Kannski ástæða til hóflegrar bjartsýni um lausn deilunnar í Washington

Það getur vel verið að úr deilunni milli Demókrata og Reúblikana, komi gagnlegar breytingar. En Bandaríkin eins og á við um nokkurn fj. annara ríkja, standa frammi fyrir öldrunarvanda. Það þíðir m.a. að framreiknað hleðst upp kostnaður við öldrunarkerfið þar Vestan hafs, sbr. MedicCare og MedicAid, þangað til að tæknilega séð má halda því fram að ríkið sjálft geti sligast. 

 

Slíkum framreikningi þarf þó alltaf að taka með fyrirvara, þ.e. hann er gríðarlega háður því hver framtíðar hagvöxtur akkúrat verður og hvernig fólkfj. þróun raunverulega reynist vera.

En þ.e. samt ekki umdeilt, að það þarf að breyta kerfinu - til að draga úr kostnaðarhækkunum framtíðar, þegar fjölmennasti aldurshópur núlifandi Bandaríkjamanna gerist aldraður.

Fyrir utan þetta er umfang bandar. ríkisins ekkert sérlega mikið borið saman við aðrar vestrænar þjóðir, þvert á móti sem hlutfall af þjóðarframleiðslu er það einna minnst.

Og miðað við þegar samþykkar niðurskurðaraðgerðir framtíðar, verður það komið að umfangi á þessum áratug niður í ca. sitt meðalumfang, miðað við sl. 40 ár. 

"US federal spending has fallen from 25pc of GDP to under 23pc over the last two years, thanks to economic growth and most drastic fiscal squeeze since the Korean War." - "Another round of belt-tightening next year -- equal of 0.75pc of GDP -- will bring spending close to the average of the last forty years, and well below the OECD levels." - Factional conflicts have the power to destroy empires - and republics 

Skv. fréttum virðast deiluaðilar komnir úr skotgröfunum og farnir að ræða tillögur um framtíðar tilhögun fjárlaga, og breytingar á m.a. MedicAid og MedicCare.

Republicans retreat from US budget hard line

ObamaRepublicans seek an end to fiscal impasse

Líklegt virðist að þær viðræður standi alla helgi, og líklega fram a.m.k. á mánudag, en málið þarf að afgreiða ekki síðar en nk. miðvikudag.

Svo skammur tími er til stefnu.

Skv. fréttum hafa tvær nýlegar skoðanakannanir hreyft við Repúblikönum, önnur könnunin sýndi að 2-falt flr. Bandar.menn höfðu ógeð á Repúblikanaflokknum, en þeir sem sögðust styðja þá - - hin stóra könnunin sýndi þá með hið minnsta fylgi sem þeir höfðu mælst hjá því fyrirtæki nokkru sinni, þ.e. hjá Gallup. 

Eins og þekkt er, er fátt sem stjórnmálamenn óttast meir en fréttir af fylgishruni.

Fjöldi fréttaskýrenda grunar að þessar tvær kannanir séu a.m.k. hluta skýring þess, að Repúblikanar sýna allt í einu aukinn sveigjanleika.

Þetta þíðir þó alls ekki að samkomulag sé öruggt.

En það gefur kannski - ástæðu til "hóflegrar bjartsýni."

En breytingar á "MedicCare" og "MedcAid" sem bæta framreiknaða sjálfbærni þeirra kerfa, munu að sjálfsögðu bæta traust á Bandaríkjunum.

Ef deilan leysist með þeim hætti, þá gæti sú útkoma - elft bjartsýni um stöðu Bandaríkjanna..

Og það þannig séð sloppið fyrir horn, að þessi deila valdi einhverjum umtalsverðum skaða.

 

Niðurstaða

Ef þess verður gætt, að leggja ekki í nýjar niðurskurðar aðgerðir það skarpt, að það drepi hagvöxtinn sjálfan í Bandaríkjunum. En þ.e. mikilvægt að þjóðarkakan haldi áfram að stækka, þó svo það sé hægur vöxtur - er það betra en enginn, og miklu betra en samdráttur.

Svo fremi sem nýjar niðurskurðar aðgerðir drekkja ekki hagvextinum vestan hafs, ef slíkt samkomulag leiðir til þess að það verður betri friður um þau mál á Bandar.þingi þaðan á frá.

Og þær einnig fela í sér gagnlegar umbætur á "MedicCare" og "MedicAid" kerfunum. Þá má vel vera, að útkoman verði til þess að efla bjartsýni um stöðu Bandaríkjanna á næstu mánuðum.

En staðan er virkilega viðkvæm. Þ.e. vel hægt að klúðra stöðunni yfir í kreppu, sú útkoma mundi skaða langtímahorfur Bandar. mjög hressilega, þegar kemur að skuldamálum. Alveg burtséð frá því, hver harður niðurskurður væri lagður til. Enda er ákaflega erfitt að endurgreiða skuldir, þegar þjóðarkakan fer minnkandi, því þá stækka skuldirnar stöðugt í hlutfalli við kökuna vegna minnkunar hennar einnar, og við bætist að hrun í skatttekjum eykur hallarekstur - - þrátt fyrir niðurskurð.

Sú útkoma mundi örugglega leiða fram heimskreppu.

Þessi verri útkoma virðist þó minna líkleg nú en leit út fyrir um miðja vikuna. 

 

Kv. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband