26.11.2013 | 23:50
Hættuleg upphleðsla spennu við strendur Kína?
Það hefur vakið mikla athygli ákvörðun sem ný ríkisstjórn Kína tók sl. sunnudag, um svokallað "flugöryggis-svæði" - - flugvélar sem fljúga inn í það þurfa að tilkynna sig. Eða eiga á hættu óskilgreindar varnaraðgerðir Kína. Vandinn er að hluti af þessu svæði er ekki hluti af viðurkenndri lofthelgi Kína - heldur falla inn í þetta "flugöryggissvæði" 2-umdeild svæði annað sem Japan telur sig ráða yfir og hefur gert síðan 1895, svokallaðar Senkaku eyjar ef maður nota japanska nafnið á þeim skerjum og boðum, og Leodo eyja sem S-Kórea telur sig eiga, og eins og á við um Japan, viðheldur gæslu herskipa og herflugvéla.
Senkaku Islands - sambærilegt við Vestmannaeyjaklasann.
"China's Defense Ministry said Saturday that the Chinese military would take "defensive emergency measures" against aircraft that didn't obey the rules in the new zone. It didn't specify what those measures would be."
Þetta virðist fljótt á litið - - leikur að eldinum!
Ekki fylgir sögunni - akkúrat hvað þær aðgerðir mundu vera, tæknilega getur það verið allt frá þvi að hervélar skipa flugvélum að breyta um stefnu - yfir í að þær neyði þær til að lenda á kínv. flugvelli þ.s. áhöfn væri handtekin - jafnvel yfir í að vél væri skotin niður.
Qin Gang, a Chinese Foreign Ministry spokesman - "It was written very clearly in the announcement. With regard to the question you've asked, the Chinese side will make an appropriate response according to the different circumstances and the threat level that it might face."
Allt í óvissu með öðrum orðum!
- Það sem hættulegt er við þetta, er að Japan hefur engan áhuga á því, að samþykkja að lofthelgin í kringum Senkaku eyjar, tilheyri Kína.
- Og má reikna fastlega með því, að japanskar hervélar og herskip, muni halda áfram - að stugga við bæði umferð kínv. skipa og flugvéla.
- Fram að þessu hefur S-Kórea ekki verið beitt alveg sama þrístingi og Japan, en nú virðist standa til að herða skrúfurnar í þá átt einnig -- það þíðir örugglega að einnig í kringum Leodo verður stöðug hætta á spennu, en þess má vænta að S-kóreskar hervélar muni gæta þeirrar lofthelgi sem S-Kórea telur sig eiga.
Svæðið sem Kína hefur tekið sér sést á mynd frá Wall Street Journal!
U.S. Directly Challenges China's Air Defense Zone
Auðvitað eru þessar eyjar og sker, boðar - nærri ströndum Kína. Og þ.e. augljóst, að erlendir herir skuli hafa bækistöðvar á þeim - er ákaflega óhentugt fyrir Kína.
Nú þegar Kína er að efla her sinn og flota, en hernaðarbækistöðvar þetta nærri strönd lands, er augljós ógn við það - - eða þannig hljóta hernaðaryfirvöld Kína að líta á málið.
Og þ.e. augljóst að Kína vill þessi svæði aftur.
En ég stórfellt efa - að sú aðferð er Kína beitir sé líkleg til árangurs, þ.e. nálgast málið með "hrokann" á lofti - - fullyrða að eyjarnar tilheyri Kína.
Hafa ekki áhuga á að semja um málið, þess í stað - ítrekað heimta að þeim sé skilað.
Og þegar löndin sem ráða yfir þeim hafna þeirri kröfu, er þrístingurinn aukinn - - og nú tilkynnt að lofthelgin í kring, einnig tilheyri Kína.
Og hótun látin fylgja með - - sem má túlka sem hótun um að vélar verði skotnar niður.
Kína getur nánast ekki mögulega betur tryggt en akkúrat með þeirri nálgun, að Japanir annars vegar og S-Kóreubúar hins vegar - - > þybbist við.
Bæði löndin eru fyrir sitt leiti að efla sína heri - land, flug og flota.
- Þessi þróun minnir mann í vaxandi mæli á Evrópu fyrir Fyrra Stríð.
- En þá var það Þýskaland er var vaxandi veldi, er ógnaði þeim sem fyrir voru.
Niðurstaða
Það sem er ógnvekjandi við þetta, er að með aðgerð sinni hefur Kína líklega umtalsvert aukið líkur á því - að óvænt geti brotist út stríð í Asíu. En þegar akkúrat það ástand er til staðar sem nú er komið, að fleira en eitt land þykist eiga sama landsvæði og í þetta skipti einnig lofthelgi, og bæði senda reglulega eigin herskip og flugvélar á svæðið.
Er það nánast fullkomin uppskrift að - - slysaskoti. Sem í þessu tilviki gæti leitt til stríðs.
En skv. fréttum hafa löndin ekki sambærilega "rauða" línu beint á milli höfuðsstöðva, eins og Moskva og Washington höfðu í Kalda Stríðinu, og var oft beitt til að hindra einmitt að stríð mundi hefjast - óvart.
Þá er akkúrat sú hætta fyrir hendi, að yfirvöld verði sein að bregðast við - og mannfall geti barasta verið orðið all nokkuð, áður en æðstu yfirmenn geta stoppað dæmið.
Ef t.d. kínv. skipum hefði verið sökkt, flugvélar skotnar niður - eða bæði kínv. og japönsk, flugvélar einnig skotnar niður - - æsingar yrðu gríðarlegar í kjölfarið.
Það gæti orðið æði erfitt þá að kæla ástandið. Svo þetta virðist mér leikurinn að eldinum.
- Kína á að sjálfsögðu að semja við Japan og S-Kóreu, ef menn hegða sér skynsamlega, getur þetta orðið að viðskiptum.
Að ætla sér að nálgast þetta með þeim hætti, er virðist nú stefnt að - virðist mér nett geggjun, verð ég að segja.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 27.11.2013 kl. 22:08 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo margir virðast þrá stríð. Það er ekki á mínu færi að stöðva það, svo ég get eins notið þess. Þess vegna stefni ég á að eiga alltaf nóg poppkorn.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.11.2013 kl. 01:36
Gott svar :)
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.11.2013 kl. 04:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning