Eru þeir sem vilja rafstreng til Evrópu að stefna að sölu Landsvirkjunar?

Þessi umræða um rafstreng til Evrópu gýs alltaf upp öðru hverju, nú síðast kom grein frá Jóni Steinssyni hagfræðingi. Sem vísar til hugmynda landvirkjunar sem gera ráð fyrir allt að 112ma.kr. árlegum hagnaði af LV, er hann fullyrðir að Íslendingar geti orðið ríkari en Norðmenn. Bara ef þeir breyta hugsunarhætti sínum gagnvart orkuauðlindum sínum. Eins og forsvarsmenn LV þá beinir hann sjónum að orkuverðinu, og tekur undir að lykilatriðið sé að hækka það sem mest.

Ríkari en Norðmenn?

Skýrsla sem gjarnan er vitnað í sem gerð var fyrir hönd Landsvirkjunar!

 

Af hverju getur þetta tengst hugmyndum um sölu LV?

Augljósa svarið er, að ef hagnaður LV er hækkaður mjög mikið. Þá samtímis hækkar söluandvirði LV. Og því það fé sem ríkið fræðilega getur fengið fyrir LV ef LV er selt.

Nú, Jón er einn af þeim sem hafa haldið evrunni á lofti, en til þess að geta tekið hana upp þarf m.a. að lækka skuldir ríkissjóðs niður í 60%.

Ef LV er selt eftir að framtíðarhagnaður LV hefur verið aukinn stórfellt - - þá væri unnt með sölu LV að lækka mjög verulega skuldir ríkissjóðs.

Það fer oft saman að áhugamenn um Evru eru frjálshyggjufólk, sem almennt er andvígt ríkiseign á fyrirtækjum - innan Evrópu er algengt að orkufyrirtæki séu í einkaeign. Algengara en ekki, og Framkvæmdastjórn ESB hefur frekar en hitt verið að hvetja til slíkrar einkavæðingar.

Það þarf vart að taka fram, að einkafyrirtækið LV - - myndi að sjálfsögðu selja hæstbjóðanda orkuna, sem ef Ísland væri tengt við orkunet Bretlandseyja í gegnum sæstreng. Þíddi, að þeir Evrópubúar sem hafa góða tengingu v. orkunet Bretlands, ásamt Bretum. Gætu boðið í þá orku.

Og landsmenn sem og innlendir rekstraraðilar, yrðu þá að greiða - - markaðsverð.

Þetta er alveg skv. frjálshyggjunni, hin réttmæta staða mála.

 

Ef LV heldur áfram að vera ríkisfyrirtæki, en Ísland er tengt með sæstreng!

Rétt er að benda fólki á, að álverin hafa langtímaorkusölusamninga við LV.

Andstæðingar álvera gjarnan styðja hugmyndir um sæstreng, vegna þess að þeir telja að - þau borgi of lágt orkuverð miða gjarnan við orkuverð í Evrópu en ekki t.d. í Bandar. þ.s. þ.e. miklu lægra en í Evrópu.

En einnig vegna þess, að þeir gjarnan vilja sjá þau hætta rekstri. Sem líklega yrði útkoman til lengri tíma litið.

En meðan að orkusölusamningar þeirra eru enn í gildi, er LV bundin af þeim - - ég þekki ekki til hve langs tíma þeir eru, en þetta eru "langtímasamningar" þ.e. renna ekki út á nk. 10 árum, sennilega ekki heldur nk. 20.

----------------------------

Þetta þíðir það, að sæstrengur myndi ekki hækka orkuverð til núverandi starfandi álvera, svo lengi sem þeir samningar gilda.

Og að sjálfsögðu væri þeim ekki akkur í að endursemja um þá samninga, löngu áður en þeir renna út.

  • En einhvers staðar þá frá þarf LV að sækja sér þá aukinn hagnað!

Við erum þá augljóst að tala um það, að hækkun á orkuverði myndi bitna á þeim kaupendum sem ekki hafa langtíma bindandi orkusölusamninga við LV.

Þ.e. á almenningi!

Og auðvitað þeim fyrirtækjum sem það á einnig við.

 

Að sjálfsögðu hækkar orkuverð þá til almennings!

En LV getur ekki reglum ESB skv. sem gilda hér í gegnum EES samninginn, mismunað orkukaupendum. En munum að þ.e. ríkisfyrirtæki, ef e-h er, er enn nánar fylgst með því að slík fylgi reglum.

En þá hafa kaupendur rétt á að leggja fram tilboð til LV, og LV ber þá að selja á því markaðsverði sem fram kemur.

Hefur ekki rétt, sbr. reglur um aðila með "einokun" til að selja á undirverði. En LV er einokunaraðili hérlendis augljóslega.

  • LV væri því algerlega bundin af reglum, til að selja almenningi á "markaðsverði."
  • Sem er þá það verð, sem aðrir kaupendur á því til mikilla muna stækkaða markaðssvæði, eru til í að borga fyrir rafmagnið.

Með því að stórfellt hækka rafmagnsverð til almennings, til innlendra fyrirtækja - - fyrir utan álverin sem hafa langtímaskuldbindandi samninga.

Myndi auðvitað hagnaður LV hækka töluvert!

En eftirfarandi aðilar tapa:

  1. Almenningur.
  2. Og smærri fyrirtæki.

 

En er ekki unnt að niðurgreiða verðið til almennings?

Sannarlega, en það væri þá háð ákvörðun þeirra stjórnmálamanna sem sitja í stjórn LV.

Þau stjórnarsæti yrðu í kjölfarið óskaplega eftirsóttir bitlingar, því úr þeim væri unnt að ráða "endurdreifingu" þeirra peninga, sem aukinn hagnaður LV myndi skila.

Spillingarhætta er - - augljós.

Innlend pólitík myndi stórum hluta fara að snúast um, útdeilingu auðsins.

Hópar myndu bítast um að fá sinn skerf.

---------------------------

En augljósa hættan er að, eftir því sem flr. leitast við að sækja í það fé - - að smám saman láti hagsmunir almennings undan síga.

Þannig að niðurgreiðslur myndu smám saman þynnast út. Og orkuverð, nálgast að fullu orkuverð í Evrópu. 

Þ.s. þ.e. mikið hærra en hér.

 

Afleiðing verulegt lífskjarahrun!

  1. Hærra orkuverð, orkureikningur heimilar hækkar mikið - - bitnar mest á svokölluðum köldum svæðum sem einnig kinda með rafmagni.
  2. En matvælaverð hækkar einnig - - en ég bendi fólki á að matvæli þarf að varðveita í kælum eða frystum, oft mánuðum saman áður en þau fara til neyslu. Dýrari rekstur kæla/frysta hefði töluverð áhrif á matvælaverð.
  3. Svo er það áhrif á störf, en innan LV er engin ástæða að störfum myndi fjölga. En líklega leggst af allur orkufrekur rekstur hér, sem ekki hefur tryggt sig með langtímasamningum, og afleidd störf. Að auki, verður ekki í framtíðinni grundvöllur fyrir fyrirtækjarekstri sem mun vilja nýta orkuna hérlendis. Alveg sama í reynd af hvaða tagi.

Þ.e. ekkert sérstakt sem bendir til þess, að almenningur myndi njóta framtíðar ágóða - - heldur mun líklegra að fáir útvaldir hirði hann.

En pólitísk stétt hér er fámenn, fáir sem þarf að kaupa - spilla.

Úthlutunarnefnd innflutningsleyfa á 6. áratugnum, var t.d. þekkt spillingardíki.

 

Í dag fær almenningur hagnaðinn af orkuauðlindunum!

  1. Í gegnum lægra orkuverð.
  2. Og einnig lægra matvælaverð en annars væri.
  3. Síðan í gegnum störf, sem búin eru til. Þúsundir starfa.

Lægra orkuverð - - er form af hagnaði, sem rennur til allra heimila jafnt.

Lægra matvælaverð, einnig gerir það.

Þeir sem græða á nýjum störfum, eru venjulegt fólk sem sækist eftir þeim og fær.

-------------------------------

Öll heimili græða á núverandi ástandi - - í staðinn myndu þau öll tapa.

En fáir útvaldi, græða óskaplega mikið.

 

En er ekki snjallt að gera eins og Norðmenn?

Sbr. v. Noreg er mjög villandi, en þ.s. þeir sem nefna Noreg láta vera að segja frá, er það að Noregur býr yfir gríðarlegum gasauðlindum. Norðmenn eiga miklu meira af gasi heldur en olíu. Margfalt meira.

Þetta eru þeir að nýta til gjaldeyris, með því að framleiða rafmagn í stórfellt vaxandi mæli. Í stað þess að selja gasið beint úr landi. Mikil uppbygging á gasorkuverum í gangi innan Noregs.

Mjög líklega er þetta rétt metið hjá Norðmönnum, að þeir græða miklu meir á því að selja gasið sem rafmagn, en beint sem gas.

Þeir eru að fjölga rafstrengjatengingum til annarra landa, til þess að geta selt enn meira rafmagn. Auka flutningsgetuna.

  • Í gegnum þá miklu auðlynd er sennilega það mikið fé að streyma í ríkiskassann, að norska ríkinu munar ekkert um - - að bæta landsmönnum upp hærra orkuverð í Noregi.
  • Sennilega ef það vill svo til, að gríðarlega gaslyndir finnast undir hafsbotninum Norður af Íslandi, þá má vera - - að það verði skynsamlegt að selja einnig gas sem rafmagn. Tengja því landið v. Evrópu, og þá væri líklega það mikið fé að streyma inn, að það væri yfrið nóg til skiptanna.
  • Við gætum öll verið rík, og sama um smá spillingu í LV. Í tenglum v. úthlutunarnefndina.
  • En í dag er sannleikurinn sá, að sú virkjanasúpa sem talað er um í skýrslu GAM - sjá hlekk að ofan - og LV vill að farið sé í á nk. 20 árum. Myndi mæta mjög harðri andstöðu.
  • Okkar innlendu orkulyndir, sem sæmileg sátt gæti skapast um að nýta, eru í reynd ekki svo óskaplega miklar.
  • Þær eru ekki það miklar, að það væri unnt að borga öllum sem vilja, eins og Norðmennt líklega geta.
  • Það yrði mjög harður slagur um peninginn.
  • Og almenningur líklega myndi tapa fyrir rest.

Miðað við þær auðlyndir sem við vitum að eru til hérlendis.

Og þær sem líklegt er að það geti skapast sátt um að nýta.

Er líklega svo að mun hagstæðara er fyrir almenning, að þær séu nýttar með þeirri leið sem hingað til hefur verið farin þ.e. að halda orkuverði hér lágu til þess að almenningur njóti lágs orkuverðs og unnt sé að laða hingað til lands fyrirtæki sem skapa störf sem almenningur nýtur góðs af.

Gróðanum er þá skipt milli:

  1. Almennings þ.e. lágt orkuverð, lægra matvælaverð en annars væri, flr. störf.
  2. LV fær hann að einhverju marki, en mun minna af honum en ef rafstrengur er reistur. Hagnaður LV er lítill en það hefur verið viljandi stefna að hafa það svo.
  3. Nokkur hagnaður rennur til þeirra sem reka fyrirtæki sem selja framleiddan varning úr landi. Þ.e. hagnaðarhluti sem margir sjá ofsjónum yfir. En fyrir utan nýjasta álverið Reyðarál greiða þau öll tekjuskatt, en ranglega hefur því verið haldið fram að álverin sleppi við hann. Einungis Reyðarál skuldar nægilega mikið til að geta nýtt það til lækkunar.
  4. Ríkið fær skatt af fyrirtækjunum, af launum starfsfólks - - og greiddan hagnað af LV.
Ef hagnaði álveranna er kippt í burt - landið tengt með streng, þá fræðilega hættir hagnaður að renna til eigenda þeirra. En höfum í huga, að í staðinn - - borgar almenningur mun hærra orkuverð og einnig hærra matvælaverð. Lífskjör verða því fyrir verulegum hnekki - - auk aukins atvinnuleysis.

Væri það í reynd almenningi nægileg sárabót - - að vita af því að ríkið sjálft græðir meir?
  • Ég bendi á, að það er fræðilega grundvöllur fyrir áframhaldandi aukningu fjölbreytni starfa, ef við höldum áfram að laða hingað fyrirtæki.
  • Það þurfa alls ekki endilega að vera álver.
  • Enda álver gríðarlegir orku-hákar.
  • Margar minni verksmiðjur er unnt að reisa, fyrir eitt álver.
  • Hvert nýtt fyrirtæki kemur hingað með sína þekkingu, og auðgar landið því með þeim hætti.
  1. Menn eru sumir hverjir mjög uppteknir af árangri Norðmanna!
  2. En hvað með árangur Bandaríkjanna - - sem hafa verið að keyra á stefnu líkari stefnu Íslendinga, að leggja áherslu á að skapa störf.

Orkuverð er þarlendis mun lægra en í Evrópu.

Bandaríkin, eru mjög samkeppnisfær í dag hvað orkuverð varðar.

Þau eru vísvitandi einmitt að keyra á þá stefnu - - að viðhalda lágu orkuverði, til að skapa störf.

En menn tala gjarnan niður þau störf sem verða til - - en störfum fylgir þekking þeirra sem læra þau störf. 

Þegar ný starfsemi er tekin upp hér, þá kemur um leið ný verkþekking inn í landið.

  • Ég reyndar vill síður að nýtt álver sé reist.
  • Frekar fókusa á nýjar tegundir af starfsemi, þ.e. af því tagi sem ekki er hér fyrir hendi. Til að auðga fjölbreytni starfa hérlendis. Og því fjölbreytni þekkingar. 

 

Niðurstaða

Ég hef áður fjallað um þessi málefni sbr.:

Það er punktur sá sem ég vil halda á lofti í þetta sinn. Að álverin hafa langtíma orkusölusamninga við LV. Því raskar rafstrengur ekki þeirra stöðu til skamms tíma og líklega ekki um töluverða hríð á eftir. En einhvern veginn yrði LV að greiða fyrir þann streng með auknum tekjum. Erfitt er að sjá annað en að það myndi bitna þá á þeim kaupendum öðrum sem eru háðir rafmagni frá LV þ.e. þeim sem ekki hafa langtíma bindandi samninga um orkuverð við LV.

Margir halda að stengur myndi hrekja álverin í burtu, og styðja því rafstreng. En til langs tíma litið er það líklega rétt. En lengi framan-af, væru megin áhrif hans þau - - að lækka hressilega lífskjör íslensks almennings.

Og það væri allveruleg lífskjaralækkun. Auk þess, aukið atvinnuleysi. En fá eða engin störf myndu skapast á móti hjá LV í stað starfa sem myndu tapast.

Auk þess, að það væri algerlega lokað á þann möguleika að fylgja atvinnustefnu líkri þeirri sem tíðkast í Bandaríkjunum, sem gengur út á að bjóða upp á mjög samkeppnishæfan kostnað.

Til þess að laða fyrirtæki og því störf til Bandaríkjanna. Bandaríkin eru eftir allt saman efnaðasta hagkerfi heimsins.

Þeirra árangur hefur alltaf byggst á öflugum kraftmiklum fyrirtækjum, og því að viðhalda samkeppnishæfu umhverfi fyrir þau innan Bandaríkjanna. Sem m.a. byggist á hagstæðu kostnaðarumhverfi.

  • Varðandi hugsanlega söludrauma á LV.
  • Þá hef ég veitt því athygli, að evrusinnar eru gjarnan einnig mjög hlynntir rafstreng til Evrópu.
  • Og þ.e. einföld staðreynd, að þá eykst söluverðmæti LV mikið.
  • Og sala LV við slíkar aðstæður, gæti flýtt mjög verulega evru-upptöku.
  • Því grunar mig evrusinna að vilja selja LV.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef Ísland er með lægri verð í grunn efns og orku en samkeppni ríki þá getur kaupmáttur almennt verið hærri en í samkeppni ríkinu og og hagnaður að loka sölu stigi meiri inn lögsögu.  Noregur leggur upp úr dýrstu vöru flokkum til innfluttning , t.d bifreiðum  almennings sem eru mikið betur búnar og dýrari rm flutt er hér inn. Þetta er til  aðvelda sölu t.d. á olíu.  Ríki gera út á PPP reiðufjár jafngildisflæði sín í millum.  GNP [heima raunvirði vergrar landframleiðu og hagnaður að viðskiptun við önnur ríki er farið með sem nánast ríkisleyndar mál, en ekki forsenda fyrir fjármögnun eigin grunnvelferðar ríkis. 

Reiðfjárjafngildisgengi PPP hér hefur lækkað í raunvirði um 30% miðað við Dollar, Pund og evru síðustu 30 ár . Ísland er vart bygglegt ef gengið PPP gengið styrkist ekki aftur.   þá gildir líka það sem kostar hér í meðtalti 1 dollar þarf að kosta 1,3 dollara. þannig er hægt á fölsku forsendu að Íslandi geta okrað á grunn annarra ríkja til langframa.  Arabar græða ekki mikið per haus á íbúa of sölu inn á grunn virðisauka annrra ríkja. Einstaklingar er ríkir þar.    það er hægt að græða á framsali eignarhalds einu sinni. Festingar tíminn: kallast fórnar kostnaður af þeim sem hirðir arðinn í framtíðinni.  Þetta er draumur afætu gena Íslands.  Okra á borgurum annarra ríkja í grunn hávirðiauka, til að lækka hagvöxt hjá þeim.  Reiðuféð verður til í borgum vegna duglegra neytenda og seljenda vsk. þjónustu og sölu.  

Júlíus Björnsson, 6.6.2013 kl. 23:18

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég tel að einungis hagnaðarsjónarmið fyrir núverandi eigendur landsvirkjunar (Þjóðina) eigi að ráða ferð.Ef það skilar meiri hagnaði að leggja rafstreng á að gera það.Ef hægt er að gera eitthvað annað til að hámarka og nýta að fullu raforkuna innanlands t,d með því að nota orkuna fyrir iðnað sem ekki nýtist til almennings á að gera það.Ég tel að ekki eiga að selja Landsvirkjun og það verður að vera sterk rök og afgerandi til að það sé gert og langtímasjónarmið eigi að ráða.

Jósef Smári Ásmundsson, 7.6.2013 kl. 10:37

3 identicon

sæll Einar, þetta er allt eins þetta samspillingar lið það myndi selja ömmu sína ef einhver vildi kaupa, ný stjórnvöld hljóta að skipta út þessum forstjóra landsvirkjunar.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 7.6.2013 kl. 11:32

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jósef, ekki bara hugsa málið út frá LV, hafðu með áhrif á kjör almennings, stöðu fyrirtækja innan hagkerfisins þ.e. hvort hagnaður þeirra minnkar eða eykst, áhrif á framtíðar uppbyggingu - - mat á möguleikum í tengslum v. uppbyggingu iðnaðar sem geta verið töluverðir ef miðað er við hvað LV telur unnt að virkja hér vs. að leggja höfuðáherslu á að styrkja hagnað LV en þá líklega fórna þeirri iðnaðaruppbyggingu, muna einnig að störfin skipta miklu máli sú þekking sem fylgir þeim.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.6.2013 kl. 12:42

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kristján B Kristinsson - já ég óttast að þeir myndu selja LV ef þeir myndu aftur komast til valda, sérstaklega ef þeir geta náð því án VG þannig að frjálshyggjusjónarmiðin fái að njóta sín án slíkrar hindrunar innan stjórnar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.6.2013 kl. 12:44

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Einar,ég er að hugsa málið út frá hagsmunum almennings.almenningur (þ.e. ríkið) á landsvirkjun.Það hlýtur alltaf að vera markmiðið að hámarka gróðann og þá verður að hugsa heildrænt.Ef Fyrirtækið verður verðmætara ef lagður er sæstrengur hlýtur það að vera jafn hagkvæmt fyrir núverandi eiganda eins og væntanlegan kaupanda ef fyrirtækið yrði selt.En þótt fyrirtækið yrði verðmætara þýðir það samt ekki að rétt sé að selja það.Ég segi nei vegna þess möguleika sem við höfum í atvinnuuppbyggingu.TIL ÞESS að selja umframorkuna(sem ekki fer til almenningsnota)þurfum við að hafa næga umframorku í fyrsta lagi.Ef við seljum úr landi þarf verðið að vera nógu hátt til að borga upp sæstrenginn og flutninginn með honum til viðbótar við raforkuverðið.Ef við auk þess förum í atvinnuuppbyggingu í iðnaði eða öðru sem þarf orku þurfum við hugsanlega að kaupa hana frá öðrum en landsvirkjun.Ég veðja á atvinnuuppbyggingu svo ég tel betra að sleppa sæstrengnum og sölunni og hámarka hagnaðinn af rafmagninu með atvinnuuppbyggingu í landinu.

Jósef Smári Ásmundsson, 7.6.2013 kl. 14:33

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í EU  er raun kostnaður seldrar einingu vöru og þjónust: hráefni og orka gunnkostnaður með VSK1 +  millikostnaður með Vsk2 + loka kostnaður með Vsk3.
Heildar reiðufjár Parity [jafngildi].  Er reiknað með að setja inn með heims meðal marksverð á hráefnum, orku, grunnkostnaði, millikostnað, loka kostnaði. Usa lækkar grunn með non stopp Risa verksmiðjum og lágum orkuverðum.

Vald til innkaupa[fjárfestinga]  Purchase Power Parity.

Um grunnkostnað gildir : fækkun starfa og eingarhaldsaðila, lámarka heildar veltu og setja undir yfirlit Miðstýringar.   

Gróðinn sem felst í því er t.d. hærri velta velferðaskatta á milli kostnaðar stigi og loksölu stigi.  Umfang heildar veltu á loka söluskatta stigi skila nettó mestu til Borgríkis hingað til , í öllu samhengi , sagnfræði og lögfræði , siðmenngar,... .

Allar breytingar á lögum þarf því að réttlæta, rökstyðja með að sanna auki eða viðhaldi heildar umfangi.  VSK3 með þeim fasteigna og velferðarsköttum [grunnframfærslutryggingu]  sem hann tryggir. 

VSK3 er brútto skattar og lögaði dregur frá þá upphæð sem hann greiddi fyrirfram til millliða VSK2 og grunnaðila VSK1.  Hámark VSK 3 er heildar nettó vsk skattur.

þegar nýjar eignir eru fluttar milli gengislögsaga fellur allur söluskattur niður í EU.  Það er ef seld er vara og þjónust á loka reiðufjárframreiðslu stigi  VSK3 þá fellur niður VSK 1 og VSK2 líka.
Eina sem verður eftir til gróðamyndunnar er meðal launkostnaðurinn sem talinn er nauðsynlegur í samhengi lögsögu loka  kaupenda.
Hagsmunir þess hóps sem greiðir loka sölu skattinn vega þyngst; lýðræðislega eru lang flestir að greiða VSK3. 

Ísland í samhengi útfluttings getur ekki hámarkað gróða einhliða , það getur ekki gert ráð fyrir að  raunvirði á erlendum mörkuð í grunni hækki að raunvirði hvers ár, nema flytja út til ríkja með getu til auka neyslu almenna heima hjá sér.  þangað til kaupenda ríkið er orðið ríkara á íbúa en Ísland. 

Ísland  græðir á sjálfsblekkingum í gölluð bókhaldi hér.  Síðustu 30 ár hefur raunvirði PPP á íbúa [óháð því sem var selt] lækkað um 30% miðað við önnur Vestræn Ríki OCED.    

það sannar á mannmáli að bókhaldslegur  heildar gróði í tölu [ekki vigtanlegu magni] hér er neikvæður. Gróði fárra kenntalna:  eigna millifærslu innan Íslands , fenginn með rangfærslum og röngum samanburði.  

USA , EU , Kína ,... tryggja sína VSK 3 markaði , með tryggja sér fullnægjandi mikið magn af grunn vöru og þjónustu, heima og erlendis.

Íslendinga hér sem segjast geta reiknað úr gróða af því selja inn á grunn Kína, USA, EU,...

Geta ekki sannað tapið hinum megin við borðið.  

Það geta allir grætt ef heildin græðir: er alltaf rétt.   Hinvegar ef einn kennitala græðir segir það ekkert um heildina.

Í Ríkis eða lokuðu markaðar bókhaldi þá er alltaf tap á móti gróða : tap-gróði = 0.

Ríki sem sannar að græði á útflutingi má búast við leiðréttingu í formi veikara gengis í heildina til að kaupendur fá tapið bætt sem myndast í geira hjá þeim.

Ríki sanna þetta ekki, sem vilja við halda eftirspurn eftir t.d. fljótandi eftirspurnargengi sínu.

Erlendis er fjámálaveltu grófskipt í tvennt : Prime : grunnir 30 ára fjárlaga rammar non proffit í heildina  þess vegna stöðugur [flatur hámarks arður af veltu gefin upp sem hlutfall af eiginfé[framtíðar skuldum] til að sýnast hærri í prósentum.    USA er með 80% Prime

Til hliðar er subPrime , tísku og háviriðauka  þar áhættu frelsi og líka grunn franfærslu trygging. Í USA 20% í meða ári , eftir 1970 þá óx þetta um 50 % og mældist í lokin því 30%.  

Umfram reiðufé í grunn 80 ein. 3,0% reiknað á sama ári á afleiðumarkaði 3 ein. á móti 20 ein. grunni. 15% umfram til að keppa um.

Á Íslandi vantar skil í lögum til að Íslendinga geti skilið.  Sumir vinstri menn segja einföldum hafi verið mistök.  [Í raun hafa skil aldrei verið skýr hér ].

Allir með viti Captialistar erlendis segja þetta fáfræði. 
það sem er selt inn á Prime markaði erlendra ríkja sem er með yfirdrifið nógar tekjur til skiptana heima fyrir , býr við 2,0% max umfram tekjumörk á öllum 30 árum.  

það þarf ekkert að rífast um þetta, hér eru aðilar sem vilja bara eignast persónlega meira eignarhald í þjóðartekjum hvers árs.  Þeim er sama þótt erlend ríkji deili þessu með þeim í gegnum sína lögaðila. 

Bókhald [efnhagsreikningur] er tví skráning skulda í lámarks markaða eða gengis verðum til að vera  markætt stýritæki. 

ÚR  vsk. rekstri kemur umfram nauðsynlegt sem heima aðilar kalla gróða  úr heildar vsk. rekstri kemur umfram sem er gróði þegar búið er leiðrétta fyrir minna PP reiðufjár jafngildi eða meira reiðufjár jafngildi á íbúa til meta  hvort almennur kaupmáttur hafi aukist: [óháð aukningu almennt].   Þýskland , Sviss t.d. tryggja að 74% af markaðsettu reiðufé fari í hendur 80% borgara með meðal reiðfjár innkomu.  þar merkir aukist PP þá eykst raun kaupmáttur almennings.   það er engin akkur af liði sem sem notar ekki reiðufjár tekjur sína á hverju ári til að auka vsk.

Ríki markaðsettur t.d. 105 dollar til tryggja  105 ein. PPP sölu með skatti. Salan var 100 PPP í fyrra fyrir 100 dollara.  Vigt sýnir að sala verður 100 PPP næsta ár   og seldist fyrir 75 dollara,  innstæður í bönkum hækkuðu 30 dollara.  105 - 30 = 75 dollar. 75 dollarar fóru í 100 PPP Þú færð meira fyrir dollar og hann styrkist nýrr raunvirði gengur í gildi.

Ríkíð markaðsetur svo 80 dollara til tryggja 75 ein. PPP      þá sannar vigt að  110 dollar fóru í að greiða 75. ein. PPP.  þú færð minna fyrir Dollar.  Skýring Sparendur sem tóku út sparnað.

Meðalgreindir plata ekki yfirgreinda í skattamálum.    UK vill auka VSK3 heima veltu sem mest og PPP eignhalds kröfur á VSk1 veltu annarra ríkja. þetta vilja öll stöndug ríki og telja hagstætt. UK segir hátækni hluta flugvéla og tísku heilsölu varning erlendis vera fýslegar  til að fjármagna subPrime veltu hjá þeim.  Þeir reikna engan arð af orkuflutningum til EU og komast upp með það. 

Íslendingar hafa engan aðgang að mörkuð sem vilja tapa á orku innfluttningi. Get því ekki grætt neitt í samanburði í langtíma raunveruleika.  Græða á grunninum sjálfum: almenningi er opinberlega til skammar. Ríki græða á að jafna tækifærum og virkja almenning til ábatasamar vsk. neyslu heima fyrir.

Skammtíma fjárfestar subPrime spá í aukingu heildarveltu.  Nú eru allar líkur á að velta aukist í lágmarks þjónustu framfærlsugeirum ríkis A sem hlutfall af heildarveltu þess. Í þessum geirum er RAUNKOSTNAÐAR viðbót nánast sama og grunnlaun strafsmanna, skattar af þeim eru velferðar grunnframfærslu fjármagn.   Fjárfestir getur því grætt : hámarkað gróða með lækka launaskatta af þessum kostnaði t.d. á Íslandi:  ráða starfmenn inn með  187.000 kr. meðal grunnlaun [meðal útborgun: 162.000 kr. og lagt á 41.38% á útborgun [skil til sjóða, stéttarfélaga og velferðar].  Hann lausræður strafsmenn og lætur vinna 75% hjá sér.  meðalaun verða 140.600 kr. ; útborgun meðal: 143.000 kr. lagt á 29% til að skila til lífeyrisjóða, stéttarfélaga og velferðar. [Persónu afláttur er fundin upp í UK til blekkja , Danir og Íslendinga eru með sínar útgáfur]  USA , Þýskland og flest önnur OCED ríki eru ekki þessi misnotkunar tækifæri.  USA tryggir með lögum lámarks  útborgun  fyrir unna vinnustund.  Stéttar félög tyggja fasta min. 172 vinnutíma .   Grunnskattur til velferðar er alla lagður á jafn 17,5%+ 17,5%  = 35 % á heildar reiðurfjár tekjur einstaklinga
þegar útborgað reiðufé fer yfir 237.000 kr. á mánuði  þá er bætt við um 2,5 % á útborgaðar reifjár upphæðir milli 237.000.kr til  500.000 kr. Og skilar 2,5%  í nafni starfsmanns.

Sama og reikna fyrst 35% og síðan 37,5%.

Hér er ávinningur fyrir lausráðinn að ná 172 tímum eða 187.000 kr. stéttarfélags grunn laun hér [USA lámarksframfærslu ] og komast að hóp tekuskattsgreiðenda með 237.000 kr. útborgun og 17,5%  Grunnvelferðar skatt  : heildar laun  278.000 kr. kostar atvinnurekenda 237.000 kr. x 1,35% = 319.000 kr.   Útborgað hér 237.000 kr. kostar atvinnurekenda: 62,37% álagningu: Íslensk heildar laun:  385.000 kr.  þetta er 20% dýrari grunnlaun en í USA án tekjuskatts viðbótar við grunn velferðaprósentu.

Tölfræðingar EU og AGS hafa sannað að samburðarraunvirði meðlauna á Íslandi hafa lækkað um 1,0% á hverju ári í 30 ár.   Jafngildir fjár ólæsi fræðinga hér. Íslensk efnahagsrök og áherslur í framhaldi er því sannarlega heimsk og ótæk til framtíðar ákvarðanna.  Grunnlaun geti ekki verið lægri í sambærumlegum ríkjum í keppni um raunvirði skatttekna.

Því fleirri óvirkir skattgreiðendur því meir byrgðar á þeim sem teljast virkir. því meira skattasvindl : nánast ónauðsynlegt hér vegna heimskra skattalaga.   Stéttar félags aðild er ónauðsynleg fyrir einstaklinga  undir 237.000 kr. í útborgað reiðufjár tekjur á mánuði. Það nægir að samþykkja á Alþingi lámarks útborgað reiðfé fyrir vinnustund og verðtryggja svo það  sem allir einstaklingar hala inn á hverju ári sinn fasta hlut sem eru ekki í þjónustu PPP geira.  
þá gildir tildæmis að ef 40% af heildar rauntekjum fer í fjármagna ekki vsk . geira í ár  þá gildir það líka eftir 40 ár. Aukist raunvirði veltu þá eykst raunvirði þessar 40%.

Hvað markaður utan Íslands vill hækka verð í grunni sinna tækifæra til að hámarka heildar gróða á sínum markaði? Svara þessu fyrst.

Rússar , Arabaríki  vilja sjálfsögðu græða á hærri grunnverðum í heimum , þar er hávirsauki lítill hlutfallslega.  UK og Norgur og Ísland  er 70 milljóna PPP markaður, sem mun aldrei breyta ríkja raunvirðis viðhorfum meiri hluta borga alls heimsins.    það er engin gróði af fjárfestingu í grunni erlendra ríkja [ó háð landfræðligri staðsetningu á þessum grunni].  Gróði myndast innan eigin heimalögsaga með auka veltu hávirðisauka að mati eigin íbúa.   Húsnæði er með hátt raunvirði hér almennt Íslenskt mat, hér er kannski hægt að hækka verð á orku og hráefnum meiri þannig að almennig finnst það ekki of metið raunvirði þá mælist það líka á eiginfjárstöðu og greiðslu skilum almennt. 

Ríki sem þurfa ekki að flytja raunvirði inn, geta verið með sinn heima hagvöxt eins og þeim sýnist.   Ríki sem flytur inn 80% af sínu PPP verður flytja út ekki minna út á móti.  þetta merkir líka að 20% er mikið til að stjórna [tekju skipta] á hverju ári.  Ríki vilja selja sem mest til Íslands og þá hávirðisauka frá sér en þau vilja ekki borga=kaupa fyrir þau viðskipti í cash í öllum fimm ára uppgjörum,  heldur parity cash.  Til þess að hér safnist ekki  Power sjóðir til valda þeim skaða í framtíðinni.  Um sparnað gildir hinn "gullni Meðalvegur" : Fela hreinar eignir með engar skuldir á móti. Fara eftir raunvirði cash kaupenda.   Hvað ríki vill tapa á orku kaupum og frumvinnslu þjónustu frá Íslandi. Fjárfestir er hirðir gróðans.  Erlendir fjárfestar geta skila hærri launum á haus ef lagaramma tryggjar það, aukið þannig  reiðfjár framreiðslu inn á Íslands markaði.  Hámarka arð af erlendum fjárfestingum er að hámarka raunvirði starfsmannveltu. Söluskattur fellur niður við útflutting. Eina sem eftir verður eru launaskattar og fasteignaskattar.  Eftir 1918 er fjárfesting í grunni vaxandi færri eignarhaldsaðilar [meiri arður hlutfallega á færi] og færri strafsmenn [viðhorf skíta störf , einhæf og einföld: líka stjórnun] . 

Íslensk gefin rök um gróða í grunni gilda ekki í samhengi erlendra markaða. Vega ekki þungt sem hlutfall af heildar veltu þegar erlendir markaðir eru reiknaðir með.  

Júlíus Björnsson, 7.6.2013 kl. 20:20

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jósef - "Ef við auk þess förum í atvinnuuppbyggingu í iðnaði eða öðru sem þarf orku þurfum við hugsanlega að kaupa hana frá öðrum en landsvirkjun." - þú verður að átta þig á því, að þ.e. annaðhvort eða, þ.e. ekki valkostur að velja bæði, þ.s. sæstrengur með öllu útilokar slíka atvinnu-uppbyggingu. Þ.s. þá verður Ísl. gersamlega ósamkeppnisfært, nema við lækkum laun hér úr öllu valdi til að vega upp á móti.

En það þarf að skiljast að Ísl. er ekki fyrsti kostur slíkra aðila, Ísland er að keppa v. lönd t.d. Bandar. þ.s. orka er ódýr. Það gerir Bandar. kleyft að borga í staðinn hærri laun, en orka er t.d. ódýrari til muna en í Asíu.

Þ.e. betri valkostur, að láta almenning fá vel launuð störf, flytja orkuna út óbeint með varningi; en að í reynd loka á alla iðnaðaruppbyggingu í landinu líklega að fullu og öllu. 

Hér verður ekki sleppt eða haldið, kakan étin og haldið eftir samtímis. Þ.s. íslendingar myndu aldrei velja kínv. laun, þá væri útkoman óhjákvæmilega að - - öll slík störf leggjast af, og það verður enginn möguleiki til framtíðar á slíkri uppbyggingu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.6.2013 kl. 00:58

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Launa skattkerfið hér er hannað til halda vörð um að hér spretti ekki um fámenn vsk. hávirðsauka fyrirtæki. þess vegna er engin virku neytendamarkuður hér og því engin neytenda keppni.  Erlendis er samkeppni í fákeppni geirum [heilsölu] um þjónustu stig inna verð lá og hámarka.  Hér er sviðsett vsk. fyrirtækja flóra undir eignarhaldsformi  sem getur verið undir öðru erlendis og þar undir öðru.  Hávirðis vsk keppni er fjölda keppni þar sem verð lámörk er til tryggja Borg sem hæstu skatta.  Neytenda markaðir eru óvirkir 10% fátækustu með 20% velferðakattur  [ekki 80%] 80% virki meðaltekju: útborgað á mánuði í reiðu fé 237.000 kr. fastráðnir  til 500.000 kr. útborgað. Velferðaskattur 25%. Lögaðilar borg alltaf 20% í sínu nafni.  Stéttarfélags aðlid frjáls Lámarks verð fyrir  vinnustund skilgreind skilgreind með lögum t.d. 1200 kr. með skatti.  Einn framfærslu tryggingar sjóður sem tyggir öllum með 18 ára ríkisborgarétt. 172 x 1200  kr. á mánuði.    Svo semja aðilar og félög, einstaklingar  fyrir þá sem eru með meira 237.000 kr í reiðufé á mánuði.  Des upp bætur og orlofs uppbætur er auvelt þegar ríkið og Bankar eru með eignarahald. 
USA frunn kerfið tryggir meir eftirspurn eftir hávirðsauka framleiðslu á Íslandi , sem skila betri velferð. Séreignlífeyris sparnaður verði án ríkisábyrgðar og frjáls keppnis markaður, Heilsugeiri sem skilar vsk. án ríkis ábyrgðar á ekki að vera vandamál hér. Sem borgar öllum starfsmönnum minnst 237.000 kr. á mánuði í reiðufé. 

Júlíus Björnsson, 8.6.2013 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband