Krafa um umtalsverða lífskjaralækkun á Vesturlöndum, felst í þeirri kröfu að Vesturlönd taki hitann og þungann af því að hindra hitun loftslags á Jörðinni!

Það var töluvert áberandi frétt í hádegisfréttum RÚV: Ríkari lönd gagnrýnd á loftslagsráðstefnu. Það virðist að Loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna, sé að leisast upp í eitthvert allsherjar rifrildi milli svokallaðra þróaðra iðnríkja gjarnan nefnd "Vesturlönd" þó þar á meðal teljist lönd eins og Ástralía, Nýja Sjáland og Japan, kannski S-Kórea einnig - og nýiðnvæddra landa. Í reynd eru Vesturlönd hið gamla bandalag myndað í Kalda Stríðinu gegn tilraun kommúnisma til drottnunar. En þessi lönd hafa haldið áfram að vera í umtalsvert nánu samstarfi í mörgum atriðum, hafa myndað ákveðinn "samstarfs kjarna" innan alþjóða kerfisins t.d. í gegnum Heims Viðskiptastofnunina og/eða í gegnum AGS. Síðan að einhverju umtalsverðu leiti einnig í gegnum Sameinuðu Þjóðirnar.

  • Vandinn er sá að það er til staðar sú skoðun er á vaxandi fylgi, að loftslagsvandinn sé á ábyrgð Vesturlanda - því sé það á ábyrgð þeirra að hindra hann.
  • En, jafnvel þó að Vesturlönd mundu ákveða einn daginn, að taka upp lifnaðarhætti 17. aldar, án allra nútímaþæginda og CO2 losandi tækni er þá var ekki til, ásamt því að taka aftur upp lífskjör þess tíma - - þá mundi það ekki duga til þess að hindra hækkun hita á Jörðinni.
  • Það mundi einungis hægja á hitun.

Risahagkerfi Asíu verða taka mjög virkan þátt, en ef á annað borð á að vera mögulegt að standa við þau markmið, að hnattræn hitun verði einungis 2°C fyrir aldamót.

Mín skoðun er að það sé algerlega öruggt, þá er ég að meina milli 90-95%, að það markmið náist ekki.

Og ég er nokkuð öruggur einnig, að hitun verði nokkuð nærri svartsýnum spám, um e-h í kringum 6°C.

 

Af hverju vilja ríki heims ekki taka á þessum vanda?

Það er einfalt - þetta snýst um lífskjör. 

Ef Asíulönd ættu að grípa til aðgerða sem til þarf, ásamt því að Vesturlönd mundu taka til hendinni - eins og sagt er, þá er það ekki spurning að lífskjör verða lægri en annars.

Skilvirk tækni sem losar minna er miklu dýrari, t.d. ef maður hugsar um Kína, þar er notað gríðarlega mikið af kolum, sem skapar óskaplega mengun í fjölda borga - - þ.e. gert vegna þess að kínv. hagkerfið ræður ekki við það, að viðhalda hagvexti - sem eykur lífskjör og á sama tíma hætta að nota kol.

Kína getur einungis kúplað kol út smám saman á mörgum árum, en það þíðir líklega að í raun og veru minnkar ekki kolanotkun, heldur einungis verður meiri áhersla lögð á aðra orkugjafa - þannig að notkun kola minnkar einungis hlutfallslega.

Vandinn er sá að hinn hraði hagvöxtur þíðir að orkunotkun eykst það hratt, að þó unnið sé að því að reisa orkuver af öðru tagi, þá eykst eftirspurn eftir orku það mikið, að kolanotkun minnkar ekki.

Það er sennilega ekki fyrr að það fer að hægja verulega á vexti í Kína, eftir 2020 lauslega áætlað af AGS: Mun snarlega hægja á hagvexti í Kína eftir 2020! Fólksfjölgunartímasprengjan er að springa nú þegar!. Að Kína getur byrjað að ná fyrir endann á þessu, og fara raunverulega að hefja útkúplun kola.

Það mundi sennilega þíða einhverja áratugi þaðan í frá.

Við erum að tala líklega að heildar losun Kína sennilega a.m.k. 2-faldist í millitíðinni, þar til að það verulega hefur hægt á vexti í Kína, að þar sé unnt að huga að því að minnka losun.

Og Kína getur ekki tekið ákvarðanir sem verulega hægja á lífskjara-aukningu, þ.e. hagvexti - einfaldlega vegna þess að það mundi líklega á endanum leiða til innanlands uppreisnar gegn stjv.

En fátækir Kínverjar krefjast þess að hafa það betra!

 

Hinn raunverulegi fórnarkostnaður felst í lífskjaralækkun!

Við erum að tala um líklega mjög verulega lífskjaralækkun, ef Vesturlönd gerðu raunverulega tilraun til þess að ná markmiðum um loftslagshækkun.

Vandinn er að það er ekki nóg að skipta yfir í rafbíla, en víðast hvar á Vesturlöndum er orka framleidd með olíu eða gasi, í bland við kol og kjarnorku. Af þeim orkugjöfum er það einungis kjarnorka sem ekki veldur hitastigshækkun. En samt vilja umhverfisverndarmenn yfirleitt einnig - afleggja kjarnorkuverin. En þeim fylgja önnur vandamál.

Kjarninn er orkuframleiðslan sjálf - - ef á að minnka losun, þarf að skipta um orkuframleiðsluaðferðir.

Það þarf í reynd að skipta um orkukerfið sjálft, Þjóðverjar með sitt "Energy Wende" eru einmitt að þessu, a.m.k. að hluta. Ætla að skipta út ca. 1/3 sinnar orkuframleiðslu.

Þar eru þeir að skipta út kjarnorku - frekar en að þetta snúist beint um að minnka losun.

En ef þeir hefðu ætlað sér að standa við loftslagsmarkmiðin, hefðu þeir haldið kjarnorkuverunum, en ætlað sér samt að ná fram sömu markmiðum um að skipta úr 1/3 af orkukerfinu.

En það mundi sennilega ekki duga minna, en að skipta út allri annarri orkuframleiðslu - - en vandinn við kerfi þ.s. hátt hlutfall orku er framleitt með sólarhlöðum og vindi.

Er hve sveiflukenndir þeir orkukostir eru - þ.e. suma dagana engin orka, aðra mikil - það þíðir að innan orkukerfisins þurfa að vera til staðar "orkugjafar" sem unnt er að kúpla inn/út eftir þörfum, til að jafna sveiflur.

Ég sé því ekki að þetta sé mögulegt í landi eins og Þýskalandi, án kjarnorku.

Þ.e. nefnilega það kaldhæðna, að "Energy Wende" er að færa Þjóðverja frá markmiðum í loftslagsmálum, því að orkukerfið er að brenna kolum í meira mæli til að mæta þessum sveiflum.

Þannig séð má segja - - að Merkel hafi í reynd ákveðið að yfirgefa Loftslagsmarkmið SÞ er hún ákvað að loka kjarnorkuverunum á liðlega áratug.

  • Hafið samt í huga, að svo mikill er kostnaðurinn við þessa kerfisbreytingu í Þýskalandi, að sennilega mun orkukostnaður heimila a.m.k. 2-faldast áður en yfir líkur.

Það auðvitað minnkar aðra neyslu í Þýskalandi, gæti verið hluti skíringarinnar af hverju afgangur af utanríkisviðskiptum Þýskalands er að vaxa allra síðustu misserin.

Þetta minnkar auðvitað neyslu, vegna þess að þetta lækkar lífskjör.

  • Ef Þjóðverjar hefðu verið að stefna að Loftslagsmarkmiðunum, sem hefði þítt að skipta út kolum - gasi og olíu, halda kjarnorkunni sennilega fjölga kjarnorkuverum.
  • Í reynd skipta út a.m.k. 2/3 af sinni orkuframleiðslu.
  • Yrði náttúrulega kostnaðarhækkun til heimila, að sama skapi meiri.

 

Mér sýnist augljóst að Loftslagsmarkmiðin kalli á mikla fjölgun kjarnorkuvera!

En eitthvað þarf að framkalla stöðugleika í orkukerfum landa, vindur og sólarorka eru of óstöðugir kostir. Viðkvæm tæki eins og tölvubúnaður, þolir ekki miklar spennusveiflur.

Vegna þess að það verða alltaf svæði sem ekki njóta sólar eða vinds, þarf að vera mikil umfram framleiðslugeta innan kerfisins. Ef hátt hlutfall orku á að vera í bland framleidd með sól og vindi.

Að auki þarf að vera mikil flutningsgeta á orku, þ.e. mikið af raflínum því möstrum. Því að orku þarf að flytja inn á svæði þ.s. framleiðslan er lítil þá stundina, og öfugt af þeim svæðum þ.s. hún er mikil þá stundina. Síðan kannski daginn eftir snýst það allt við.

En þú þarft einnig að geta mætt álagi t.d. vetri þegar snjóar og stór hluti af kerfinu er ekki að framleiða, þá þurfa að vera til staðar stórir orkugjafar sem unnt er að kúpla inn. Sem unnt er að slökkva á í millitíðinni.

Kola-, gas- og olíurafstöðvar eru mun ódýrari kostir. En eins og Þjóðverjar hafa komist af, þegar notkun þeirra eykst. Þá vinnur það gegn markmiðum um losun.

Þannig að þá þarf eins og ég sagði, kjarnorku í staðinn - - sem varaafl.

  • En kjarnorkustöðvar eru einnig dýrar, ef á að fjölga þeim.
  • Og auðvitað, að leggja þúsundir km. af nýjum raflínum, eins og Þjóðverjar eru að komast að, er óskaplega dýrt.
  • Síðan kostar það ekki heldur smáaura að setja upp heilu skógana af risavindmyllum, og sólarhlöður alls staðar þ.s. þeim verður komið fyrir.

Það er einmitt málið - - kostnaðurinn er óskaplegur.

Sem þíðir að orkuverðið fer fer upp, þ.e. 3-faldast eða 4-faldast.

Það er sennilega að 2-faldast í Þýskalandi við það að skipta út 1/3 af orkunni, en að skipta út 2/3 örugglega a.m.k. 3-faldar orkukostnað heimila og annarra aðila.

 

Það er einmitt málið, lægri lífskjör!

Við skulum ekki gleyma því að Vesturlönd eru í skuldakreppu, þannig að við erum að tala um að 2 - 3 falda orkukostnað, ofan í hana. Heimili eru víð stórskuldug, fyrirtæki það, og ríki sem og sveitafélög.

  1. Að auki má ekki gleyma því, að ef orkukostnaður 2-3 faldast, þá minnkar hagnaður fyrirtækja.
  2. Svo að laun lækka.
  3. Sem kemur þá ofan í hækkun orkukostnaðar til heimila.
  4. Líklega hækkar matvælaverð að auki, því að matvæli eru á mörgum framleiðslustigum og einnig í verslunum, varðveitt í kælum.
  5. Náttúrulega, minnka skatttekjur ríkisins - vegna minnkaðs hagnaðar fyrirtækja, vegna líklega mikil samdráttar í neyslu þegar áhrif launalækkunar, matvælaverðlagshækkunar og rafmagnshækkunar dynur yfir heimili.

Þegar er meðalatvinnuleysi á evrusvæði 12,2%.

Að sjálfsögðu, þíddi það að hrun yrði í svokölluðum velferðarkerfum.

Það sem ég er að leitast við að setja fram - - er hve krafan um losun byggð á Loftslagsmarkmiðum SÞ er óraunsæ.

  • En ef Asíulöndin á sama tíma, en fátt bendir til annars, mundu lítinn eða engan þátt taka í þessu verkefni, þ.e. þau viðhorf sem þar eru að þetta sé Vesturlöndum að kenna.
  • Þau beri ábyrgð á losun þeirri sem sé að valda vanda í dag.
  • Það sé ósanngjörn krafa gagnvart Asíu, að þau lönd reddi vanda sem Vesturlönd bjuggu til.
  • Nú sé komið að þeim að byggja sig upp, Vesturlönd hafi fengið frítt spil fram að þessu - þeim beri að taka á sig hitann og þungann af því að leysa vandann.
  • Þá yrði þetta ekkert minna en efnahagslegt sjálfsmorð Vesturlanda.

Asía mundi einfaldlega keyra framúr Vesturlöndum og það rækilega, sennilega í lífskjörum einnig.

Og auðvitað, losun Asíu mundi aukast það mikið - - að minnkun Vesturlanda er kostaði þeirra efnahagslega sjálfsmorð. Mundi hvort eð er ekki hindra hækkun lofthita á Jörðinni.

 

Niðurstaða

Vandinn í hnotskurn er einfaldlega sá að Loftslagsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna eru óraunsæ, vegna þess að efnahagslegur kostnaður landa heims - þó verið geti að hann muni verða meiri seinna - yrði það mikill ef á að leitast við að ná þeim markmiðum, að mjög mikið mundi sjá á lífskjörum í löndum heims.

En Vesturlönd geta ekki ein reddað þessu, heldur þurfa lönd Asíu eins og Kína, þegar að stefna að minnkun á losun. Land eins og Indland, yrði að finna leið til að auka sín efnahagslegu umsvif án þess að auka losun. Sama um land eins og Filippseyjar, o.flr. 

Það mundi óhjákvæmilega hægja mjög mikið á efnahagsuppbyggingu í Asíu vegna þess hve miklu dýrari þeir orkukostir eru, sem ekki losa CO2. Og Vesturlönd á sama tíma yrðu að sætta sig við mjög verulega skerðingu lífskjara - þ.e. almenningur.

Sennilega frekar djúpa efnahagslega niðursveiflu á sama tíma.

Það ofan í þá skerðingu sem líklega verður vegna skuldakreppu.

  • Það þarf vart að taka fram, að þetta þíddi í reynd efnahagslegt kreppu ástand til mjög margra ára í heiminum, ef raunverulega á að ná þeim markmiðum fram.
  1. Þar liggur einmitt vandinn, almenningur - sættir sig ekki við þá lífskjaralækkun.
  2. Hvorki á Vesturlöndum eða í löndum Asíu. 

Almenningur mundi kjósa til valda þá sem mundu lofa þeim bættum kjörum.

Lýðræðisríkin geta einfaldlega ekki knúið þessi markmið fram.

Og líklega eiga einræðisríki einnig mjög erfitt með það.

Ég er ekki efasemdarmaður hvað það varðar, að ég er nokkuð viss um það að hitun af manna völdum er virkilega í gangi. Ég hef lesið nægilega mikið af sannfærandi gögnum, þ.e. sem ég tel sannfærandi. Aftur á móti, er ég mjög skeptískur á það að mögulegt sé að hindra þá hækkun.

Tel að augljóst sé að mannkyn standi frammi fyrir aðlögun að þeim breytingum á loftslagi Jarðar sem eru framundan, og þ.e. líklega rétt að líklega mun mikið á ganga þegar þær fara fram.

Ég held samt að þeir svartsýnustu máli of dökka mynd, t.d. mun Grænlandsjökull taka árhundruð að bráðna, S-Skautsjöklar a.m.k. árþúsund. Það er því svigrúm til að hindra bráðnun þeirra jökla.

Þó hitun loftshjúps Jarðar sé ekki hinduð með því að minnka losun, þess í stað á ég von á því að tæknilegum lausnum verði beitt, kenndar við: Geo Engineering.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband