15.11.2013 | 00:14
Stutt í að Seðlabanki Evrópu fari að prenta? Skv. EUROSTAT mældist hagvöxtur einungis 0,1%
Í dag kom fram fréttatilkynning frá EUROSTAT þess efnis, að hagvöxtur á evrusvæði hafi einungis verið 0,1% á 3. ársfjórðungi 2013, það þíðir að vonir um að hagvöxtur mundi glæðast með haustinu hafa brostið. Þess í stað hefur hægt á aftur eftir að vöxtur mældist 0,4% yfir sumarmánuðina. Þetta kemur sjálfsagt ekki á óvart, en mig grunaði að þetta hefði að umtalsverðu leiti verið góð ferðamannavertíð, þarna á 2. ársfjórðungi, og að síðan mundi vöxtur minnka aftur.
Það verður síðan forvitnilegt hvort samdráttur mælist að nýju lokamánuði ársins, en ég stakk einnig upp á þeim möguleika, þegar vöxtur mældist 0,4% skv. skv. tölum fyrir 2. fjórðung.
Málið er að það voru einnig ýmsar aðrar vísbendingar komnar fram, ekki síst að verðbólga á evrusvæði hafi súnkað niður í 0,7% eða skv. mælingu á svokallaðri kjarnaverðbólgu, í 0,8%.
Það var vísbending þess, efnahagsleg umsvif væru líklega í kólnun - einnig.
Ekki síst, voru komnar fram tölur frá Spáni er sýndu 0,1% vöxt einungis.
Eurostat - Euro area GDP up by 0.1%
Er stutt í að Seðlabanki Evrópu fari að prenta?
Það var mjög forvitnilegt viðtal í Wall Street Journal í gær við einn af meðlimum stjórnar Seðlabanka Evrópu, nánar tiltekið Peter Praet.
ECB's Praet: All Options on Table
En hann var spurður nánar út í það af blaðamanni WSJ hvað Mario Draghi átti akkúrat við, er hann um daginn, þegar vaxtaákvörðun stjórnar Seðlabanka Evr. var kynnt - sagði að ráðið mundi halda áfram að fylgjast með málum, og það réði yfir þeim tækum sem til þyrfti ef ástandið versnaði.
"The balance-sheet capacity of the central bank can also be used," - "This includes outright purchases that any central bank can do."
Þetta eru án vafa merkilegustu ummælin, en þetta er svokallað "Asset Purchasing" gjarnan kallað "QE - Quantitative easing" frasi sem Bernanke notaði, meðan hann var yfirmaður "US Federal Reserve."
Ég hef nefnt það um töluvert skeið, að Seðlabanki Evr. þurfi einmitt að hefja sambærilegt "kaupa" prógramm, og Seðlabankar Bandar. og Bretlands hafa verið að ástunda nú í nokkur ár samfleytt.
Málið er að ég sé ekki með hvaða hætti öðrum, losað verði um stífluna innan bankakerfis S-Evr.
En stór hluti vandans þar, er að bankarnir eiga of mikið af lélegum eignum - - þannig að þeir hafa neyðst til að skrúfa fyrir útlán, hækka vexti á ný lán, og innkalla eftir getu eldri lán. Til þess að fjármagna þá miklu afskriftir sem þeir hafa búið við.
Þetta auðvitað ýtir undir samdráttartilhneigingar í ríkjum S-Evr.
Seðlabanki Evrópu er í reynd eini aðilinn sem getur leyst þann vanda.
Því einungis Seðlabanki Evrópu, getur keypt upp allt verðlausa draslið sem stíflar útlánagetu banka í S-Evr., neyðir þá til að halda uppi vöxtum á útlán - - sú aðstoð mundi hjálpa verulega hagkerfunum í S-Evr.
Því þá gætu lán aftur orðið ódýrari, bankar gætu orðið sveigjanlegri við viðskiptavini í greiðsluvanda, og ekki síst - gætu aukið framboð af lánsfé.
- En þ.e. algerlega óhjákvæmilegt, að þessi aðgerð sé framkvæmd með seðlaprentun að vopni, en þó að "ECB" mundi prenta til að kaupa verðlausar eignir.
- Þá þarf það ekki að vera verðbólguvaldandi við núverandi aðstæður, því eins og var í Bandar. er "US Federal Reserve" hóf prentun, var hætta á þróun yfir í verðhjöðnun.
- Þ.s. verðbólguáhrif prentunarinnar mundu gera, væri að halda henni uppi við 2% mörkin, eins og gert hefur verið í Bandar. - reyndar þrátt fyrir prentun hefur verðbólga í Bandar. oft mælst undir 2% í núverandi kreppu, þó ekki langt undir eins og mælingar á verðbólgu á evrusvæði sýna.
------------------------------------
Það verður forvitnilegt að fylgjast með vaxtaákvörðunum Seðlabanka Evrópu það sem eftir er af árinu, en miðað við nýjustu hagtölur og þróun verðbólgu á evrusvæði.
Væri ekki spurning að Bernanke hefði sett seðlaprentvélar á útopnu, ef hann væri við stjórn Seðlabanka Evrópu.
En það hefur verið harður kjarni innan bankaráðs Seðlabanka Evrópu með Þjóðverja í forystu, er hafa staðið fyrir hugmyndir sem upphaflega kenndar eru við svokallaðan Austurríkis hagfræði skóla, en sem Seðlabanki Þýskalands síðar meir tók upp á sína arma - og er meir kennt við Þýskaland í dag.
Sá skóli er alfarið á móti prentun, leggur höfuð áherslu á lága verðbólgu og í reynd er ekki andvígur verðhjöðnun, mikill fókus á það að "peningar haldi verðgildi sínu" en þessar hugmyndir virðast njóta töluverðra vinsælda meðal bankamanna á meginlandi Evr. - sem ætti ekki að koma á óvart.
Þ.s. bankar eru gjarnan með mikla peningasjóði í spilum, eru því rökrétt hallir undir hagfræðilega hugmyndafræði er predikar - sem stöðugast verðgildi peninga.
Sá skóli virðist ekki andvígur atvinnuleysi eða efnahagssamdrætti, eða sá vill ekki beita peningastjórnun til að berjast við slíka þætti, heldur treystir á að hagkerfið rétti við sér - þegar það geri það að sjálfu sér.
Mikil áhersla á að ríkið gæti að sér við skuldasöfnun, mikil trú á niðurskurð - halla eigi alltaf að mæta með niðurskurði, með öðrum orðum - - alveg þveröfug hugsun við Keynesíska hagfræði.
- Vandinn er að þetta er hugmyndafræðilegur ágreiningur - - þýsku hagfræðingarnir telja prentun aldrei réttu leiðina, þá meina ég virkilega, aldrei.
Það má gera ráð fyrir því að ágreiningurinn innan bankaráðsins muni fara vaxandi á næstunni.
Það verður forvitnilegt að sjá, hvernig andstæðingar prentunar bregðast við - þegar þeir standa frammi fyrir henni, t.d. við upphaf nk. árs.
Það gæti það alveg gerst, að meirihluti myndist innan bankaráðsins fyrir - "QE."
Undir lok þessa árs.
- Hversu vitlausir verða Þjóðverjar, ef Draghi hefur fulla prentunaraðgerð?
Niðurstaða
Vonir um það að hagtölur sumarsins í Evrópu sýndu að evr. hagkerfið væri við það að taka a.m.k. á loft í lágflug, virðast vera að bregðast. Miðað við mælingu EUROSTAT upp á 0,1% vöxt fyrir evrusvæði fyrir - júlí, ágúst, september.
Í þessu ljósi er þróun verðbólgu evrusvæðis áhugaverð, það að hún hefur falli skarpt í haust og í vetur. Það bendir til þess, að þessi sama þróun að það hægi á sé enn í gangi í október, þegar síðasta verðbólgumæling kom fram. Líklegt að nóvember sýni það sama.
Mario Draghi tók í desember 2011, dramatíska ákvörðun. En þá var hann nýtekinn við sem yfirmaður "ECB." Þ.e. svokallað "LTRO" sem voru lán til banka á evrusvæði til 3-ára með mjög vægum skilyrðum og ekki nema um 1% vöxtum. A.m.k. hluti af því lánsfé var prentað.
Spurning hvort að Draghi taki aftur dramatíska ákvörðun í desember 2013?
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
skil þegar þú skrifar um að þyskir hagfræðíngar seu á móti seðlabrentun bankar í evrópu er stöðugt að gera það vandamálið er hvernig á að dreifa því um þjóðvélagið án þess að það valdi þenslu umfram það sem eðlilegt sé talið eða um 2-3%. og það sabnist ekki á of fáar hendur peníngar eru verrðlausir ef þeir eru ekki stöðugt í umferð
Kristinn Geir Briem, 15.11.2013 kl. 10:39
Eigum við ekki að segja að það sé hlutverk seðlabanka að halda sveiflutoppum í þeirri prentun niðri, t.d. eins og er nú í S-Evr. að bankar eru að draga úr aðgengi að lánum, hafa hækkað lántökukostnað, eru frekar að innkalla þau en hitt - á sama tíma og ríkissjóðirnir þar eru að draga úr útgjöldum og margir aðilar innan sömu hagkerfa eiga erfitt með að ná endum saman.
Þá getur seðlabanki prentað fé á móti niðursveiflu í prentun einkaaðila.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.11.2013 kl. 11:53
björn: jú það má seigja það. vandinn er bara sá að hagkerfi þessara landa er ekki eins og vanda allra á einn hátt geingur ekki upp sum eru mjög ríkisteingt onnur eru meira í enkageiranum það er ekki víst að sama formúlan henti báðum kerfum kanski er enhver norænt kerfi veit það ekki hefði skilgreint þau sem ríkisteigt.
Kristinn Geir Briem, 15.11.2013 kl. 14:14
Þau eru ekki bara ólík, heldur staðan í þeim er ólík, ef "ECB" fer í prentunaraðgerð til að forða því að S-evr. hagkerfin súnki of djúpt í verðhjöðnun eða til að halda þeim alfarið frá henni, og til að losa samtímis um stífluna í bankakerfi S-Evr. Þá auðvitað getur skapast hætta á verðbólum í stöku N-Evr. ríkjum, það gæti skapað töluvert heitar deilur um peningastjórnunina. En vandinn sem evrusvæði stendur frammi fyrir, að líklega er hið eiginlega lykilríki evrunnar - Ítalía en ekki Þýskaland. Það sé vegna þess að það sé Ítalía sem standi frammi fyrir þróun er geti knúið Ítalíu í þrot innan fárra áa og landið til að yfirgefa einhliða evru, ef peningastefnan tekur ekki nægilegt tillit til aðlögunarvanda Ítalíu. Ég held að "ECB" sé tilneyddur til að halda S-Evr. uppi því það sé þaðan sem ógning við tilvist evrunnar og auðvitað "ECB" kemur. Í ímynduði tilviki að einhverjar N-evr. þjóðir sjálfar ákveða að hætta í evru, og taka upp n-evr. gjaldmiðil. Væru þær hið minnsta ekki í neinni gjaldþrots hættu, né væri hætta á því að við það tapaði "ECB" sínu hlutverki. Eigum við ekki að segja, að nú sé það einnig "factor" að "ECB" sem stofnun þarf einnig að íhuga, hvað líklega tryggi best framtíðar tilvist stofnunarinnar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.11.2013 kl. 18:09
björn: senilega rétt en það má ekki gleima því að það eru minstakosti þrjú af þeim ríkjum með annan gjaldmiðil en evru í n.evr. þó þeir séu teingtir evru. en eisog staðan er í dag hefur þýskaland mestan hag af evrunum
Kristinn Geir Briem, 16.11.2013 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning