9.9.2013 | 16:43
Evrópa valkostanna - Europe ala carte
Það hefur lengi verið í gangi innan Evrópu, innan samstarfs Evrópuþjóða, grunn deila. Hún snýst um það grundvallaratriði hvort samstarf Evrópuþjóða er samstarf þjóðríkja eða hvort það á að stefna í þá átt að "afnema þjóðríkin."
Seinni leiðina mætti kalla "samræmingarstefnu" eða þá "Evrópa eitt sambandsríki hugmyndin".
Megin kenning samræmingarsinna eða stuðningsmanna "eins sameiginlegs ríkis" er það að "þjóðríkið sé úrelt form" og að "eitt samræmt ríki sá framtíðin."
Að auki hefur verið því haldið fram, að "ein Evrópa" sé sterkari Evrópa - þá efnahagslega sbr. að aukin samræming sé góð efnahagslega og ekki síður, að "ein Evrópa" sé eina leiðin til að tryggja sjálfstæð áhrif Evrópu út á við - - að auki blandast inn í þetta gjarnan "andúð á Bandaríkjunum" en einn draumurinn virðist sá að Evrópa geti myndað "mótvægi við Bandaríkin."
Það heyrist gjarnan að auki tal um það, að þjóðræknis-stefna eða þjóðernishyggja sé "vond" og gjarnan vísað í öfgafull form þjóðernishyggju, gjarnan þá íjað að því að hver sá sem aðhyllist þjóðernishyggju sé einhvers konar öfgamaður eða manneskja.
Þetta líkist því með hvaða hætti svokallaðir "athei-istar" fjalla gjarnan um trú.
- En í grunninn er hugmyndin um starfsarf þjóðríkja langt langt í frá því að vera öfgastefna.
- Þvert á móti er hún ákaflega hófsöm í eðli sínu.
- Og að sjálfsögðu felur það ekki í sér, einhverskonar andstöðu við aðrar þjóðir.
- Eftir allt saman er einungis verið að deila um það, hvert á að vera form samstarfs Evrópuþjóða -
- og hins vegar, endanlegt markmið þess.
- Það sé ákaflega "disingenious" ef maður notar enskan frasa, að skilgreina þá sem eru áhugasamir um annars konar form samstarfs Evrópuþjóða, en það sem byggist út frá hugmynd samræmingarsinna, eða þeirra sem hafa áhuga á að Evrópa stefni á sambandsríkishugmyndina.
- "Andstæðinga Evrópu" - einfaldlega vegna þess, hve afskaplega ósanngjarnt það er.
- Eitt áhugavert atriði er í þessu, að þeir sem vilja sveigjanleika og frelsi valkosta fyrir þjóðir, eru gjarnan ekki "and Ameríkusinnaðir" þó það séu undantekningar á því og því ekkert sérstaklega að sækjast eftir því að "Evrópa verði mótvægi við Bandaríkin" og að auki virðist mér að "áhugasamir um viðhald þjóðríkismódelsins í Evrópu" séu minna stressaðir yfir því - að Evrópa sé smám saman að verða áhrifaminni í heiminum.
Hérna er áhugaverð Wiki-síða: Multi-speed Europe
- Það er reyndar áhugavert, hvernig andúð á Bandaríkjunum hefur fléttast inn í hugmyndir fjölda þeirra, sem vilja þróa Evrópu - sem eina heild.
- Það er samt alls ekki svo, að allir þeir sem eru áhugasamir um "eina samræmda Evrópu" séu andstæðingar Bandaríkjanna. Þeir eru samt merkilega margir.
Það hefur því skapast það ástand, að töluverður hópur á vinstri væng stjórnmála innan Evrópu, hafa gerst áhangendur "eins ríkis hugmyndarinnar" um Evrópu.
En það er einnig töluverður hópur á mið-hægri væng stjórnmála í Evrópu, sem einnig eru stuðningsmenn þeirrar hugmyndar, en þá er afstaða þeirra ekki "and amerísk" - frekar að menn samþykki þá afstöðu, að "ein samræmd Evrópa" sé efnahagslega sterkari Evrópa.
- Vandamálið með seinni þáttinn, er sá að það er í reynd ekki stutt af reynslunni, sú grunn hugmynd - - að það sé efnahagslegur styrkleiki, af frekari samræmingu.
- En mótbára þeirra sem telja að aukinn efnahagslegur styrkleiki felist í aukinni samræmingu, er m.a. sú að útskýra lélegan efnahagslegan árangur ESB tja - sl. 30 ár eða svo. Á því, að samræming hafi ekki enn skilað sér, því hún hafi ekki enn - gengið nægilega langt til að skila sér að fullu.
- Þannig að þó svo að "innri markaðurinn" hafi ekki skilað auknum hagvexti - en ef maður ber saman aðildarríki ESB sleppir út þeim ríkjum sem gengu inn á 10. áratugnum þá virðist ekki að hagvöxtur sé mælanlega meiri.
- Sama um áratuginn eftir þann 10, þ.e. '00-'10, að þvert á móti er efnahaglegur árangur sömu landa að meðaltali lakari áratuginn eftir upptöku evru, en áratuginn á undan, var þó árangur áratugarins á undan talinn slakur.
Þetta stöðvar samt ekki þá sem trúa því að "aukin samræming" feli í sér "framtíðar efnahagslegan styrkleika."
En það einkennir þeirra hugmyndir, að þ.e. alltaf betra í framtíðinni - svo fremi að hugmyndir þeirra eru samþykktar, og prógrammið heldur áfram. Til aukinnar samræmingar.
Og ef það gengur ekki, er það alltaf útskýrt með því, að enn séu útistandandi atriði sem ekki hafa verið samræmd, yfirleitt unnt að benda á fjölda þeirra. Eða, einhverjum utanaðkomandi þáttum kennt um.
Spurning hvað framtíðin ber í skauti sér!
Ég ber töluverðar vonir við viðræður Bandaríkjanna og ESB um fríverslun. En draumur þeirra sem vilja að samstarf þjóða sé á grunni þjóðríkis, er m.a. sá að fríverslun milli ríkja feli í sér sífellt flr. ríki.
"Ala carte" hugmyndin felur í sér þá grunn hugmynd, að þjóðir eigi að geta valið úr.
Ekki skuli steypa í eitt mót.
- Þannig séð er hugmyndin um evru, ekki andstæð þeirri leið, en þ.e. andstætt gunnhugmyndinni um valkosti, að það sé "nauðung" eða skilda að taka upp evru.
- Það væri einnig algerlega í samræmi við það að halda öllu opnu, að það væru fleiri en einn stór gjaldmiðill, t.d. að það væri suður gjaldmiðill og norður gjaldmiðill.
- Það mætti einnig hugsa sér, 2-ríki þ.e. að til væri S-ríkið og N-ríkið.
- Eða að sumar þjóðir séu í sameiginlegri landbúnaðarstefnu, og sumar ekki.
- Sumar í sameiginlegri fiskveiðistefnu og sumar ekki.
- Sumar taki þátt í varnarsamstarfi vestrænna þjóða - sumar ekki.
- En ekki síst, unnt væri að hætta í einhverjum þætti samstarfs t.d. sameiginlegu landbúnaðarstefnunni, án þess að það mundi fela í sér uppsögn, annarra samstarfsþátta eða einhvers annars samstarfsþátt.
Það þarf samt einhverjar samræmdar reglur!
Þar beinast vonir mínar að fríverslunarviðræðum ESB og Bandaríkjanna.
- En draumurinn í dós væri sá, að upp úr því komi samræmdar reglur sem væru millilending milli regluverks ESB og hugmynda Bandaríkjanna, sem m.a. NAFTA samstarfið einkennist af.
- Ég bendi á að Obama tók vel í þá hugmynd, kom fram í fréttum um daginn, að þjóðir sem standa utan ESB, en tilheyri Evrópu - fái einhvers konar aðgang að viðræðuferli ESB og Bandaríkjanna.
- Þó það geti verið að andstaða ESB komi til, þá sé ég a.m.k. það að velvilji Bandaríkjanna gagnvart fríverslun, sbr. þá staðreynd að þeir hafa staðið þétt að baki alþjóða fríverslun fram að þessu, og það væri augljóslega hagkvæmt að allar þjóðir v. N-Atlantshaf gerist hluti af slíku fríverslunarsvæði; geti leitt til þess að 3-þjóðir fái að vera með.
Kannski ekki strax.
En kannski aðild að svæðinu eftir að það hefur verið myndað.
Og ESB og Bandaríkin hafa komið sér saman um samræmdar reglur.
Þannig að í staðinn fyrir EES og NAFTA komi nýtt fríverslunarsvæði sem mætti kalla "Trans Atlantic Free Trade Are" eða TAFTA.
------------------------------------
Innan þessa heildarsvæðis, geta síðan verið aðrir klúbbar.
Ef fylgt er "ala carte" módelinu, gæti það verið um einstaka þætti - einn eða tveir samræmdir gjaldmiðlar, samræmd landbúnaðarstefna einar eða tvær slíkar, sameiginleg sjávarútvegsstefna einar eða tvær.
Það væri þannig séð ekkert endilega andstætt því módeli, að sum lönd ákveði að mynda sameiginlegt Evrópuríki, eða eins og ég sagði, þau væru 2. Suður vs. Norður.
Niðurstaða
Það sem ég vil er "sveigjanleika." Þjóðir hafi valkosti. Sú besta framtíð sem ég sé fyrir mér. Væri að til staðar sé "grunn fríverslunarsvæði." Í því væru allar þjóðir v. N-Atlantshaf. Það væri tiltekinn regluverks grunnur.
Síðan ef einhverjar þjóðir vilja annað, hafa dýpra samstarf um vissa þætt, eða mynda sambandsríki. Væri það þeirra mál. Og ekkert að því, ef þær þjóðir kjósa svo.
Ég bendi að auki á það, að þjóðirnar í N-Ameríku eru eins og á við um Ísland og Íslendinga, upprunnar frá Evrópu.
Ísland er þannig séð, fyrsta afkvæmi Evrópu. Fyrsta landið sem byggðist Evrópumönnum, er leituðu nýrra landa í Vestur-átt. Með því að sigla yfir hafið.
Rökin um evrópskan uppruna Íslendinga eiga allt eins við íbúa N-Ameríku. Þannig séð, er það því ákaflega eðlilegt - að líta á þjóðirnar við N-Atlantshaf. Sem eina menningarlega heild.
Samstarf þessara þjóða hefur nú staðið yfir í 70 ár, þ.e. samstarf um varnir og margíslegt samstarf á sviði menningar. Það væri ágætt, að víkka þetta yfir í samstarf á sviði efnahagsmála.
Ég er eiginlega á móti því að skilgreina Evrópu í einhvers konar andstöðu við Bandaríkin.
Það sem sameini okkur íbúa N-Atlantshafs sé meira, stærra, mikilvægara - en þ.s. sundri okkur.
Þeir þættir sem séu sameiginlegir séu mikilvægari.
Í reynd sé full ástæða að líta svo á, að Vesturlönd sem heild. Þurfi að vinna saman. Til að tryggja áhrif sín. Hnattrænt.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.9.2013 kl. 01:50 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Erna Sólberg er uppáhalds blái litur ungra jafnaðarmanna rauðra intrenationala Íslands.
Litblinda og siðblinda í sömu súpuskálinni alþjóðlegu?
Á að halda uppá þessar "óvæntu" niðurstöður Gallup-framleiddu kosninganna í Noregi?
Sigrún Skaftadóttir alþjóðaritari og ungur íslenskur jafnaðarmaður mun örugglega fagna þessari "óvæntu" kosninga-niðurstöðu bláu Ernu.
Það er ekki öll vitleysan eins í spillingarheimum, en það veit nú kannski síðuhöfundur eitthvað um. Annað er ósennilegt.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.9.2013 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning