Íberíuskaginn á leið í verðhjöðnun ef marka má gögn EUROSTAT

Hagstofa ESB þ.e. EUROSTAT birti í dag uppgjör verðbólgu í ESB og á evrusvæði í október. Það er áhugavert að skoða lokatölur. En fyrr í mánuðinum kom bráðabirgðaniðurstaða.

Sjá: Euro area annual inflation down to 0.7%

Ég er með tvær myndir, því þ.e. áhugavert að bera saman uppgjör október mánaðar við uppgjör september mánaðar.

Myndin að neðan sýnir uppgjör Eurostat á verðbólgu október mánaðar.

Er meðalverðbólga evrusvæðis mældist 0,7%.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/ez_inflation.jpg

Myndin að neðan sýnir uppgjör Eurostat á verðbólgu október mánaðar.

Þá mældist meðalverðbólgan 1,1%.http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/verdbolga_evrusv.jpg

Á myndinni fyrir neðan má sjá feril yfir verðbólgu á evrusvæði, frá 2005 fram til í lok október 2013.

Weak Eurozone Inflation Outlook Raise Speculations Of Further ECB Easing

Eins og sést er mjög skír þróun til lækkunar, er virðist hafa hafist 2011, en síðan 2012 virðist lækkun verðbólgu hæg og að mestu stöðug, miðað við það hve þróunin er skír - - stefnir í verðhjöðnun.

Nema að til róttækra aðgerða verði gripið.

.lll

Íberíuskaginn á leið í verðhjöðnun?

Mér virðist þetta fréttin sem maður á að lesa úr tölum EUROSTAT, en lækkun verðbólgu á Spáni og í Portúgal í 0% úr 0,5% annars vegar og 0,3% hins vegar mánuðinn á undan - - getur þítt að lönd Íberíuskaga séu við það að sökkva inn í ástand verðhjöðnunar.

Hin áhugaverðu tíðindin eru þá, að Ítalía er enn ekki í bráðri hættu á verðhjöðnun, með mælda verðbólgu upp á 0,8%. En þ.e. mjög lítil breyting miðað við mánuðinn á undan.

Þar virðist því ekki vera hröð niðursveifla í verðbólguhraða.

Það þannig séð eru góð tíðindi fyrir evrusvæði þ.s. skuldir Ítalíu eru þegar ill viðráðanlegar við 133%. Verðhjöðnun mundi gera það ástand enn erfiðar viðureignar.

En á sama tíma er útlitið ekki bjart á Spáni, en þó skuldir ríkissjóðs Spánar séu ívið lægri þ.e. rétt undir 100%, þá er ríkissjóður Spánar með í reynd - - verra rekstrarhalla vandamál en ríkissjóður Ítalíu.

Þar sem að ríkissjóður Ítalíu hefur afgang af frumjöfnuði fjárlaga - bara ekki nógu stóran til að eiga fyrir öllum vaxtagjöldum nema slá lán því hækka enn skuldir ríkissjóðs Ítalíu.

En á sama tíma er ennþá halli á frumjöfnuði fjárlaga á Spáni, það þíðir að spænska ríkið þarf að slá lán fyrir eigin rekstri og á ekki neitt upp í vaxtagjöld - sambærilegur vandi við það ástand sem ríkissjóður Grikklands hefur verið að vandræðast með.

Skv. skýrslu AGS fyrr á árinu, var ekki útlit fyrir að þetta breyttist fyrir 2018. Auðvitað gæti tæknilega séð ríkisstjórn Marihano Rajoy beitt frekari útgjalda niðurskurði, en það verða þingkosningar veturinn 2015. Þannig að Rajoy þarf þá að hamra það stál á nk. ári, en vart sé að ætla annað en að fókusinn árið 2015 verði á annað en kosningarnar þá um veturinn.

Spánn gæti því lent í óþægilegri stöðu þ.e. verðhjöðnun + áframhaldandi halli á frumjöfnuði fjárlaga, að það vandamál væri enn óleyst fyrir kosningar.

  • En með því áframhaldi gætu skuldir spænska ríkisins hratt náð skuldastöðu Ítalíu - - en ég bendi á að v. upphaf 2007 var skuldastaða spænska ríkisins rétt neðan við 40%.
  • Ótrúlegt en satt.

Það sem ekki síst hindrar spænska ríkið, er að það hefur mikilvægar samfélagslega skyldur - en með nærri 27% atvinnuleysi, þá er til staðar mikill fjöldi einstaklinga og fjölskylda, sem eru háðir/háðar að öllu leiti stuðningi ríkis og héraða, borga og bæja.

Það eru einhver takmörk við því, hve mikið er unnt að lækka bætur, áður en samfélagslegar hörmungar fara að valda raunverulegu neyðarástandi.

Hin eiginlega von spænska ríkisins virðist vera - að hagvöxtur lagi stöðuna.

Vonin að áætlunin virki, þ.e. niðurskurður í bland við umbætur á vinnumarkaði, einföldun regla - endurreisi áhuga fjárfesta á Spáni. Og skili ekki síst, auknum útflutningi.

Nokkur aukning útflutnings hefur verið í gangi, en vandi að útflutningshagkerfið við upphaf þessa árs var einungis 35% af heildarhagkerfinu, meðan að aðrir þættir þess eru annaðhvort í samdrætti eða stöðnun, þá líklega dugar ekki stækkun útflutningshagkerfisins nema fyrir mjög litlum hagvexti í besta falli.

Það sé líklega hvers vegna AGS sá ekki að hallinn spænska ríkisins mundi minnka að ráði fyrir 2018.

 

Niðurstaða

Íberíuskagi í mjög raunhæfri hætti á að detta niður í verðhjöðnun, meðan að Ítalía a.m.k. ekki enn virðist á þeirri brún. 

Á hinn bóginn er ákveðin ný þróun í gangi í sambandi við Ítalíu - en í dag þá sendi Framkvæmdastjórn ESB aðvörun til Ítalíu, þess efnis að nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar væri ekki ásættanlegt.

EU Commission warns Italy on 2014 budget

EU uses new budget powers to demand more austerity in Italy and Spain

En skv. svokölluðum Stöðugleika Sáttmála, hefur ESB í dag rétt til að koma með slíkar athugasemdir við fjárlög áður en þau hafa verið samþykkt af þingum viðkomandi aðildarríkja. Tæknilega getur Framkvæmdastjórnin farið lengra með málið - beitt sektum, jafnvel lagt inn kæru til Evrópudómstóls. En það má vera, að Framkvæmdastjórnin ákveði að beita ekki úrræðum sem fram til þessa hafa ekki verið notuð. En með Stöðugleika Sáttmálanum, getur Framkvæmdastjórnin samt beitt miklum þrístingi.

Skv. viðbrögðum fjármálaráðherra Ítalíu - virtist ekki vera útlit fyrir að hann mundi gera breytingar á fjárlagafrumvarpinu: ""We could have taken even more restrictive measures to reduce our public spending, but I imagine there would be even more cries of pain. I believe our approach is balanced," he said. "It is not necessary to change the budget.""

Það getur verið áhugavert að fylgjast með þessu, hvort það sprettur upp deila milli Ítalíu og Framkvæmdastjórnarinnar - - en ef Ítalía er þvinguð til viðbótar niðurskurðaraðgerða, þá gæti það aukið snarlega líkur á því að ítalska hagkerfið falli einnig í ástand verðhjöðnunar.

Og ef Ollie Rehn beitir spænsk stjv. sambærilegum þrístingi, en eftir allt saman er meira hallarekstrarvandamál á Spáni eins og ég benti á, þá gæti Spánn súnkað dýpra í þá líklegu verðhjöðnun sem virðist þar nú framundan.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband