Mun fríverslun Bandaríkjanna og ESB - skaða Ísland?

Það hefur verið töluverð umræða um meint vandræði Íslands af því, ef það verður af fríverslun Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Sumir ganga svo langt að halda því fram, að ef Ísland heldur ekki áfram með aðildarviðræður við ESB í ljósi væntanlegs fríverslunarsamnings Bandar. og ESB ríkja. Þá muni Ísland "einangrast viðskiptalega" og lífskjör landsmanna bíða mikinn hnekki.

 

Hver er sannleikur máls?

  1. Að sjálfsögðu fagna ég því, að ef verður af slíkum sáttmála Bandaríkjanna og ESB landa.
  2. En málið sé, að Ísland muni alls ekki tapa á því, ef af slíkri fríverslun verður.
  3. Þó svo Ísland myndi ekki takast að verða meðlimur að því nýja fríverslunarsvæði.
  • En svarið við meintum áhyggjum af stöðu landsins ef af slíku svæði verður, er - að:
  1. Þ.s. bætir lífskjör nágranna landa okkar.
  2. Mun einnig bæta lífskjör okkar.

En ef lífskjör Evrópuþjóða batna af völdum þess samnings - - mun það leiða til hærra afurðaverðs hjá okkur þ.e. fiskur mun seljast dýrar í Evrópu.

Ef við þetta lífskjör batna samtímis í Bandar. og Evrópu, þá mun ferðamönnum þaðan og hingað, fjölga í takt við þau bættu lífskjör.

Aukin umsvif beggja meginhagkerfanna, gæti mjög vel aukið eftirspurn eftir áli í heiminum, og því einnig bætt afkomu áliðnaðarins.

  • Það sé því algerlega af og frá, að Ísland tapi á því.
  • Að ef af slíkum samningi Bandar. og ESB verður.
  • Og Ísland er ekki meðlimur að ESB á sama tíma, því ekki meðlimur að því fríverslunarsvæði.

------------------------------------

En ég sé ekki ástæðu að ætla að tilkoma slíks svæðis myndi með augljósum ógna tilveru EES samningsins, þó svo að aðildarsinnar tali gjarnan um lítinn áhuga ESB á honum.

Þá hef ég ekki sérstakar áhyggjur af því atriði, en ólíklegt væri að ESB myndi segja honum upp af fyrra bragði. Það myndi þá alltaf - bjóða fyrst upp á viðræður.

Nýtt fríverslunarsvæði væri - viðbót. Myndi ekki koma í stað annarra slíkra samninga.

Þannig að í gegnum aðildina að EES, myndi Ísland njóta þess - ef hið nýja svæði myndi lyfta lífskjörum og efnahags Evrópulanda.

Að einhverju litlu leiti veitir fríverslunarsamn. okkar v. Kanada okkur aðgang að markaði N-Ameríku. Sá einnig verður áfram fyrir hendi.

 

Niðurstaða

Þ.e. töluvert "hyperbole" í umræðu aðildarsinna, um þá meintu stórfelldu hætti fyrir Ísland, af tilkomu fríverslunarsamnings ESB meðlimalanda og Bandaríkja N-Ameríku verður; ef Ísland er ekki á leið með að verða meðlimur að ESB. Sannarlega myndi aðild að ESB - veita okkur þá sjálfkrafa aðgang að slíkum samningi, sem aðildarþjóðir ESB myndu hafa gert. Og þó svo að Ísland myndi græða á því - með óbeinum hætti. Ef fríverslunarsamn. Bandar. og ESB skapar aukinn hagvöxt í þeim löndum. Þá myndi Ísland líklega græða enn meir, ef það væri meðlimur að því svæði. 

Á hinn bóginn fylgja því margir gallar, að ganga í ESB. Og þeim fer líklega fjölgandi á nk. misserum, eftir því sem samstarfið dýpkar og aðildarþjóðirnar afsala sér æ meira fullveldi.

Það væri því töluvert dýru verði keypt, að ganga í ESB til þess að njóta aðildar að hinu nýja fríverslunarsvæði, ef að myndun þess verður.

  • Ég held að það sé algerlega tilraunarinnar virði, að láta reyna á það - hvort Ísland myndi geta orðið meðlimur að því svæði - þá líklega án áhrifa á reglur þess. Vera áhrifalaust eins og innan EES.
  • En ef það er ekki í boði, á ég ekki von á því að Ísland tapi á því, ef af þeim samningi ESB og Bandar. verður.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Það eru það mörg ljón í veginum fyrir því að slíkur samningur gæti orðið að get efast stórlega að hann muni verða að veruleika. ESB hefur hvað í annað reynt að hindra vörur frá BNA með lagagerðum og okkar heimska er að taka upp allar hugsanlegar lög esb þótt við þurfum ekki að gera það. Í mörgum tilfellum er miklu hagstæðara að kaupa fyrir frá BNA heldur en frá evrópu vegna umboðsmannakerfis.

Ómar Gíslason, 20.6.2013 kl. 11:01

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held að hluti af þessu sé venja stórra alþjóðlegra fyrirtækja, að spirða Ísland v. umboðsmannakerfi á meginandi Evrópu. Sem oft þíðir að varan er fyrst flutt til Evr. og síðan hingað, þó svo að styttra væri að flytja þ.s. okkur vanhagar um - beint hingað án milliliða.

Tek undir efasemdir um þennan fríverslunarsamning, en þ.e. 3-möguleiki til staðar, að það verði lokið samningi, en sá hafi töluverðan fj. undantekninga sbr. undantekningu Frakka - flr. slíkar komi síðar í ferlinu; og áhrif samn. verði mun minni en hugmyndir eru uppi í dag að þær verði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.6.2013 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband