Framtíð íslenska fyrirtækisins Carbon Recycling International virðist tryggð - fögnum því!

Fréttir þess efnis að íslenska fyrirtækið Carbon Recycling International hafi eignast stóran nýjan hluthafa, ber að fagna. En eins og fram hefur komið í fréttum hefur kanadíska fyrirtækið Methanex samþykkt að leggja inn 5 milljónir bandarískra dollara í hlutafé. Ég hef í sjálfu sér ekki mikla þekkingu á því fyrirtæki, en að sögn fréttar Visir.is - Mikil sóknarfæri í metanóli - er Methanex stærsta fyrirtæki í heimi í viðskiptum með metanól. Hagnaður þess á sl. ársfjórðungi fyrir afskriftir hafi verið 19ma.USD eða 19bn.$ eins og það væri kallað þar vestra. Það segir mér að þetta sé - - afskaplega stórt fyrirtæki.

----------------------------------------------

Það er einnig frétt um málið á vef Methanex - Methanex and Carbon Recycling International Sign Landmark Investment Agreement for Advanced Renewable Fuel Production.

"REYKJAVIK, ICELAND--(Marketwired - July 30, 2013) - Methanex Corporation (TSX:MX)(NASDAQ:MEOH) announced today an initial $5 million investment in Carbon Recycling International (CRI), a privately held company with headquarters in Reykjavik, Iceland. "

"Methanex will also evaluate further investments to support CRI's growth."

"As a result of this investment, Methanex will become one of the key shareholders of CRI, with Board representation."

"CRI markets its renewable methanol in Europe, under the registered brand name Vulcanol, where it is blended with gasoline and used for production of biodiesel. Vulcanol is certified by the International Sustainability and Carbon Certification system (ISCC) as an ultra-low carbon advanced renewable transport fuel with no biogenic footprint. "

"Methanex and CRI intend to collaborate on large scale projects based on CRI's ETL technology by leveraging Methanex's operational experience and global reach and CRI's unique expertise in the production of ultra-low carbon renewable methanol. The companies are targeting to expand the use of methanol blended fuels in Europe."

""As a leader of renewable methanol production, we are proud to be investing in CRI and facilitate the next stage of growth," said John Floren, President and CEO of Methanex. "The fastest growing markets for methanol are in the energy sector and we believe renewable methanol will play an important role in future applications. The CRI team has demonstrated the ability to develop this technology, operate a production plant and successfully market renewable methanol, which further reinforces the value of this investment.""

---------------------------------------------- 

Það er óhætt að segja að fréttin á vef Methanex veitir miklu meiri upplýsingar en fréttir íslensku fjölmiðlanna - - sjáið t.d. frétt RÚV: Methanex kaupir hlut í Carbon Recycling

Frétt Visi.is er aðeins skárri, en mun bitastæðara er að lesa fréttina á vefsíðu Methanex.

Ég velti fyrir mér af hverju ísl. blaðamennirnir flettu ekki upp vef Methanex á veraldarvefnum.

  1. Methanex fær stjórnarmann í stjórn Carbon Recycling International eða CRI.
  2. Fjárfesting Methanex er "initial" eða upphafs fjárfesting, meir í farvatninu - jafnvel miklu meir.
  3. Og þ.s. ég vissi ekki áður, CRI hefur fengið "certification" í aðildarlöndum ESB fyrir eldsneyti blandað með metanóli sem framleitt er af CRI. Hvergi hef ég séð frétt í ísl. fjölmiðli um það atriði. Það virðist ekki síst sú "certification" sem gerir CRI verðmætt. En þar með er framleiðsluferli CRI í reynd orðið viðurkennt af Evrópusambandinu sem "umhverfisvænt."
  • Það er ljóst að mjög áhugavert verður að fylgjast með Carbon Recycling International á næstunni, en nú getur það fyrirtæki hafist á flug.
  • Komið með bakhjarl með djúpa vasa - hyldjúpa á ísl. mælikvarða.

Ég hef lengi verið hrifinn af hugmynd CRI

Það er sú grunnhugmynd að framleiða metanól úr mengun, nánar tiltekið, brennisteini í útblæstri gufuorkuvera á Íslandi.

Hingað til hefur sá brennisteinsútblástur verið til óþurftar og ama, fyrir utan að hann er eitraður. Nú verður mögulegt að fjármagna það að hreinsa þann óþrifnað úr útblæstri gufuvirkjana, því að nú verður unnt að koma þeim brennisteini í verð.

Ég á mjög erfitt með að koma auga á neikvæða hlið á þessu - - nema hugsanlega þá.

Að þetta getur hvatt til frekari virkjunar háhitasvæða.

En starfsemi fyrirtækisins getur einmitt fjarlægt einn alvarlegan galla við þær virkjanir, þ.e. varasama loftmengun. Þó að það skilji eftir hinn stóra gallann - - hvað gera á við "affallsvatnið."

Fyir utan deilur þess efnis hvort á að virkja eða ekki.

Hef áður fjallað um starfsemi CRI:

Er til hagkvæm lausn á brennisteinsmengun frá gufuvirkjunum?

Tökum áformum um metanól verskmiðju Carbon Recycling International við Kröflu fagnandi!

 

Fræðilega væri unnt að leysa vandamálið með affallsvatnið!

Bláa Lónið hefur sýnt fram á eina leið. En það mætti alveg hugsa sér Ísland gera út á "heilsuferðaþjónustu" ekki með ósvipuðum hætti og Sviss hefur lengi gert. Það gætu verið mörg "blá lón" á landinu, og reyndar miklu stærri "blá lón" þó að sjálfsögðu eigi "Bláa Lónið" nafnið.

Svo má nefna gróðurhúsaræktun í stórum stíl þ.e. ilrækt. Með notkun heits vatns og rafmagns, þetta gæti verið í bland jafnvel hvort tveggja í tengslum við sömu virkjun.

En ef vatnið væri notað, væri unnt að fjármagna "hreinsun" þess þannig að það verði óskaðlegt náttúrunni á endanum.

 

Niðurstaða

Fjárfesting Methanex getur reynst vera stórt fjárfestingartækifæri fyrir Ísland. Það verður þá a.m.k. unnt að kosta það að hreinsa brennistein úr útblæstri gufuvirkjana. Lausnir á vandanum með affallsvatnið eru enn útistandandi. En eins og þekkt er hefur það margvíslega galla í för með sér að dæla vatninu niður aftur. Einkum í formi jarðhræringa. 

Það væri áhugavert að skoða kosti tengda nýtingu þess vatns ofanjarðar. Hvort að unnt sé að finna leið til að hafa af því tekjur, og þannig fjármagna það uppsetningu ferlis sem á endanum gerir það skaðlaust. 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Það hefur einkennilega lítið verið fjallað um þróunarvinnu þessa merkilega íslenska fyrirtækis.

Snorri Hansson, 31.7.2013 kl. 03:45

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já það hefur óneitanlega sérkennilegt tómlæti verið til staðar gagnvart þessu fyrirtæki hérlendis.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.7.2013 kl. 08:31

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Áhugavert tilleggið hjá þér um vatnið.Það er að vísu til hreinsistöðvar sem taka skólp(jafnvel klóafúrgang)og skila neysluvatni(gott ef ekki ein í Reykjavík).Viðbótin við þessa tækni er að sjálfsögðu að nýta(vinna)þau aukaefni sem koma úr vatninu.Þegar öllu er á botninn hvolft þá er skítur ekki bara skítur heldur samansafn af efnum úr lotukerfinu.Það að dreyma skít er fyrir peningum.

Jósef Smári Ásmundsson, 31.7.2013 kl. 09:03

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Smá leiðrétting:

CRI er ekki að búa til metanól úr brennisteini, heldur úr koltvísýringi (CO2). Það kemur töluvert magn af CO2 upp með jarðgufu, og þaðan er kolefnið fengið sem er umbreytt í metanól, en metanól hefur efnaformúluna CH3OH.

En í þessa umbreytingu þarf heilmikla orku, orkan fæst úr varmanum úr jarðgufunni. Ekki fylgir sögunni hversu mikið af varmaorkunni fer í að umbreyta koltvísýringnum, eða ef einhver afgangsorka er eftir í þeirri jarðgufu sem dælt er upp til að framleiða metanól. Fari öll orkan í þetta efnahvarf þá er ekki lengur um að ræða "minnkun" á útblæstri, því útblásturinn kæmi ekki til ef ekki væri verði að dæla honum upp í metanólframleiðsluna.

Skeggi Skaftason, 31.7.2013 kl. 11:09

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er óneitanlega rétt að - kolefni þarf til, að brennisteinninn er koltvísýringsgjafi. Þannig að þ.e. ónákvæm fullyrðing að þeir framleiði metanól úr brennisteini sem tekinn er úr gufunni.

-------------------

Ég veit ekki akkúrat hvaða orku þarf til - - en það má vera að eldri frétt frá CRI gefi hugmynd.

En skv. henni þarf fyrirhuguð verksmiðja við Hellisheiðarvirkjun 45Mw, meðan að skv. OR framleiðir virkjunin 303Mw; þannig að í ferlið fer þá 1/7 af orkuframleiðslu Hellisheiðarvirkjunar.

--------------------------------

Sem er auðvitað slatti. Þarf auðvitað að skoða hvað annars gæti fengist fyrir það rafmagn. Á hinn bóginn, líklega er ekki unnt að nema brennistein og koltísýring á brott úr gufunni - - án þess að í það ferli fari orka. Það þarf þá að bera saman mismuninn á því ferli og orkukostnaði ferlis CRI og gera sbr. á því hvað fæst fyrir afurðir CRI.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.7.2013 kl. 12:38

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

Já þetta er sérlega ánægjuleg og jákvæðu frétt sem lítið hefur verið hampað í íslenskum fjölmiðlum.

En fyrir utan þessa uppbyggingu CRI á Íslandi þá eru ýmis fleiri teikn á lofti og jákvæðar féttir að berast okkur um þróttinn og uppganginn í íslensku atvinnulífi.

Hinar fréttirnar eru þessar helstar.

1. Ákveðið var að ráðast í byggingu gríðar stórs loðdýrabús við Þorlákshöfn.

2. Jákvæðar fréttir um að bygging Kísilverksmiðju við Húsavík hefjist í haust.

3. Icelandair setti nýtt met í faþegaflutningum í júlí mánuði. Yfir 300 þúsund faþegar á einum mánuði.

4. Aukningin í Ferðamannastraumnum til Íslands setur hvert metið á fætur öðru.

5. Ákveðið að ráðast í gríðarlega fjárfestingu í Hótelbyggingum í Reykjavík og víðar um landið.

6. Mikil og góð makrílveiði íslenskra fiskiskipa í fiskveiðilögsögunni vestur af landinu.

Gunnlaugur I., 31.7.2013 kl. 14:51

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Gunnlaugur,Fjárfestingar í Hótelbyggingum er nokkuð sem ég set spurningarmerki við.Tel að þær eigi eftir að koma í bakið á mönnum.Aukningin í ferðamannastraumnum setur ekki met endalaust.En jákvætt að þróttinn vantar ekki og vonandi eykst hann bara.

Jósef Smári Ásmundsson, 2.8.2013 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband