23.6.2013 | 03:13
Sýrlandsstríðið virðist stefna í hraða stigmögnun!
Síðan stjórnarher Sýrlands tók mikilvæga landamæraborg á landamærunum við Líbanon, og hefur síðan virst í öflugri gagnsókn gegn "uppreisnarmönnum." Hafa raddir um "þörf" fyrir aukna aðstoð við andstæðinga Sýrlandsstjórnar magnast stig af stigi. Um helgina, eins og hefur komið fram í fréttum, hefur verið stofnaður formlega klúbburinn "Vinir Sýrlands" sem innihalda áhugasöm ríki - - sem hafa gert samkomulag um að aðstoða sýrlenska uppreisnarmenn - af fremsta megni, í samræmi við eigin getu.
Syria rebels to get military support
Western, Arab states to step up Syrian rebel support
Saudi Arabia increases supply of arms to Syria rebels
Thousands of Shi'ites ready to fight in Syria, Iraqi says
Obama v Kerry: the new dividing line in US foreign policy
Putin warns on arming Syrian rebels as conflict widens
Bendi einnig á fyrri umfjallanir mínar um Sýrlandsstríðið:
Af hverju er ríkisstjórn Sýrlands að styrkja stöðu sína?
Sýrland er leiksoppur nágrannaríkjanna!
Samstaða með Sýrlendingum! Eina vonin um frið í Sýrlandi er að Bandaríkin semji um frið við Íran!
2 áhugaverð ummæli setja hættuna á frekari stigmögnun í áhugavert samhengi!
Ummæli írasks ráðherra - "If another attack against Shi'ites takes place similar to Deir al-Zor, or against the shrine of Sayyeda Zeinab, not only a handful of men, but thousands of Shi'ite men will go to fight alongside the regime and against al Qaeda and whoever backs al Qaeda," - "After Deir al-Zor, thousands of Shi'ite youths from Iraq and all over the world will head to fight in Syria. If 300 Lebanese Hezbollah fighters changed the equation in Syria, Iraqi young men will go to Syria to change it a hundred times over,"
Ummæli saudi arabísks aðila sem stendur nærri ríkisstjórn landsins - Saudi Arabia will not allow an Iranian victory in Syria, Jamal Khashoggi, a Saudi analyst close to decision-making circles, wrote recently. Saudi Arabia has to do something now, even if it will do it alone. The goal now must be toppling Bashar, even if the US is not involved. If Saudi Arabia leads the way, Sunni tribes and other countries, including France, will eventually join.
Stríðið í hratt vaxandi mæli er að verða að - - Shia vs. Sunny stríði.
Vesturveldin virðast ætla, að taka sér stöðu með ríkjum súnníta!
Meðan, að fram að þessu er einungis Rússland sem styður Íran með fremur opnum hætti, ásamt því að vera að senda Sýrlandsstjórn vopn.
- En ég velti fyrir mér, hvaða leik Kína gæti dottið í hug að spila, en Kína hefur tekið þátt í því að blokkera ásamt Rússlandi, ályktanir innan Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna.
- En Kína gæti mjög auðveldlega grafið undan viðskiptabanni á Íran, með því að bjóða þeim að kaupa af Íran olíu - fyrir kínverska peninga. Ef Kína sýndist svo.
- En mér hefur virst skv. ísköldu mati, að Kína geti haft tækifæri til að auka áhrif sín á Persaflóasvæðinu, með því að "gera Íran háð Kína." Þannig hugsanlega að auki, tryggja sér einokun á írönsku olíunni - - en fyrir mér, virðist fátt vera í þeirri stöðu sem myndi ekki vera Kína í hag. Þ.s. frekari styrking Írans, veikir stöðu bandamanna Bandar. á svæðinu.
- Atriði sem vert er að muna, er að í dag virðist Írak nánast bandamaður Írans. Írak sé nánast á áhrifasvæði Írans, fyrir utan Kúrdasvæðin í Norðurhlutanum.
- Það geti verið hentugt fyrir Írani, sem í dag eru að nota hið líbanska Hesbollah til að aðstoða stjórnarher Sýrlands, að auki - beita fyrir vagn sinn. Viljugum íröskum sýtum.
- Það geti verið þægilegra fyrir Íran, en að beita íranska byltingaverðinum með beinum hætti innan Sýrlands, til að styðja við Sýrlandsstjórn. Kannski, að beiting þeirra sé höfð í bakhöndinni þar til síðar.
- Ummæli íraska ráðherrans, benda til líklegasta svarsins við auknum stuðningi vesturveldanna við andstæðinga Sýrlandsstjórnar - - að róttækir sítar frá Írak. Muni þá streyma yfir til Sýrlands frá Írak. Til að berjast við hina súnnísku skæruliða sem berjast við stjórnarher Sýrlands.
Ef ofangreint gerist, gæti styrjöldin ekki einungis borist inn í Lýbanon, heldur að auki inn í Írak!
En ef íraskir sítar fara að berjast innan Sýrlands í fjölda, virðist mér augljós krókur á móti bragði, hjá meginandstæðingi Írans á svæðinu - Saudi Arabíu; að dæla peningum og vopnum til íraskra súnníta. Og æsa þá til nýrrar uppreisnar, endurræsa þar með borgarastyrjöldina í Írak frá því fyrir nokkrum árum.
Það er nefnilega málið - - að þessi átök eru meginatriðum, átök Írans við Saudi Arabíu.
Saudi Arabía ásamt bandalagsríkjum m.a. Quatar á Persaflóasvæðinu, dæla peningum til sýrlenskra stjórnarandstæðinga og vopnum.
Meðan að Íran, styður stjórnarher Sýrlands með vopnum og peningum, eftir fremsta megni. Og nýtur stuðnings við það verkefni frá Rússlandi, sem einnig styður stjórnarher Sýrlands með vopnum og peningum.
- Ef stigmögnunin verður slík, að stríðið fer að nálgast að vera "allsherjar súnni vs. shia" stríð.
- Þá getur styst í formleg vopnuð átök, milli herja Sauda og Írans.
---------------------------------------
Það skrítna sem er - - nýtt fyrir Bandaríkin!
- Er að þau eru eins og þriðja hjól undir vagni í þessum átökum.
Stríðsfælni Bandaríkjanna er skiljanleg!
En eins og kemur fram í fréttaskýringu að ofan, þá nýtur Obama í reynd fulls stuðnings bandar. hersins, við þá afstöðu - - að vilja ekki "annað stríð."
En bandar. herinn, hefur lært af Írak og Afganistan, hve erfitt er að - - sleppa út úr stríði innan múslimalandanna. Þegar þú á annað borð, er búinn að koma þér í það.
Að auki, er verið að skera duglega niður hernaðarútgjöld í Bandaríkjunum - herinn stendur frammi fyrir fækkun, að fjárframlög til nýrra hertóla verði smærri í sniðum á nk. árum.
Sem eykur stríðsfælni hersins.
Miðað við það, virðist líklegt - - að ríkisstjórn Bandar. muni áfram láta önnur ríki um það, að leiða stuðning við sýrlenska stjórnarandstæðinga.
Áhugavert er hve Bretar og Frakkar, ætla sér að vera þar framarlega í flokki. Við hlið arabaríkjanna við Persaflóa.
Niðurstaða
Ástandið í Miðausturlöndum virðist stefna hraðbyri í átt að allsherjar stríði milli súnníta og síta. Ef stríðið breiðist út fyrir Sýrland yfir til Lýbanons og Íraks að auki. Eins og virðist raunveruleg hætta á að geti gerst.
Þá verður áhugavert að fylgjast með - - ákvörðunum Írans. En eftir því sem stríðsátökin yrðu víðfeðmari, yrði álagið á Íran - - meira.
Og Íran hefur ekki - - endalausa getu. En viðskiptabannið er að bíta. Spurning um - Kína. En mér virðist Íran eiga fræðilegt tækifæri til að selja sig til Kína. En þá að sjálfsögðu - dýru verði.
Kannski að kínverskar her og flotastöðvar, dúkki upp við Persaflóa á nk. árum. Á írönsku landi. Meðan að Kína fengi nánast einokun á írönsku olíunni - - en Íran er enn eitt af olíuauðugustu ríkjum heims.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:00 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott blogg, eins og vanalega.
Jónatan Karlsson, 23.6.2013 kl. 04:43
Eitt atriði enn í þessu, getur verið aukning á olíuvinnslu heima fyrir í Bandaríkjunum v. "fracking" aðferðarinnar og svokallað "shale oil/gas boom" en talið er að Bandar. geti orðið sjálfum sér næg um olíu innan nk. 20 ára, jafnvel milli 2030-2040.
Þessi aukning olíuframleiðslu, getur þegar verið að draga úr "strategísku" mikilvægi Persaflóasvæðisins fyrir Bandaríkin.
Meðan að Bretland og Frakkland, þar með í reynd Evrópa; séu mun hlutfallslega háð því svæði en Bandaríkin.
Sem kannski þá skírir af hverju Frakkland og Bretland eru svo áhugasöm að styðja Saudi Arabíu í ekki svo sérdeilis leynilegu stríði Saudi Arabíu við Íran.
Það samband er þá leitt af Saudum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.6.2013 kl. 11:42
Sæll Einar Björn
Eins og ég hef áður sagt : Ísraelsmenn og fylgismenn þeirra bandaríkjamenn munu líklega ekki hætta með þeirra áform frá áttunda og níunda áratugnum 'Zionist Plan for the Middle East' (eftir Oded Yinon 1982), PNAC og Clean Break með að magna upp væntanleg stríð fyrir Ísrael. Leyniskyttur og innflutningur á vopnum á þeirra vegum hefur núna komið upp um aðild Ísraels af þessum átökum í Sýrlandi.
Menn eins og General Wesley Clark fyrrum Nato Commander yfir Evrópu, er fyrir löngu búinn að átta sig á í hvað stefnir, því að eftir 11. september 2001, komst hann að því að ekki stæði til að fara bara í stríð við Sýrland, Írak, Líbíu heldur einnig í stríð gegn Lebanon, Sómalíu, Súdan og Íran (sjá hérna á FORA.tv). Eitthvað hefur öll þessi áætlun riðlast hvað forgangsröðun og tímasetningu varðar, en greinilegt er á öllu að markmiðið er það sama.
Mér skilst að það séu komnar 14 herstöðvar bandaríkjamanna allt í kringum Íran, en hérna Einar hefur þú eitthvað frétt um það, hvað þetta eru orðnar margar herstöðvar þarna í dag fyrir væntanlegt stríð bandaríkjamanna við Íran?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.6.2013 kl. 14:04
Þorteinn, þær hugmyndir svokallaðir Nýíhaldsmenn höfðu um "megn og megin" Bandaríkjanna. Eru gersamlega fallnar - - þ.e. alveg örugglega ekki verið að fylgja því plani fram.
Heldur er þ.s. gerðist, að Nýíhalsmennirnir sýndu fram á - endimörk veldist Bandar. Þvert á þ.s. þeir ætluðu sér.
Taktu þetta sem brjálaða hugaróra - - ekki hershöfðingjans, heldur þeirra sem þá réðu. Þeir hugarórar féllu, um leið og þeir herrar féllu frá völdum.
Bandaríkin eru brennd og þreitt af þeim stríðum, þvert á þ.s. þú ætlar. Eru það önnur ríki sem eru að drífa þennan hildarleik áfram.
Bandar. og Ísrael. Í þetta sinn eru í aukahlutverkum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.6.2013 kl. 22:00
Sæll aftur Einar Björn
Ég vil ekki útiloka neitt í þessu sambandi, en er það ekki athyglisvert að um það bil tíu dögum eftir 11. september 2001 fékk General Wesley Clark fyrrum Nato Commander yfir Evrópu, upplýsingar um að það stæði til að fara í stríð við Írak, og svo sex vikum síðar fékk hann að vita, að það stæði til að fara í ekki bara stríð við Írak heldur einnig við Sýrland, Lebanon, Líbíu, Sómalíu, Súdan og Íran, eða sjö stríð á fimm árum (FORA.tv). Erlendir fjölmiðlar hafa áður sagt, eða :
"ISRAEL'S Prime Minister Ariel Sharon has called on the international community to target Iran as soon as the imminent conflict with Iraq is complete" [The Times of London, UK, 5 November 2002] http://www.middleeast.org/premium/read.cgi?category=Magazine&num=772&month=11&year=2002&function=text
Menn voru reyndar búnir að gefa það út, að þeir ætluðu í annað stríð við Íran eftir að stríðinu við Írak lyki.
" The first step is to be the removal of Saddam Hussein in Iraq. A war with Iraq will destabilize the entire Middle East, allowing governments in Syria, Iran, Lebanon, and other countries to be replaced. "Israel will not only contain its foes; it will transcend them," the paper concludes [Guardian, 9/3/2002], citing the original paper at [Studies, 7/8/1996] http://www.historycommons.org/entity.jsp?entity=robert_loewenberg
Næst á eftir Írak og Íran á listanum átti það víst að vera Sýrland og Lebanon sem Bandaríkin eða Ísraelsmenn ætluðu í stríð við fyrir stærra Zíonista Ísrael
Sjá einnig: Sharon says U.S. should also disarm Iran, Libya and Syria Aluf Benn, Israel instructs America to attack Iran and Syria "The Insider" , Another War? For Israel's sake Justin Raimondo, A War for Israel Jeffrey Blankfort.
The Ongoing Plot To Create "Greater Israel" PDF : Zen Gardner,The Khazar Jewish Plan - Stunning Letter Of 1928 PDF , INSTANT GREATER ISRAEL – JUST ADD WATER, PART 2 PDF : Damian Lataan, From Gaza to Tehran: Israel Asserting Middle East Supremacy PDF : James Petra, Oil and Israel PDF : Andrea Crandall US foreign policy is geared to make Israel its primary transport route for Middle Eastern and Central Asian oil. Israel's "new Middle East"* PDF : Tanya Reinhart.
Syrian Journalist Says CNN & Al-Jazeera & Are Falsifying Events In Syria Video eftir POPEYE 8 April 2012 Syria Intercepts Car Loaded With Arms Destined For Rebels In Homs PDF eftir Alexander Higgins - 17 March 2012 US Troops Surround Syrian Border, Press Censors Build-Up PDF Sibel Edmonds Boiling Frogs Post 15 Desember 2011 Syria Intervention Inevitable PDF Tony Cartalucci 30 April 2011 - After Syria and Iran, comes Moscow and Beijing. It is unlikely such conflicts will remain confined to far off regions of the world pictured on our TV screens US Intervention In Syria PDF eftir Stephen Lendman 29 apríl 2011
Eitthvað af vitnisburðum hefur maður nú heyrt sem segja manni, að ekki er allt með feldu hjá vestrænum fjölmiðlum.
Syria Responds to Chemical Weapon Threat Through Escalation of Force Video by SyrianGirlpartisan Jun 11, 2012
Syrian Girl - What Syria Should Do Video by 108morris108 Feb 21, 2012
Syrian Girl - Why Al Qaeda is Al CIAda Video by 108morris108 Feb 17, 2012 - [I'm glad that Putin is protecting her! -ed.]
Syria - The REAL Story -- MUST SEE -- CIA & MOSSAD Death Squads Exposed
CIA / Mossad Snipers in Syria and the Arab States
'CIA, MI6 and Mossad Together against Syria'
"Albert Pike's plan for World War 3 called for a battle between Zionists and the Arab World. Is it any wonder then that the West's perception of Islam has been molded and warped to believe that Islam is extremist?" (http://www.threeworldwars.com/albert-pike2.htm)
Þessar aðferðir allar með að koma inn vopnum og leyniskyttum er allt eitthvað sem við höfum heyrt áður er það ekki? Er átti sér stað fyrir stríðið í Líbíu með einmitt (Al CIA-da), ekki satt? Þetta er samt athyglisvert með tilliti til Líbíu og hvernig vestrænir fjölmiðlar segja frá öllu, en eru þetta ekki sömu aðferðirnar og beitt var fyrir stríðið í Líbíu eða hvað? Það má alveg reikna með að menn noti þessar mannúðarástæðurnar aftur (eða með svona pretext), fyrir þeas. Lebanon osfrv. til að tryggja þannig öryggi Zíonista Ísraels í nánustu framtíð.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.6.2013 kl. 22:27
Þetta var örugglega rétt þegar Clark fékk þetta í hendur, en síðan þá hefur sú ríkisstj. er þá réð ríkjum í Bandar. - farið frá.
Bandar. hafa upplifað vandræðin af því, að vera árum saman - fastir í Afganistan og Írak. Ekki gleyma efnahagskreppunni! Sem einnig spilar rullu.
En ekki síst - - Kína er að knýja að dyrum. Bandaríkin, verða að fókusa - - minnkandi bjargir. Á Asíu.
Ég er að segja, þau hafa ekki efni á því - - að fylgja fram slíkri áætlun í dag.
Eitt enn, sl. 6 ár er "fracking" að breyta sýn Bandar. á Miðausturlönd en miðað við hve vel gengur, geta Bandar. verið sjálfum sér næg um olíu innan nk. 20 ára.
Það þíðir, að Miðausturlönd skipta mun minna máli fyrir Bandar. á sama tíma, og uppgangur Kína. Þíðir, að Bandar. þurfa í vaxandi mæli. Að fókusa á að halda sinni stöðu, á því svæði.
Til saman þíðir þetta - - að afskaplega sé ólíklegt. Að Bandar. hafi í reynd lengur áhuga á því, að fylgja plani af slíku tagi fram.
Það má vera, að deilur innan Bandar. um það - - hvað skal gera. Séu síðustu eftirhreyturnar frá þeim, sem vilja enn fylgja fyrra plani.
En þeirra áhrif séu að fjara! Þar á meðal, áhrif Ísraels innan Bandar.
Hagsmunir Bandar. séu meiri af því, að mæta Kína á Asíusvæðinu.
Þeirra þörf fyrir að fókusa krafta sína á þeim slóðum, hafðu í huga - - þverrandi krafta. Á móti rísandi stórveldi.
Séu mun meiri. Þau hljóti að fylgja - - sínum meginhagsmunum. Og láta hagsmuni Ísraels - - þrátt fyrir Ísraels lobbýið, mæta afgangi.
Stór hluti gagnrýni Repúblikana á utanríkisstefnu Obama, er örugglega fjármögnuð af Ísraels Lobbýinu. En sú stefna virðist njóta stuðnings Pentagon þ.e. stefna Obama. Að fókusa á Kína.
Hinn nýja meginóvin.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.6.2013 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning