3.8.2013 | 22:55
Berlusconi sirkusinn ætlar ekki að hætta!
Það sem virðist mest rætt á Ítalíu er ekki hvort Berlusconi er sekur. Heldur hvort ríkisstjórnin heldur áfram. Og hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Heldur Berlusconi lífi hennar í sínum höndum. Getur neytt fram kosningar hvenær sem er.
Þannig séð er Ítalía í hálfgerðri gíslingu.
Hvað vill Berslusconi gera? Sjá: Berlusconi lays out price of preserving Italian government
Skv. þeirri söguskýringu sem Berslusconi heldur fram - - er hann saklaust fórnarlamb plotts vinstrisinnaðra dómara, sem séu að ástunda hvorki meira né minna en - pólítískt leiddar ofsóknir gegn honum.
- "He said he was the victim of "a judicial persecution that has no equal in the civilized world""
Hann segir ítalska dómskerfið - - stjórnlaust.
Málin gegn honum séu fullkomin sönnun þess, þessar stöðugu ofsóknir - fórnarlambið hann.
Þess vegna sé nauðsynlegt - - að gera lagfæringar á dómskerfinu.
- "If there is no reform of the justice system, we are ready for new elections," Berlusconi told PDL lawmakers at a party meeting on Friday,
Og hann hefur flokkinn gersamlega í vasanum skv.
"Five PDL government ministers told the party leadership they were willing to resign if needed, Senator Lucio Malan told reporters after the meeting, saying: "They entrusted their mandates to Berlusconi...We agreed to decide what to do in the coming days.""
Þeir lýstu yfir tryggð við Berlusconi - - ráðherrarnir 5 sem hann hefur, hætta hvenær sem hann segir þeim að gera það.
Skv. lögum sem Mario Monti setti á sl. ári, þá þarf ítalska þingið að greiða atkvæði um það að vísa Berlusconi af þingi, og að auki er hann bannaður frá opinberu embætti í 6 ár.
Þó svo hann hafi bara verið dæmdur í 1 árs fangelsi sem líklega hann fær að sitja - heima hjá sér.
Down but not out, Berlusconi plots next moves
"That same law also requires the senate to consider stripping Mr Berlusconi of the seat he won in February. Loyalists of the billionaire media magnate are already warning Mr Letta’s Democrats that the government will fall should they vote to do so. The process could begin next month after the summer recess."
Sterkur orðrómur er uppi um, að Berlusconi láti dóttur sína Marinu, verða "figurehead" leiðtoga flokks hans "Forca Italia" sem er kjarni "hægri-bandalagsins" á Ítalíu.
"Berlusconi vowed to push on with "a battle of freedom", continuing a project to refound his original party, Forza Italia (Go Italy), infused with new energy from younger people."
Það byggist á þessum orðum
Flokkurinn hans muni síðan keyra á - - fórnarlambs söguþráðinn.
Á meðan að flokkurinn mun væntanlega gera það að skilyrði, að lögunum hans Mario Monti - sem beint var gegn pólitískri spillingu, lögunum sem banna Berlusconi frá því að vera í opinberu embætti í 6 ár verði hrundið - - svo hann geti aftur komið inn í ítalska pólitík af sama krafti og áður eftir ár.
Berlusconi muni ætla sér að nota "andstreymið" til að koma sterkur fram að nýju.
""House arrest for one year is not a very long time. He will obviously continue with his contacts. At the end of the year he will still be in the struggle, so it is a period of suspension," Bologna University professor Gianfranco Pasquino told Reuters."
Allt þetta flækir auðvitað stöðu Ítalíu - - þar sem mikilvægum umbótum þarf að hrinda í framkvæmd.
En nú munu líklega kröfur flokks Berlusconi, ætlað að gera Berlusconi mögulegt að halda sér áfram í pólitík, þvælast fyrir.
Auk þess að ekki þarf að efast um það, að ráðherrar flokks hans fara eftir skipunum Berlusconi um að hætta, svo þarna er flokkurinn kominn með - málefni Ítalíu í gíslingu.
Alltof mikill tími mun líklega fara í þessar deilur á nk. haustþingi - - og líklega fátt komast í verk, af nauðsynlegum breytingum.
- Ítalska pólitíkin heldur áfram frekar að þvælast fyrir en að gera gagn.
-------------------------------
Ofan á þetta er vinstribandalagið í upplausn eftir að foringi þess hætti, og allt í háa lofti um það hver á að taka við. Vinsæll borgarstjóri þó hefur áhuga á því, og gerði sitt til að koma fyrri leiðtoga frá.
Vinstribandalagið á meðan er ekki - tilbúið í kosningar.
Atriði sem líklega - styrkir stöðu flokks Berlusconi í deilum haustsins.
Niðurstaða
Ítölsk pólitík virðist vera sirkus. Ef menn héldu að íslensk pólitík væri slæm. Virðist hún hátíð samanborið við pólitík á Ítalíu.
Það virðist fátt benda til þess að Berlusconi sé í reynd hættur.
Að tapað dómsmál leiði til þess að Berlusconi verði ýtt til hliðar.
Að áhrif hans fari að réna. En hann virðist til í að leggja framtíð Ítalíu að veði, til þess að tryggja eigin framtíð og fjölmiðlaveldis síns.
Fyrir Ítalíu er hann eins og kláði sem ekki er unnt að losna við.
-------------------------
Þessi sirkus hlýtur að styrkja fylgi jaðarflokka, tja eins og "5 Stjörnu-hreyfingar Peppe Grillo."
Ef það færu fram kosningar í vetur, eftir að "Forca Italia" flokkurinn hefði sprengt stjórnina, með vinstribandalagið í upplausn á sama tíma, gætu komið fram mjög sögulega óvænt kosningaúrslit.
Væntanlega blikka vinstrimenn frekar en að taka áhættu af kosningum, svo lögum verður breytt svo Berlusconi geti haldið áfram.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja...: Má orða það þannig. Gleðileg jól. Kv. 25.12.2024
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja...: Fljótt á litið er eins og við höfum farið úr öskunni í einhverj... 24.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 890
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 785
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning