29.7.2013 | 21:59
Væri virkilega betra að stjórnun peninga væri í höndum einkaaðila?
Það hefur nefnilega ekki alltaf verið svo að ríki reki seðlabanka og sá fer með yfirumsjón með peningamálum í landi X eða Y eða Z. Fyrstu löndin til að taka upp þá nýung voru Bretland og Holland á 17. öld. Og lengi vel sátu þau ein af því kerfi. Meðan að önnur Evrópuríki beittu þeim leiðum er höfðu tíðkast frá síðmiðöldum í evrópsku samhengi.
Hið hefðbundna kerfi var það að einkaaðilar réðu yfir miklu fjármagni, þekkt nöfn úr sögu Evrópu eru De'Medici á Ítalíu og Fuggerarnir í Þýskalandi - - en þessi fjölskylduveldi á sitt hvoru tímabilinu réðu yfir miklum hluta evrópska hagkerfisins.
Algengt trix var að fjármagna styrjaldir - - en gegnt því að fá um tiltekinn tíma, einkarétt yfir námurekstri á tilteknu svæði í tiltekinn tíma, eða einhverju öðru - það gat allt eins verið einkaréttur á verslun á tilteknu svæði yfir tiltekið tímabil.
Auðvitað græddu þessar banksterafjölskyldur mun meir en þær lögðu til - sem lánsfé til baróna, kónga jafnvel keisara þessara tímabila.
Þeir voru mjög háðir fjármögnun þeirra - - auðvitað þurfti alltaf að láta af hendi einkarétt á einhverju svæði, stundum er grunað jafnvel að stríð hafi stöku sinnum verið fjármögnuð til að þær gætu sölsað undir sig - eignir eða nýtingarréttindi á tilteknu svæði.
En það var reglan í Evrópu um aldir að furstar, barónar, kóngar jafnvel keisarar - voru að slá lán til að fjármagna stríðin sín. T.d. er þekkt að Frakkland var meira eða minna á kúpunni stórann hluta af þeim tíma er Frakkland keppti um áhrif innan Evrópu við önnur konungsríki í styrjöldum sem voru nánast óteljandi.
Nánast þeir einu er ekki voru háðir auðugum fjölskyldum sem De'Medici eða Fugger, en það voru margar fleiri á umliðnum öldum þó þessi nöfn standi upp úr, voru Spánverjar - - meðan þeir enn voru að vinna hina auðugu silfurnámur í Chile - áður en þær tæmdust.
- En þ.e. þ.s. er merkilegt við stofnun Hollendinga og Breta á Seðlabanka.
- Er að við það, voru þessi lönd - - fjárhagslega sjálfstæð.
- Þau voru ekki háð hinum ofsaríku evr. bankafjölskyldum.
Mig grunar að Holland hafi farið þessa leið vegna hins langa - frelsisstríðs við Spánverja, þ.e. rúmlega 30 ára langt. En þá var Spánn öflugasta herveldi Evrópu. Og Holland var í samfelldri styrjöld við það í svo langan tíma.
Þeir hefðu aldrei getað fjármagnað það með hinum gömlu leiðum!
Það var einmitt þar sem sú hugmynd kom, að landið stofnaði sinn eigin banka - - og fjármagnaði sjálft sig. Og Bretar kóperuðu þá hugmynd örfáum áratugum síðar.
Þessi lönd fóru sem sagt að reka sinn eigin seðlabanka og gjaldmiðil - - áður en 17. öldin var á enda.
En á sama tíma, héldu önnur lönd í Evrópu sig við hinar eldri aðferðir - - ég held að það sé rétt að Frakkar hafi ekki kóperað seðlabankaaðferð Breta og Hollendinga, fyrr en eftir frönsku byltinguna.
Á árunum þegar Napóleon fór eins og eldur í gegnum sinu - um heri evr. konungsríkjanna.
Eftir að Napóleónsstriðin voru búin - - höfðu öll konungsríkin í Evrópu tekið upp seðlabankakerfið sem miðjupunkt síns eigins gjaldmiðilskerfis.
- Ég held að það sé nefnilega samhengi milli þess hve Bretum vegnaði ávallt betur í styrjöldum við Frakka á 18. öld, og þess að þeir áttu auðveldar með það að fjármagna eigin hernaðarútgjöld.
Spurningin var - - hvort væri betra að bakka aftur í gamla kerfið?
- Það sem þarf að skilja - - er að spurningin snýr að völdum.
- Hver hefur þau völd - - á fyrri öldum í krafti þess að vera megin fjármagnarar styrjalda í Evrópu, gátu nokkrar lykilfjölskyldur orðið óskaplega ríkar. Sennilega ríkari hlutfallslega en nokkur aðili var - - þ.e. meiri auður en einstök konungsríki réðu yfir á þeim tíma.
Auðvitað eru breyttir tímar í dag að því leiti að markaðskerfið er flóknara með miklu mun fleiri þátttakendum, sennilega því minna líklegt að einar eða tvær fjölskyldur geti átt svo rosalega hátt hlutfall auðæfa heillar heimsálfu.
Á hinn bóginn eru líka til gríðarlega öflugar einkastofnanir í formi risabanka.
Ég þarf að benda á einn reginmun á því að búa við evru fyrir land eins og Spán, vs. land eins og Bretland sem hefur sterkan sjálfstæðan gjaldmiðil.
Dæmið er ekki - dvergríki eins og Ísland.
En hann er sá að aðildarríki evru eins og konungsríki fyrri alda voru, eru gríðarlega háð einkaaðilum um fjármögnun - - Seðlabanka Evrópu er meira að segja bannað að fjármagna ríki. Meðan að Seðlabanki Bretlands þ.e. Bank of England - - fjármagnar ríkissjóð Bretlands í seinni tíð með prentun og þannig tryggir ríkissjóð Bretlands mjög ódýra fjármögnun líklega ódýrari en frjáls markaður mundi bjóða.
Þessi reginmunur á stöðu t.d. Spánar og Bretlands, hefur sýnt sig í völdum þeim sem markaðir hafa yfir einstökum aðildarlöndum evrusvæðis.
Meðan að Bretland getur í reynd eftir þörfum ávallt tryggt ríkinu ódýra fjármögnun, sem þíðir að völd markaða yfir breska ríkinu eru mun minni.
- Völd markaða og banka yfir aðildarríkjunum hafa mjög skilmerkilega komið fram í krísunni á evrusvæði.
- Þ.s. markaðir ákveða vaxtakjör aðildarlandanna - - og keyra þau miskunnarlaust upp.
- Ef þeim sýnist svo.
- Meðan að Bretland getur alltaf -- forðað eigin ríkissjóð frá slíkri klemmu.
--------------------------------------
Það er nefnilega málið, að þeir sem tala á þeim nótum - - að rétt sé að svipta pólitíkusa yfirráðum yfir peningunum, vilja í reynd færa völd yfir peningum frá sjálfstæðum ríkjum yfir til einkaaðila.
Það hefði að sjálfsögðu í för með sér - - að það ástand sem til staðar er á evrusvæði, þ.s. markaðir stjórna vaxtakjörum.
Og aðildarríki geta lítið gert til að stuðla að lækkun þeirra, nema það - að fylgja kröfum markaðarins skv. þeim hugmyndum sem eru ríkjandi, um það hvað séu rétt viðbrögð.
- Þetta er gott - - í augum þeirra sem trúa því, að markaðurinn hafi alltaf rétt fyrir sér.
- En hái vaxtakostnaðurinn sem S-Evr. er að ganga í gegnum, þ.e. verulega hækkaður sbr. þau kjör sem í dag bjóðast í N-Evr. Auðvitað, hefur lamandi áhrif á getu þeirra landa, til þess einmitt að lækka atvinnuleysi og skapa viðsnúning í hagvöxt.
- Þannig séð, ákvörðun markaða um hærri vexti, leiðir til dýpri kreppu - - og aukinna líka á því að markaðurinn hækki vextina frekar, sem líklega þá dýpkar kreppuna enn frekar.
- Þannig verður þetta að "self fulfilling prophecy."
- Meðan að Bretar, í krafti eigin peningastjórnunar - - hafa miskunnarlaust knúið fram aðra niðurstöðu innanlands í Bretlandi, en þá sem markaðurinn án afskipta hefði ákveðið.
- Sá lægri vaxtakostnaður sem Bretland hefur viðhaldið í eigin hagkerfi, hefur leitt til mun grynnri kreppu en annars hefði verið, minna atvinnuleysis - - og auðvitað þíðir að þegar viðsnúningur verður þá á sér hann stað eftir minna hagkerfissig. Og ekki síst, að v. þess að hagkerfið skreppur minna saman er hallarekstur ríkisins minni og skuldir þess því einnig en annars hefði orðið.
Vandinn er einmitt sá með markaðsstjórnun - - að markaðirnir gjarnan skapa það ástand sem þeir óttast.
Og síðan ala þeir á því enn frekar, magna það upp - með óttabylgju.
--------------------------------------
Svo svarið er einfalt - - ef menn hafa áhuga á þeirri stöðnun og doða sem er til staðar á evrusvæði.
Þá er svarið já.
En ef menn vilja skjótan viðsnúning - minna atvinnuleysi, sjá árangur Bandaríkjanna einnig sem dæmi; þá er svarið augljóslega - nei.
Niðurstaða
Ég tel vissa valdabaráttu í gangi í heiminum. Hún er ekki milli einstakra ríkja. Heldur frekar - milli ríkja og peningalegra afla, gríðarlega voldugra einkaaðila sem hafa mikil áhrif í gegnum fjölmiðla, bankarekstur og þau fyrirtæki sem eru í þeirra eigu.
Að vissu leiti er möguleiki á því að heimurinn fari yfir í það módel að vera "corporatist" þ.e. að fyrirtækin verði valdameiri en ríkin. En að mínum dómi, ef sjálfstæð ríki afsala sér eigin peningastjórn.
Þá samtímis eru þau að afhenda til einkaaðila gríðarleg völd yfir þeim, færa til þeirra þau völd. Þ.e. mikill áróður hinna fjársterku aðila fyrir þeirri stefnu - - að það sé góð hugmynd fyrir lönd að gera slíkt.
Þ.e. gjarnan sett fram þannig, að pólitík sé spill og óhæf, pólitísk stjórnun búi bara til verðbólgu og skuldir; síðan er boðið upp á hina sviðsmyndina. Sem sögð er færa - lága verðbólgu og meira aðhald.
En menn láta vera að segja frá göllunum. En vandinn er einmitt sá, að þá eru ríki færð yfir í það form að vera eins háð bönkum og fjármálamörkuðum um fjármögnun, og ef þau væru fyrirtæki.
Þá geta þau orðið gjaldþrota - - það eina sem vantar til að klára sviðsmyndina. Væri að eignir þeirra ríkja sem standa frammi fyrir þroti verði boðnar upp til hæstbjóðanda. Eins og eignir gjaldþrota fyrirtækja gjarnan eru.
Manni virðist af sumu því sem gerist á evrusvæði, ekki langt í að svo geti gerst.
Þetta eru auðvitað hugmyndir sem eru hinu sterka einkarekna fjármálavaldi mjög að skapi.
- En þetta færir ekki velsæld. Eins og sést af því ógnargapi sem er milli stöðu Bretland og Spánar, þó um margt sé tölfræðileg staða Breta lakari þ.e. skuldar meir og ríkishallinn er meiri, breska útfl. hagkerfið er ekki burðugt þar eins og á Spáni er viðskiptahalli.
- En samt er atvinnuleysi ekki nema brot af atvinnuleysi á Spáni, og breska hagkerfið þrátt fyrir að 3 risabankar yrðu gjaldþrota er samt í líklegri stöðu til þess að hefja hagvöxt.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.7.2013 kl. 17:34 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef verið að reyna að lesa mér til á internetinu.
Ég las þessa færslu hjá þér.
Þessi blogg um fjármálin auka vonandi þekkinguna.
Hér í eru tvær slóðir sem mér þótti áhugaverðar,
jg
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1306696/
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1306684/
Jónas Gunnlaugsson, 30.7.2013 kl. 15:35
Jónas, ástæðan fyrir því að skuldir eru útbreiddar er sú, að lánfé hefur verið ódýrt.
Þá er hagstætt að taka lán til að eignast hluti eða fjárfesta, eignast e-h í dag í stað þess að spara fyrir því og eignast á morgun.
Lánsfé hefur sennilega aldrei verið ódýrara í heimssögunni en sl. ár - - þ.e. sl. 20 eða svo. Það að sjálfsögðu, hefur framkallað þá miklu skuldaþenslu sem hefur verið í gangi.
Þarna er ég að tala um skuldir einstaklinga, þegar kemur að skuldum ríkissjóða þá felst skuldsetning þeirra í tilhneygingu ríkja til að lifa um efni fram.
Það hefur með pólitískar ákvarðanir að gera, að reka ríkin með halla í góðæri sem hallæri, þ.e. vegna kröfu samfélagsins um þjónustu ríkisins - sem er það mikil, að tekjur þess duga ekki.
Þarna skín í gegn krafa kjósenda og loforð stjórnmálamanna.
------------------
Þessi skuldamál eru í reynd ekkert sérdeilis hættuleg, þ.e. að land sem rekur sinn eigin gjaldmiðil getur ekki orðið gjaldþrota í skuldum í þeim sama gjaldmiðli.
Því meðan að landið á sinn gjaldmiðil getur ríkið alltaf látið seðlabankann, fjármagna sig út úr vandræðum - - það kemur aldrei sú stund að ríkið geti ekki greitt gjalddaga láns.
Þó að heimurinn hafi aldrei verið skuldugari, á það einnig við - - að aldrei hefur neysla í heiminum verið meiri.
Þú getur ekki minnkað neyslu nema með því að - - gera alla fátækari aftur.
En aukin neysla fer saman við stöðuga bætingu lífskjara.
Sannarlega er ákveðin "ponzi" lykt af peningakerfinu, þ.s. það þarf stöðugan hagvöxt - - en ekki til að forðast hrun.
Heldur til þess, að forðast - verðbólgu. En ef hagvöxtur er ónógur hækka skuldirnar hraðar en nemur aukningu hagkerfisins, þá er endapunkturinn - - verðbólga.
Og skuldirnar eru raunvirðislækkaðar þangað til að virði skuldanna er aftur sjálfbært!
Þess vegna hrynur kerfið aldrei, því það hefur þessa leiðréttandi aðferð - - að ef lánað er of mikið, þá leiðréttir kerfið sig með verðbólgu.
Þess vegna eru spár um allsherjar kerfishrun - - rangar. Ef skuldirnar verða óviðráðanlegar, verður aftur verðbólgutímabil eins og á 8. áratugnum.
Heimurinn endurtekur "stagflation" tímabilið, skuldirnar virðislækka og þangað til að þær hafa virðislækkað nóg, kemur hagvöxturinn aftur.
En heims-hagkerfið sbr. "stagflation" tímabilið, hefur með öðrum orðum - sjálfleiðrétt sig með þeim hætti frekar nýlega.
------------------
Auðvitað getum við breitt grunn-kerfinu þannig að ríkissjóðir geti ekki pantað sér peninga frá seðlabönkum, og markaðir geti sett ríkissjóðum stólinn fyrir dyrnar.
Tja, eins og markaðir hafa verið að gera við ríkissjóði í ríkjum S-Evr. - - þ.s. vextir hafa verið keyrðir upp af markaðinum.
Sem setur allt í bakkgír þ.e. neysla minnka og minnkar og minnkar, atvinnuleysi - eykst og eykst og eykst; og í kaldhæðni örlaga þ.s. hagkerfin minnka þá aukast skuldirnar enn hraðar en áður.
Aftur á móti sé ég ekki að þessi leið geti gengið upp til langs tíma í lýðræðisríkjum.
Því lífskjör munu skreppa þá og skreppa saman, og halda áfram að skreppa saman.
Þau botna auðvitað einhvern tíma.
The world has passed beyond an age of scarcity and the challenge of the new era is not about solving problems of want, but dealing with abundance and how to use it to create a sustainable future. Above all we need the visionaries able to point the way.
Vandamálið við að fara aftur til baka, til fyrri tíðar - - til peningakerfis fyrri alda.
Er að þá færðu aftur hagvöxt fyrir tíma.
En einnig að miklu leiti - lífskjör fyrri tíðar.
-----------------------
Þ.s. gagnrýnendur líta framhjá er að nútímahagkerfið hefur skapað mestu velferðaraukningu sem mannkyn hefur séð nokkru sinni - - ekki bara mestu tækniaukningu allra tíma.
Þ.e. rétt að við höfum tæknina til að komat út í Sólkerfið - - en þá væri ekki snjallt að taka túrbóið af hagkerfunum.
En ef við færum yfir í hitt kerfið, gerðum eins og Evrópusambandið með evruna. Þá myndi allur heimurinn einnig ganga í gegnum algerlega sambærilega kreppu við þá sem er til staðar þar og sambærilegan hreinsunareld hennar.
Það myndi líklega skapa þá gjaldþrotshrinu sem þeir sem vilja þessa kerfisbreytingu - - tala um.
Og eftir stórfellt kerfishrun sem þá yrði, þ.s. stór hluti fjármálakerfisins færi á hliðina, þá yrði heimurinn miklu mun fátækari.
En síðan tæki ekki við hinn hraði hagvöxtur sem við höfum orðið vön að eigi sér stað eftir kreppu, heldur yrði hin lægri lífskjarastaða hin nýja framtíð.
Og sú stöðnun sem er til staðar í ESB yrði einnig framtíð vaxtar í heiminum öllum, og sú lífskjaraukning sem er í gangi í dag í fj. ríkja enn - - næmi staðar.
Sannarlega minnkaði ágángur á náttúruauðlindir við það.
En fátækt yrði mun meiri að nýju - - ég sé reyndar ekki að slíka breytingu væri unnt að knýja fram.
Þ.s. ég sé ekki að nokkur þarna úti, muni hafa áhuga á að feta þann farveg sem Evrópa er að feta, þ.s. allir eru þegar að sjá - - að það drepur hagvöxt.
Og að auki er að drepa lífskjör í Evrópu.
Fátækari heimur væri miklu mun minna líklegur til að fjármagna geimferðir!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.7.2013 kl. 16:40
Ég sá að þessi slóð þyrfti að fylgja með líka, jg
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1250017/
Jónas Gunnlaugsson, 30.7.2013 kl. 16:41
Ehem, í fyrri hluta segir að 8% eiginfjárhlutfallskrafa hafi framkallað kreppu - - síðan er lagt til að hlutfallið sé fært í 100%.
Hefði það þá ekki enn dýpri kreppu í för með sér, ef miklu mildari aukning á að hafa framkallað þá núverandi?
Ég á ekki von á því að það verði - - kerfishrun. Líkur á því hafa a.m.k. minnkað stórfellt.
En fyrir lönd sem hafa eigin gjaldmiðil til umráða, tja eins og Bandaríkin - - þá hefur núverandi kreppa sýnt að unnt er að endurfjármagna banka í gegnum Seðlabankann með lánum sem hann veitir í gegnum seðlaprentun.
Síðan geta bankarnir greitt þau lán aftur til baka, og seðlabankinn þá getur tekið við því fé - - og pent þurrkað það aftur út úr peningakerfinu.
Þannig virðist það hafa átt sér stað að - - aðgerð Federal Reserve var án verðbólgu.
Ef það skellur ný kreppa á t.d. v. hruns í Evr. eða hruns í Kína, hvort tveggja getur einnig átt sér stað samtímis.
Held ég að Bandaríkin endurtaki þá pent leikinn með fjármögnun bankanna í gegnum "US Federal Reserve" og "Bank of England" gera það hið sama.
Í það sinn yrði líklega nokkur verðbólga.
En kerfið ætti að rétta aftur við sér - ekkert allsherjar hrun.
Sannarlega er fræðilega unnt að gera allsherjar kerfisumpólun í "full reserve" kerfi.
En því fylgir töluverð óvissa, en það ætti rökrétt að gera lánsfé margfalt dýrara - þar með stórfellt draga úr neyslu sem í dag er ákaflega mikið fjármögnuð með lánsfé.
Minnka því hagkerfin hressilega í Bandar. sem Bretlandi, og víðar - - þ.s. neysla í dag er svo stórt hlutfall heildarhagkerfisins.
Fræðilega sannarlega geta verðbréfamarkaðir áfram boðið fjármögnunarleið, en líklega ekki til almennings - - verðbréfamarkaðir verða ekkert endilega mun kostnaðarsamari.
En þeir myndu þó lækka töluvert mikið, við minnkun efnahagsumsvifa er ætti sér stað við kerfisbreytinguna.
Þó að skuldir ríkisins myndu kannski lækka, myndi skattfé þess lækka á sama tíma er hagkerfið minnkaði, og líklega það því ekki hafa meira fé umleikis í reynd.
Fyrri aldir voru stöðugari - en einnig fátækari.
Einn kostur við kreppurnar - - er einmitt eyðilegging kreppanna. En hún viðheldur endurnýjun í einkahagkerfinu, tryggir að nýjar kynslóðir komist að í stað þeirra sem áður voru auðugar, það eykur flæði nýrra hugmynda um kerfið - - sbr. "Creative destruction." Rámar að Schumpeter hafi kynnt það til sögunnar.
Og í heild sinni - grunar mig - eykur hagvöxt, í lengri samhengi séð. En það gerist þá í gegnum þá endurnýjun er á sér stað í hverri kreppu, og með því að auka flæði nýrra hugmynda.
Hafðu í huga að hið kapítalíska kerfi hefur í öllum löndum þ.s. því hefur verið komið á, brotið niður hefðarsamfélagið er áður var til staðar og hleypt endurnýjun og framþróun inn í þau samfélög. Ég tel að kreppurnar hafi verið mjög stór þáttur í því, með því einmitt að gera hlutfall ríkra gjaldþrota svo nýir gætu komist að. Síðan viðheldur það hinum stöðuga - - endurnýjunarkrafti.
Ef við tökum kreppurnar út, aukum stöðugleikann - - þá held ég að það dragi úr þessari endurnýjun. Þeir sem eru ríkir verði síður gjaldþrota en þegar það skiptist stöðugt á skin og skúrir, því áhætta þeirra minnkar. Með auknum stöðugleika þeirra sem skipa þá bása, þá verði erfiðar fyrir nýja að komast að. Fyrirtækja gjaldþrot einnig yrðu sjaldgæfari.
En ég bendi þér á að öll ríki sem hafa gengið í gegnum endurnýjun þá sem fylgir kapítalisma nútímans, hafa gengið í gegnum marga öldudali kreppa - - en þó svo að slíkir öldudalir hafi verið; þá hefur megintrendið verið - uppsveifla og batnandi lífskjör.
Ég held að margir í reynd - - geri sér ekki grein fyrir jákvæðu hliðinni á kreppunum, er þeir horfa á neikvæðu hliðar þeirra.
En allar kreppur sem skollið hafa á sl. 300 ár hafa gengið yfir, sú lengsta held ég að hafi verið sú er hófst upp úr 1877/78 og í ca. 18 ár.
Síðan menn tóku upp virkt hagstjórnarmótel eftir Seinna Stríð, hafa kreppur orðið mun mildari en áður.
Í reynd fyrir utan Evrópu, er heimskreppan er skall á 2008 ákaflega mild. Ef það væri ekki fyrir það að meginland Evrópu hefur fært mörkuðum stór aukin völd yfir aðildarríkjum evru - - væri kreppan þar ekki harðari en í Bretlandi og Bandar.
Mig grunar að stöðugt kerfi - - yrði einnig fátækara.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.7.2013 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning