Sýrland að líkjast sífellt meir Líbanon, meðan þar var borgarastríð

Það vakti athygli þegar brutust út bardagar milli fylkinga skæruliða, sem andstæðir eru stjórn Assads - sl. fimmtudag. Barist var um landamærabæinn Azaz á landamærum Sýrlands og Tyrklands. En sá bær skv. fréttum, hafði verið töluvert notaður. Sem samgönguæð fyrir vopnasendingar í gegnum Tyrkland og inn í Sýrland. 

Skv. fréttum virðist ISIL eða "Islamic State of Iraq and the Levant" hafa ráðist á liðsmenn "Free Syrian Army" sem áður réð yfir Azaz.

Skv. fréttum, náðu liðsmenn ISIL bænum af liðsmönnum "Frjálsa Sýrlenska Hersins."

Skv. fréttum dagsins í dag, var síðan samið vopnahlé. En liðsmenn IZIL virðast halda þessum landamærabæ.

Þetta gæti verið högg fyrir "Frjálsa Sýrlenska Herinn" en hann líklega naut þeirra vopnasendinga, sem komu í gegnum þennan landamærabæ.

Syrian rebels and al Qaeda group end battle near Turkish border

Al-Qaeda affiliated group seizes rebel-controlled Syrian town

Þetta minnir mig á atburði sem áttu sér stað þegar ófriðurinn í Líbanon geisaði í um 3. áratug. Sem dæmi, ef ég tek shíta - en það var ekki þannig. Að sá hópur sem drottnar yfir líbönskum shítum, Hesbollah. Hafi alltaf gert það. Heldur, þvert á móti þegar Hesbollah reis upp á fyrri hl. 9. áratugarins. Þá var um tíma keppni milli hans, og flr. hreyfinga á sama svæði, sem kepptu um yfirráð yfir svæðum shíta og um hylli ibúa. Á sama tíma, stóð hernám Ísraela yfir á sömu svæðum.

Hesbollah hafði betur, það kom all oft fyrir, að Hesbollah liðar réðust á aðrar fylkingar. Á endanum, tók Hesbollah yfir svæði hinna fylkinganna einnig. Varð eitt um hituna.

-----------------------------

Ég get einnig nefnt svokallaða "Tamíl Tígra" en þegar uppreisn Tamíla hófst gegn meirihluta Singalesa á Sri Lanka. Þá var um tíma til staðar, hópar uppreisnarmanna sem kepptu við Tígrana, um það að vera mestir - bestir og grimmastir. Á endanum, höfðu Tígrarnir betur. Og gengu gjarnan á milli bols og höfuðs á keppninautum.

Eins og allir vita, er því borgarastríði lokið með fullnaðarsigri stjórnarhersins. Og Tígrunum hefur verið útrýmt, leiðtogi þeirra Prapakaran drepinn. Þ.e. ein leið að enda borgarastríð.

-----------------------------

  • Þessir bardagar uppreisnarhópa innan Sýrlands - ættu ef til vill ekki að koma á óvart.
  • En uppreisnarmenn, eiga fátt sameiginlegt annað en að berjast við stjórn Assad.
  • En markmið hópanna eru mjög misjöfn.

ISIL eða  "Islamic State of Iraq and the Levant" berst fyrir ímynduðu, íslamísku ríki á öllu svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs og í Írak.

Er með náin tengsl við al-Qaeda.

Meðan að "Frjálsi Sýrlenski Herinn" var upphaflega stofnaður, af liðhlaupum úr her Sýrlands. Þess vegna nafnið. 

Sá hópur, hefur allt önnur markmið, einfaldlega þau að koma meirihluta Súnníta innan Sýrlands til valda.

Engir draumar um allsherjar Íslam-ista ríki fyrir botni Miðjarðarhafs.

  • Markmið hópanna eru ákaflega ósamstæð.
  • Það blasir að auki við, að við hugsanlegar viðræður um frið innan Sýrlands, að þá mundi ISIL hópurinn ekki eiga samanstað. 
  • Það gæti farið, að ef einhvers konar samkomulag mundi nást, t.d. um nýja tilhögun einhvern veginn í dúr við valdaskiptafyrirkomulag eins og þ.s. tíðkast í Líbanon.
  • Þá væri ISIL hópurinn, í andstöðu við slíkan frið.

Þá gæti hugsanlega skapast það ástand, að "Frjálsi Sýrl. Herinn" og stjórnarherinn, mundu sameinast gegn liðum al-Qaeda.

Þetta er auðvitað ekki e-h sem er alveg að fara að gerast, en ef maður gerir ráð fyrir því, að ISIL liðarnir séu ekki fífl, þá ef til vill skilja þeir - að þeir verða að skapa sér sterkari stöðu.

Sem gæti þítt, að það megi búast við frekari árásum af slíku tagi, af þeirra hálfu.

 

Það sem er einna helst vandi fyrir hjálparstarf er sjálf upplausnin!

Fragmented opposition, Syrian government both hamper aid - agencies

  • "Bringing supplies from the capital to the divided northern city of Aleppo - a distance of 355 kms - is slow and fraught, said Pierre Kraehenbuehl, director of International Committee of the Red Cross (ICRC) operations worldwide."
  • "When colleagues of ours travel from Damascus to Aleppo it is something between 50 and 60 checkpoints on the way. This is what you have to deal with," he told a news conference in Geneva."
  • ""Therefore it multiplies the number of people that you need to talk to on the ground, from a variety of groups, everything from organised armed forces across to loosely structured non-state groups, rebel groups, but also of course the criminal actors," he said."
  • ""... there is very strong fragmentation on the opposition side and you have multiplicity of groups, sometimes even disagreement within the same group, so that you have to negotiate with several factions within the same opposition group.""

Takið eftir, svipað ferðalag og milli Akureyrar og Reykjavíkur, og þú þarft að komast í gegnum 50-60 staði, þ.s. vopnaðir aðilar leita á þér, og þú þarft að semja við þá um að fá að fara leiðar þinnar.

Þetta er þ.s. Alþjóða Rauða Krossinn þarf að búa við, svo hann geti dreift mat og lyfjum til íbúa.

Ég hugsa að ég hafi hvergi séð betri lýsingu á þeirri upplausn sem á sér stað í landinu.

-----------------------------

Ég held svei mér þá, þetta sé eins og Líbanon í öðru eða þriðja veldi, en Sýrland er töluvert fjölmennara og stærra.

En ef e-h man eftir, þá var það einmitt svo að hinir ýmsu vopnuðu hópar, höfðu skipt landinu upp á milli sín. Að sama skapi, skiptist höfuðborgin Beirút í fjölda yfirráðasvæða. 

Gjarnan var einskis manns land á milli.

  • Eftir því sem upplausnin eykst - - því algengari líklega verða einmitt átök af því tagi sem ég ræði um að ofan.
  • Þ.e. að andstæðingar Assads, fara þá í vaxandi mæli að berjast um "the spoils." 

Slíkt gæti auðvitað hjálpað stjórnarhernum, að halda velli - með alveg sama hætti.

Og stjórnarher Líbanon var aldrei alveg þurrkaður út. 

Hann hélt alltaf áfram að vera til í gegnum allt borgarastríðið, varð - ein af stríðandi fylkingunum. 

Á endanum, ekki endilega með þeim öflugustu - þegar leið á. 

Líbanon átti meira að segja flugher, Hawker Hunter vélar gamlar breskar orustuvélar. Sem voru lítt notaðar, ég held þær hafi enn verið til. Er stríðinu lauk fyrir rest.

Þá ekki verið til neins nýtar í annað, en að vera seldar á söfn.

 

Niðurstaða

Það er kannski þ.s. á endanum, tryggir að Assad heldur velli. Upplausn á meðal andstæðinga. Mér virðist stríðið í Sýrlandi minna sífellt meir á Líbanon stríðið er stóð yfir 20 ár. Þó svo á endanum, Assad yrði veginn. Þá mundi sennilega einungis stríðið myndbreytast, og snúast meir um átök fylkinga súnníta. En stríðið í Líbanon hafði einmitt ýmiss fasaskipti. Það voru fylkingar sem voru áberandi í sumum fösum. En urðu síðan undir. Og aðrar tóku við. 

Hættan liggur kannski ekki síst, í vaxandi stjórnleysi og ringulreið. Á stórum svæðum hafi stjórnvöld engin völd. Heldur eins og kemur fram í lýsingu starfsmanns Alþjóða Rauða Krossins, kraðak margvíslegra hópa. 

Í því stjórnleysi liggi ef til vill - tækifæri öfgamannanna. Að sækja fram, og ná yfirráð yfir svæðum, og íbúum.

Þarna geti myndast, hreiður fyrir skipulagningu hryðjuverkaárása, óþægilega nærri Evrópu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband