Grænorkubylting Angelu Merkelar orðin að skaðræðisskrímsli

Það er mjög áhugaverð gagnrýni í Der Spiegel, og ég fæ ekki betur séð en að stjórn Angelu Merkel sé að nálgast málið með eins heimskulegum hætti og hugsast getur.

Vandinn sem birtist almenningi er hæsta orkuverð í Evrópu, en þ.s. verra er - síhækkandi.

Það er farið að valda verulegum vandamálum!

Þetta kemur verst við fátæka - sem eiga í vaxandi vanda við það að kynda eigin hús eða íbúðir.

Og þ.s. verðin munu hækka frekar í framtíðinni - stefni í alvarlegan vanda, líklega.

 

Germany's Energy Poverty: How Electricity Became a Luxury Good

"Consumer advocates and aid organizations say the breaking point has already been reached. Today, more than 300,000 households a year are seeing their power shut off because of unpaid bills. Caritas and other charity groups call it "energy poverty.""

"When Stefan Becker of the Berlin office of the Catholic charity Caritas makes a house call, he likes to bring along a few energy-saving bulbs. Many residents still use old light bulbs, which consume a lot of electricity but are cheaper than newer bulbs. "People here have to decide between spending money on an expensive energy-saving bulb or a hot meal," says Becker. In other words, saving energy is well and good -- but only if people can afford it."

  • "In the near future, an average three-person household will spend about €90 a month for electricity. That's about twice as much as in 2000.
  • Miðað við gengi dagsins, 14.350kr.
  • Eða 172.292 á ári.
  • "According to a current study for the federal government, electricity will cost up to 40 cents a kilowatt-hour by 2020, a 40-percent increase over today's prices."

Vandinn er ekki síst hvernig styrktarkerfið er byggt upp, en þ.e. sett gjald á raforku sem er framleitt með hefðbundnum aðferðum, síðan er það notað til að tryggja tiltekið fast verð til framleiðenda.

Það virkar þá þannig, að hver sá sem setur upp vindmyllu hvort sem hún er stór eða lítil, eða sólarhlöður.

Er tryggt fast verð fyrir rafmagnið - og orkuveiturnar í Þýskalandi verða að kaupa það, burtséð frá því hvort þ.e. þörf fyrir það tiltekna rafmagn akkúrat þá stundina á þeim stað eða ekki.

Þetta tryggða verð, þarf síðan að endurskoða reglulega af embættismönnum, vegna stöðugra kostnaðarhækkana innan kerfisins - - en til að viðhalda hraðanum á uppbyggingunni, er verðið sett upp þannig að alltaf sé gróði af því að setja upp vindmyllu eða sólarhlöðu.

Þetta auðvitað skapar þessa stöðugu kostnaðarhækkanir:

  1. Hvatningin er ekki til skilvirkni, þ.s. þú færð meir eftir því sem þú framleiðir meir, þá viltu framleiða sem mest og byggja upp sem hraðast flr. myllur eða sólarhlöður.
  2. Og þ.s. veiturnar verða að kaupa rafmagnið, þá er verið að setja upp stöðvar og sólarhlöður algerlega burtséð frá því, hvort þ.e. hagkvæmt fyrir kerfið í heild eða ekki.
  3. Síðan má ekki gleyma kostnaðinum af öllum rafstrengjunum sem þá þarf, til að tengja við orkukerfið fjölda framleiðenda sem eru fjarri þeim svæðum, þ.s. orkuþörfin er mest.
  4. Ekki síst, stórfellt hefur dregið úr áreiðanleika orkukerfisins - þ.e. stöðugt verður erfiðara að fást við orkutoppana sem koma þegar t.d. er sólríkt eða þegar nóg er af vindi víða, og orkulægðirnar t.d. þegar fer saman að þ.e. skýjað og lygnt. Þá þarf að keyra dísilrafstöðvar og jafnvel kolaver.

Það framkallar áhugaverðan vanda - þann að losun CO2 frá orkukerfinu hefur aukist!

  1. "While the amount of electricity from renewable energy rose by 10.2 percent in 2012, the first year of the new energy policy,..."
  2. "...the amount of electricity generated in hard coal and brown coal plants also increased by 5 percent each. "
  3. "As a result, German CO2 emissions actually increased by 2 percent in 2012."

Svo á brjálæðið eftir að versna um helming - vegna þess að ríkisstjórn Þýskalands, ætlar sér með óskaplegum kostnaði - að láta reisa mikinn fjölda risavindmylla úti á hafi.

Ásamt gríðarlegum rafstrengjum hundruð km. löngum.

Og þá stendur til að tryggja fjárfestum - - enga áhættu!

" By 2020, offshore wind turbines are expected to generate up to 10 gigawatts of electricity, theoretically as much as eight nuclear power plants. To attract investors, the government has created the best possible subsidy conditions, so that operators will be paid 19 cents per kilowatt-hour of offshore electricity, or about 50 percent more than from land-based wind farms. The government has also assumed the liability risk for the wind farm operators. If anything goes wrong, taxpayers will bear the cost. "

En þegar hvatningunni - - engin kostnaðaráhætta.

Er bætt ofan á hvatninguna - - tryggður gróði.

Þá er ljóst að hreint byggingarbrjálæði hefst!

Kostnaðurinn við rafmagnið frá veitunum úti á hafi, er áætlaður töluvert hærri - en þó frá dýru vindmyllunum uppi á landi.

"Experts believe that because of the more challenging conditions, the power offshore wind turbines generate will be consistently two to three times as expensive as on land. Although the wind blows more consistently at sea, this comes far from offsetting the higher costs."

Ég held að það hljóti að vera hafin stórfelld uppreisn gegn hratt hækkandi orkuverði, löngu fyrir 2020. 

 

Niðurstaða

Það er ekki furða að gagnrýnin verði sífellt háværari. Þ.e. þó komin upp hugmynd að hugsanlegri lausn. Sem er að taka upp sænska kerfið. Sem er miklu mun einfaldara í rekstri. Og inniheldur ekki slíka áhættusama hvata, sem styrkjakerfi Angelu Merkelar gerir.

Skv. Spiegel gengur rekstur sænsku veitanna miklu betur og orkuverð til notenda er ekki að hækka með nærri því sambærilegum hætti.

Það er spurning hvað gerist - - en þeir stóru aðilar sem reisa vindmyllur, líklega hafa hag af því að viðhalda núverandi "sukk" kerfi.

Þ.s. það tryggir þeim - - öruggan gróða. Og þ.s. betra er frá þeirra sjónarhóli, vaxandi.

Þegar óeðlilegt ástand er búið til - - er alltaf hætta á pólitískri spillingu. 

Og þá ekki síst þegar stjarnfræðilega upphæðir eru í spilum.

En svona getur þetta ekki gengið - ég held að það sé algerlega ljóst.

Að auki grunar mig, að óskynsamlegt sé að ætla að loka kjarnorkuverunum þetta hratt, þ.e. einungis á einum áratug að ætla að láta svo stórt hagkerfið sem það þýska, skipta út 1/3 af sinni raforkuframleiðslu á það stuttum tíma.

Bæta a.m.k. 10 árum við, jafnvel 20. En á 20 árum ættu nýrri kjarnaofnarnir ná því að klára nokkurn veginn endingartíma sinn.

  • Og ég hef ekki enn nefnt, að þ.e. ekki einungis hætta á vaxandi "orkufátækt" eins og Spiegel kallar þetta - - heldur er það góð spurning.
  • Hvaða áhrif hratt hækkandi orkuverð hefur á samkeppnishæfni þýsks iðnaðar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Einar og takk fyrir góða færslu!

Það er alveg ljóst að því meira sem notað er af vind- og sólarorku, því meiri þörf er á að hafa geymslurými í kerfinu. Þar sem rafhlöður eru mjög óhagkvæmur kostur hlýtur geymslurýmið að verða kol og gas - slíka ofna er hægt að keyra niður og upp aftur mjög hratt. Þegar framleiðslutoppar verða vegna vinds eða sólar er hægt að keyra þá niður, þegar eftirspurnartoppar verða þá er hægt að keyra þá upp.

Það eru víst til einhverjar þumalputtareglur um hversu mikið þarf að vera af hvorri tegund, mig minnir að það sé 1/3 vind- og sólarorka á móti 2/3 sveigjanlegri rafmagnsframleiðslu, þar sem tiltölulega stór hluti er kol/gas, vegna viðbragðsflýtis, mér skilst að kjarnorkuver séu mun svifaseinni þegar kemur að því að mæta toppum.

Svo er alveg ljóst að græna stefnan hjá Þjóðverjum hefur verið alvarlega misreiknuð!

En varðandi orkuvinnslu almennt, þú hefur áður nefnt áhugavert tilraunaverkefni Japana að sækja metan á hafsbotn. Ég sá nýlega að miklar rannsóknir eigi sér stað í Síberíu (Baikal vatn að mig minnir), þar er svipað tilraunaverkefni að fara af stað. Hefurðu heyrt eitthvað nánar af því hvernig þessi verkefni ganga?

Brynjólfur Þorvarðsson, 5.9.2013 kl. 07:31

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rámar að hafa hreyrt e-h frétt snemma á árinu um slíkar tilraunir. Þ.e. sjálfsagt nokkuð kostnaðarsamt þó olía sé numin úr brunnum undir botninum er kostur að yfirleitt er mikið magn í hverjum slíkum, spurning hve mikið metan er á hverjum stað hvernig þeim gengur að þróa búnað sem getur náð því þarna niðri í miklu magni. Mig grunar reyndar að þeir þurfi að íhuga kjarnorku - en þá ver sem ekki eru vatnskæld. T.d. ofna sem eru kældir með fljótandi salt-bráð. Slíkir hafa einungis fram að þessu verið smíðaðir í tilraunaeintökum fram að þessu. En fræðilega a.m.k. geta þeir verið skilvirkari. Og fyrir Japan er kostur að þurfa ekki að staðsetja kjarnorkuver nærri sjó.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.9.2013 kl. 11:12

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Kíkið á næst síðasta blog mitt vegna mengunar í sjónum við Japan.

Valdimar Samúelsson, 5.9.2013 kl. 14:21

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvað með framleiðslu rafmagns með þóríum kjarnavinnslu? Þessi aðferð var nokkuð rannsökuð í BNA upp úr miðri síðustu öld og stóðu rannsóknir reyndar allt fram á áttunda áratuginn. Verkefnið lofaði góðu en einhverra hluta vegna var því skyndilega hætt. Sumir samsærismenn vilja meina að olíukóngar hafi komið þar við sögu.

Nú hafa Kínverjar tekið upp þráðinn og byggjast þeirra rannsóknir fyrst og fremst á þeim bandarísku. Enginn virðist þó vita hvernig málin ganga hjá Kínverjum á þessu sviði, frekar en öðrum, en ljóst að þeir munu ná gífurlegu forskoti á önnur lönd takist þeim þetta verkefni.

Hvers vegna eru vesturlönd svo lokuð fyrir þessari aðferð? Hvað veldur því að aðferð sem nánast var komin á framleiðslustig var slegin af í einum vettvangi í BNA? Aðferð sem er margfallt hættuminni en hefðbundin kjarnorkuvinnsla, notar hráefni sem nóg er af í heiminum og tækni til notkunar er þekkt.

Gunnar Heiðarsson, 5.9.2013 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband