Gæti NSA hneykslið skaðað internetið?

Það berast fréttir af því að Angela Merkel og François Hollande hafi ákveðið að sameina krafta sína, með það markmið í huga. Að semja ný "gagnaverndarlög." Eins og flestir vita, eða ættu að vita, þá stunda risafyrirtæki sem sérhæfa sig í netsamskiptum eða upplýsingatækni tengda netinu. Svokallað "data mining" þ.s. upplýsingum er safnað um notendur - þær síðan seldar áfram til auglýsingafyrirtækja. Sem semja sérsniðnar auglýsingar jafnvel að hverjum og einum notenda, og selja síðan áfram til þeirra sem kaupa af þeim auglýsingar. Þannig er í reynd nánast enginn með eiginlegt "privacy" á netinu.

Þó það sé tæknilega mögulegt að sjálfsögðu, að fela sig, þá hafa fæstir netnotendur þekkingu til slíks.

Ítrekuð njósnahneyksli tengd "NSA" - "National Security Agency" þ.s. komið hefur fram, að risarnir á netinu þ.e. Google, Facebook, Twitter, Yahoo o.flr. - hafi sent gögn um notendur sína til NSA.

Og ennfremur, að NSA hafi skipulega njósnað um netnotendur víða um heim í gegnum þann aðgang sem NSA hefur fengið frá netfyrirtækjunum skv. bandar. lögum, sem skilda þau fyrirtæki til að veita slíkan aðgang.

En ekki síst, að NSA hafi njósnað um GSM notkun víðsvegar um heim, frá sendiráðum sínum og sendiskrifstofum - - nýjasta hneykslið að njósnað hafi verið árum saman um síma Angelu Merkel og ímissa annarra evr. leiðtoga.

  • Þetta er orðið svo steikt - - að maður hristir hausinn.

 
Af hverju er þetta hugsanlega hætta fyrir netið?

Gæti það verið, að þetta íti af stað keðjuverkun - þ.s. hvert landið á fætur öðru. Setur filtera á netið inn og út úr sínu landi, þ.e. net-kínamúra sem skv. orðanna hljóðan, væri ætlað að vernda eigin netnotendur fyrir - njósnum utanaðkomandi aðila?

En auðvitað geta gert miklu fleira en - bara það að vernda notendur gegn njósnum frá Bandar eða Kína. 

Slíkt væri alger martröð fyrir fyrirtæki eins og Google eða Facebook.

Með í pakkanum væri líklega, bann við því að fyrirtæki á við Google eða Facebook, selji fyrirtækjum utan landamæra þeirra landa, upplýsingar um netnotendur í því landi - - og auðvitað alls ekki til Bandar. stjórnar.

  • Tjónið gæti orðið umtalvert fyrir bandar. net-iðnað.
  • Sérstaklega þann part, sem stundar upplýsingaöflun tengda netinu eða "data mining."

Það gæti hugsanlega verið hið eiginlega tjón Bandar. Sem verði ekki aftur tekið. Ef það á annað borð á sér stað.

En kannski er þetta hneyksli - upphafið að endinum á því nær algera frelsi sem ríkt hefur á netinu.

En um leið og "net-kínamúrarnir" detta inn, fer væntanlega regluverk einstakra landa að setja sitt mark á, kannski ekki alveg eins íþyngjandi endilega og innan kínv. alþýðulýðveldisins.

En fljótlega gæti netið orðið um margt - - önnur ella, en það hefur verið fram að þessu.

 

Niðurstaða

Ég er að kalla eftir athugasemdum. En mig grunar að það geti verið, að ekki mörgum hafi enn dottið í hug hinn hugsanlegi skaði NSA njósnahneykslanna fyrir netið. En ég get alveg séð fyrir mér þessa afleiðingu. Að reiðin vegna ítrekaðra njósnahneyksla. Kall almennings eftir vernd gegn utanaðkomandi aðilum. Starti keðjuverkun af því tagi er ég nefndi að ofan.

Hvað haldið þið?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð

Fólk þorir ekki að tjá sig um þessi málefni og vill að lítill CIA strákur í feluleik í Rússlandi, segi okkur bara hvernig þetta virkar og vill helst að hann kippi þessu í lag líka fyrir okkur.

Ég held að þetta geti haft skaðleg áhrif á marga vegu.

Davíð, 27.10.2013 kl. 02:12

2 identicon

Bandaríkjamenn munu aldrei setja skorður á Google eða aðra samfélagsmiðla sem eru þar, kannski endar þetta í Evrópu eins og í Kína, settir Google filterar á utanlands tengingarnar. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 857476

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband