Seðlabanki Evrópu er sagður hafa komið mörkuðum á óvart með vaxtalækkun!

Þetta er þ.s. erlenda pressan segir. En undanfarið hefur verið töluverð umræða um vaxtaákvörðun Seðlabanka Evrópu. Flestir hagfræðingar og sérfræðingar sem rætt var við. Töldu að Mario Draghi mundi halda vöxtum óbreyttum. Það virðist einnig að markaðir hafi verið búnir að verðleggja inn þá afstöðu.

Enda lækkaði gengi evrunnar örlítið í kjölfar þess er það varð ljóst, að Seðlabanki Evrópu er að lækka stýrivexti í 0,25%.

Að auki varð smávægileg hækkun á hlutabréfamörkuðum í Evrópu.

Þessi vaxtalækkun er þó sennilega ekki líkleg til að duga til að stöðva þróun innan Evrusvæðis í átt að verðhjöðnun.

Mario Draghi sagði þó - að "ECB" hefði fleiri tæki í tólakistunni, ef framvinda næstu mánaða er á þá leið, að verðbólga sé áfram á stöðugri niðurleið.

------------------------------------------

Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 7 November 2013

  1. "First, based on our regular economic and monetary analyses, we decided to lower the interest rate on the main refinancing operations of the Eurosystem by 25 basis points to 0.25% and the rate on the marginal lending facility by 25 basis points to 0.75%.
  2. "The rate on the deposit facility will remain unchanged at 0.00%." 
  3. "Second, following today’s rate cut, the Governing Council reviewed the forward guidance provided in July and confirmed that it continues to expect the key ECB interest rates to remain at present or lower levels for an extended period of time."
  4. "Underlying price pressures in the euro area are expected to remain subdued over the medium term. At the same time, inflation expectations for the euro area over the medium to long term continue to be firmly anchored in line with our aim of maintaining inflation rates below, but close to, 2%. Such a constellation suggests that we may experience a prolonged period of low inflation, to be followed by a gradual upward movement towards inflation rates below but close to 2% later on."
  5. "Annual growth in M3 moderated to 2.1% in September, from 2.3% in August...Net capital inflows into the euro area continued to be the main factor supporting annual M3 growth, while the annual rate of change of loans to the private sector remained weak."
  6. "The annual growth rate of loans to households (adjusted for loan sales and securitisation) stood at 0.3% in September, broadly unchanged since the turn of the year. The annual rate of change of loans to non-financial corporations (adjusted for loan sales and securitisation) was -2.7% in September, compared with -2.9% in August."
  7. "In order to put high public debt ratios on a downward path, governments should not unravel their efforts to reduce deficits and sustain fiscal adjustment over the medium term."

------------------------------------------

Rétt að nefna að þrátt fyrir þetta er peningastefna "ECB" enn tiltölulega stíf!

Málið er að aðrir stórir seðlabankar hafa verið að ástunda prentun - til þess að örva hagkerfin sín. Það er "Bank of England" - "US Federal Reserve" - "Bank of Japan" og þó formlega sé Kína ekki að prenta. Þá líklega hefur peningaprentun hvergi á hettinum verið meiri þar í landi síðan heimskreppan hófst.

Kína gerir þetta í gegnum bakdyrnar þ.e. þ.s. Kína stjórn á alla viðskiptabanka, heimilar ekki einkabanka, þá eru þeir notaðir - - til þess að dæla fjármagni inn í hagkerfið.

  • Í þessu samhengi er peningastefna "ECB" enn stíf.
Spurning sem hlýtur að vakna á næstu mánuðum er hvort stuðningur finnst innan bankaráðs Seðlabanka Evrópu - fyrir hreinni prentun?
  • En eins og kemur skýrt fram að ofan í máli Mario Draghi, þá er reiknað með mjög lágri verðbólgu á evrusvæði nk. 2-3 ár sbr. "Underlying price pressures in the euro area are expected to remain subdued over the medium term.
  • Þetta er það lengsta sem hann líklega treystir sér að ganga, í því að viðurkenna það að hætta sé á verðhjöðnun.

Hann minnir síðan á, að bankaráðið muni áfram fylgjast með vökulum augum, og nefnir þann skýra möguleika að meira verði gert í framtíðinni - ef þörf á því kemur fram.

  • T.d. neikvæðir vextir á innlánsreikninga "ECB" - svo bankar taki frekar fé sitt út, ný "LTRO" lán til banka. 

Eins og kemur einnig fram í máli Mario Draghi, þá mega ríkisstjórnir evrusvæðis ekki enn - slaka á klónni í niðurskurðinum. Eins og hann mynnti á að meðalskuldirnar væru að nálgast 96%.

Þetta eins og hann sjálfur bendir á, muni áfram vera hemill á hagvöxt.

  • Miðað við þetta, ætti gengi evrunnar að viðhaldast í "hækkunarferli."

En þ.e. eðlilegt að svo verði áfram, því þrátt fyrir mildun peningastefnu "ECB" eru aðrir stórir seðlabankar með til muna slakari stefnu.

En það má líta á peningaprentun sem ígildi neikvæðra stýrivaxta. 

 

Hvað gæti breytt þeirri útkomu?

Fyrir utan óvænt mun meiri hagvöxt - sem virðist ekki líklegt. Þá er það helst möguleikinn, að Seðlabanki Bandaríkjanna dragi úr prentun. En umræður um hugsanlega niðurkeyrslu seðlaprentunar, hefur verið að gjósa upp við og við sl. 6 mánuði. 

En meðan "Fed" heldur áfram á sama dampi, þá ætti evran halda áfram eins og verið hefur undanfarna mánuði að smáhækka gagnvart dollar. 

8% sl. 6 mánuði gagnvart dollar og 30% hærri gagnvart jeni síðan á sl. ári.

Að auki hefur hið kínv. renminbi einnig töluvert lækkað gagnvart evru á þessu ári.

  • Mín skoðun er að "Fed" muni líklega ekki draga úr prentun fyrir árslok, heldur bíða eftir því hvernig deilu Repúblikana og Demókrata fram vindur, en aftur hefst sama dramað í janúar og febrúar nk.
  • Meðan Bandar. þing gerir sitt besta til að skaða efnahag Bandar. með þeim hætti, sé líklegra að "Fed" viðhaldi prentun á núverandi dampi.

Um þetta eru mjög skiptar skoðanir, en skv. glænýjum efnahagstölum frá Bandar., var hagvöxtur á 3. ársfjórðungi betri en 1. og 2. fjórðung, þrátt fyrir deilina á "Capitol Hill."

Það er þó talið að hluti af þeirri aukningu sé útskýranlegt með því að mörg fyrirtæki hafi verið að endurnýja birgðir, í reynd sé vöxtur á svipuðu róli - þ.e. milli 1 - 2%.

Skv. þessu heldur "Fed" áfram prentun á fullum dampi - og evran heldur áfram hægt og rólega að hækka gagnvart dollar, líklega einnig jeni - pundi og renminbi.

Þ.e. ekki síst þessi gengishækkun - - sem er að skapa hina auknu tilhneigingu til verðhjöðnunar. En einungis ef "ECB" tekur upp prentun eins og hinir seðlabankarnir, verði þessi þróun stöðvuð.

Og ég efa að bankaráð "ECB" sé enn til í slíkt.

Það muni sennilega ekkert minna duga til en að evrusvæði sem heild mælist í smávægilegri neikvæðri verðbólgu eða verðhjöðnun eða að meðaltalið sé a.m.k. komið í "0%."

 

Niðurstaða

Mér virðist enn vera vaxandi líkur á endurkomu evrukrísunnar á nk. ári. En þessi vaxtalækkun dugar líklega ekki til þess að stöðva núverandi þróun í átt að verðhjöðnun á evrusvæði. Gengi evrunnar líklega mun áfram haldast á hækkunarferli gagnvart helstu gjaldmiðlum - vegna þess að ríkjandi peningastefna í þeim gjaldmiðlum er enn slakari.

Þó svo að bankaráð Seðlabank Evrópu hafi gengið lengra en nokkru sinni áður, þurfi meira til - ef á að hindra þá varasömu útkomu sem verðhjöðnun mundi vera. Í því ástandi alvarlegrar skuldakreppu er rýkir á evrusvæði.

En ég bendi auk þess á, að "ECB" ætlar að framkvæma þolpróf á helstu bönkum Evrópu, og í þetta sinn eiga þetta að vera alvöru þolpróf. Svo að reiknað er með "slæmum" tíðindum.

Það gæti svo óheppilega víxlverkast, að niðurstöður þeirra þolprófa detti inn um svipað leiti, og S-Evr. verði öll kominn yfir í verðhjöðnun.

Það væri mjög óskemmtileg víxlverkan.

------------------------------------------

Bendi fólki á ritgerð er virðist mjög áhugaverð, birt á vef AGS:

Will the U.S and Eu rope Avoid a Lost Decade? Lessons from Japan’s Post Crisis Experience

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband