Kreppan heldur áfram hjá Ítölum!

Skv. hagstofu Ítalíu "Istat" var samdráttur á 3. ársfjórðungi. Þetta er haft eftir yfirmanni "Istat" í fyrirspurnartíma á ítalska þinginu í dag. Hann gaf þó ekki upp neinar tölur. Til samanburðar var 0,3% samdráttur á 2. ársfjórðungi. Á sama tíma, hélt efnahagsráðherra ríkisstjórnar Ítalíu Fabrizio Saccomanni því fram, í sama fyrirspurnartíma á þingi. Að ítalska hagkerfið mundi ná botni þ.e. "0" eða með öðrum orðum, hvorki samdráttur né vöxtur. Og að smávægilegur vöxtur mundi mælast lokamánuði ársins.

Italy’s Slump Persists in Setback for Letta Government

Italy says 2013 recession to be deeper than thought

Italy recession extends into third quarter

Efnahagsráðherra Ítalíu segir - að samdráttur 2013 verði 1,8%.

Á öðrum ársfjórðungi þessa árs, var ítalska hagkerfið búið að dragast saman um 8,7% frá 1. ársfjórðungi 2008. Samdráttur á 3. fjórðungi bæti þá við þá tölu.

Þetta er þegar búið að slá út kreppu er hófst 1992 og stóð yfir í 6 ársfjórðunga.

Með öðrum orðum, orðin mesta kreppa sem Ítalía hefur þurft að glíma við, tja - síðan á 4. áratugnum. Einungis það var mun verra.

Einungis samdrátturinn í Grikklandi um ca. 23% hefur verið verri, í núverandi kreppu innan Evrópu.

Rétt að muna að auki, að hagvöxtur á Ítalíu árin 2000 fram til upphaf árs 2008. Var ákaflega lélegur.

Það mundi ekki koma mér á óvart, ef Ítalía í dag er neðan við stöðu landsins ca. 2000.

  • "Istat said the number of Italians defined as living in poverty had doubled to 4.8m between 2007 and 2012."
  • "Industrial output is more than 25 per cent below its pre-recession peak."

"Mr Saccomanni, presenting the draft 2014 budget, stressed the importance of political stability in maintaining confidence on markets over Italy’s ability to service its public debt, which he said was expected to rise to 132.9 per cent of GDP this year from 127 per cent in 2012. Interest payments alone were costing every Italian €1,400 a year, he noted, following 20 years of “stagnation” that required radical measures to correct."

Með þetta gríðarlegar skuldir, þó svo að ítalska ríkið sé með "primary budget surplus" þ.e. afgang af frumjöfnuðu fjárlaga, mun ítalska ríkið þurfa svo gríðarlega stóran afgang.

Ef staða hagkerfisins heldur áfram að vera slæm, að það fer virkilega að vera erfitt að trúa því - - að þetta sé hægt.

Hafið í huga, að skuldir Ítalíu eru þær 3. hæstu í heimi, einungis Bandaríkin og Japan skulda hærri upphæðir.

 

Niðurstaða

Þó svo að staða Ítalíu virðist fljótt á litið vonlítil. Þá er alveg tæknilega unnt að forða Ítalíu frá stjórnlausu hruni. En ef áætlun Seðlabanka Evrópu um kaup án takmarkana svokallað "OMT" prógram, væri virkjað, þá væri tæknilega unnt að halda Ítalíu á floti. Með því að tryggja Ítalska ríkinu nægilega ódýra fjármögnun.

Auðvitað væri þetta björgunarprógramm - með þeirri breytingu einni, að í stað þess að Ítalía fengi björgunarlán. Væri Ítalía að fá heimildir frá Seðlabanka Evrópu til útgáfu tiltekins magns ríkisbréfa sem bankinn mundi kaupa jafn harðan. Þá gæti þetta verið alveg eins að öðru leiti og önnur björgunarprógrömm þ.e. með endurskoðunum. Og ef Ítalía stæðist endurskoðun - fengi hún að gefa út nýjan slurk af ríkisbréfum.

Mér virðist ákaflega erfitt fyrir Ítalíu að forðast þessa útkomu.

Ef Ítalía ætlar að halda sig við evruna.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

Endalaus óstjórn Silvio Berlusconinað skila sér hjá Ítölum

Guðmundur Ingólfsson, 30.10.2013 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband