann gæti setið af sér dóminn.
  4. Berlusconi hefur síðan endurvakið, sinn gamla hægri flokk - "Forza Italia" sem mætti þíða sem "Áfram Ítalía." En sá flokkur sem klofnaði, var myndaður fyrir fj. ára, með samruna flokka á hægri væng stjórnmála, þar á meðal "Forza Italia" hins eldri. Berlusconi leiddi þá bandalags myndun, og sá flokkur var þegar best gekk, stórveldi í ítalskri pólitík.
"In the coming months, he also will begin serving one year of community service as a result of the August tax fraud conviction, while a related two-year ban on holding public office is also likely to kick in next year. Mr. Berlusconi is still appealing the exact length of that ban."
  • Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist síðan, en einhver mun þurfa að taka við "Forza Italia" meðan hann má ekki skipta sér a.m.k. með formlegum hætti af stjórnmálum.
  • Einn möguleiki er "dóttir" hans.

Vegna hás aldurs, var hann dæmdur einungis til - þjónustu við almenning. Það á að taka eitt ár.

Síðan skv. ítölskum lögum, má hann ekki skipta sér formlega af stjórnmálum - í 2 ár til viðbótar.

Þannig að skv. því verður hann frá í 3-ár, að algeru lágmarki.

Margt getur gerst á þrem árum, jafnvel þó hann komi dóttur sinni í stól formanns "Forza Italia." En eftir 3 ár verður hann 79, þ.e. góð spurning hve lengi hann getur haldið áfram - vegna aldurs?

En það má þó reikna með einu, að honum sé í nöp við það, að enda sinn pólitíska feril með þessum hætti, þ.e. vera rekinn af þingi til að sitja af sér dóm, vera síðan bannaður í 2 ár til viðbótar.

Það reki hann til að koma aftur, þó það mundi ekki vera til nokkurs annars, en að búa til - - annars konar endi á sinn feril. En akkúrat þennan.

Það muni með öðrum orðum snúast um persónulegan heiður, þ.e. eins og hann skilur hann.

 

Niðurstaða

Þó að Berlusconi hafi verið rekinn af þingi, og verði síðan bannaður frá stjórnmálum í 3 ár. Þá grunar mig að hann ætli sér nýja innkomu eftir það. Þó það væri ekki nema til þess eins, að enda sinn feril með öðrum hætti - - að hætta svo snautlega sé ef til vill eitthvað sem hann getur ekki afborið.

Hann muni finna sig knúinn til að koma inn eina ferðina enn, þó það væri ekki til nokkurs annars en að búa til önnur endalok.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband