Hver eru lífskjör á Íslandi samanborið við Evrópulönd?

Ég ætla ekki að halda því fram að lífskjör séu ekki lægri hér á landi í dag en við höfum verið vön árin á undan hruninu. Ástæður þess eru vel þekktar - þ.e. bankabóla og svo stórt hrun. Síðan útbreiddur skuldavandi í samfélaginu.

Síðan bætist við skuldavandi íslenska ríkisins, sem hefur hlaðist upp síðan bankabólan sprakk með látum í október 2008.

Hér fyrir neðan má sjá samanburð við stöðu meðlimaríkja OECD!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/skuldasta_a-hins-opinbera-2013-q1.jpg

 

Eurostat birti fyrir nokkrum vikum áhugaverðan lista!

GDP per capita in the Member States ranged from 47% to 271% of the EU27 average in 2012

En það sem er áhugaverðast er samanburður skv. eftirfarandi formúlu.

"Actual Individual Consumption per capita in the Member States ranged from 48% to 141% of the EU27 average: An alternative welfare indicator, better adapted to reflect the situation of households, is Actual Individual Consumption (AIC) per capita 4 . Generally, levels of AIC per capita are more homogeneous than those of GDP but still there are substantial differences between the Member States. In 2012, AIC per capita expressed in PPS ranged between 48% of the EU average in Romania to 141% in Luxembourg ."

En eins og fram kemur í stutta textanum er reiknað fyrir mismunandi verðlag í löndum, til að fá sambærilegar tölur yfir neyslu.

Það ætti því að leiða fram mjög - sanngjarna lífskjaramælingu.

Þetta sést t.d. vel af samanburði á tölum yfir Lúxembúrg milli listanna en í evrum er landsframleiðsla per haus þar 271% þ.e. meir en 2 og hálfs sinnum meðaltal aðildarríkja ESB, en þegar reiknað er fyrir mismun á verðlagi milli landa þá mælist neysluvísitalan 141%.

Sem væntanlega þíðir að þó svo landsframleiðslan per haus sé meir en 2 og hálf föld, séu lífskjör Lúxembúrgara ekki 2 og hálf föld í reynd lífskjör meðalborgarans í ESB landi.

  • Verðlag skiptir máli.

Sömu tölur fyrir Noreg eru 195% og 138%. En það passar við það sem Íslendingar sem hafa verið í Noregi hafa komist að, þ.e. að vegna þess að verðlag þar í landi er verulega hærra en hér - - sé lífskjaramunurinn ekki eins mikill og ætla mætti af - mun hærri launum.

Þess vegna er svo hagstætt að vinna í Noregi en kaupa fyrir þau laun hérlendis!

En hver er hann þá í raun og veru?

 

Raunveruleg neysla!

  1. Lúxembúrg.............................141
  2. Noregur.................................138
  3. Sviss.....................................133
  4. Þýskaland..............................121
  5. Bretland................................120
  6. Austurríki..............................119
  7. Svíþjóð.................................118
  8. Danmörk...............................115
  9. Finnland................................114
  10. Frakkland..............................113
  11. Holland.................................112
  12. Belgía...................................112
  13. Ísland...................................110
  14. Írland.....................................98
  15. Ítalía......................................97
  16. Kýpur.....................................94
  17. Spánn....................................93
  18. Malta.....................................85
  19. Grikkland................................84
  20. Slóvenía.................................79
  21. Lítháen...................................74
  22. Slóvakía.................................72
  23. Pólland...................................71
  24. Tékkland.................................69
  25. Úngverjaland...........................61
  26. Lettland..................................61
  27. Tyrkland.................................60
  28. Eystland.................................59
  29. Króatía...................................59
  30. Svartfjallaland.........................55
  31. Búlgaría..................................49
  32. Rúmenía.................................48
  33. Serbía....................................43
  34. Makedónía...............................40
  35. Bosnía og Herzegóvína..............36
  36. Albanía...................................34

 

Eitt og annað kemur sennilega á óvart!

  1. Mér finnst merkilegt að, Bretland skíst fram úr Svíþjóð skv. þessari mælingu sem tekur út fyrir áhrif mismunandi verðlags og mælir neyslu.
  2. Ég bendi sérstaklega á stöðu Eystrasaltlandanna sem ég gerði bleik svo unnt væri með auðveldum hætti sjá þau í samanburðinum. En margir aðildarsinna hafa dásamað einmitt þau - - auðvitað vegna þess að þau stefna ótrauð á evruna. Sum hafa þegar tekið hana upp. 
  3. Mér finnst áhugaverðast - - hvar Ísland lendir í mælingunni. Það er, vel fyrir ofan Írland. Og önnur þau aðildarlönd Evrópusambandsins efnahagsvandræðum sem auk þess einnig eru meðlimir að evrusvæði, eiga því að sögn aðildarsinna að hafa mjög mikið forskot á Ísland, með gjaldmiðil í höftum o.s.frv. 
  4. Svo er áhugaverð - - sú órafjarlægð sem er á milli landa í lífskjörum þ.e. þeirra sem eru neðan við 50 vs. þau sem eru ofan við 100. Það eru greinilega ótrúlega fátæk lönd enn í Evrópu.

Lífskjaralega er Ísland í engri órafjarlægð frá löndum eins og Danmörku eða Finnlandi skv. þessari mælingu.

Við erum þannig séð - - neðst innan "vel stæða" hópsins.

En löfum í honum eigi að síður.

 

Niðurstaða

Sú staða sem fram kemur er að sjálfsögðu ekki staða sem við Íslendingar erum ánægð með. En þ.e. samt full langt gengið hjá þeim sem halda því fram, að það sé himinn og haf á milli kjara hérlendis og á hinum Norðurlöndunum. Á samanburðinum sést að svo er ekki, nema í samanburði við land eins og Noreg. Þ.s. lífskjör sannarlega eru verulega hærri. Kjör í Svíþjóð eru einnig töluvert hærri.

Bilið yfir til Danmerkur og Finnlands er ekkert það vítt, að Ísland eigi ekki að geta brúað það frekar skjótt. Um leið og eitthvað fer að rofa til í skuldakreppu landsins.

En þ.e. ákveðin klemma sem landið er í - þar til a.m.k. 2018. En eftir það ef við komumst í gegnum þann skafl án þess að tapa lífskjörum, ætti að rofa nokkuð til.

Sérstaklega ef ríkisstjórnin núverandi kemur einhverjum atvinnu-uppbyggingarverkefnum af stað.

En slík eðlilega geta tekið nokkurn tíma að skila sér að fullu, ný starfsemi blómstrar vanalega ekki á nóinu. 

Mér finnst í reynd landið koma merkilega vel út úr því ótrúlega áfalli er það varð fyrir.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Talnaleikja-heimsveldið birtir tölur, sem hannaðar eru að hagsmunum glæpabanka-stjórnsýslu.

Það fer lítið fyrir raunverulegum kaupmáttar-tölum einstaklinga/fyrirtækja án meðaltals-útlistunum.

Verðugt verkefni fyrir þá sem vilja láta taka mark á sér, að krefjast raunverulegra kjara-stöðu einstaklinga og fyrirtækja. Með sönnum rökum!

Tækni heimsins býður uppá möguleika á að birta sannar línurits-upplýsingar, og sannar skoðanakannanir.

Það vantar ekki tækni, heldur siðferðis-þroska og heiðarleika.

Verðmætamatið er sjúkt, hjá heimsveldinu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.7.2013 kl. 21:42

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

fróðlegt - áttu meiri upplýsingar um "Actual Individual Consumption (AIC) per capita 4" - sennilega skýring #4 þarna einhver staðar

Rafn Guðmundsson, 27.7.2013 kl. 22:32

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Í allri umræðu um skuldavanda heimilanna, er þess vandlega gætt, að því er virðist, að nefna ekki þá sem fóru hreinlega fram úr allri skynsemi og tóku lán fyrit nánast öllu, án þess að huga að því hvort geta væri til að greiða þau til baka. Bæði lánveitendur og lántakendur hreinlega "snöppuðu" síðustu árin fyrir hrun, því í boði var svo mikið fjármagn sem þurfti að dreifa. Flottræfilsháttur og fíflagangur kom enda þjóðinni í koll þegar allt hrundi, en mér finnst ósanngjarnt að þurfa að greiða "fyrir skuldir óreiðumanna", hvort sem það er Range Roverinn í næsta húsi eða annað gjálífi auðgynntra kjána.

Halldór Egill Guðnason, 28.7.2013 kl. 03:05

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Af vef Framkvæmdastjórnar ESB -: Glossary:Actual individual consumption (AIC).

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.7.2013 kl. 03:48

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hm, já Halldór - sjálfsagt er skortur á sanngirni í því. Á hinn bóginn er sá sannleikur til staðar, að allt þ.s. ekki gengur upp á endanum veldur vandræðum. Og ef nægilega margir eru í vandræðum innan sama samfélags, þá er hagkerfið sjálft í vandræðum - og þau vandræði valda óhjákvæmilega þá mörgum sem voru forsjálli en meðalmaðurinn - tjóni einnig.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.7.2013 kl. 03:52

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Viðskipti í fríðu  og tekjur bænda/sjómanna,  í sumum ríku þar sem 24% til 30 % býr í sveitum og við strandie skekkir myndina gagnvart Ríkjum þar sem 95% versla inn og greiða söluskatt. Líka reynslulausir og meðalgreindir IQ menntamenn.

Noregur leggur meiri skatta á svo kaupmáttir 90% Norðmanna sé ekki mikið hærri en í Svíðþjóð og Danmörku. Noregur er rekinn surplus: umfram fer meðal annars til verðtyggingja í olíu grunn Bretlands. Ríkisjóður Þjóðverjar er skila yielding [til lánadrottna] sem eru nánast flatir raunvextir undir  2,0% á öllum 15 árum. Öruggt og áhættu laust.

Svo eru mismunandi framboð hvað varðar neysluverðflokka og þannig sum ríki þar sem gæði eru hlutfallslega meiri koma lægri út í samanburði of þau sem selja til dæmis mikið af beygluðum gúrkum , svínaeyrum og get verið að sýna kaupmátt sem mælist vart í ríkjum, þar  þetta selst ekki almennt.

Íslendingar skilja ekki að Skattar einstklinga til sveitarfélga [borgargjöldin] er flatir  hlutfallslegir skattar sem allir verða skila án afsláttar fyrir fram.  Progressive reiðufjárinnkomu skattar byrja svo þegar grunn skatttur hefur verið greiddur. Þessi "marginal tax" til ríkisins [rammaskattur uppgjörbila skiptur] og markar fjárlagaramma: tekjustofna ríkis. 

Dæmi reiðufjárinnkoma einstaklings er  800.000 kr.  þá kostar það 400.000 kr. gjald til Borgar=sveitarfélags : í Skannavíu þá er þessu skila öll í nafni Strafsmanna  einsklinga.

800.000 kr. geta síðan mynda þrep=uppgjörs bil.  200.000 kr. + 400.000. kr. + 200.000 kr  

Ríkið tekur  kannski engan skatt að fyrstu 200.000 kr. sem einstaklingur halar inn af reiðfjármarkaði. 1 þrep. skilar kannski ] 8% [ 800.000 kr. - 200.000 kr.] =  48.000 kr. sem far beint í heilbrigis geira síðustu aldir [ kallað í Svíþjóð áður Amt skattur<=greifaskattur]. Annað þrep. getur þá verð [800.000kr. - 600.000 kr]  x 4% =  8.000 kr. greiðandi kallast þá einstaklingur með tekjur=innkoum í hærri kantinum utan Íslands sem fjármagnar annað þrep ríkisins [? varsjóðir í til að eiga á móti samdrætti].     

Ísland hefur ekki nógu greinda einstklinga hér frá 1918 til skilja borgarlega skatta álagninu. 

Danir greiða [borgara skyldu gjald]  sem hlut af "útsvari" í Den danske Folke pension  og það réttindahöfum hvers árs hvað þetta er há prósenta [sem fer í lámarks framfæslu].   Segjum að allir Danir 18 ára aldri eigi rétt á 163.000 kr. [öryrkjar viðbót].   

Um 1964 þá koma félög/stofnanir  starfmanna og félög/stofnanir atvinnurrekenda inn í .  Og þá borgar einstaklingur  af sínu reiðufé 1/3 hluta og Atvinnurekandi 2/3 hluta í viðbót   sem tryggir þennan einstakling um meira en 163.000 kr.   þetta er því háð heildar útborgðu reiðfé til stafsmanns [hópa  þeirra]: og þessir sjóðir þurfa ekki að borga arð til eigenda og iðgjalda kostnaður lægri en hjá séreigna stofnum sem tryggja pension og [eftir 1990] er þá líka hægt að draga þetta gjald frá progressive tekjusköttum.   

Einstaklingur eftir 55 ára eða 65  ár, getur þá verið með þrjár innkomur sem skattleggjast á hverju ári sem ein Progressive [Marginal tax.

Þar sem Ísland er með eintætt skattakerfi og framfærslu tryggingar kerfi . Mismunar eftir reiðfjá innkomu og  gefur afslátt af grunngjald [útsvari t.d.] þá er skiljanlegt að sérfræði einstaklingar hér skilja ekki hlutfallslega samanburð hlutfalla: almenningur ekki almennt prósentur.

Kerfið erlendis í stöndugum ríkum tryggir að sama hlutfall af heildar reiðufjár innkomu allra ríkisborgar [og þeirra sem hafa lögheimili í ríkju ] á hverju ári fer alltaf til borga=Sveitarfélaga og í heilsugeira. þá hrynja ekki grunn stoðir ríkis progressive tekju skattanna.  Ísland er með nefskatta og  beinar fastar bótagreislur í sínu kerfi. Orðaforða sem er löngu búið leggja niður á Norðuslóðum erlendis.   Öllu hér blandaði í hrærigraut eins og tíðkast á heimilum bænda og sjómanna á hverju ári til skipta niður á mannskapinn á heimilum.

Útsvar byrjar hér við fyrstu 129.000 kr. innkomu starfmanns.  Innkoma yfir  163.000  kr. telst maginal tax bær . Það er umtalsverð [af vitskertum Íslendingum: því þetta er vart progessive innkoma].

Erlendis ef lámarks framfærsla reiknar 163.000 kr. þá er Borgargjald  65.200 kr. Þannig verður persónuafláttur miða við brúttó reiðfjá innkomu einstaklings á 1 þrepi.  228.200.   

Sá er með heildarlaun 800.000 kr.  [Brúttó reiðufjár innkomu] . Greiðir í heilbriðgeira:  800.000 kr - 228.200 kr. x 8,0% [t.d] . 45.744 kr. á mánuði. Í grunn greiðir hann 320.000 kr.[í USA þá skilar Atvinnrekandi í sínu nafni , laun sér það ekki sínum launseðli : 160.000 kr. ]
Hann sér heildar laun : 640.000 kr.  Skilar 205.744 kr. [Atvinnurekandi [160.000 kr.] Í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og víðar öllu skilað á launaseðili Starfsmanns.     Launung og fara leynt með er hefð í þessum málum .  

En 80% þegnar með lægstu reiðufjárinnkomu bera meira af velferðagjöldum í grunn efnahagstryggingar, hlutfallslega jafnt án afsláttar en greiða segum fyrst progressive af tekju skatta eftir  237.000 kr. handbærar þá verður allment verðlag að sjálfsögðu hærra að raunvirði í því ríki.   Íslendingar geta ekki borið sig saman við önnur ríki marktækt þar sem grunn lög hér eru frumstæð og órökrétt í nútíma borgar samfélögum : Segjum 80% bú í Stórborgum 5 % í þéttbýli  og 5 % á sveita býlum.   Borgar hagfræði  byggir á grunni stórborgar: ekki liði á sveita bæjum.    Byggir á reiðfjárinnkomu [ tekjum af borgar markaði]  sem koma samfara sölusköttum á hverju ári.

GDP [PPP]  mælir vegið  meðtal  sölu skattskyldrar vöru og  þjónustu á samanburðar svæðum: raunvirð [real worth]  af því búið er selja almennu vöruna á þjónustuna. 

Þegar EU samanborið við USA fer að sejla almennt útlitisgallaða bannanna og beyglaðar gúrkur  í meir meira mæli en selst almennt í USA  og þetta skilar hærri hluta af reiðufjárinnkomu almennings í EU. Þá eykst hCIP reiknað af Brussel , en ekki af AGS eins mikið: því þeir reikna meðalsöluverð verðflokka á öllum gúrkum og bönunum yfir all jörðina. Lífkjör mældust hærri hér þegar byrjað var reikna miðað við hCIP.  AGS mælir með  að hlutur Ríkisins= ekki vsk. greianna verði minni <=> Hlutur vsk. sem greir aem skila raunlaunsköttum og vsk. af þeim verði sem mestur til að PPP mælist hærra á hvern Íbúa í framtíðinni.  Taka ríksstofnum af föstum fjárlögum [úr efnahagsreiknig]  gera "private" er til að lækka yfirbyggingar kostnað tryggja hæfari stjórnendur sem má reka á hverjum aðalfundi [ábyrgt eftirlit til viðbótar: hluthafar hér er það hinvsvegar ekki almennt: engin hefð fyrir kauphöllum].  Ekki breyta lávirðirekstri í hávirðis risky: því það skerðir þá bara PPP neysluna meira almennt [ný byggingar skila vsk. en bara einu sinni].  það er ekki slaka á "supervision" [daglegu oipberu yfirliti] á nýja eignarhaldsforminu eða regluverki: ekki auka raun reiðufjárvöxt: greiða lága fasta  flata raunvextr  í arð.  Í samræmi við þýsk 15 ára ríkisskuldbréf.

CIA fact book gefur upp hvað Ríki taka netto til sína af PPP.  Noregur tekur mjög mikið en USA leifir 10% ríkustu að vera það það sem er umfram EU t.d.   USA er með svipaða rekstra kostnað PPP og EU. Ísland: ekki vsk.greiarnir taka til sín um 45% af PPP raunvirði hvers árs. 

Júlíus Björnsson, 28.7.2013 kl. 06:05

7 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Eg er nu ekki haskolageingin,en eg hef buid i DK i mørg ar einnig a Islandi eftir hrun og verd ad seigja tessar tølur eru rugl eda a eg ad seigja leikur ad tølum.Eg hef mørgum synnum meiri kaupmatt her sem td Vekamadur a lagmarkslaunum en eg hef a Islandi.Island er og hefur altaf verid laglaunaland,eg var i mjøg godu Togaraplassi(isfisktogari)en arstekjurnar nadu varla verkamannalaunum her,og ekki held eg meiru eftir i % i umslaginu a Islandi en eg fæ i DK,en eg get to lifad tokkalegu lifi af Dagvinnu her a islandi deyr folk ur hungri ef tad a ad lifa a 37 timum a viku(lagmarkslaun a islandi um 200,000

Lægstu laun i DK um 450,000 kronur(ca 20,000 a manudi)atvinnuleisibætur 167,000 ca a islandi tæp 400,000 i DK

Þorsteinn J Þorsteinsson, 28.7.2013 kl. 08:49

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, verðlag skiptir máli - - bendi á sbr. Eurostat á verðlagi milli ríkja, en þar kemur greinilega fram að verðlag er töluvert hærra í Danmörku en á Íslandi, ef að auki t.d. húsnæði er verulega dýrara einnig þá er að auki tekið tillit til þess; auk fjölda annarra atriða sem kemur fram á vef Framkvæmdastjórnar ESB sjá hlekk í athugasemd að ofan:

Price levels of food ranged from 61% of the EU27 average in Poland to 143% in Denmark in 2012

..............fæða....brauð...kjöt...mjólkurvörur

Ísland.......118....130.....119....112

Danmörk...143....159.....132....117

Eurostat ber auðvitað ábyrgð á þessari tölfræði.

Kannski sparar þú þér t.d. að eiga bifreið, en slíkt er auðvelt ef maður á heima í Kaupmannahöfn. En þ.e. síður mögulegt á Íslandi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.7.2013 kl. 12:05

9 Smámynd: Már Elíson

Það þarf engan háskólagenginn mann til að sjá að þessi upphafsgrein er mikil einföldun og aðeins til að slá ryki í augu fófróðra lesenda. - Það vantar algerlega debet/kredit á milli þessarra þjóða (fólksfjölda, kaupmátt launa, verðbólgu, VERÐTRYGGINGU lána og vaxtastig o.fl.) sem skiptir máli.

Það er eitthvað annarlegt sem býr að baki svona bloggfærslu og faldar (ósagðar) upplýsingar sem skipta raunmáli ef fólk á að taka á mark á svona skrifum.

Már Elíson, 28.7.2013 kl. 12:30

10 Smámynd: Hörður Sigurðsson

Sæll Einar Björn, ég ætla að leyfa mér að mótmæla þessum endalausu rangfærslum, ég er innilega sammála Þorsteini J Þorsteinssyni um lífskjör í Danmörku versus Ísland, það er alveg sama hvar er litið niður í þeim efnum, allt er helmingi dýrara og helmingi lægri laun á Íslandi en DK alveg sama hvernig menn fara að því að reyna að búa til eitthvað annað sem engann veginn stenst skoðun, Þetta vitum við mætavel sem búum og/eða höfum búið í Danmörku til fjölda ára, ég bjó þar á árunum 2000 til 2007 og börnin mín búa þar enn og ég kem þangað oft, þannig að ég veit mætavel hver lífskjörin þar eru í samanburði við Ísland. Eina leiðin til að kann hin raunverulegu lífskjör er að mæla hvað maður getur keypt fyrir launin sín í viðkomandi landi, ekki með því að umreikna í einhvern handónýtann gjaldmiðil (ísl kr) sem ekki einu sinni hefur skráð gengi í dönskum bönkum og móðgar sjálfsagt margann landann. Skattar hér á landi eru bara glæpur og margfalt hærri en í DK og aftur komum við að að mæla hvað við fáum fyrir skattinn, Tökum smádæmi,á því sem ég get keypt fyrir mín tímalaun á Íslandi og dóttir mín í DK, ég get keypt 5 lítra af bensíni, hún getur keypt 11,5 lítra, hún getur keypt alveg helmingi meiri mjólk og helmingi fleiri brauð fyrir sín tímalaun en ég, svona mætti halda áfram að telja upp. En staðreyndir eru bara einfaldar, alveg sama hvernig þið reiknið þá verður þetta bara ekki sambærilegt, veit ekki í hvaða verslunum þið hafið gert kannanir í, eða kannski eruð þið að slá ryki í augu fólks með því að reikna allt í ísl krónur, Nei Einar þetta eru bara staðreyndir og óhrekjanlegar með öllum reikningskúnstum.

Hörður Sigurðsson, 28.7.2013 kl. 20:34

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Strákar, hvað rangfærslur - - þetta eru tölur frá Eurostat!

Hér kemur fram að verðlag á Íslandi er lægra - ekki hærra, eða lesið þeirra tölfræði sjálfir.

Price levels of food ranged from 61% of the EU27 average in Poland to 143% in Denmark in 2012 

Og tölurnar úr færslunni að ofan, eru teknar af þessum hlekk:

GDP per capita in the Member States ranged from 47% to 271% of the EU27 average in 2012

Ef þið hafi e-h að athuga við þessar tölur, sendið þá sérfræðingum Eurostat línu - hafið þær umkvartanir vel rökstuddar. Efa þeir hlusti á nokkuð annað en rökstuðning með dæmum, um að þeirra tölfræði sér röng.

Ég að sjálfsögðu hafna aðrdóttunum um rangfærslur, það stendur eiginlega á ykkur að sína fram á hverjar þær eru.

En ykkar fullyrðingar virðast ekki standast tölfræði Eurostat. Hið minnsta sýnir sú tölfræði töluvert aðra mynd en þá sem þið haldið svo ákveðið fram.

"Það vantar algerlega debet/kredit á milli þessarra þjóða (fólksfjölda, kaupmátt launa, verðbólgu, VERÐTRYGGINGU lána og vaxtastig o.fl.) sem skiptir máli. "

Þetta er mæling á neyslu - og með því að reikna fyrir áhrif mismunandi verðlags, að sjálfsögðu eru áhrif mismundandi verðbólgu tekin út. 

Þannig að tölurnar verði samanburðarhæfar.

Að sjálfsögðu eru tölurnar miðaðar við eyðslu einstaklinga, til að gera tölurnar sambærilegar óháð stærð ríkja.

Þ.e. einmitt aðferð við að mæla kaumátt launa að mæla neyslu - með sambærilegum hætti eins og Eurostat gerir.

Þú þarft að gera betri tilraunir en þetta - minn kæri.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.7.2013 kl. 22:24

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er eiginlega pyrrandi að menn komi með stór orð, og hafa augljóslega ekki haft fyrir að skoða þær heimildir á hlekkjum sem eru upp gefnar.

Við skulum vera ánægð með það að staða Íslands lífskjaralega er ekki verri en þ.s. neyslugreining Eurostat sýnir fram á.

Að verðmæti neyslu meðalíslendingsins sé 110%, að sjálfsögðu umreiknað af sérfræðingum Eurostat miðað við evrur; sýnir það að þrátt fyrir nýleg áföll - - eru lífskjör Íslendinga ívið hærri en mælt meðaltal íbúa aðildarþjóða ESB. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.7.2013 kl. 22:45

13 identicon

Sæll Einar Björn

Er þetta ekki bara allt saman komið að því að hrynja núna?

Sjá : Why a Dollar & Euro Collapse Is Guaranteed http://stormcloudsgathering.com/why-dollar-euro-collapse-guaranteed

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.7.2013 kl. 23:04

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rugl - þ.s. sjálfskipaðir sérfræðingar taka ekki tillit til, er að peningakerfið hefur verið til í um 300 ár. Bretar fundu það upp þegar þeir settu Bank of England á fót, og fól honum prentunarheimild.

Lengi vel tóku Bandaríkin ekki þátt, voru ekki einu sinni með samræmda peninga fyrr en rétt fyrir aldamótin 1899/1900. Heldur gáfu bankar út peninga - sjálfir, þ.e. það voru margir gjadmiðlar í Bandar. Stundum gufuðu þeir upp - þ.e. urðu verðlausir er banki fór á hausinn. Það gerðist reyndar alltaf öðru hverju - - og það var einmitt eftir nokkurn fjölda slíkra hruna í kreppunni sem hófst ca. 1878/79 og stóð ca. 18 ár, að krafan um samræmda peninga kom fram.

En peningar gefnir út af banka sem hefur orðið gjaldþrota voru að sjálfsögðu eins verðlausir og hlutafé gjaldþrota fyrirtækis er. Núverandi Seðlabanki Bandar. með prentunarvaldi var þó ekki stofnaður fyrr en 1913 en, en á undan var rekinn Seðlabanki nokkurs konar sem samlag í eigu stærstu banka Bandar. sem sagt ekki í eigu stjv.  - - og það hafa alltaf verið menn á hægri kantinum í Bandar. sem hafa viljað fara til baka í gamla kerfið fyrir tilurð Seðlabanka í eigu ríkisins sem hefur prentunarvald. 

------------------------------------

Ef við tökum breska heimsveldið sem í reynd stjórnaði peningakerfi heimsins í nærri því 300 ár, þá varð Bretland í reynd 3-sinnum gjaldþrota.

Þeir hafa sögulega farið svo hátt í skuldastöðu sem rúml. 200% af þjóðarframleiðslu, en alltaf tekist að koma sér út úr þeim vanda aftur.

Þeir gerðu það með því að gefa út 100 ára ríkisbréf, með mjög lága vexti.

Það hafa þeir gert í 3. skipti.

Þetta er í reynd form af "financial repression" þ.e. aðilar voru í öll skiptin í reynd þvingaðir til að kaupa þau bréf. Sem alltaf í öll skipin voru með raunverulega neikvæða ávöxtun.

Þ.e. ein aðferð til að leysa vandann - - "financial repression."

Hin aðferðin er - - verðbólguleiðin. En Bandar. fóru hana í reynd í kjölfar Seinna Stríðs þegar skuldir Bandar. sem voru mjög háar fyrstu árin eftir stríð, lækkuðu hratt.

Það eru þessar tvær leiðir sem sögulega hafa virkað - - önnur hvor verður farin.

Það getur verið misjafnt eftir löndum, hvor verður notuð.

"Financial repression" hefur t.d. verið beitt af ESB gagnvart vanda Grikklands, þegar í 2-skipti þvingaðar hafa verið fram afskriftir einkaaðila á skuldum þess.

Mig grunar að "financial repression" verði beitt í fleiri skipti í Evrópusambandinu.

----------------

Nei það verður ekkert endanlegt hrun á dollarnum fremur en að það varð endanleg hrun á pundinu í þessi 3 skipti.

Evran getur farið, en þ.e. önnur ástæða fyrir því, sú að ESB er ekki ríki. Og baklandið þ.e. þjóðabandalag er ekki eins tryggur bakhjarl og þjóðríki eru.

  • Þeir sem halda því fram að peningakerfi sem ekki sé stjórnað af stjórnvöldum sé betra, hafa ekki kynnt sér söguna af hinum mörgu gjaldmiðlum sem tíðkuðust í Bandar. á 19. öld og voru einungis á ábyrgð einstakra bankastofnana. 
  • Peningar eru í eðli sínu alltaf "volatile" fyrirbæri.
  • En þ.e. ekki til fyrirbærið - stöðug eign í raun og veru.
  • Öll svokölluð föst verðmæti, eru í reynd stöðugt á flökti í virði - eftir því sem eftirspurnin sveiflast - sem sveiflast í takt við sveiflur í efnahag fólks.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.7.2013 kl. 00:11

15 Smámynd: Hörður Sigurðsson

Kæri Einar, ekki verða svona fúll og þetta títtnefnsa Eurostat þitt er greinilega jafn áreiðanlegt og greiningadeildir Íslensku bankanna,, Mér er nákvæmlega sama hvaða tölur og útreikninga þú sýnir, staðreyndirnar eru það eina sem er rétt, Meðallaun í Noregi og Danmörku eru 27 euro en 11 euro á Íslandi, Man ekki hvaða stofnun, hvort það var OECD eða einhver önnur, allavega mjög áreiðanleg,, (alls ekki greinigadeild ísl banka) sem gerði könnun á launum og framfærslu í 21 evrópulandi núna sl vetur og niðurstaðan var að Swiss var í 1 sæti Noregur 2 sæti og Ísland í 19 sæti, blákaldar staðreyndir, alveg sama hvað eitthvað Eurostat bull segir, kynntu þér staðreyndir og ekki fullyrða að annað fólk sem hefur búið í öðrum löndum viti ekki hvað það er að segja.

Góðar stundir

Hörður Sigurðsson, 29.7.2013 kl. 23:53

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

Bankar með lögheimili þar og PPP veð í öðrum ríkjum auka heildar PPP á í búa. Vsk. Production er það sem skiptir öllu máli : það er vsk. er heildar skattur á raunvirði sem greiðist að loka kaupenda : 80% er almennir neytendu í borgum.  Ég hef á til finningunni að framleiðslaa hér vísi þá í en frumvinnslu efna  eða lávirðauka framleiðslu áður en launkostnaður í smásölu bætist við.     Real Valur Added= Vat.

Fiskur +  vinnslu laun +  birgja laun +  smásölu laun  [vextir og arður] skilar loka vsk.  Allt sem skilar vsk er framlag í PPP. Real Cash production.   Luxemburg bíður upp á svipað neytenda velferð [nettó reiðfjárinnkomu  einstaklinga] og nálæg ríki. til að fyllast ekki upp af sveita ómögum.

Í allar Íslenskar-erlendrar orðabækur vantar fjámál og lagforða minna EU forfeðra.  Enda engin furða að Íslandi geti ekki aukið raunviðri eigin hráefna og orku á eigin mörkuðum.   Insular er ekki hernaðhyggja sem er grunn EU birgar menningar arfleiðar. Efnhags stríð er daglegt brauð milli elíta Meðlima Ríkja EU. Þar er hinsvegar stétta skipting og 80% grunnur finnur vanlega lítið fyrir sveiflum í moron heilum í toppi eins og Íslendingar almennt.

PPP heldur um verðflokka :  Ríki sem selja mikið af verðflokki 5 [S-EU] er með lægri PPP tekjur miðað við sama magn.  þetta er búið að gilda frá dögum Rómar.

5 verðflokkur til manneldis selst á hærra verði almennt en í USA. þessvegna sýnir hCIP evrur sterkari. Þegar bara er tekið vegið meðaltal á EU svæðum I og II.

lið sem skilur ekki verðflokka hefur aldrei farið á alvöru markað, má greina á bulliunu sem kemur út úr því. Íslendinga hafa tvo veikleika skila ekki orðskilgreinar sem skipta máli í öðrum tungum og hafa alltaf búið við handstýrða elítu markaðastjórnun. 

Meðal neytenda karfa í Þýsklandi er á hagstæðari verðum [minnlagt á í arð og vexti] er draslið [minni gæði] í Portugölsku körfunni sem vegur ekkert í þýsklandi. þarna getur  neytandi  sem er hlutlaus fundist PPP of hátt í Portugal [hærri áhættu vextir með veð í Portugölsku PPP]  en of of lágt í Þýsklandi.   Hvert er nettó reiðufjár innkoma 80 % einstklinga til að kaup vsk.eign sem endist ekki í eitt ár?  Það er lykillinn.  Alli Hollendinga og Þjóðverjar sem ég hef talað við eru á sama máli. Ég segi þeim hvernig Íslensingar skilgreina ERLEND HUGTÖK.  Real interest [above average[common] on stock market or bond market , realworth, SubPrime, Prime , common market , financial investment , risky investement , PPP , CPI, ...... Local , households income, average income , progressive income , marginal taxes, rate, ......... Flat taxes eru grunn tekju stofnar stöndugra ríkja og sveitarfélaga. Tryggja efnahaglegan stöðuleika hingað til.  Tekjur þeirr 10% ríkust sveiflast upp og niður og bólgna og visna , þar sem þeir hafa efni á því ef heildarþjóðar tekjur standa undir því. 60% þeirra sem fer til allra hina  í USA.

Í Danmörku er lífeyriframfærsluupphæðar trygging allra Dana frá fæðingu til dauða dags eða með hafa lögfesti í Danmörku greitt með  leggja á commune skatta , talsvert hærri en hér um 20% sem leggst á heildar reiðufjár innkomu þeir tryggðu sem þeir hirða á mörkuð.  lífeyristrygging fer inn í Folke pension sem stofnað var um 1903. [ekki á Íslandi] .  Ríksstarfsmenn fá eftirlaun 2/3 af síðata árs innkomu og æviráðningu[veðhæfa] 1903.  

Um 1965 þá var lífeyristryggingu sem strafsmaður greiðir 1/3 og atvinnurekandi 2/3 bætti við grunn trygginguna. þanni geta sumir fenið meira út í elli pension.

Grunn lífeyrir tekur af framfærsluskyldu sveitarfélaga sem lög föst og varinn af Danskri stjórnar skrá.  þanng getur þetta breyst á hverju ári  upphæð og Útsvarsprósenta.   Allherjar grunnsmatrygging um þjóðar öryggi.

Stéttar félög semja við félög atvinnu rekenda um hópgreiðslu sem tak mið að þeim taxta hópsins sem gildir á því ári sem viðbót er greidd í elli pension.   Félagasamtrygging     þar sem draga má heildar iðgjaldið frá reiðfjárinnkomu stofi einstkalings  og tekjum Atvinnurkenda hans á skatta ári.

Um 1995 er auð mönnum [eistklingum] svo leyft að draga frá reiðfjáinnkoum sparnað sem á tryggja þeim ofur lífeyri  og þá í sjóðum þar sem eigendur heimta arð = iðgjöld því dýrari.  Þarna er engin ríkisábyrgð og EU til skipun er skýr , einstaklingar sem eiga bundið fé á slíku reikningum , njóta ekki forgangs þegar stofnum kemst í greiðslu erfiðleika og er þess vegna lokað.  Íslendingar vita ekki 80% af inntreymi í áhættu bankanna var einmitt reiknaðir með loforði/væntingu um stigvaxand raunvirði umfram meðal á hverju ári til eilífaðar. Ég á frændur sem misstu aleiguna í Börsen : kauphöll Dana fyrir meira en 100 árum. Íslendingar tala um þessi mál eins og morons.    Ísland lifir ennþá af fiski og vsk. sem hann skilar þegar hann er greiddur til baka með vörum til manneldis og því sem Íslend gefur af sér og hægt er breyta í reiðufé.

Ef ungar stéttir hjúkrunarfræðinga í Danmörku lækki í raunvirði reiðufjá innkomu, þá minnkar elli viðbót á grunn geiðslu þeirra eldri líka.  

Allir hugsa um grunnin og stéttir um viðbót sinna félega.  Áhættu fíklar sér tryggja sig á sinn kostnað.

Júlíus Björnsson, 1.8.2013 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband