14.10.2013 | 03:24
Áhugi kínverja á risahöfn við Finnafjörð er áhugaverður!
Þetta kom fram í fréttum RÚV: Spáir því að Ísland verði í alfaraleið. Það sem mér finnst merkilegast er hin óskaplega bjartsýni sem gætir í orðum talsmanna hins kínverska skipafélags Cosco Shipping og hins rússneska flutningafyrirtækis. Fyrir skömmu, lauk Cosco Shipping merkilegri siglingu kaupskips yfir N-Íshafið frá borginni Pusan í S-Kóreu alla leið til Rotterdam, sjá umfjöllun mína: Kínverska flutningaskipið Yong Sheng mun klára pólsiglingu sína nk. mánudag!.
Áhugi Cosco Shipping á þeirri siglingaleið er því mjög raunverulegur. Og líklega ber því að taka því fullkomlega alvarlega, þegar talsmaður þess fyrirtækis - tjáir áhuga á Finnafjarðarhöfn.
Sjá mína umfjöllun um Finnafjarðarhöfn: Hvað mundi risahöfn í Finnafirði gera fyrir Ísland?.
Eins og þar kemur fram hefur Langanesbyggð gert samning við rekstrarfélag Brimarhafna "Bremenports" og það félag hefur tekið að sér, að láta framkvæma ítarlega rannsókn á aðstæðum við Finnafjörð, út frá þeirri hugmynd að reisa þar risastóra umskipunargámahöfn.
Rekstrarfélag Brimarhafna þekkir vel til rekstrar gámahafna, það er því augljós fengur af áhuga þess félags - - eins og fram kom hjá talsmönnum þess fyrirtækis, er áætlað að rannsóknirnar taki 3-4 ár og kosti nokkur hundruð milljónir ísl.kr.
Ef niðurstaðan er jákvæð, mun Bremenports hafa áhuga á þátttöku í verkefninu, og því hafa áhuga á að aðstoða við það verkefni, að útvega "fjárfesta" - en þetta sé það stórt verkefni að rekstrarfélag Brimarhafnar ræður ekki eitt um sig við það að fjármagna það.
Þannig, að í því ljósi er áhugavert að frétta af áhuga kínverska skipafélagsins, en þar er hugsanlega kominn fram - áhugasamur fjárfestir.
Ekki þekki ég fjárhagslegan styrk þess félags, en þ.e. a.m.k. í kaupskipasiglingum um heimhöfin.
Ef e-h er að marka áætlun talsmanns Cosco Shipping að allt að 15% flutninga kínv. varnings muni streyma yfir N-Íshafið svo snemma sem kringum 2020, eða innan 7 ára.
Þá er eftir miklu að slæðast, og í reynd farið að liggja á því að hefja framkvæmdir - jafnvel.
Hið minnsta þá a.m.k. ekki seinna vænna, að rannsóknir séu hafnar.
En hingað til hef ég sjálfur talið, að raunhæfara væri að miða við ca. 2030.
En líklega hafa kinv. aðilar og rússn. sem stunda siglingar á þessu svæði, meira vit á þessu - tja, heldur en ísl. "vitringar" sem haldið hafa því fram, að þetta gerist ekki fyrr en jafnvel eftir áratugi.
"Hafsteinn segir Kínverjana áhugasama um höfn í Finnafirði.Þeir horfa til þess að árið 2020 - sem er nú ekki langt þangað til - geti allt að 10-15 prósent af vöruflutningum frá Kína á Atlantshafinu farið um þessar norðurslóðir. Þeir sýna Finnafjarðarverkefninu mikinn áhuga og það var ákveðið að hitta þá aftur og fara yfir þetta á breiðari grundvelli. En ekkert hefur verið ákveðið."
- Ég er ekkert sérstaklega áhyggjufullur yfir því, ef kínv. aðilar gerast með-eigendur að Finnafjarðar verkefninu.
- En rökrétt er að Bremenports sjái um rekstur sjálfrar hafnarinnar, en Cosco Shipping líklega yrði þá áhugasamt um að eiga birgðaaðstöðu og kannski skika innan hafnarinnar þ.s. skip í þeirra eigu, mundu eiga regluleg stopp.
- Það kemur ekkert í veg fyrir, að fjöldi annarra aðila, séu einnig á svæðinu.
En Kina er rísandi stórveldi hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Ef þeir fjárfesta ekki hér, þá fjárfesta þeir hjá einhverjum keppinaut okkar.
Ef kínv. fjárfesting, skapar fjölda varanlegra starfa á Íslandi, sé ég ekkert annað en gott við það.
En ég held að áhyggjur af kínv. áhrifum séu dálítið yfirdrifnar, en mín skoðun er að Kína muni fara að hér gætilega, vegna þess að Ísland er á yfirráðasvæði Bandaríkjanna.
Ísland hefur varnarsamning við Bandaríkin, sem er í fullu gildi. Þó enginn bandar. her sé staddur hérlendis á seinni árum, kom það fram skýrt af hálfu bandar. talsmanna þegar verið var að kveðja herinn heim - - að skuldbinding Bandar. varðandi varnir Ísland væri skýr.
Málið er að Ísland skiptir máli fyrir varnir Bandar. sjálfra, þetta er vegna staðsetningar Íslands - en aðstaða óvinar Bandar. hér, mundi geta ógnað öllum siglingum yfir N-Atlantshaf, einnig flugleiðum yfir N-Atlantshaf. Að auki, væri her - floti og flugher staddur hér, mun nær ströndum Bandar. en ef sá her - floti eða flugher væri staddur mörg þúsund km. lengra frá.
Bandar. gerðu auðvitað varnarsamning við Ísland ekki vegna sérstaks velvilja gagnvart Íslandi, heldur vegna þess að það þjónaði hagsmunum Bandar.
Ef varnarsamningurinn væri orðinn tilgangslaus, hefðu Bandar. sagt honum upp er þau kvöddu her sinn heim héðan.
- Það er algerlega öruggt að Bandar. munu virða þann samning, svo lengi sem hann er í gildi - eigin hagsmuna sinna vegna.
- En málið er, að þetta snýst um trúverðugleika Bandar. sjálfra, en þau hafa gert margvíslegar skuldbindingar við ríki víða um heim.
- Ef Bandar. mundu allt í einu vanvirða slíka skuldbindingu gagnvart Íslandi, mundi það framkalla óvissu um trúverðugleika skuldbindinga Bandar. t.d. gagnvart Tævan. Það mundi engu máli skipta, þó svo Bandar. þá mundu gefa út yfirlýsingu þess efni, að skuldbinding gagnvart Tævan væri þá enn í gildi. En þá mundi rifjast upp sambærileg yfirlýsing gagnvart okkur.
Það er Bandar. alltof - alltof mikilvægt að trúverðugleiki þeirra skuldbindinga sé hafinn yfir hinn minnsta vafa.
Að það komi því ekki annað til greina að þau virði áfram skuldbindingu sína gagnvart Íslandi.
- Það skipti þannig séð ekki máli, að hér sé enginn her.
- Skuldbindingin ein og sér, nægir.
Punkturinn er ekki síst sá, að Kínverjum geti vart annað en verið þetta kunnugt.
- Þannig að svo lengi sem Bandar. eru áfram öflugasta herveldi heims, þá sé alveg ljóst að Kína muni virða sjálfstæði Íslands.
- Og ekki síst, virða það að Bandaríkin hafi hér mikilvæga hagsmuni.
Svo fremi sem Bandaríkin gersamlega klúðra ekki efnahagsmálum sínum, þá ætti það að taka enn - nokkra áratugi fyrir Kína að fullu ná Bandaríkjunum í herstyrk.
Þetta eru ástæður þess, hvers vegna ég óttast ekki áhuga kínv. fyrirtækja hér á landi.
Niðurstaða
Finnafjarðarverkefnið gæti komist á flug miklu mun fyrr, en ég hef áður haldið. Draumur Íslands um það að komast í alfararleið heimsverslunar. Gæti því orðið að veruleika miklu mun fyrr en ég hef fram að þessu haldið. Ef það gerist, verða jákvæð efnahags áhrif á Ísland mjög mikil. Eins og ég útskýri í fyrri umfjöllun, vísa á þá umfjöllun um það atriði. Ekki ástæða að endurtaka það allt:
Hvað mundi risahöfn í Finnafirði gera fyrir Ísland?
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Total meltdown. Síðan hvenær þurfa stórskip Kínverja að "millilenda"? Halda íslenskir naívistar að Kínverjar þurfi á höfn til að kíkja í gáma sína og umskipa innkaupum sínum og útflutningi, t.d. strigaskónum sem börnin í Kína búa til?
Þessi höfn á versta vindahorni landsins eru draumórar og þú ættir frekar að velta því fyrir þér, af hverju í ósköpunum Kommakeisarnir í Kína þurfi á höfn að halda á Íslandi. Það væri þá einna helst til að koma herskipum sínum í höfn öðru hvoru.
Kínverskur vinur minn sem eitt sinn vann í kínversku ráðuneyti, en flýði til Englands, hefur tjáð mér að áhugi Kínverja á Íslandi sé aðeins einn. Þeir hafi augastað á landinu til að setjast hér að og leggja landið undir sig. Þeir þurfa á landsvæði í Evrópu að halda; að yfirtaka heimsins sé aðalmarkmið kommúnistaflokksins. Ísland og Íslendinga líta þeir svo mikið niður á, að þeir ætla þessum áformum sínum stað á Íslandi. Ísland er orðið að Litla Kína í Evrópu í ráðuneytum Kína og þeir setja markið til 2022 um haustið. Þá vilja þeir hafa fleiri Kínverja á landinu en Íslendinga. Ég sel þetta ekki dýrara en það sem þú hefur lapið upp.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.10.2013 kl. 07:05
Stórskipahöfn hér við land er áhugacerður kostur og þá ekki einungis fyrir gáma, heldur einnig ýmsa lausavöru. Undir slíka höfn þarf auðvitað mikið landsvæði, enda myndi hingað vera skipað vörum yfir veturinn, til geymslu fram á sumar, þegar ísa leysir.Slík höfn hefði augljóslega jákvæð áhrif hér á landi.
En það er eitt sem virðist algerlega gleymast í umræðunni um slíka höfn við Finnafjörð. Nánast allt land sem höfnin þarf er í einkaeigu og eigandinn, sem þar stundar búskap, hefur gefið út að landið er ekki til sölu.
Eignarnám gætu sumir hugsað, en ekki er víst að hægt sé að sýna fram á þjóðhagslega nauðsyn til slíkrar gerðar, reyndar útilokað að sjá hvernig sá rökstuðningur gæti staðist.
Væri ekki fyrsta verk að reyna að ná samningum við landeigandann, áður en kostað er til hundruðum milljóna króna í rannsóknir og ef ekki næst samningur við landeigandann að finna þá annan stað fyrir slíka höfn. Það má vítt um landið finna álíka góða staði fyrir stórskipahöfn.
Því er nokkuð undarlegt að einblínt skuli á stað sem eigandi hefur gefið út að sé ekki falur, mun undarlegar en hvort það eru Kínverjar eða einhverjir aðrir sem vilja byggja og reka slíka höfn.
Gunnar Heiðarsson, 14.10.2013 kl. 08:00
Þú vekur athyggli á útrás Kínverja Einar Björn Bjarnason.
Það er fróðlegt að vita hverjir eru eigendur Bremenport.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson er víðlesin
Það er betra að hafa augun opin
Jónas Gunnlaugsson | 29. ágúst 2013
Það er betra að hafa augun opin. Það er gott fyrir okkur að lesa okkur til um áætlanir stórþjóðana. Kínverjar eru að taka sér stöðu á úthöfunum, og hafa áhuga á bækistöðvum fyrir her og flota, á svipaðan máta og núverandi heimsveldi hafa haft, svo sem
Höfn og flugvöllur á milli Heimskautssvæðisins, Evrópu og Ameríku
Jónas Gunnlaugsson | 28. ágúst 2013
Höfn og flugvöllur á milli Heimskautssvæðisins, Evrópu og Ameríku Hver á Bremen Port Hver er svo valdamikill í stjórn Bremen Port að hann geti sett á stað byggingu á höfn við Langanes á Íslandi? Hverjir eru hluthafarnir? Hér er spurning, og svar óskast.
Ráðagerð
Jónas Gunnlaugsson | 18. mars 2012
http://www.herad.is/y04/1/2011-08-25-radagerd-vardstod-5.htm Ráðagerð - varðstöð Velt vöngum undanfarin ár um hvort Kína muni stefna að því, að auka áhrif sín í veröldinni. Kína hefur sýnt Íslandi, þessu litla landi áhuga, og velvild. Sú hugsun hefur
Veruleikinn í dag
Jónas Gunnlaugsson | 16. júlí 2012
Veruleikinn í dag. http://www.herad.is/y04/1/2012-07-16-taka-au%f0lindir-02.htm http://www.bbc.co.uk/news/world-asia-18846205 Í þessari frétt hjá BBC kemur fram að Kínverjar krefjist yfirráða yfir ýmsum smáeyjum sunnan við Kína. Með yfirráðum yfir
Jónas Gunnlaugsson, 14.10.2013 kl. 09:38
Gunnar, þú ert að grínast. Þvert a móti blasir þjóðhagsleg nauðsyn þeirrar framkvæmdar mun skýrar við en þegar t.d. Reyðarál og Kárahnjúkavirkjun var reist. Þessi framkv. hefði mun stærri áhrif, til að bæta efnahag landsins. Að rökstyðja, þjóðhagsl. rettmæti eignarnáms, væri virkilega ekki vandi. Ég botna eiginlega ekki í því af hverju það blasir ekki við þér, sem annars er vanalega svo skýr.
Þú þarft ekki annað en að rekja í huganum, hvaða áhrif það hefði á efnahag landsins, að komast í alfaraleið heimsflutninga.
Hint - - þetta væri stærri bylting heldur en þegar Rvk. höfn var reist fyrir Fyrra Stríð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.10.2013 kl. 10:43
Jónar og Vilhjálmur, það kemur ekki til greina að kínv. séu með þannig áform uppi, meðan að Bandar. eru yfirgnæfandi flotaveldi heimsins. En Bandar. geta hvenær sem er, slökkt á kínv. hagkerfinu. Með því einu að hindra olíuflutninga yfir höfin til Kína. Það hafnbann þarf hvergi að vera nærri ströndum Kína, því þurfa bandar. skip ekki að vera nokkurs staðar í færi við varnir kínv. Alþýðulýðveldisins. Þ.s. olíuríkin eru öll nægilega fjarri ströndum Kína, að þá flutninga er unnt að hindra í nægri fjarlægð, svo að vanir kínv. væru gagnslausar. Það mun taka kínv. áratugi að byggja upp flotastyrk svo þeim væri mögulegt, að tryggja sína flutninga. Til að landflutningar á olí virki sem staðgengill, þarf að reisa leiðslur sem tekur mörg á að smíða, eða vegi með gríðarl. flutningsgetu eða járnbrautir með gríðarl. flutningsgetu. Sjálfsagt má áhugi þeirra á olíu og gasi í Mið Asíu skoðast í þessu samhengi, en það mun taka mörg ár að setja upp þann strúktúr á landi, að unnt sé að flytja allt sem þar er unnt að vinna til Kína. Vegalagning kínv. í gegnum Afganistan og Pakistan, flotastöð Kína í Pakistan ásamt flotastöð þeirra í Myanmar og vegalagning frá Kína þangað. Er hvort tveggja líklega einnig liður í því, að takast á við þetta "strategíska" vandamál. En þeir vegir og hafnir a.m.k. tæknilega séð geta leyft flutninga til Kína framhjá sundunum við Indónesíu eyjaklasann, þ.s. auðvelt er að stöðva siglingar - sérstaklega meðan Indónesía er bandamaður Bandar. Á hinn bóginn krefst þetta þá mikils kínv. flota á Indlandshafi, á sama tíma er Indland að stórfellt að auka sinn flota sem andsvar við uppbyggingu Kínv. þar á her og flota. Og þeir eru líklegir að hallast að Bandar.
Ef v. tökum tillit að auki til styrks líklegra Bandamanna kínv. - tel ég þessa hættu ólíklega. Og því alveg óhætt að láta þessa framkv. fara fram, þó svo kínv. aðilar muni líklega eiga mikið í þeirri framkv. Þ.s. Ísl. er á bandar. yfirráðasvæði.
Um leið og Bandar. telja sínum hagsmunum ógnað, munu þau láta okkur vita með einhverjum hætti, er færi ekki framhjá okkur. Tja, það gæti verið að þeir mundu aftur setja hér upp herstöð. T.d. staðsetja hana á NA-landi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.10.2013 kl. 10:57
Það má vera að hægt væri að finna rökstuðning fyrir eignarnámi vegna þessarar framkvæmdar, ekki ætla ég að sverja fyrir það. En það sem þó skiptir mestu máli er að ná yfirráðum yfir landinu áður en ráðist er í rannsóknir upp á hundruð milljóna.
Ef ekki er hægt að ná samningum við landeigandann, þarf að kanna eignarnámsleiðina og ef hún gengur ekki hefur verið sóað fé til einskis, fé sem hægt hefði verið að nýta til rannsókna annarsstaðar.
Ísland er stærra en bara Finnafjörður og það má örugglega finna land sem hentar jafnvel til hafnargerðar annarstaðar, land sem hægt er að fá án eignarnáms. Það atriði eitt, að aðrir möguleikar séu til staðar, gæti verið nægt til að útiloka eingarnám. Til að fara þá leið þarf í fyrsta lagi að sýna fram á þjóðhagslega nauðsyn eignarnáms og að engin önnur leið sé fær.
Hitt get ég fúslega tekið undir með þér að slíkt hafnarmannvirki hefði gríðarleg áhrif á efnahag landsins og þessari hugmynd á skilyrðislaust að fylgja eftir. En það verður þó að gerast í réttri röð, fyrst að tryggja rétt yfir því landi sem þarf undir mannvirkið, þá er hægt að rannsaka alla þætti þess og að lokum að ráðast í byggingu.
Þetta er svona eins og að byrja á að skræla karftöflurnar, ekki eftir að búið er að setja sósuna yfir þær eða jafnvel eftir að þær eru komnar ofaní maga.
Gunnar Heiðarsson, 14.10.2013 kl. 11:34
Gunnar í ljósi þess hve þjóðhagsl. mikilvægi þessarar framkvæmdar væri risastórt, er þetta atriði ekki neinn hinn minnsti vandi. Það eru ótal dómafordæmi fyrir því, en í fj. tilvika hefur land verið tekið eignarnámi af miklu mun smærra tilefni t.d. þegar sveitafélög hafa verið að færa út sína byggð.
Ég efa það stórfellt að það sé lagalegur grundvöllur fyrir eignarnámi, áður en það liggur fyrir að staðurinn sé raunverulega framtíðarhöfn. Ég tel ekki áhættuna umtalsverða, en hingað til hefur það aldrei verið vandamál þegar þjóðhagslega mikilvægar risaframkvæmdir eiga í hlut að framkvæma eignarnám. Menn eiga eðlilega heimtingu á réttmætum bótum. Menn hafa nokkrum sinnum krafist hærri bóta fyrir dómi stundum fengið. Ég man þess ekki dæmi að ísl. dómstóll hafi stöðvað framkv. á þeirri forsendu að eignarnám væri ekki réttmætt, þegar skýrt útfærðar áætlanir um framkv. liggja fyrir og ekkert er annað að vanbúnaði en að eignast það land sem þarf að leggja undir verkefnið.
Enda kveður stjórnarskrá skýrt á um að stjórnvöld hafa rétt til að taka land eignarnámi - - á sama tíma og skýrt er kveðið um að réttmætar bætur verða að koma á móti.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.10.2013 kl. 12:22
Einar Björn Bjarnason
Hér er smá viðbót.
Ísland getur verið í hættu hvenær sem er.
„Micro,“ stuttbylgju sprengjur geta gert stórfelldan skaða á öllum rafbúnaði og gert þjóðir varnarlausar að hluta.
Er þá ekki ólíklegt að hver eigi nóg með sig.
Þá þarf ekki nema góða höfn, og 50 þúsund manns í hverju skipi, skutla þeim á land á Íslandi.
Þeir þurfa engan mat með sér, veiða aðeins í soðið.
Í heimsátökum eru þessir aðilar ef til vill í betri stöðu á Íslandi en heima hjá sér.
“Syria Has Non-nuke EMP Bombs
http://www.israelnationalnews.com/Articles/Article.aspx/13942#.Ul0Y0PJoHcs
As explained in previous articles, a nuclear EMP bomb is merely a regular nuclear weapon which is ignited 50 kilometers above the earth where they don't kill people but kill electronics, instead of 1-5 kilometers above the ground where it would kill many people. Non-nuclear EMP bombs are microwave-emitting weapons which electronically fry a much smaller electronic kill radius than a nuclear EMP bomb would.”
Jónas Gunnlaugsson, 15.10.2013 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning