2.7.2013 | 23:38
Er efnahagslegur viðsnúningur við það að hefjast á evrusvæði?
Ég veitti því athygli í sl. mánuði sbr. - Hægir á samdrætti á Evrusvæði! - að þá virtist eiga sér stað umsnúningur á hagtölum á evrusvæði. Velti þeirri spurningu upp - - hvort viðsnúningur væri að hefjast?
Nú í næsta mánuði, er þetta trend að styrkjast - þ.e. tölur eru annan mánuðinn í röð betri en tímabilin á undan.
Þó enn sé víðast hvar þó ekki alls staðar samdráttur í tölum, þá er hann mun minni víða en sl. 12 mánuði á undan.
Ef þetta heldur svona áfram enn um sinn, gætu tölur farið í "hreina" aukningu - - sem gæti þá skilað hagvexti fyrir árslok. Skv. spá Seðlabanka Evrópu.
Þannig að spá hans rætist í ár - þó hún hafi ekki ræst sl. ár.
Pöntunarstjóravísitala Markit!
Þetta er pöntunarstjóravísitala fyrir iðnframleiðslu!
Yfir 50 er aukning - innan við 50 er samdráttur!
Countries ranked by Manufacturing PMI ® : June
- Ireland 50.3, 4 - month high
- Spain 50.0, 26 - month high
- Italy 49.1, 23 - month high
- Netherlands 48.8, 4 - month high
- Germany 48.6 (flash 48.7 ), 2 - month low
- France 48.4 (flash 48.3 ), 16 - month high
- Austria 48.3, 4 - month high
- Greece 45.4, 24 - month high
Ég bendi fólki á að opna hlekkina að ofan og skoða gögn MARKIT.
- En tölur Spán vekja mesta athygli, en í fyrsta sinn í 26 heila mánuði, mælist Spánn ekki í samdrætti í pöntunum til iðnfyrirtækja. Auðvitað er stopp í samdrætti bara stopp í samdrætti. Enn er eftir að vinna upp rúmlega 2-ja ára samfelldan samdrátt, mánuðina á undan.
Hvað er í gangi á Spáni? Skv. greiningu Markit, er innlend eftirspurn ennþá að koðna saman þannig að líklega mun vísitala þjónustufyrirtækja sýna samdrátt þennan mánuð. En samtvinnuð vísitala þ.s. báðar vísitölurnar eru lagðar saman. Ætti þá að sýna minnstu samdráttarmælingu heilt yfir í langan tíma.
"Respondents indicated that growth of overall new orders was largely reflective of higher new export business. New orders from abroad rose for a second successive month, and at a marked pace that was the fastest in more than two years. Respondents indicated that higher new business had been received from a range of international markets."
Einnig kemur fram að fækkun starfa sé sú minnsta sem mælst hafi á Spáni í töluverðan tíma - - byrgðir hjá fyrirtækjum hafi minnkað - - verð á fjárfestingavörum hafi lækkað en minna en áður - - minnkun neyslu einnig sú minnsta mæld um nokkra hríð.
Það sem valdi þessu sé aukning eftirspurnar að utan!
Hvort þessi aukning í útflutningi geti haldið áfram á þessum dampi, verður forvitnilegt að fylgjast með!
En það verður háð því hvað gerst á erlendum mörkuðum.
En höfum í huga samt þó að spænska útfl. hagkerfið er hlutfallslega lítið miðað við landsframleiðslu - man ekki töluna nákvæmlega en einhvers staðar á milli 35-40% af þjóðarframleiðslu.
Það þarf því að stækka í prósentum talið frekar ört - svo það lyfti heildarhagkerfinu. En ennþá er samdráttur á móti í þeim hluta hagkerfisins sem er í kreppu, líklega er aukningin í útfl. hagkerfinu ennþá ekki nægilega stór. Til að framkalla nettó vöxt alls hagkerfisins.
Síðan getur tekið mörg ár fyrir útl. hagkerfið að vinna á atvinnuleysinu. Þá gef ég mér það, að Spáni takist með stífu aðhaldi þau ár að viðhalda þeirri áunnu samkeppnishæfni sem útfl. hagkerfið nú hefur.
- En ef þessi aukning heldur áfram á þessum dampi, er það hugsanlegt að næsta ár verði smávegis nettó hagvöxtur!
- En mun það duga til þess, að forða spænska ríkinu frá "gjaldþroti"?
Skuldirnar nálgast óþægilega hratt 100% múrinn - - og þó svo að útfl. hagkerfið vaxi áfram næstu ár, þá líklega mun samdráttur þess hagkerfis - - sem beið skipbrot á Spáni. Halda áfram enn um sinn!
Jafnvel 1-2 jafnvel 3 ár enn, þó svo að nettó hagvöxtur verði þau ár. Ef vöxtur útfl. hagkerfisins nær því að verða stærri en sogið af hinu draslinu.
- En kannski fer saltfisksala til Spánar aftur að glæðast - - góðar fréttir fyrir Ísland.
------------------------------------------
Hvað með Ítalíu? Ítalía virðist einnig vera að fá - aukin viðskipti að utan.
"The level of total new orders was supported by a solid rise in incoming new work from foreign clients. New export orders have now increased for six successive months, and the latest rise was the sharpest since April 2011. "
En samanborið við Spán eru jákvæð áhrif til staðar - þ.e. þau sömu, en ívið mildari atriði fyrir atriði.
Síðan skuldar ítalska ríkið svo skelfilega mikið - - mér skilst að Ítalía þurfi ca. 3,3% hagvöxt til að standa undir þeim.
Þannig að jafnvel þó að Ítalía hugsanlega eins og Spánn hefji sig upp í smávegis mældan vöxt, þá væri ítalska ríkið samt líklega á leið í gjaldþrot - þ.e. einhvers konar "nauðasamninga" við kröfuhafa.
Mér grunar reyndar, að Spánn endi í þeim bát einnig - - þó lítill séns geti verið til staðar, að Spánn sleppi.
------------------------------------------
En hvað er í gangi í Þýskalandi? Þýskaland er eina landið á þessum lista, sem er með verri tölur en síðast. En þ.s. áhugavert er að þá voru tölurnar einnig slæmar.
"New order volumes received by manufacturers fell marginally in June. Panellists linked the decline the third in the past four months to lower client demand and weak economic conditions. New export orders meanwhile fell at the sharpest rate in 2013 to date, with respondents particularly seeing a reduct ion in new work from Asia and the rest of Europe."
"Reflective of the weaker trend for new orders, manufacturers reduced their workforces for the third consecutive month in June. Almost 14% of panellists reported job losses, with the overall decline the strongest since January."
Mér finnst áhugavert - - fækkun pantana frá Asíu?
Það kemur ekki á óvart að það dragi úr eftirspurn í Evrópu, en samdráttur ofan í það frá Asíu. Hefur hitt Þýskaland - harkalega. Kína á leið í vandræði? En Þýskaland hefur verið háð viðskiptum v. Kína í seinni tíð, vonin verið sú að aukning eftirspurnar þar bæti upp minnkun eftirspurnar innan Evrópu. En ef Kína er raunverulega á leið í kreppu?
Síðan fækkar störfum 3-mánuðinn í röð í þýskum iðnaði. Viðsnúningur sem sagt á þessu ári hvað þetta varðar.
- En hvert ætli þá að Spánn og Ítalía séu að sækja "aukin viðskipti"?
Mig grunar að Spánn sé að fá viðskipti frá S-Ameríku. En Ítalía hefur lengi verið sterk á sviði tískuiðnaðar, það má vera að sú eftirspurn sé meira "robust" um þessar mundir. En eftirspurn eftir bifreiðum og vélum/tækjum - sem Þjóðverjar selja.
Ef Kína endar í kreppu eins og fj. fólks er farinn að óttast, þá líklega koðnar allt niður að nýju.
------------------------------------------
Frakkland: Þar virðist að innlend eftirspurn sé að dragast mun síður saman í júní en mánuðina á undan, en samdráttur í pöntunum til útflutnings var í reynd meiri í júní en í maí.
Það hefur verið bent á, að hin risavaxna samneysla í Frakklandi, dragi töluvert úr sveiflum - - en hún er e-h í kringum 53% af þjóðarframleiðslunni. Magnað!
En það hlýtur að grafa undan getu Frakklands að rísa undir þeim 53% ef útflutningur Frakka heldur áfram að dala á þessum dampi!
En Frakkland er þegar með viðskiptahalla - - kann ekki góðri lukku að stíra, ef sá vex frekar.
------------------------------------------
Holland: Ég hef smávegis verið að fylgjast með Hollandi. En það hefur verið eitt af þeim löndum sem sögð eru standa "vel." En eigi að síður hefur það undarið verið í samdrætti. Eða síðan seinni part sl. árs.
Það áhugaverða er - - að meginástæðan fyrir fækkunum pantana. Er minnkun innlendrar eftirspurnar.
En pöntunum í reynd fjölgaði að utan!
"Weighing on the performance of the sector was a further reduction in the level of new orders received by Dutch manufacturers. The latest decrease in new work was the ninth in consecutive months, albeit marginally. The principal area of weakness was again the domestic market, as shown by a further increase in new export orders. Although moderate, growth of foreign sales was the fastest in five months."
Það er ástæða til að veita Hollandi athygli, því Holland hefur akkilesarhæl - - nefnilega að Holland er með skuldseigustu húsnæðiseigendur á gervöllu evrusvæði. Í Evrópu allri skulda einungis danskir húsnæðiseigendur meir að hlutfalli af tekjum.
Þ.s. það ástand þíðir "rökrétt" er að staða húsnæðiseigenda er þá "viðkvæm" - hætta á að þeir lendi í vanda, ef tekjur skreppa saman. Og auðvitað, ef þeir tapa vinnunni.
Fækkun starfa eru því slæmar fréttir - - líklega íta undir frekari minnkun innlendrar eftirspurnar.
"Employment continued to decline in the lates survey period, in line with the trend observed since February. Moreover, the pace of job shedding accelerated to the fastest in four months."
Greinilegt að kreppan er að skapa harða samkeppni milli seljenda og framleiðenda, sem sést á lækkandi verðum bæði fyrir fjárfestingavörur og fyrir endanlega framleiðslu.
En kannski, þíðir það að samkeppnishæfni þeirra batni - - sem getur þítt aukin viðskipti að utan, áfram.
Spurning hvort að Holland - - sleppur frá því að lenda í húsnæðisskuldakreppu!
"Input costs faced by Dutch manufacturers were down for a fourth con secutive month in June, reflecting lower prices for a range of raw materials. Although easing slightly since May, the rate of decline remained substantial."
"Output prices also fell, albeit to a less marked degree than input costs. The latest decrease in se lling prices was solid, but slightly slower than in the preceding two months. Panellists frequently cited competitive pressures as a factor weighing on selling prices."
------------------------------------------
Grikkland: Tja, það heldur áfram að vera "basket case." Þó samdráttur þar sé minni - - er hann samt ennþá mikill. Og það ofan í allan þann samdrátt sem þegar er orðinn.
Áhugavert í upplýsingum um Grikkland er, að pantanir að utan minnkuðu meir en innlendar pantanir, og var samdráttur erlendra pantana sá mesti mældur síðan í febrúar þetta ár. Ekki er því að sjá, að Grikkland sé að ná fram sambærilegum útflutningsárangri sem sjá má stað á Spáni eða Ítalíu.
Erfitt að sjá að Grikkland eigi nokkra möguleika á því að komast úr sínu skuldafeni.
Verður örugglega að fá mikið af núverandi skuldum - fyrirgefnar.
Niðurstaða
Heildarniðurstaða MARKIT er að pantanir til iðnfyrirtækja á evrusvæði dragast minna saman í júní en þær hafa gert í 16 mánuði. Mælt PMI er 48,8 eða 1,2% samdráttur.
Það er samt of snemmt að fullyrða að þetta sé "viðsnúningur" en - að tveir mánuðir í röð séu þetta mikið skárri en tímabilin á undan. Lofar samt góðu.
Rétt að árétta þó, að enn eru mældar tölur yfir pantanir í samdrætti, sem kemur ofan á samdrátt fyrri 16 mánaða. Mikið því af samdrætti sem eftir er að vinna upp.
Það þyrfti töluvert kröftugan hagvöxt, til að vinna að ráði á því gríðarlega atvinnuleysi sem er til staðar, en slíkur vöxtur virðist ekki í kortunum.
Heldur að hugsanlega slefi evrusvæði upp í últra hægan hagvöxt. Ef það raunverulega á sér stað, að viðsnúnings "trend" sl. 2-ja mánaða heldur áfram.
Það myndi þíða, áframhaldandi samfélagslega tragedíu - - vegna áframhalds hins ofsalega atvinnuleysis.
Upplifun almennings að það sé kreppa, myndi líklega ekki breytast nærri því strax. Eða ekki fyrr en það fer raunverulega að rofa að ráði til um atvinnumál. Sem enn getur verið nokkur ár í.
------------------------------------------
Ef þ.e. útkoman - - þá væri þetta "japönsk" stöðnun!
En 10. áratuginn, þá mældist oft í Japan hægur hagvöxtur. Lífskjör hafa ekki orðið neitt hrikaleg í Japan, en séð heilt yfir hefur hagkerfið í Japan verið nokkurn veginn alveg "flöt lína" frá 1990.
Japan því hnignað hlutfallslega verulega mikið.
Á hinn bóginn, er ástandið á evrusvæði víða mun verra en það nokkru sinni varð í Japan, þegar kemur að hnignun lífskjara og atvinnumálum. Og því of snemmt að fullyrða að mál endi þó eins vel og í Japan.
Ps: Bendi fólki að lesa áhugaverðan pistil - eftir Otmar Issing: The Risk of European Centralization
Skoðanir fyrsta Seðlabankastjóra Evrusvæðis eru alltaf áhugaverðar. En hann er ekki þessi dæmigerði evrusinni, eða ESB sinni. Sem á ekki að skoðast svo að hann sé andvígur ESB eða evru. Hann barasta vill ekki endilega nákvæmlega sömu framtíðar ESB og sumir aðrir vilja.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning