8.9.2013 | 14:16
Hefði Ísland sloppið við innflutningshöft - innan evru?
Sjálfsagt hljómar þessi spurning eins og eitthvert helvítis kjaftæði í augum áhugamanna um upptöku evru. En þetta er ekki kjaftæði. Einn óvefengjanlegur árangur sem hefur náðst síðan 1959 er innflutningshöft voru afnumin, eftir að þau höfðu staðið yfir síðan 1946, og gengið fellt 30%.
Er að það hefur tekist með "gengisfallandi" krónu að viðhalda frelsi í innflutningi á Íslandi.
Þetta er í reynd ekki - lítill árangur.
En Ísland flytur meira en 90% af neysluvarningi inn, fyrir utan matvæli.
Ég hvet fólk til að líta í kringum sig innan íbúða sinna, sér það eitthvað sem er framleitt á Íslandi "made in Iceland" - er ekki allt innflutt þ.e.: húsgögn, teppi, ljós, innréttingar, heimilistæki, lagnir í veggjum, fötin sem þið gangið í og eigið, leikföng barnanna - svona má lengi telja.
Ég get einnig nefnt lyf, já þ.e. lyfjaframleiðsla á Íslandi, en í flestum tilvikum eru nær öll efnin sem þarf í lyfin, innflutt - má líkja þessu því við "samsetningarverksmiðjur."
- Þetta þíðir að Ísland þarf alltaf að eiga nægt fjármagn - til að tryggja öryggi fyrir innflutning.
- Eða til vara, nægt lánstraust - en málið snýst um traust.
- Að erlendir birgjar, þeir sem selja verslunum og fyrirtækjum það sem þær þurfa, treysti íslenskum aðilum fyrir reikningsviðskiptum.
Til þess að það geti gengið - - þarf annað af tvennu, næga gjaldeyriseign.
Eða að landið hafi nægilegt lánstraust.
- Innan annars gjaldmiðils er það "lánstraustið" sem er lykilatriðið.
- En annan gjaldmiðil þarf alltaf að kaupa, einhver þarf að sjá um það - - svo þ.e. lánstraust ríkisins, sem er þá ákaflega mikilvægt atriði.
- Nema auðvitað að við viðhöfum áfram "gjaldeyrissjóðs fyrirkomulag" - - þ.e. vel mögulegt.
Ég sé enga ástæðu af hverju bankarnir hefðu ekki risið og síðan hrunið með mjög svipuðum hætti innan evru!
En hröð stækkun þeirra var stórum hluta fjármögnuð með lánsfé í evrum - ég bendi fólki á það að þeir aðilar sem mestu fé töpuðu á ísl. bönkunum voru þýskir bankar, sem lána í evrum.
En stækkun ísl. bankanna, fór fram með ofurskuldsettum yfirtökum þ.e. fjármagnað með lánsfé. Þetta var lánsfé í evrum, dollurum, pundum, jenum gjarnan í bland. Með evrur þó frekar ríkjandi.
Og ég sé síðan enga ástæðu þess, af hverju þeir ættu ekki hafa hrunið á svipuðum tíma.
- Ég ætla að nota evru sem viðmið - fyrst að svo margir eru áhugasamir um hana.
Hugmynd flestra virðist vera sú að í evru þurfum við ekki gjaldeyrisvarasjóð - margir vilja meina að það sé sparnaður, en um það má reyndar rífast en Olíusjóður Norðmanna er gjaldeyrissjóður hann er einfaldlega nægilega stór til þess að rentur af því fé duga fyrir kostnaði af því að eiga og reka hann og gott betur.
Það er því vel mögulegt að reka gjaldeyrissvarasjóð sem stendur undir sér!
Hann þarf að vera nægilega stór! Snillingar geta reiknað út þá lágmarksstærð.
- En málið er, að í reynd þá í staðinn - - verður fjármagn í umferð, að gjaldeyrisvarasjóði.
Í staðinn fyrir að liggja í sjóði, er þá gjaldeyririnn í umferð. Og notaður í daglegum viðskiptum, laun eru þá greidd í gjaldeyri o.s.frv.
-------------------------------------------
En málið er að sama regla gildir áfram - - að nægur gjaldeyrir þarf að vera til staðar svo að útlendingar treysti innlendum aðilum fyrir reikningsviðskiptum.
Viðskiptahalli hefur því sömu afleiðingar og áður, að þegar það er halli þ.e. Ísland flytur meir inn af verðmætum en nemur gróða Íslands af utanríkisviðskiptum.
Þá minnkar gjaldeyrir - - í þessu tilviki, í stað þess að gjaldeyrissjóður minnkar eins og þegar við erum með sjóð og krónu, þá minnkar gjaldeyrir í umferð.
- En munið að evrur þarf að kaupa - sannarlega er krónum og skipt út, og Seðlabankinn gerir það frítt, en þ.e. bara í eitt skipti.
- Ef eftir þann dag, skapast nettó fjármagnsútstreymi frá Íslandi.
- Þarf Ísland að kaupa evrur til að viðhalda peningamagni í umferð.
Þessi einhver er ríkið - - svo innan evru "ef á að viðhalda viðskiptafrelsi gagnvart útlöndum" er lánstraust ríkisins hið krítíska atriði.
Það þíðir að ef lánstraust ríkisins hrynur einhverra hluta vegna, og á sama tíma er viðskiptahalli sem illa gengur að vinna á, getur það vel mögulega gerst - - að Ísland neyðist til að taka upp innflutningshöft, innan evru.
- Það er einmitt málið, að við bankahrunið - hrundi einnig lánstraust ísl. ríkisins, og sem þíðir að það hefði ekki getað keypt sér evrur til vara á mörkuðum, verið því algerlega háð vilja "Seðlabanka Evrópu" til að heimila ísl. ríkinu að skuldsetja sig upp fyrir rjáfur - - sem sbr. Írland hann hefði að sjálfsögðu ekki heimilað. En Írlandi var þrýst inn í "björgunarprógramm" sennilega ekki síst, vegna þess að Seðlabanki Evrópu vildi ekki taka áhættuna á sig af rekstrarvanda Írlands sem skapaðist eftir að fjármálakreppan þar hófst. En greiðsluþrot Írlands hefði þá þítt stórfellt fjárhagslegt tap fyrir Seðlabankakerfi Evrópu, ef Írland hefði fengið áfram að skuldsetja sig í gegnum Seðlabankakerfið án takmarkana. Í stað þess að það var sett á neyðarlán, og svokallað "björgunarprógramm."
- En málið er einnig að aðildarríkin eru eigendur Seðlabankans/seðlabankanna, tap sem skellur á seðlabankakerfinu, líklega lendir á þeim fyrir rest. Mun heppilegra fyrir aðildarríkin, að það land í vanda - - færi sig yfir í "björgunarprógramm" þ.s. tryggt er að öll áhættan tengd skuldsetningu er á því aðildarlandi sem er í efnahagsvanda.
Aðferðin er sú sem sagt innan evru, að ríkið kaupir evrur í gegnum Seðlabankann sem eftir upptöku evru, starfar sem útibú Seðlabanka Evrópu á Íslandi.
Þá lætur ríkið Seðlabankanum í té skuldabréf á ríkið, og Seðlabankinn selur það skuldabréf til seðlabanka í öðru aðildarlandi evru sem einnig er starfseining innan Seðlabanka Evrópu, og fær þá evrur í staðinn - - á móti á sá Seðlabanki, starfseining innan Seðlabanka Evrópu, skuld á ríkissjóð Ísl.
Þetta getur virkað í dálítinn tíma - - að ríkið fjármagnar viðskiptahalla með eigin skuldsetningu, en augljóslega einungis um tíma.
Á einhverjum enda, ókyrrast aðilar, hætta að treysta ríkinu fyrir lánsfé!
Og ríkið hættir að geta keypt evrur, og ef þá enn er viðskiptahalli - - þá tekst ríkinu ekki að hindra minnkun peningamagns í umferð.
Fræðilega er í þessu engin stopp atburður - - annar en ástand peningaþurrðar!
Þá hætta erlendir birgjar að selja landinu þ.e. innlendum aðilum, nema út á "staðgreiðslu."
Það sem þá gerist er að, það mun þurfa að taka upp stýringu á innflutningi til að tryggja a.m.k. að brýnar nauðsynjar séu til - - verslanir með neysluvörur myndu mæta afgangi, og gætu orðið frekar tómlegar.
- Nema að ríkið óski aðstoðar til björgunarsjóðs evrusvæðis - - og samþykki "austerity program" sambærilegt því sem aðildarríki evru í vandræðum eru stödd í.
- En þá mun sjóðurinn eða nánar tiltekið setja Íslandi mjög ströng skilyrði, líklega um beinar launalækkanir og niðurskurð - - en innan evru væru beinar launalækkanir eina leiðin, til að afnema viðskiptahalla. Slíkt "austerity program" gæti tekið nokkur ár sbr. "program" Írland og Grikklands.
Atburðarásin væri þá eftirfarandi:
- Bankarnir hrynja eins og þeir gerðu, við það glatar ísl. ríkið lánstrausti - munið að það var viðskiptahalli fyrir hrun.
- Ca. við upphaf árs 2008 var landsframleiðsla á Íslandi per haus um 58þ.$. Vorið 2009 var hún sögð 37þ.$ per haus. Þarna á milli munar 40%. Mig rámar í frétt ca. í febrúar 2008 þ.s. spáð var að þjóðarframleiðsla per haus næði 60þ.$ fyrir lok 2008. Nefni þetta til gamans.
- Augljóst við svo svakalega minnkun þjóðartekna en, hlutfallið væri ekki minna mælt í evrum, þá hefði skapast ójafnvægi í utanríkisviðskiptum landsins, sem líklega hefði verið "heimsmet."
- Ég sé ekki að mögulega hefði ísl. ríkið getað fjármagnað slíkan halla, ekki af þessari stærðargráðu - - það sé ekki hinn minnsti möguleiki að Seðlabankakerfið Evrópu hefði verið til í að heimila skuldsetningu ísl. ríkisins á slíkri stærðargráðu og auk þessa, vaxandi á ógnarhraða.
- Ef við ímyndum okkur að Ísland hefði hafnað neyðarláni - - tja, þá hefði fjármagn í umferð minnkað, þangað til að of lítið hefði verið til staðar.
- Og erlendir birgjar hefðu ókyrrst. Krafist staðgreiðslu.
- Innflutningshöft hefðu þá verið óhjákvæmileg.
Hin leiðin væri "björgunarprógramm! - - en þá er spurningin hvort ísl. ríkið hefði með nægum hraða getað pínt niður laun á Íslandi?
En hafið í huga 40% minnkun þjóðartekna, þegar mælt er við gjaldmiðil - - sem virðislækkaði ekki stórt.
Að auki, munið að landið fékk á sig verulega auknar skuldir.
Við erum því að tala um a.m.k. ekki smærri lífskjaraskerðingu en þá er varð við hrunið er gengið féll 50%.
Reynd virðist mér 50% gengisfelling alveg passa við það áfall, þ.e. 40% minnkun þjóðartekna miðað við dollar, og aukna skuldsetningu þjóðarbúsins. En hún kallar á viðbótar lækkun lífskjara.
- Það er möguleiki að "austerity program" fyrir Ísland, hefði falið í sér "innflutningshöft."
- En aðildarríkin hefðu líklega leitast við að áætla hve mikla skuldsetningu ríkið hefði mögulega getað borið, miðað út frá líkum þess að það geti greitt til baka.
- Ef þau hefðu litið svo á að 50% launalækkun væri ekki möguleg segjum innan 2-ára, hún mundi taka t.d. 4 ár eða 6 jafnvel, þá væri um það að ræða - - að lána ísl. ríkinu fyrir stórfelldum viðskiptahalla, minnkandi þó - og því augljóst upphæðir sem aldrei væri unnt að endurgreiða.
- Þau gætu hafa komist að þeirri niðurstöðu - - að slík skuldsetning væri ófær, þ.e. þau myndu tapa fé á slíku prógrammi - og neitað að sætta sig við það fyrirfram augljósa tap.
- Og neitað að fjármagna þann viðskiptahalla - -þannig að landið endaði þá í "austerity program" eins og Kýpur + höft á fjármagn + höft á innflutning.
Niðurstaða
Vandi Íslands er alltaf hinn sami - í reynd er hann það áfram, ef við tökum upp annan gjaldmiðil.
Getum kallað þetta "debit" vs. "kredit" en allt innflutt er "debit" megin og það eru laun einnig, ásamt rekstri ríkis og stofnana - - þ.s. er "kredit" megin er síðan allur ágóði af utanríkisviðskiptum.
"Kredit" þarf að standa undir öllu "debit."
Getum hugsað þetta sem Ísland.hf.
Auk þess er mjög fátt sem er "debit" megin - en við erum að tala um 3 megingreinar sem halda okkur uppi, ferðamennska - sjávarútvegir og orkufrek stóryðja.
Þetta leiðir til þess að það er í reynd töluvert stórt trix að viðhalda fullu frelsi á utanríkisviðskipti, eða með öðrum orðum - frjálsan innflutning, á Íslandi.
Til að gera vandann - áhugaverðan. Bætist við að megingreinarnar 3 eru allar ákaflega sveiflukenndar.
------------------------------------
Það leiðir til þess, að Ísland þannig séð er eins og maður sem gengur eftir reipi.
Jafnvægið þarf að vera alveg "hárfínt."
Ísland hefur ákaflega takmarkaða getu til að fjármagna viðskiptahalla.
- En það að taka upp annan gjaldmiðil, er ekki sama ástand og t.d. fylki í Bandaríkjunum býr við, sem tilheyrir þjóðríkinu Bandaríkin.
- Innan kerfisins í Bandar. er töluvert af millifærslum t.d. "federal" atvinnuleysisbætur, "federal" kerfi sem aldraðir hafa rétt á þ.e. "MedicAid" og "MedicCare."
- Fátæk svæði þau sem hafa mikið atvinnuleysi eða hátt hlutfall af öldruðum, njóta því verulegra millifærsla í gegnum sameiginlega skatta allra Bandar.
Ísland innan evru þarf algerlega sjálft að standa undir sér - - þ.e. Danmörk borgar ekki fyrir uppihald atvinnulausra eða löndin sameiginlega, þau borga ekki heldur fyrir innflutning okkar þ.e. okkar neyslu, þar af síður borga þær okkar skuldir.
- Þess vegna er grunnvandi Íslands sem ég kalla "debit" vs. "kredit" í reynd sá hinn sami, og þegar við erum með krónu.
Sú aðferð að hafa gjaldeyrisvarasjóð og gengisfallandi krónu, hefur a.m.k. síðan 1959 skilað nær algerlega hindranalausum innflutningi - - einungis skamman tíma eftir bankahrunið sem erlendir birgjar heimtuðu staðgreiðsluviðskipti.
En þeir róuðust - - mér finnst líklegt að gengisfallið um 50% sem leiddi það fram að viðskiptahalli sá sem var fyrir hrun, var leiðréttur yfir í afgang -> hafi haft e-h með það að gera.
En gengislækkunin sá um að minnka innflutning um það sem þurfti, einnig með teknu tilliti til falls þjóðartekna - þ.s. falls þeirra mælt við dollar upp á ca. 40% þegar 93% af fjármálakerfinu hrundi á einni viku.
- En innflutningar og þar með lífskjör, hefðu þurft að minnka jafn mikið.
--------------------------------------
Þeir sem halda að evran hefði varið lífskjör, virðast haldnir þeim misskilningi - að það hafi verið krónan sem tók þau. En þ.s. virðist lítt kynnt er að þjóðarframleiðsla landsins minnkaði mjög mikið við bankahrunið. En þetta sést þegar maður skoðar andvirði hennar miðað við t.d. dollar. En minnkunin virðist mun minni, þegar þetta er skoðað miðað við krónur - en þær minnkuðu sjálfar.
Bankahrunið leiddi fram það ástand. Að það var ekki lengur til tekjur í þjóðarbúinu fyrir þeim lífskjörum sem voru fyrir hrun, þau urðu a.m.k. að lækka um 40% miðað við dollar v. minnkunar þjóðartekna á mann um ca. þá prósentu.
En auk þess bættust á þjóðarbúið skuldir - erlendar skuldir.
Þær er ekki unnt að greiða nema að lækka lífskjör um það fé sem þarf, til að greiða vaxtagjöld og afborganir.
Gengisfallið var alveg áreiðanlega um þá stærð - sem til þurfti. Svo hagkerfið gæti staðið undir erlendum skuldum, ekki orðið greiðsluþrota. Og tryggt áfram, frjálsan innflutning.
- Ég er alls ekki að halda því fram - - að ekki sé mögulegt fyrir Ísland að taka upp annan gjaldmiðil
- En það gerir ekki Ísland stöðugt.
- Það tekur ekki af okkur þennan "debit" vs. "kredit" vanda.
- Það þarf þá að glíma við hann, með öðrum hætti en "gengisfallandi" krónu.
Það þarf þá virka handstýringu á viðskiptajöfnuðinum - - þá meina ég, að fyrirfram þarf að vera frágengið, með samkomulagi sem t.d. gæti farið í þjóðaratkvæðagreiðslu, að stýra í staðinn með "launalækkunum."
Þær þurfa þá alveg örugglega að vera eins tíðar, og tja gengisfellingar hafa verið í gegnum árin.
En Ísland er jafn óstöðugt eftir sem áður.
En hugsanlega getum við haft í staðinn, stöðugan gjaldmiðil. Ef við látum laun í staðinn, taka óstöðugleikann. Kannski yrðu þá vextir lægri á lánum, a.m.k. að einhverju leiti.
Ég er samt ekki viss að þeir lækki mjög mikið, þ.s. áframhaldandi óstöðugleiki framtíðartekna Íslendinga, myndi líklega leiða fram - áfram háa vexti.
Háir vextir á lánsfé, geta einfaldlega verið kostnaðurinn við það að búa hér, tja eins og t.d. kostar meir að búa á afskekktum svæðum úti á landi en t.d. í Reykjavík, kosti meir að búa á Íslandi en t.d. í mun stöðugra hagkerfi eins og Danmörku.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það besta við evruna er að íbúar á Kýpur geta í dag ekki notað t.d. kreditkortin sín á erlendu grunni aðrar bankastofnanir innan Evrópu sem hafa evru taka þau ekki gild, þótt að þetta land sé sem sama mynt og þau. Rugluð mynt
Ómar Gíslason, 8.9.2013 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning