Væri losun hafta minna áhættusöm innan evrunnar?

Tek fram strax að mín skoðun er að svo sé líklega ekki. Enda sé það rökvilla að horfa á hlutina út frá meintum trúverðugleika "gjaldmiðla" heldur sé það atriði er máli skipti. Trúverðugleiki einstakra ríkja. En ef trúverðugleiki gjaldmiðla væri það atriði er öllu máli skipti. Væri fjármagnsflótti innan evrusvæðis, algerlega óskiljanlegt fyrirbæri. En þá ættu einstaklingar í S-Evr. að vera algerlega rólegir með sitt fjármagn, ekki hafa flúið í verulegum mæli með það fé til aðildarríkja evru í N-Evrópu.

Ef við skoðum 2-lönd Kýpur og Ísland, bæði í höftum, en annað með alþjóðlegan gjaldmiðil sem unnt er að hafa viðskipti með hvar sem er, gjaldmiðill sem bersýnilega nýtur trausts í alþjóðlegum viðskiptum.

Þá sést að í báðum tilvikum, er ástæða hafta sú, að innan hvors lands fyrir sig er fjármagn sem talið er yfirgnæfandi líkur á að vilji fara af landi brott, sem er stærra að umfangi en svo - að hvort land geti heimilað því fjármagni að streyma út. Án umtalsvert óþægilegra afleiðinga.

  • Þetta er þá hið eiginlega vandamál.

Það hefur vakið athygli að forseti Kýpur nýverið lýsti því yfir að höft verði losuð fyrir lok janúar 2014.

Í sömu viku kom fram  í 1. áfangaskýrslu AGS um Kýpur skír aðvörun til kýpverskra stjórnvalda. En höft voru rýmkuð verulega sl. vor, skv. greiningu AGS hefur þeirri rýmkun fylgt - umtalsverður fjármagnsflótti - - sjá:

---------------------------------------

  1. As confidence has not materialized, deposit outflows have continued, straining liquidity in parts of the banking system.
  2. The easing of administrative restrictions, while necessary to forestall economic paralysis, allowed steady deposit outflows. 
  3. Without a return of confidence, fresh inflows have not materialized. 
  4. Consequently, as of August 21, net outflows reached close to €8 billion or about 12.6 percent of the deposit base since end-March, excluding the conversion of Laiki and BoC deposits into equity in April and May. 
  5. Of these outflows, 60 percent correspond to non-residents, largely concentrated among uninsured deposits. 
  6. Outflows from domestic entities represent about 11 percent of their deposit base, with commercial banks more affected than the coops. 
  7. Foreign banks have lost about 15 percent of their deposits, but have more recently experienced new inflows and a stabilization of deposit trends following their exemption from restrictions. (útibú erlendra banka njóta eðlilega meira trausts)
  • Outflows have been largely financed through own funds, including liquid asset disposals, while about 20 percent of outflows have been used to pay loans within the sa me bank, with no impact on liquidity. 

---------------------------------------

 

Er öruggt fyrir Kýpur að losa höft?

Nú skulum við ímynda okkur, að bæði lönd losi höft samtímis ca. í jafnúar nk.

Margir ímynda sér að í því felist "sjálfvirkur" trúverðugleiki að búa við evru, þannig að stærri líkur séu á því að Kýpur geti endurreist traust - - ég bendi viðkomandi á ofangreinda greiningu AGS.

Að traust er bersýnilega ekki til staðar.

Ég reikna með því að kýpv. stjv. ætli að veðja á það, að aðgerðir nk. mánaða - endurreisi traust.

Aðgerðir þeirra muni fela í sér það, að styrkja stöðu þeirra bankastofnana sem þar eru til staðar, skv. þeirri hugmynd - að þegar þú ert innan stórs alþjóðlegs gjaldmiðils.

  • Þá sé það fjárhagsleg staða fyrirtækja, lánstraust þeirra, sem horft er á.
  • Frekar en, í hvaða landi viðkomandi fyrirtæki hefur höfuðstöðvar. 

Þetta er dálítið vinsæl kenning, aðila sem vilja taka upp alþjóðlegan gjaldmiðil, að þá hætti "traust landsins" að vera meginatriði.

Aðilar, horfi þess í stað á lánstraust einkaaðila starfandi, skoði það í einangrun frá stöðu ríkisins.

-----------------------------------

Ég vil meina að þessi kenning hafi verið afsönnuð í evrukreppunni, og fjármálakreppunni þar.

Að þvert á móti skipti lánstraust ríkissjóðs og staða ríkisins, einnig ákaflega miklu máli - fyrir það hvort einkaaðilar starfandi i því landi njóta trausts.

  • Það sem þarf að hafa í huga er að þ.e. ekki sama Jón og Séra Jón.
  • Fyrirtæki sem hafa umtalsverða starfsemi utan landsteina, njóti trausts óháð stöðu heimaríkis ef stærri en helmingur sölutekna eða rektrartekna, kemur af starfsemi utan landsteina. 
  • Á meðan að fyrirtæki, sem hafi meir en 50% sölutekna innann heimahagkerfis, séu þar af leiðandi - nátengd því hver staða þess hagkerfis akkúrat er.
  • Málið sé að gjaldþrot ríkisins, hafi alvarlegar afleiðingar fyrir allt atvinnulíf sem háð sé innanlandshagkerfinu. Helst séu það fyrirtæki með tekjur sem ekki séu háðar stöðu hagkerfisins, sem sleppa við alvarleg vandamál.

-----------------------------------

Bankar eru dálítið í sérflokki, en þó svo að til standi að taka upp svokallað "bankasamband" innan evrusvæðis, hefur fram að þessu - - ekki virst líklegt að það sé meira en "sameiginlegt eftirlit."

  • Ábyrgð á bönkum verði enn á könnu heimaríkis! 
  • Þó svo að til standi að setja upp björgunarsjóða-kerfi fyrir banka, sem greitt yrði í af bönkunum sjálfum, kostað sem sagt af bönkunum sjálfum - verði enn grunnreglan sú að skipulagið sé á grunni hvers ríkis fyrir sig.
  • Þannig að hvert ríki fyrir sig setur upp slíkan sjóð sem heimabankar borga í.
  • Draumurinn er að þetta dugi til þess að - taka af þá vandræða tengingu sem verið hefur milli trúverðugleika ríkja annars vegar og heima banka hins vegar.
  1. Málið er að þetta tel ég að muni ekki virka, vegna þess að þó svo að slíkur sjóður sé settur upp, þá er enn - megin spurningin, lánstraust heimaríkis.
  2. En grunn vandinn er sá, að lánstraust heimaríkis er samt hinn takmarkandi þáttur, vegna þess að það er á ábyrgð hvers lands fyrir sig, að tryggja nægt fjármagn sé í umferð.
  3. Þetta fer þannig fram, að ef fjármagn streymir úr landi - þ.e. nettó útstreymi, t.d. ef erlendar innistæður eru á flótta úr landi, þá er það ekki bara lausafé viðkomandi banka sem er takmarkandi þáttur, heldur einnig geta heimaríkis til að skuldsetja sig til að tryggja að nægilegt magn sé af evrum í umferð í viðkomandi landi svo unnt sé að hleypa þessu fjármagni af landi brott.
  4. En ef heimalandið verður "krunk" þ.e. lánstraust þrýtur, en það hefur nú gerst í fleiru en einu tilviki að Seðlabanki Evrópu hefur neitað að taka við ríkisbréfum einstakra aðildarlanda evrusvæðis, svo viðkomandi land geti haldið áfram að kaupa evrur með því að afhenda Seðlabanka Evrópu ríkisbréf á móti, þá getur það gerst að ef fjármagnsflótti er fyrir hendi. Að landið tæmist af fjármagni - þ.e. við taki fjármagnsþurrð. Of lítið fjármagn í umferð. Og algert hrun fjármálakerfis í því landi.
  • Við höfum séð hvað gerist, að ef lánstraust aðildarlands evru þrýtur, taka hin aðildarríkin við kaleiknum, og veita svokallað neyðarlán, gegnt ströngum skilyrðum.
  • Og landið fer í svokallað "austerity program."

Írland hefur ekki þurft að setja fjármagnshöft, en neyðarlánveiting virtist duga til að róa eigendur fjármagns - en það þurfti Kýpur að gera.

Ástæðan virðist vera sú, að á Kýpur var mjög verulegt erlent fjármagn til staðar, sem tók tilboði um góða ávöxtun sem var í boði fyrir hrun.

Þetta er að mörgu leiti svipað og var hérlendis, en eins og þekkt er voru seld hér svokölluð "krónubréf" í miklu magni, þó það væru ekki beint innistæður - þá hefur ekki verið unnt að hleypa því fé úr landi.

En það var unnt að innleysa þessi krónubréf hvenær sem er, það virðist afskaplega líklegt að þetta fé kjósi allt að fara. Þetta er ekki eina erlenda fjármagnið er fast hér. Sem líklega vill fara.

  • En þ.s. þetta segir er að vandi Íslands var líkari vanda Kýpur, en vanda Írlands. 
  • Ísland hefði að flestum líkindum þurft að taka upp höft eins og Kýpur innan evru.

-----------------------------------

  1. Vegna þess að Kýpur þarf að kaupa evrur af Seðlabanka Evrópu, þá er hinn takmarkandi þáttur - lánstraust kýpverska ríkisins.
  2. Einnig lausafé starfandi banka á Kýpur, nema í tilvikum þeirra sem eru útibú í eigu erlendra banka. 

Þannig að þó svo að staða heimabanka eins og Kýpurbanka, sé endurreist upp í löggilt eiginfjárhlutfall.

Þá líklega stoði það ekki, ef lánstraust kýpverska ríkisins er enn í rusli.

En þá verði það óttinn við það, að kýpv. ríkið geti ekki tryggt nægilegt lausafjármagn - sem reki á hugsanlegan fjármagnsflótta. Þó svo að fljótt á litið virðist endurreistur meginbanki Kýpur "traustur" og hafi fengið upp á það stimplun opinberra aðila.

  1. Fræðilega geta þó aðildarþjóðir ESB, þ.e. hinar aðildarþjóðirnar, komið til skjalanna.
  2. Og ákveðið að veita Kýpurstjórn, aðgang að lánfé án takmarkana.

Ef það væri gert, mundi staða innistæðna á Kýpur gerbreytast, þ.s. þá er það háð heildartrausti aðildarríkja evrusvæðis, sem er sannarlega ekki í hættu.

Og þá eins og hendi væri veifað, verða innistæður á Kýpur "traustar" og "öruggar."

Eða a.m.k. ekki síður svo en innistæður í Frakklandi, ef skv. skoðun óháðra aðila kýpv. bankar eiga eins traust eignasöfn og bankar í Frakklandi, og eigið fé er a.m.k. eins traust þar af leiðandi.

  • Þetta er háð ákvörðun aðildarríkjanna.
  • Ekki Kýpur!

-----------------------------------

Fram að þessu hafa þýsk stjórnvöld staðið gegn slíkum "sameiginlegum ábyrgðum."

Og það virðist ekki sérdeilis líklegt að sameiginlega ábyrgðir, verði upp teknar.

En flest bendir til þess að stefna þýskra stjórnvalda verði í megin atriðum óbreitt eftir þingkosningar í Þýskalandi sem fram fara í dag.

  1. Ef þ.e. svo að staðan er enn sú hin sama, að þ.e. háð lánstrausti hvers lands fyrir sig er áfram takmarkandi þáttur.
  2. Það er stjv. sjá um að kaupa evrur og geta þeirra til þess er háð lánstrausti þeirra.
  3. Atriði sem aðilar sem eiga innistæðufé í bönkum innan þess lands, hljóta að velta fyrir sér er þeir íhuga hvort þeim sé áhætt að varðveita fjármagn í því landi eða ekki.

Þá gæti það reynst "algert disaster" að losa höft í janúar 2014 fyrir Kýpverja.

Mig grunar að baki yfirlýsingu forseta Kýpur liggi, bjartsýni um það að nýjar mikilvægar ákvarðanir verð teknar eftir kosningar í Þýskalandi.

En ég held að hann verði fyrir vonbrigðum.

 

Hvað gerist ef höft eru losuð á Kýpur sbr. losun hafta á Íslandi!

Nú geri ég ráð fyrir því að mál verði óbreytt á evrusvæði í aðal atriðum, þ.e. Þjóðverjar muni áfram hafna sameiginlegum ábyrgðum á skuldum eða áhættu annarra aðildarríkja evru, sem hingað til.

Þannig að áfram verði öll áhætta eigin sem hingað til.

Þannig að áfram sé það lánstraust kýpverska ríkisins sem sé hinn takmarkandi þáttur.

  • Kýpur hefur fengið neyðarlán, gott og vel, megnið af því fer í endurfjármögnun banka.
  • Þeirra lausafé hefur verið endurnýjað, þ.e. fé hefur verið dælt inn, töluverður hluti innistæðna hefur verið færður niður.
  • Það þíðir samt sem áður, að enn er til staðar mikið af innistæðufé af erlendum rótum.

Umfjöllun AGS að ofan sýnir, að þær innistæður eru enn að yfirgefa Kýpur.

  • Þó svo að aðildarríkin hafni sameiginlegum ábyrgðum, þá er a.m.k. fræðilega hugsanlegt, að þau eins og þau hafa gerst í tilviki Grikklands, dæli inn meira lánsfé.
  • Það virðist samt ekki sérdeilis líklegt - en það kom fram veruleg tregða um frekari lánveitingar þegar lán til Kýpur var til skoðunar er rædd var veiting neyðarláns þangað, ef þ.e. svo að afstaða aðildarríkjanna er sú - að veita alls ekki frekari lán.
  • Þá er þegar veitt lánsfé það fjármagn sem Kýpur hefur til umráða, ásamt hugsanlegum lánum sem Kýpur getur útvegað á mjög háaum vöxtum á mörkuðum.
  1. Takið eftir að síðan í apríl er höft voru milduð á Kýpur, og fram til 21. ágúst - þegar líklega söfnun upplýsinga fyrir 1. Áfangaskýrslu AGS lauk, streymdu úr landi 8ma.€ af innistæðum.
  2. Þetta eru 12,6% af heildarinnistæðum. En ekki síst, samsvarar 80% af neyðarláni því sem Kýpur tók, til að endurfjármagna bankana. Þ.s. hugsanlega kemur til viðbótar, er niðurfærsla innistæðna sem væntanlega styrkir eigið fé sömu banka.
  3. Það liggur ekki fyrir hve mikið fé hefur farið síðan 21. ágúst. Miðað við þetta eru ca. 2,7ma.€ að yfirgefa Kýpur per mánuð. Ef það útstreymi viðhelst. Verður útstreymi orðið 13ma.€ í lok þessa mánaðar.
  • Seðlabanki Evrópu samþykkti að láta kýpv. bankana aftur fá aðgang að lausafé, þegar neyðarlán var tekið.
  • En hingað til gætir "ECB" ætíð vel að sínum hagsmunum. Sá aðgangur verður örugglega ekki án enda, ef traust er ekki endurreist og fé heldur áfram að út streyma.

-----------------------------------

Mér finnst ákaflega líklegt að öllu óbreyttu, streymi fjármagn út.

Þangað til að bæði lausafé kýpv. bankanna og lánfé kýpv. ríkisins, sé hvort tveggja í senn uppurið.

Á endanum verði hinn takmarkandi þáttur, geta kýpv. stjv. til að útvega lánfé. Eftir að lausafé kýpv. bankanna sé aftur á þrotum.

  1. Ef á þeim tímapunkti, aðildarríki neita að koma til skjalanna og tryggja nægt lausafé á Kýpur.
  2. Taki við ekki einungis hert fjármagnshöft,
  3. Heldur líklega að auki, innflutningshöft.

En Kýpur er dvergríki eins og Ísland, er þarf að flytja inn nánast allt.

Ef lánstraust er þrotið, og fé í umferð er á þrotum, ekki fæst frekari aðgangur að lánsfé, þá verður að stýra innflutningi.

  • Það má þannig séð segja, að fé í umferð - sé gjaldeyrissjóðurinn


Ef við skoðum Ísland, þá höfum við innlendan gjaldmiðil, svo að a.m.k. er aldrei hætta á lausafjárþurrð innanlands.

Fyrirtæki geta þá alltaf greitt laun í krónum - ríkið getur alltaf tryggt innistæður í krónum innanlands.

  • En það geta einnig skollið á höft á innflutning.
  • Það er vegna þess, að Ísland er eins og Kýpur dvergríki, sem er háð innflutningi flestra nauðsynja fyrir utan matvæli.
  • Innflutningsfrelsi er í báðum tilvikum háð því, að viðkomandi land geti útvegað sé nægilegt fjármagn, sem erlendir birgjar eru til í að veita viðtöku og samþykkja sem greiðslu.

Við höfum gert þetta með því að eiga nægilegt fé í sjóði svokallaður gjaldeyrisvarasjóður.

Málið með krónuna eins og kerfið er sett upp, er að virði hennar er í reynd háð því að nægilegt fé sé í gjaldeyrisvarasjóði - - þ.e. gengið fellur ef stefnir í að sjóðurinn minnki of mikið.

Gengið ekki síst fellur ef höft eru losuð og fjármagn streymir úr landi, þangað til að jafnvægi kemst á.

  1. Vegna þess hve mikið fjármagn er fast í landinu, yrði við þetta eins og við hrunið - stórt misgengi milli launa og lána. 
  2. Það stórt að of margir lánþegar yrðu gjaldþrota, að líklega verður að frysta lánskjaravísitöluna áður en höft eru losuð, til þess að andvirði alls fjármagns burtséð frá því á hvaða formi það fjármagn er, lækki jafnt. 
  3. Þá verður ekkert slíkt misgengi, fræðilega ef menn vilja - - er unnt að setja tímabundið þak á lánskjaravísitöluna, og síðan veita stórar launahækkanir.
  4. Þá væri unnt að láta laun hækka hlutfallslega miðað við "verðtryggð lán." Láta áður fram komið misgengi lána og launa ganga til baka, a.m.k. að einhverju leiti.

Augljóslega lækka við þetta lífskjör umtalsvert a.m.k. um einhverja hríð.

Þ.e. sem sagt fræðilega mögulegt, að láta misgengi launa og lána ganga til baka, með því "trixi" að hækka laun meðan að vísitala lánskjara væri á þaki.

  • Áhætta er kannski fyrir utan verulega verðbólgu sem væri óhjákvæmileg, sú að erlendir eigendur lána Íslands, ókyrrist.
  • En þ.e. ekki unnt að koma í veg fyrir að gjaldeyrissjóðurinn minnki verulega.
  • Þ.e. hugsanlegt að Ísland fari aftur í "ruslflokk."

Á hinn bóginn, þá yrði innflutningur minni, gjaldeyrissjóður væri hratt að rétta við sér.

Þetta væri því líklega einungis skammtíma vandamál.

  1. Meginhættan væri ef til vill hér innanlands, að allt yrði vitlaust á vinnumarkaði.
  2. Stjv. gætu orðið afskaplega óvinsæl, vegna þess að þeim væri líklega kennt um lífskjaralækkunina.
  3. Á hinn bóginn, geta stjv. sjálfsagt heimilað einar eða tvær stórar launahækkanir, meðan að lánskjaravísitala væri á þaki.
  4. Galli að þá heldur verðbólga áfram að vera í tveggja stafa tölu e-h lengur en annars væri.
  • Megin tapararnir verða lífeyrissjóðir, og lífeyrisþegar.
  • Og aðrir eigendur verðtryggðra lána.

-----------------------------------

Mig grunar að stjv. séu að vonast eftir því að losa höft smám saman, með miklu mun minna ruggi. 

Hugmyndin er líklega að "skuldsetja ríkissjóð" fyrir losun hafta.

  1. Galli við þetta, er að losun hafta með þessum hætti getur verið tímafrek. En ef skuldsetning á ekki að sliga ríkið algerlega, þarf þá að semja við eigendur fjármagns sem fast er í landinu. Og fá þá til að semja um verulegar afskriftir á því fjármagni. 
  2. Sem vísar á hinn vandann, að þessi aðferð felur í sér viðbótar skuldsetningu ríkisins algerlega óhjákvæmilega. En ríkið er eini aðilinn sem getur tryggt eigendum krafna örugga greiðslu. Þá einungis með því að bæta á sig skuld í erlendum gjaldeyri. Þó svo það væri á formi langtímaláns. Þá óhjákvæmilega bætist á ríkið - viðbótar vaxtagjöld. Og því viðbótar þörf fyrir niðurskurð útgjalda. Að auk getur það kallað á viðbótar skattahækkanir. Líklega þó hvort tveggja í bland þ.e. hækkanir skatta og niðurskurð í bland.
  3. Hugmyndin virðist vera að losa fyrst um höft fyrir atvinnulífið, og erlenda kröfuhafa. Meðan að enn yrði áfram lokað á það að lífeyrissjóðir geti fært sitt fé úr landi. Þannig að það haldi þá áfram að safnast upp hér innanlands. Stækkandi snjóbolti. Sjálfsagt er draumurinn, að við það - fari fjárfesting aftur af stað.
  4. En mig grunar að það verði ekki. Einfaldlega vegna þess, að án þess að taka á hinum snjóboltanum verði áfram til staðar "stór óvissa" og fjárfestum líki ílla óvissa, sérstaklega sífellt stækkandi óvissa. Það eitt að losa höft á atvinnulífið og halda áfram með höft á sjóðina, meðan að þeirra fé myndar sí stækkandi snjóbolta - - sé ekki nóg.
  • Einungis endurreisn á sjálfbæru ástandi, geti endurreist innlenda fjárfestingu.
  • Höft verði því að losa, samtímis á hvort tveggja!
  • Það verði að leysa báðar flækjurnar samtímis - ekkert minna dugi til.

Ég held því í reynd ekki að þessi hægfara leið - sé ákaflega líklegt að virka.

Ég hallast því að sjokk aðferðinni að ofan, eða 3-leið sem einnig er fær.

-----------------------------------

Gjaldmiðilsskiptaleið: Eftir Seinna Stríð var skipt úr "Reichsmark" yfir í "Bundermark" í Þýskalandi. Eftir hrun A-Þýskalands, var fjármagn bundið í gjaldmiðli A-Þýskalands fært yfir í "Bund."

Þetta eru þau tvö skipti sem með velheppnuðum hætti, hefur verið framkvæmd tilfærsla á fjármagni frá einum innlendum gjaldmiðli yfir í annan.

  1. Þ.e. ekkert ólöglegt við það, að með pennastriki afnema núverandi gjaldmiðil krónu, frá og með tilteknum degi t.d. 1. janúar 2016.
  2. Það þarf nokkurn undirbúning, þ.e. þarf að búa til nýja seðla og nýja mynt, og það í nægilegu magni frá 1. degi sem nýr gjaldmiðill á að taka til starfa. Einfaldast væri að hafa nýju myntina nákvæmlega eins í lögun og þyngd, og gömlu myntina. Svo ekki þurfi að breyta sjálfsölum út um allt land.
  3. Það má ímynda sér, að nýi gjaldmiðillinn verði settur í umferð frá 1. janúar 2015. Hann getur heitið hvað sem er, en gamalt nafn sem kitlar mig smá, er nafnið "Ríkisdalur" vegna þess að einu sinni var hér í gildi "Riksdaler" sem var gjaldmiðill Danaveldis fyrir erfðaeinveldi.
  4. 1. ár er þá gefið, til að skipta eignum yfir í hinn nýja gjaldmiðil. Ef þeim er ekki skipt fyrir 1. jan. 2016, verða þær verðlausar með öllu.

Ég segi 1. jan. 2016 því að þá eru enn rúmt ár til kosninga. Það ætti því að skapast rétt svo nægur tími fyrir almenning, að venjast nýja gjaldmiðlinum.

Höft eru þá losuð alfarið frá 1. janúar 2016. Þ.e. þá er rétt svo nægur tími til þess, að jafnvægi komist á - fyrir kosningar.

  • Það þarf að vera almenn regla um skipti, sem gildi fyrir allt bundið í krónum jafnt.
  • Ein leið getur verið að fyrstu 10 milljónir króna séu færðar yfir á 1/1 en allt umfram á 1/3. Það getur einnig verið 1/4. Fyrstu 10 millj. gætu einnig farið yfir á 1/2.
  • Einhver snjall þarf að reikna út hvað gengur upp.

Kostur við þetta er - engin verðbólga.

Það gengur ekki á gjaldeyrisvarasjóð, nema að því marki sem kostar að kaupa þjónustu erlends aðila er framleiðir fyrir okkur nýja seðla og mynt. Það liggur allt fyrir með góðum fyrirvara. Erlendir aðilar ættu ekki að verða órólegir.

Engin röskun milli launa og lána.

Unnt er afnema verðtryggingu ef menn vilja, því gömlu lánin falla úr gildi og þarf að búa til nýja pappíra í nýja gjaldmiðlinum. 

 

Niðurstaða

Eins og sést á þessari yfirferð. Er losun hafta líklega ákaflega áhættusöm í báðum tilvikum þ.e. fyrir Ísland og einnig fyrir Kýpur.

Meðan að ekki er veitt "sameiginleg ábyrgð" af hálfu aðildarríkja á skuldum, þá sé áhætta af losun hafta öll á Kýpur. Ekki dreifð yfir aðildarríkin.

Það sé ekki rétt að sameiginlegur gjaldmiðill skapi aukið öryggi. Á hinn bóginn getur sameiginleg ábyrgð sannarlega gert það.

En fátt bendi til þess að slík sameiginleg ábyrgð sé líkleg!

Þannig að áhættan af losun hafta verði áfram öll á Kýpur, og hinn takmarkandi þáttur sé áfram - - lánstraust stjórnvalda Kýpur. Losun hafta á Kýpur sé því líklega ekki minna áhættusöm.

-----------------------------------

Galli við þá aðferð að losa um höft krónu, með því að skuldsetja ísl. ríkið - að þá virðist mér sköpuð að umtalsverðu leiti sambærileg tenging milli losunar hafta og getu ísl. ríkisins til að skuldsetja sig.

Leitast sé við að lágmarka gengisfall við losun hafta, með því að færa sem mest af byrðunum yfir á ríkið, þannig að það þarf þá að skera meir jafnvel mikið meir niður - þjónustu við almenning. 

Og eða, hækka skatta. Getur verið tilraun til að verja hagsmuni þeirra sem eiga fjármagn bundið á Íslandi, hvort sem það eru lífeyrissjóðir eða aðrir eigendur fjármagns.

  • Ef þetta leiðir til umtalsverðs samdráttar í þjónustu ríkisins við almenning, t.d. verulegrar minnkunar millifærsla í formi vaxtabóta - atvinnuleysisbóta og annarra styrkja af slíku tagi.
  • Gæti aukist mjög verulega "fátækt á Íslandi" eins og fátækt hefur aukist verulega í S-Evrópu.

Það gengur líklega ekki upp, að ætla að skuldsetja ríkið en á sama tíma - ekki skera niður almanna þjónustu.

En þá þarf líklega að hækka mjög mikið skatta, sem víst ekki stendur til. Þá eru góð ráð dýr.

-----------------------------------

Ég hallast að gjaldmiðilsskiptaleið eða "sjokk" aðferðinni, að losa höft og frysta vísitölu.

Sjokk aðferðin þarf ekki að taka mjög langan tíma, við getum ákveðið að losa höft þess vegna í janúar 2014. Tja, eins og forseti Kýpur talar um.

Það er líka betra að gera þetta sem fyrst ef sú leið er farin, en jan. 2014 eru enn 2 heil ár eftir af kjörtímabilinu. Nægur tími til þess að vinna verðbólgu niður úr tveggja stafa tölu. 

Til þess að mæta hugsanlegum ótta erlendra eigenda skulda ríkisins, því óhjákvæmilega gengur á gjaldeyrisvarasjóð.

Væri líklega skynsamlegt að ræða við AGS um tímabundna lánalínu. Sem væri til öryggis eingöngu. Mundi gilda í 1 ár frá losun hafta. Til þess að kæla niður hugsanlega óttabylgju.

-----------------------------------

Ég held að í því felist ekki stærri áhætta, en stjórnvöld Kýpur standa frammi fyrir.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hérna er ýmislegt sem þú tekur ekki með í dæmið að ofan.

1. Hvaðan kemur það fé, sem til er í bönkunum.

2. Hver er meginástæða fjárflóttans.

Þegar um er að ræða Möltu og Kýpur, þá er mikið um fjármagn frá Glæpastarfsemi.  Hér er Rússnesk mafía, efst í huga.  En það eru fleiri glæpastarfsemi, sem hefur sett féð sitt þar í. Og þegar um er að ræða ástæða fjármagns flóttans, þá eru þetta spurning um það að Kýpur hefur sett á reglur, sem ekki eru sérstaklega aðlaðandi fyrir þessa glæpastarfsemi.  Þess vegna hefur Kýpur ekki tekist, að halda fénu til staðar eins og ætlast var til.

Þegar um er að ræða Ísland, er þetta fé sem erlendir aðilar hafa fjárfest í landinu.  Ásamt eignum og lausafé Íslendingra sjálfra.  Ástæða flóttans, er annarsvegar að menn óttast fjármagnstöðu Íslands, sem ekki er traust.  Og hins vegar, að mörg lönd Heims, vilja komast að á Íslandi, sem gerir það að verkum að þeir eru til í að setja landið á Hausinn, til að það verði meðgerilegra.

Að Kýpur tapi trausti Rússneskra glæpamanna, og erlends glæpalýðs er tæplega nokkuð sem nokkur saknar.

Slíkt er ekki heldur hægt að kalla tap á "trausti".

Þér finnst kanski allt í lagi, að hafa glæpamenn starfandi á Íslandi, sem selja börnunum þínum eiturlyf?  Akandi um á flottum drossíum, og kalla sig kónga ... og ýta undir ýmiss "glæpaverk" í landinu.

Ég hélt að við hérna í Evrópu ættum nóg af þessum óþvera sjálfir, er ekki óþarfi að flytja þetta inn líka.  Nema menn vilji flytja þetta inn, svo hægt sé að hafa einhverja að skjóta á götunum?

Nei, hér ertu að tala um tvö svo gerólík dæmi ... að þú ert bara villtur í skóginum, að líkja þessu saman.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 23.9.2013 kl. 10:41

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég er ekki viss að það skipti svo miklu máli hvaðan féð kemur, eins og þú bendir á, en jafnvel þó það væri rétt að þetta sé mafíufé. En ég held það sé dálítið ýkt. En segjum að svo sé. Þá er mafían að varðveita féð þarna, vegna þess að þarna voru góð vaxtakjör í boði. Og hún taldi féð öruggt.

Hún er þá að færa það - þaðan. Vegna þess, að nú metur hún ekki féð lengur, öruggt. Það er því tap á trúverðugleika til staðar. Mafían horfi á þetta eins og hverjir aðir í viðskiptum.

Aðrir erlendir aðilar sem kunna að eiga fé þarna, líklega líta málið svipuðum augum. Og eru einnig líklega að leitast við að færa féð á öruggari stað.

Þarna ráði óttinn um það, að stjv. á Kýpur muni ekki ráða við ástandið. Þannig, að peningurinn geti glatast í orðsins fyllstu merkingu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.9.2013 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 846639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband