12.9.2013 | 00:10
Ef á að senda eftirlitsmenn til Sýrlands - þá þurfa þeir öfluga vernd!
Það blasir við, en vitað er að Sýrlandsher staðsetur efnavopn í herstöðvum sýrlenska hersins, á nokkrum stöðum í landinu. Ekki vitað akkúrat hvaða herstöðvum, né hve mörgum þeirra. Þetta flækir töluvert málið - en ljóst er að sérhver eftirlitsmaður þarf þrælvopnaða sveit manna sér til verndar. Og ekki síst, þarf hann ásamt sínum mönnum, að vera búin tækjum með góða brynvörn!
Það vill svo til að Ísraelar eiga líklega öflugasta tæki sinnar tegundar í heimi hér!
Þetta er liðsflutningafarartækið Namer sem byggt er á sama undirvagni, og aðal skriðdreki ísraelska hersins Merkava III.
Að stórum hluta er þetta Merkava án turns, en Namer eru ekki breyttir Merkava drekar, heldur tæki sem eru framleidd ný - sem liðsflutningafarartækið Namer.
Fyrir þá sem hafa gaman af vélum og tækjum, er vélin sem knýr þetta farartæki 1200 hestafla V12 dísil, framleidd af Teledyne-Continental, kölluð AVDS-1790-9AR:
90 degree four-stroke V12 |
5.75 in (146.05 mm) |
5.75 in (146.05 mm) |
1791.7 cu in (29.36 L) |
Enda er farartækið heil 60 tonn, svo veitir ekki af töluverðu afli.
Þetta er þ.s. er merkilegt við Namer, að hann er ca. álíka þungur og Merkava dreki er, þó svo að turninn sem vegur á milli 15-20 tonn, sé ekki lengur fyrir hendi.
Skýring liggur m.a. í mikilli aukningu á undirvagnsbrynvörn.
Sem líklega gerir Namer að öruggasta farartæki í heimi, þegar menn eru að velta fyrir sér því - að ferðast um óróasvæði þ.s. búast má við: Jarðsprengjum, RPG, skothríð með sprengivörpum eða fallbyssum, eða jafnvel beitingu skriðdrekaflauga.
En að öðru leiti er brynvörn Namer hin sama og Merkava skriðdrekinn hefur, þ.e. mjög þykk og öflug framvörn, þynnri til hliða og að aftan eins og venja er. Líklega er þó hliðarvörn Namer einnig aukin, en ég efa að öll 15-20 tonnin hafi farið í aukningu botn brynvarnar eingöngu.
- En ég held að það sé enginn vafi á því, að Namer er öruggasta og best brynvarða liðsflutningafarartæki í heimi.
Eitthvað kosta þessi herlegheit - Ísraelar bjóða þá til sölu, en hingað til hafa kaupendur engir verið utan landamæra Ísraels.
Enda fáir sem áhuga hafa á liðsflutningafarartæki sem kostar ca. álíka mikið og "main battle tank."
En, ef öryggið er fyrir öllu?
Í Namer geta 12 setið, ásamt ökumanni - stjórnanda eða "commander" og "gunner" er það allt 15.
-------------------------------------
Það er auðvitað punkturinn, að nefna það - að eftirlitsmenn þurfa vernd.
Að án verndar sem dugar, geta þeir látið lífið.
En það þarf vart að efa, að einhver hópanna sem eru að berjast innan Sýrlands, getur hugsað sér að drepa einhvern þeirra.
Í erlendum fréttaskýringum, er jafnvel talað um - þörf fyrir nokkuð þúsund manns, í allt. Til að verja eftirlitsmennina.
Því verr sem þeir verða tækjum búnir, því fleiri þeirra verða - vegnir.
- Þá er spurning hvort þ.e. of dýrt, að fjárfesta í því tæki sem Ísraelar hafa þróað, svo þeir geti verið sæmilega öruggir verið með sína hermenn, þegar þeir fara um svæði andstæðinga Ísraels.
- Það má segja, að Namer sé - sérþróað einmitt fyrir Miðausturlönd.
Niðurstaða
Yfirleitt eru liðsflutningatæki mun léttari en þungir skriðdrekar þ.e. á bilinu 10-30 tonn. Tæki á bilinu 20-30 tonn eru yfirleitt á skriðbeltum. Meðan að tæki innan við 20 tonn vanalega eru á hjólum, gjarnan 6 - 8 hjól á 3. til 4. öxlum. Það er einmitt dæmigert að þau hafi sæti fyrir 11. vopnaða hermenn.
Vandi er að þá eru þau mun minna brynvarin en Namer. Á móti miklu ódýrari.
Yfirleitt eiga herir mun fleiri slík tæki en skriðdreka. Oftast nær valið til þess að halda kostnaði í skefjum, að kaupa tæki sem eru mun ódýrari en skriðdrekar - þ.e. smærri og mun léttari.
Ísraelar hafa á hinn bóginn, valið að hafa sína hermenn - jafnvel enn betur varða. En þá sem ferðast um á þeirra skriðdrekum. Þ.s. Namer er mun betur varinn fyrir jarðsprengjum, en Merkava drekinn.
Áhugavert val - en fyrir bragðið er mannfall þeirra yfirleitt ákaflega lítið. En þetta er ekki fyrsta sinn sem þeir búa til liðsflutningatæki á grunni skriðdreka, áður hafa þeir notað sambærilegt tæki á grunni eldri skriðdreka sem þeir áður notuðu. En Namer er mun betur varið en þessi eldri tæki.
- Spurning hvort þ.e. þá ekki þess virði, að fá Ísraela til að selja nokkur stykki af þessu tæki?
---------------------------------------
Hvað segja erlendar fréttir um Sýrlandsmálið? Skv. fréttum kvöldsins, er fyrirhugað tveggja daga samningafundur á milli Rússa og Bandaríkjamanna. Þar á að semja um tilhögun eftirlits með efnavopnum Sýrlands og auðvitað - hvaða skilyrði á akkúrat að setja.
Fyrri dagurinn verður á morgun, sá seinni á nk. föstudag. Það verður forvitnilegt að fylgjast með fréttum á morgun og hinn.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning