5.11.2013 | 23:24
Hin skrítna efnahagsumræða í Þýskalandi!
Þjóðverjar hafa verið að fá töluvert af umvöndunum á síðustu vikum, um það vandamál sem þeirra viðskiptahagnaður ca. 5% af þjóðarframleiðslu er talinn vera. Nánast hver einasta alþjóða stofnun hvetur þá til að - gera sitt til að eyða upp þeim afgangi, þ.e. OECD, AGS, SÞ, WTO og Bandaríkin hafa nýlega komið fram með sambærilega gagnrýni.
Hið dæmigerða þýska svar - er að Þjóðverjar geti ekkert að því gert, þó þeir hafi skilvirk útflutningsfyrirtæki.
Það sé ranglátt að refsa þjóðverjum fyrir að ganga vel í útflutningi.
Umræða af þessu dagi má sjá gott dæmi af í eftirfarandi grein í Der Spiegel:
Complaints about German Exports Unfounded
Fulltrúi frá AGS sem ræddi við þýsk stjv. lagði það til - að þýsk stjv. mundu taka upp formlega stefnumótun, um það að smám saman draga úr viðskipta-afganginum. Setja sér ákveðin markmið í því skyni.
"For Finance Ministry officials, this approaches the sort of hubris one would expect from a planned economy. They also like to point out that there isn't much they can do about the surpluses because they simply lack the necessary leverage. No one in the world is being forced to buy German cars or machines, they note, so should the German government ban exporting? "This is the sort of thing that didn't even work under socialism," says one official."
Þarna koma fram verð ég að segja "sérkennileg viðbrögð" en þ.e. enginn að tala um það, að Þýskaland eigi að flytja minna út.
Heldur, að Þýskaland eigi að auka - - eftirspurn innanlands.
Punkturinn er sá, að 5% af þjóðarframleiðslu viðskipta-afgangur þíðir í reynd að þýska hagkerfið, er ekki að starfa að fullum dampi.
Þýska hagkerfið hefur skv. því efni á því að auka neyslu, þar til að verðmæti innlendrar neyslu er í jafnvægi við tekjur af utanríkisviðskiptum.
Þannig að viðskiptajöfnuður sé í jafnvægi þ.e. "0".
Þá er þýska hagkerfið í fullum afköstum.
Þetta þíðir meiri skatttekjur fyrir ríkið - þetta þíðir meiri hagvöxt - þetta þíðir hærri lífskjör.
Að líkja þessu við sósíalisma eða kommúnískt hagkerfi - er afskaplega öfgakenndur samanburður.
"Suggestions that the Germans stimulate imports are no less unrealistic as the government also lacks important tools to influence them. Germans will buy more foreign goods if they earn more money. But this isn't something the government can dictate since, in Germany, employers and trade unions negotiate wage levels without any government interference."
Þetta er nett rugl, þ.s. ríkið getur gert - er að hækka laun eigin starfsmanna. Það getur síðan hvatt stéttafélög launamanna í samfélaginu til að krefjast sambærilegra launahækkana.
Þó svo ríkið stjórni ekki samningum á almenna vinnumarkaðinum, mundi slíkt fordæmi hafa mikil áhrif og að auki ef það mundi hvetja til launahækkana úti í samfélaginu í ofanálag.
Þá er ég viss að það væri langt í frá - áhrifalaust.
""That would be absurd," says economist Holger Görg, a professor at the Kiel Institute for the World Economy (IFW), in northern Germany. After all, Görg argues, no one can be forbidden from buying German goods. Germany was still a problem child in the 1990s, he explains, but then it regained its strength. "Should that be held against the country today?" Görg asks incredulously. The real issue, he says, is why countries like Spain or Italy haven't managed to become more competitive."
Þetta er sú hlið sem Þjóðverjar einblína á - - þ.e. að vandinn sé hinum löndunum að kenna.
Þ.e. rétt að þó svo að Þjóðverjar auki innlenda eftirspurn, er ekkert sem tryggir að Þjóðverjar muni auka innflutning frá S-Evr.
Á hinn bóginn, þá er það eitt og sér að afnema þann nettó hagnað sem þjóðverjar hafa af utanríkisverslun - töluverð bót meina.
En vandinn við þær nettó tekjur, er að þær þarf að verja til einhvers hlutar. Á sl. áratug, var þetta fé mikið til endurlánað í gegnum Þýska banka til landa sem voru þeirra helstu viðskiptalönd, þannig streymdi viðskiptahagnaður Þjóðverja út aftur sem lánsfé og fjármagnaði vaxandi viðskiptahalla helstu viðskiptalanda Þýskalands innan Evrópu.
Vegna þess að Þýskaland hafði ofgnótt fjármagns, var þetta fé lánað á mjög hagstæðum kjörum - - sem hvatti til enn meiri neyslu í jaðarlöndum Evrópu.
Þetta ódýra lánsfé átti alveg örugglega töluverðan þátt í þróun þeirrar viðskiptabólu er ágerðist á evrusvæðis á sl. áratug.
- Þjóðverjar hafa aftur á móti margir hverjir búið til þá söguskýringu, að núverandi kreppa sé réttlát refsing fyrir S-Evr. fyrir ofneyslu þá er þar varð á sl. áratug.
- Þetta snúist eingöngu um það, að S-Evr. skeri niður kostnað og lagfæri til heima hjá sér.
Einhvern veginn virðast menn ekki gera sér grein fyrir því, að þegar þú allt í senn - - stórfellt minnkar innri eftirspurn með því í bland að lækka laun og auka atvinnuleysi, skerð stórfellt niður ríkisútgjöld ásamt því að sveitafélög einnig skera niður hjá sér, og að auki fyrirtæki eru fyrir sitt leiti að minnka kostnað.
Þá er ekkert til staðar til að halda þeim hagkerfum uppi - - nema hugsanleg von um að auka útflutning.
Ef sú von bregst, blasir ekkert annað við en - - hrap niður í verðhjöðnun, dýpkandi skuldaspíral, hratt vaxandi atvinnuleysi og fátækt, og síðan gjaldþrot.
- Þess vegna er það svo slæmt hve gengi evrunnar fer hækkandi!
- En það grefur undan þessari síðustu von S-Evr. um útflutningsdrifinn vöxt.
Niðurstaða
Málið er að það væri gott fyrir Þjóðverja sjálfa að auka hagvöxt í Þýskalandi með því að auka neyslu. Þá stækkar hagkerfið. Þá aukast skatttekjur. Þá aukast lífskjör. Þetta hafa Þjóðverjar eins og ég sagði efni á alveg að þeim punkti er viðskiptajöfnuður nær "0" punkti.
En þegar Þjóðverjum er bent á þetta - þá malda þeir í móinn.
Eins og sjá má af ummælum sem vitnað er til að ofan.
- Einhverjir áhrifamiklir hagsmunir innan Þýskalands greinilega vilja að þetta sé svona áfram.
- En málið er, að alþýða manna í Þýskalandi er í reynd arðrænd um þau lífskjör sem á skortir, meðan Þýskaland er enn með 5% af þjóðarframleiðslu viðskipta-afgang.
- Einhver bersýnilega græðir á því arðráni og sá eða þeir einhverjir, virðast stjórna umræðunni.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning