Eykur það virkilega traust á Íslandi - að stefna á evru?

Þetta er vinsæl fullyrðing þeirra sem vilja aðild, að þó svo að evran sé langt undan þ.e. mörg ár; þá eigi að síður sé það til þess að bæta trúverðugleika landsins, sem geti verið til aukningar lánstrausts, að eigi að síður stefna á evruupptöku í kjölfar aðildar að ESB.

Því sé það slæmt fyrir okkur að hafna möguleikanum á evruupptöku með því að hætta við aðildarviðræður.

En - - stenst þessi fullyrðing?

Að með því að stefna að evruupptöku - - þá aukum við trúverðugleika landsins?

 

Ábendingar?

Ég bendi á að nokkur hagkerfi sem í gegnum árin, hafa verið þekkt fyrir "hagkerfisóstöðugleika" - hafa eftir evruupptöku; auðsýnt hagkerfisóstöðugleika - áfram.

En upptaka evru, átti að stuðla að "stöðugleika" ásamt því að stuðla að "hagvexti."

Þ.e. ábending 2 - að hagvöxtur sl. áratugar þ.e. 2000-2010 er lakari en hagvöxtur áratugarins á undan, í aðildarlöndum evru.

Ef e-h vill meina að þetta sé "alþjóðlegri kreppu að kenna" þá árétta ég á móti, að lönd utan evru bæði innan Evrópu og utan, sem sannarlega einnig lentu í kreppu um svipað leiti er "sub prime" eða undirlánakrísan skall á; eru að standa sig betur til mun betur en aðildarlönd evru.

Flest aðildarlönd evru í dag eru stödd neðan við 2008 hvað hagkerfisstöðu varðar, innan evru eru einungis 3 lönd ofan v. stöðu 2008.

Meðan að flest t.d. OECD lönd utan evru, eru annaðhvort ca. á svipuðum slóðum og 2008 eða ofan við.

  • Þarna er ég að tala um samanburð á löndum sem lentu í samdrætti 2008, þegar undirlánakrísan skall á Vesturlöndum.

--------------------------------------

  1. Sannarlega er það rétt, að þau lönd innan evru sem stödd eru í vanda, eru í þeim vanda að stærstum hluta vegna hagstjórnarmistaka á umliðnum áratug.
  2. En þ.e. akkúrat atriði, að þau hegðuðu sér ekki af meiri skynsemi innan evru en áður utan hennar.
  • Sem akkúrat beinir sjónum að - - MEINTRI AUKNINGU Á TRÚVERÐUGLEIKA - - en þ.e. augljóst að tiltekin aðildarlönd evru, komu sér í "efnahagslega ósjálfbært ástand" en þ.s. meira er að það varð þegar orðið "efnahagslega ósjálfbært" áður en undirlánakrísan skall á.
  • Ég á við, að kreppan innan evru sé ekki því að kenna að það skall svokölluð "undirlánakrísa á" Evrópu, heldur vanda sem safnaðist upp innan evrusvæðis - - sem hefði valdið kreppu algerlega óhjákvæmilega á endanum, burtséð frá undirlánakrísunni sem þá varð að "trigger" atburði. 

Það sem ég á við er - - að það að tiltekinn fj. aðildarlanda lenti í vanda eftir upptöku evru.

Vegna þess að þau framkvæmdu - - augljós efnahagsmistök.

Grafi undan fullyrðingunni - - að það að stefna að evru.

Auki trúverðugleika - - þar með stöðugleika og hagvöxt hér.

En erlendir aðilar hljóta að íhuga - - líkur á því að land sem tekur upp evru, raunverulega breyti hegðun sinni til batnaðar.

Og þá væntanlega taka þeir mið af "hagkerfissögu þess lands - - t.d. ef þ.e. löng saga óstöðugleika, þá séu líkur á að - - þeir séu skeptískir.

Verði það þangað til að það land, hafi sýnt fram á - - góða hegðun innan evrunnar! Þá á ég við, eftir ca. eina hagsveiflu innan hennar! Þannig sannað, að það gerist ekki - - að menn hegði sér vel, meðan verið er að undirbúa upptöku hennar, til þess eins - -  að kasta góðri hegðun út í hafsauga, um leið og viðkomandi land er komið inn í evruna. Eins og átti við um nokkurn fj. landa á sl. áratug!

 

En getur þá ekki "dýpkun sambandsins" endurreist trúverðugleikann?

Það fer eftir því, hvaða nýungar eru upp teknar!

En ég bendi fólki á að Spánn skuldaði einungis rúmlega 38% af þjóðarframleiðslu, árið 2008 rétt áður en kreppan hófst.

Spánn að auki var með afgang af ríkisútgjöldum, alveg fram á "blábarminn" þegar snöggur viðsnúningur yfir í stóran ríkishalla varð.

  1. Spánn var því - - algerlega innan ramma gildandi regla.
  2. Til fyrirmyndar reyndar, ef menn skoðuðu einungis stöðu ríkisreiknings.
  • Það var kröftugur hagvöxtur á Spáni á sl. áratug fram að hruni, knúinn af öflugri neyslu- og húsnæðisbólu.
  • Þegar hrunið varð, og mikill fjöldi starfa hvarf á einu vetfangi, þá um leið hrundu duglega saman skatttekjur ríkisins.
  • Að auki, hefur umtalsverður fj. almennings lent í vanda með neyslu- og húsnæðisskuldir. Eftir að tekjur hafa hrapað saman.

Það var - - kreppan í hagkerfinu, sem bjó til skuldavanda Spánar að stærstum hluta. Hann hefur magnast hratt, árin eftir hrunið 2008.

  1. Vandinn er, að reglurnar náðu ekki yfir - - hættu sem viðskiptahalli skapar þjóðfélögum.
  2. Né yfir ógnanir sem hagkerfisbólur geta skapað.

--------------------------------------

Stefnan hefur síðan verið að keyra á harkalegan niðurskurð útgjalda, til að stemma stigu við hratt vaxandi og stigversnandi skuldastöðu spænska ríkisins.

En skv. tölum AGS þá mun Spánn hafa halla á "frumjöfnuði" ríkissjóðs, út spátímabilið sem náði til 2016.

Sem þíðir, að ef þ.e. rétt - - að skuldir Spánar muni magnast áfram næstu árin. Í dag rúmlega 90% en síðan halda áfram í 100% af þjóðarframleiðslu, líklega vera um 120% 2016.

  • Vandinn virðist liggja í hagkerfinu - - sem gengur ílla að skapa viðsnúning. 
  • Gríðarlegur útgjaldavandi landsins er ekki síst vegna þess hve atvinnuleysi er óskaplegt.
  1. Þetta þíðir - - að áhersla á ríkisútgjöld og ríkisskuldir.
  2. Tryggir ekki endilega - - framtíðar stöðugleika.
  3. Og þannig - - framtíðar trúverðugleika.
  • Það þarf mun meira til!

 

Ef ESB væru eins og Bandaríkin!

Í Bandaríkjunum er "sameiginlegt" þ.e. "federal" bótakerfi. En þá stendur alríkið og ríkin sameiginlega undir því, kostnaðarhluti alríkisins er greiddur af skatttekjum af öllum aðildarríkjum sambandsins sem Bandaríkin eru.

  • Ef fyrirkomulagið væri hið sama í ESB, þá væri alríkið áfram að greiða sinn kostnaðarhluta inn á atvinnuleysisbætur, bætur til aldraðra, til öryrkja.
  • Þegar t.d. Spánn vegna vanda innanríkis, sker niður sitt bótakerfi - - þannig að þ.s. Spánn greiðir sínu fólki, er minnkað jafnvel mikið.
  1. Þá streyma samt bætur alríkisins til bótaþega - - og tryggja þeim "gólf."
  2. Þetta er einnig form af millifærslu fjármuna, styrkur þá ríkjanna sem standa betur til ríkis eða ríkja sem standa ílla.

Þá mildar alríkið höggið af djúpri kreppu - - á þau aðildarríki sem lenda í slíku.

Þetta kemur á móti þeirri stífu "úgjaldareglu" sem gildir innan Bandaríkjanna, þ.e. "balanced budget rule" fyrir einstök ríki.

Án þess að til staðar væru millifærslur af ofangreindu tagi - - væri "the balanced budget rule" gríðarlega "samdráttaraukandi" fyrir þau ríki sem lenda í vanda.

Höfum einnig í huga, að með þessu að auki - - er dregið út fátækt í ríkjum sem eru verr stæð.

Með því að milda þannig höggið af kreppum - - með sameiginlegri kostnaðarþátttöku, þá um leið er dregið úr hættunni á því, að alvarleg kreppa í einu ríkinu - valdi alvarlegri samfélagslegri upplausn.

--------------------------------------

  1. Ef ESB myndi taka upp sambærilega millifærslur og þær sem tíðkast í Bandaríkjunum.
  2. Þá myndi, fjárhagslegur stuðningur betur settu landanna, flýta fyrir efnahagslegum viðsnúningi landanna í vanda, samtímis því að höggið fyrir samfélagið í þeim væri mildað og dregið út þeirri fátækt sem þar er í stigmögnun sem og þeirri samfélagslegu hættu sem er þar nú til staðar og einnig er í stigmögnun.
  • Þetta myndi einnig auka trúverðugleika landa innan evrunnar, sem áður hafa búið við efnahagslegan óstöðugleika.
  • Því stuðningur af ofangreindu tagi - - gerir "innri aðlögun" af því tagi sem þarf að framkvæma innan sameiginleg gjaldmiðilssvæðis, miklu mun "framkvæmanlegri."

 
Því miður benda nýjustu ákvarðanir ekki til vilja til þess að draga úr áhættu jaðarríkja - - en skv. ákvörðun "evruhópsins" virðist standa til að festa Kýpuraðferðina í sessi!

Eurozone bailout fund given power to ‘directly recapitalise’ banks

"The Eurogroup has agreed there will be strict eligibility criteria as well as a clear pecking order for the instrument.

  • An appropriate level of bail-in will be applied before the bank is recapitalised by the ESM in line with EU State aid rules, and applying of the forthcoming Bank Recovery and Resolution Directive (BRRD) as of the start of the supervision by the SSM.
  • A burden-sharing scheme will determine the contributions of the requesting Member State and the ESM in order to cater for the existence of legacy assets and to ensure that incentives remain aligned between the ESM and the requesting Member State.
  • €60bn will be the limit on the volume of possible direct bank recapitalisations.
  • Potential retroactive application of the instrument will have to be decided on a case-by-case basis and by mutual agreement. Possible cases will have to be discussed and assessed on their own merits once the instrument enters into force."

Mér líst meinílla á þessa ákvörðun - hún geti leitt til nýs fjármagnsflótta frá S-Evrópu: 

  1. Fyrsta lagi er Kýpur aðferðin fest í sessi, þ.e. ef banki kemst í vanda. Á að þurrka upp eignir hlutafjáreigenda, síðan ef það dugar ekki - eru skuldir bankans við 3. aðila núllaðar út, ef það dugar ekki er lagst á innistæðueigendur þá sem eru ofan við 100þ.€ lágmarkið. Alveg eins og á Kýpur. Skv. þessu, eru stjórnmálamenn evrulandanna að ganga á bak þeirra orða - - að Kýpur sé einstakt tilvik. Nú verður Kýpur reglan að sameiginlegri aðferð ESB ríkja. Ef það uppkast að lögum sem er til umræðu, verður samþykkt.
  2. Síðan, varðandi endurfjármögnun - - ef banki var í alvarlegum vanda, má gera ráð fyrir skrefunum fyrir ofan fyrst; en skv. samkomulaginu leggur ríkið sem á í hlut fram nýtt eiginfé fyrir bankann upp á 4,5% - - síðan umfram það upp að löggiltu lágmarki, sé heimilt að óska eftir framlagi Björgunarsjóðs Evrusvæðis, sem þá toppi rest nema að aðildarríkið tekur þátt í 20% af kosnaði við þá viðbót. Sem síðar lækkar í 10%.
  • 60ma.€ eru tekin til hliðar innan Björgunarsjóðs Evrusvæðis, svo það megi nota skv. ósk aðildarríkis. 

Hugmynd að þessar reglur taki gildi 2015 - 2018.

--------------------------------------

Áður hafa Merkel og Hollande, ályktað sameiginlega - - að sameiginlegt innistæðukerfi, verði á grunni innistæðukerfa einstakra landa; sem verði þá samræmt en ábyrgð samt enn hjá hverju landi fyrir sig. 

Það sem ég les úr þessu, er - - skortur á vilja, til að taka þátt í kostnaði aðildarlandanna í vanda.

Það þíðir að áhættan er - - á hverju ríki fyrir sig, áfram. 

Að langstærstum hluta! 

  1. Þetta er einmitt punkturinn - - að meðan að áhættan er öll hjá hverju ríki fyrir sig.
  2. Þá er trúverðugleikinn - - ekki á sameiginlegum grunni.
  • Heldur á grunni - - þess trúverðugleika sem viðkomandi getur sjálft skapað á eigin rammleik.
  • Sem er akkúrat sama ástand - - og land sem hefur sinn eigin gjaldmiðil býr við!

Þetta þíðir í reynd það, að mér er í reynd ómögulegt að koma auga á ástæðu þess, að land öðlist aukinn trúverðugleika - - með evruaðild.

Eða það að stefna að evruaðild, leiði fram trúverðugleika.

  1. Þ.s. ekki standi greinilega til, að gera áhættuna sameiginlega.
  2. Þá byggir trúverðugleikinn, eingöngu á því trausti sem hvert land um sig getur byggt upp.
  3. Slíkt traust tekur tíma - - að verða til.
  4. Og augljóst er, að eftir vandræðin á evrusvæði skullu á, þá treysta aðilar ekki sjálfvirkt landi betur sem ætlar að taka upp evru, heldur einungis á grunni - - reynslunnar.
  5. Meira að segja, eftir að evran er í höfn, myndi traust ekkert augljóslega aukast að ráði - - markaðurinn væri líklegur til að bíða einhver árafjöld til viðbótar, til að sjá hegðunarmynstur hins nýja aðildarlands innan evrunnar, og ekki síst hvernig því reiðir af innan hennar. Eftir hina slæmu reynslu sl. áratugar.
  6. Sérstaklega verður markaðurinn - skeptískur þegar á í hlut, land með langa sögu óstöðugleika.

Allt annað væri, ef óskalisti evrusinna væri að rætast þ.e. "sameiginlegt innistæðutryggingakerfi" með sameiginlegri ábyrð, aukin sameiginleg fjárlög svo unnt sé að styrkja ríki í vanda með beinum fjárframlögum í stórfellt auknum mæli sbr. þ.s. tíðkast í Bandar og réttur alríkisins til að skuldsetja sig á sameiginlega ábyrgð - veita einstökum aðildarríkjum hagstæð lán og margvíslega aðra aðstoð.

Þá væri með mjög augljósum hætti verið að minnka til mikilla muna áhættu jaðarríkja, í þannig framtíðar ástandi - - væri áhætta Íslands af hagsveiflum augljóslega stórfellt minnkuð.

En þetta stendur ekki til! 

Þess í stað, er áherslan á að hvert ríki beri ábyrgð á sjálfu sér - - áhættunni er ekki dreift.

Þetta þíðir með mjög einföldum hætti - - að aðild að evru myndi ekki minnka áhættu Íslands af hagkerfisáföllum!

Sem með öðrum orðum þíðir - - að traust á landinu virðist ólíklegt til að aukast.

Sem þíðir - - að ég verð að hafna því þeirri fullyrðingu, að stefna að evruaðild sé líkleg til að stuðla að  auknu trausti á landi og þjóð, því hagstæðari lánum í framtíðinni.

 

Niðurstaða

Ég get ekki komið auga á neina augljósa ástæðu þess, að það sé rétt - - að stefnan á evruna þó hún sé mörg ár framundan, leiði til aukins trúverðugleika. En framtíðarstefna evrusvæðis miðað við nýjustu fréttir. Bendir ekki til þess, að dregið verði úr eigin áhættu einstakra landa. Að áhætta verði gerð sameiginleg, nema að mjög litlu leiti. Áfram verði meginreglan sú, að hvert land beri ábyrgð á sjálfu sér.

Fyrir bragðið er þá ekkert sem mildar áfallið af efnahagsstefnu þeirri sem leitar einmitt í bandarísk fordæmi, en innan Bandaríkjanna er mjög stíf regla "balanced budget rule" fyrir einstök fylki. Enn stífari en sú sem er innan evrusvæðis.

En á móti, hafa Bandaríkin millifærslukerfi - á grunni sameiginlegra fjárlaga, alríkið getur einnig veitt ríkjum eða fylkjum í vanda lán á hagstæðum kjörum sjálft þá á sameiginlega ábyrð skattgreiðendra allra.

Innan ESB skv. vilja Þýskalands, verður einungis það takmarkaða neyðarlánakerfi sem til staðar er - áherslan að öðru leiti á aukið eftirlit, auknar refsingar og mjög lítilfjörleg sameiginleg ábyrgð.

Eiginlega "worst of both worlds" þ.s. með "Stöðugleika Sáttmálanum" var leitt í lög, mjög stíf "budget" regla; en nú er komið í ljós. Að ekki stendur til að bjóða upp á mótvægið sem mildar höggið.

Einstök fylki Bandaríkjanna hafa í sögunni komist í alvarleg vandræði, eins og þau sem í dag eru á evrusvæði. En án þess, að til staðar sé sambærilegt kerfi við það sem til staðar er í Bandaríkjunum - - sem mildar verulega áfallið af stífri aðhaldsstefnu.

Þá vantar einfaldlega mótvægið - - til að kerfið gangi upp.

Evruaðild væri óskaplega áhættusöm fyrir litla Ísland við þessi skilirði sem við blasa, þ.s. augljóst er að Ísland verður áfram ákaflega óstöðugt hagkerfi.

Bendi á hve óskaplega hratt Spánn hefur komist í óleysanlegan útgjaldavanda! 

Ef enginn stuðningur er til staðar - til að milda áfallið af hinni óhjákvæmilegu kreppu þegar hún kemur.

Þá gæti landið hjaðnað gríðarlega langt niður, tja eins og við sjáum í S-Evrópu í dag. 

Orðið raunverulega gjaldþrota eins og stefnir í að Spánn verði á endanum. En ekki er að sjá þar sjálfbæra stöðu - nokkurs staðar í augsýn.

Nú þegar ljóst er að "Kýpur" reglan er fest í sessi, verður almenn ESB regla. Þá munu innistæðueigendur augljóst - - verða ákaflega hvekktir.

Í ljósi þess að þeir vita, að þeir verða teknir í bakarýið - - þá munu þeir flýja mjög snögglega, um leið og þá grunar að næsta land sé á leið í vanda.

  • Þ.e. því hugsanlegt, að með því samkomulagi - - sé sleginn líkystunagli fyrir evruna.
  • En þetta gæti startað skriðu peningaflótta - - næst þegar alvarleg vandræði hefjast.

Og skv. nýjustu fréttum - - hefur einn stjórnarflokkanna hætt í ríkisstjórn Grikklands. Þ.e. "Lýðræðislegt Vinstri" og stjórnin er bara með 3-sæta þingmeirihluta. Og á eftir að leysa úr því, hvernig í ósköpunum hún mætir skilyrðum endurskoðunarinnar í júlí nk. En þá á hún að hafa rekið 2000 ríkisstarfsmenn, sem er í voða eftir að stjórnin varð að hætta við að loka ríkisfjölmiðlinum skv. dómsúrskurði.

  • Ný Grikklandskrísa og staðfesting þess að Kýpurreglan muni gilda fyrir allt ESB í framtíðinni.
  • Getur skapað áhugavert gos í evrukrísunni í júlí ef fram fer sem horfir. 

 

Kv. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

án þess að nenna að lesa bloggið þitt - las fyrirsögnina - svarið er örugglega já ef við höfum gjaldmiðil sem aðrir 'viðurkenna'. allavega hef ég aldrei getað notaða krónur í útlandinu

Rafn Guðmundsson, 21.6.2013 kl. 23:06

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Að hvaða leiti kemur það trausti á landinu við? Ekki treysta menn Kýpur þó það land búi v. sama gjaldmiðil og Þýskaland. Ef þú getur haft 2 lönd annað með traust hitt ekki innan sama gjaldmiðils, er það ekki tilvist hans innan þíns kerfis, sem ræður því hvort þ.e. traust eða ekki. Annars ef tilvist þess gjaldmiðils innan þín kerfis réði úrslium um traust, hefðu þau bæði "traust." En svo er augljóslega ekki.

Það eru ekki gjaldmiðillinn hver sá er, sem er það meginatriði sem máli skiptir um traust eða trúverðugleika, í reynd skiptir hann um það nær engu máli.

Eða pældu í þeim löndum sem hafa minna traust en Þýskaland innan evru, hvað skilur milli þeirra og þess lands. Það segir þér hvaða þættir það eru, sem raunverulega máli skipta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.6.2013 kl. 03:32

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Rafn Guðmundsson - Þú ert algerlega fastur í ESB/EVRU farinu og nennir svo ekki einu sinni að lesa eða kynna þér greinar sem skrifaðar eru af þekkingu og gagnrýni um málefnið.

Hvaða máli skiptir það hvort að þú getir skipt íslenskum krónum peningaseðlum einhversstaðar úti í heimi. Þú getur keypt hvaða vörur sem að þú villt erlendis frá fyrir íslenskar krónur sem skipt er yfir í gjaldmiðil viðkomandi þjóðar.

Þú hefur væntanlega líka einhvern tímann farið í hraðbanka erlensis með íslenska banka kortið þitt og fengið án tafar þann gjaldeyri sem að þú biður um sem þar er notaður út á íslensku krónurnar þínar ! Þannig virka íslenskir peningar alveg ágætlega !

Gunnlaugur I., 22.6.2013 kl. 21:37

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

PPP er mælt til fylgjast með markaðs rauntekjum á hverju á ári. Aukist það í samanburði hjá ríkum hlutfallslega í samræmi við meðatal þeir  allar þá er það mjög traustvekjandi. Ef Íslend seldi X PPP tekjur fyrir 100 evrur þá er það   þá það raun gengi [real registrated rate] inn ílemskra lögsögu.

PPP meðal markað verð á öllu almennum mörkuðum heims á [efnisveltum, orku veltum og launveltum, og skattaveltum].   

Í UK og Ísland er netto fármögnun á ekki tejuk eða eða teku aukandi geirum um 40%   að reiknuðu heildar PPP verði alls sem seldist í reiðufé og ber söluskatt]  Þar er þá lagt 68% á PPP raunvirðis grunn [söluskatts skildra efnis og þjónstu velta] . Það er ef grunn velta er 100 þá er summur allra velta um 168. einingar til að kaupa þessar 100 á hverkju ári.   Ríkið getur lækkað aukið lánshæfi með að auka PPP tekjur sem eru umfram sem Ríkið þarf til eigin nota. Minnkað hjá sér skattstofna er ríkjum ráðalegt sem talin er undeveloped: taka ekki áhættu með það sem þau skilja ekki.  

Hagræðingar hér hafa ekki grunn mentun eða innsæði til skilja PPP  og Vat td. [tekjuvirðisauki er alltaf launveltu tengdur.    Segju að loka aðili á almennum markaði hefur selt PPP einingu: er söluverðið með tekjuauka skatti á upphafs vöruveltuna.  PPP er (vöruvelta með vsk1 + ný þjónustuvelta=launvelta) skattur af því er vsk2 - vsk1 . Neytandi greiður vsk. 2 [af vöru veltu + launaveltu]  skila seljendum [birgjum] vsk1 og vsk2 til skattmann beint.  Þegar um litlar vöruveltur er að ræða þá eru þetta gæði þjónustigs sem skipta mesu máli og þau er líka mælkvarði á verðflokka sem er í vöruveltunni. 

Skýring hversvegna bakveðs gengið hér hefur lækkap um 30 % á íbúa miða önnur Ríki heimsi minnsr síðust 30 ár. Er að Ísland hefur ekki verið með réttar uppskriftir til sölu með vsk. og hefur hagrætt þannig að raunvirði á sumu hefur lækkað á heimsmörkuðu.      Ísland er ekki með borgarleg sölu viðskipta gen. Talar sit eigði bull tungunmál. tekjur eða goods verða ekki eignir í skattalrgur samhengi erlendis fyrir en seldar eru fyrir fyrir reiðu fé. Erlendis eru því því talað um innkomu reiðufjár skatta einstkilga og fyrit tækja. Grunn tekjuskattur er max um 1,99%.  Hagnaður í sjávarútvegi byggir á 30% of lágt PPP gengi og hækki gengið hverfur hann  , haldist gengið óibreytt mun Brussell eyða þessum hagnaði umfarm 2,0% af veltu með sínum tólu og tækjum.  Vinna  fyrir sínu kaup. Lánshæfi Ríki í heildina er eitt og lánhæfi einstaklinga er annað. Lánhæfi einstaklinga sem fá evrur tekju innkomu á Íslandi  getur tryggt  að þeir greiði raunvext umfram verðtryggingu til annra evru ríkja. Evru Ríki fá PPP [hCPI] kvóta á hverju ríki til setja niður á sinn heimamarkað á PPP meðal PPP gengi síðust 5 fimm ára.  Meira færa Seðlabanki ekki vegn samkeppni evrur ríkja um bestu heimmarkaðina.  Hinvegar eru evrur seldar í kauphöllum á markaðar gengi dagsins. þar sem aðrir en ríkið geta keypt rándýrar evrur: með tekju bréfum. Hafi þeir meðmæli/staðfestingu Seðlabanka vegna trygginga bakveða.  Spítali hefur lækkað launa kostnað um 50% til framtíðar og hefur fastra evru innkomu  hjá ríkuni prósentulega kaupir tól sem fækka mannskap fyrir evrur lánaðar á Kauphallar markaði.   

Júlíus Björnsson, 22.6.2013 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband