Af hverju er ríkisstjórn Sýrlands að styrkja stöðu sína?

Þetta er niðurstaða leyniþjónustu Þýskalands ef marka má grein Der Spiegel: German Intelligence Sees Assad Regaining Hold.

Hluti af þessu virðist vera - nýjar vopnasendingar. En fyrir nokkrum mánuðum, virtist her Sýrlandsstjórnar á fallandi fæti, stjórn Assads glataði yfirráðum yfir vaxandi hlutfalli landsins.

En upp á síðkastið, virðist að stjórnarherinn sé í gagnsókn, staða hans sé sterkari - en þá var.

Vakið athygli hafa fréttir af vopnasölu Rússa, sem hefur verið mótmælt af Vesturveldunum þ.e. nýjar loftvarnarflauga og einhverra hluta vegna, nýjar stýriflaugar sem hannaðar eru til árása á skip á sjó.

En sjálfsagt, hefur stjórnarherinn fengið aðrar vopnasendingar í seinni tíð, sem skýri bætta bardagahæfni.

Annað atriði er einnig, að vart geti annað verið, en e-h aðili sé að styrkja Sýrlandsstj. fjárhagslega - - en stríðsrekstur er dýr, nýleg kaup á vopnabúnaði hafa ekki verið fyrir neinar "smáupphæðir."

Fyrri umfjallanir:

Sýrland er leiksoppur nágrannaríkjanna!

Samstaða með Sýrlendingum! Eina vonin um frið í Sýrlandi er að Bandaríkin semji um frið við Íran!

Hvað ætli að Rússum gangi til?

  • Ég get skilið, hvað t.d. Íran gengur til með stuðningi við Assad, en ef fólk horfir á kortið skýrist það mál, en þeir eiga stuðningsmenn í Lýbanon þ.e. Hesbollah, vilja viðhalda tengslum við þann skæruher, en meðan að Hesbollah er öflugt vald innan Lýbanon þá hefur Íran áhrif alla leið að landamærum Ísraels, að auki er Hesbollah valdatæki Írana, en þeir hafa stöku sinnum en ekki oft beitt sér fyrir Íran, með hryðjuverkum gegn gyðingum - t.d. alla leið til Argentínu.
  • Málið fyrir Íran, er sem sagt, viðhalda sínum áhrifum, Lýbanon sé á áhrifasvæði Írans, sem kallar á að stjórn Assads sem hefur verið um skeið eini bandamaður Írans í heimshlutanum sé haldið á floti með öllum tiltækum ráðum.

En þ.e. minna augljóst hvað Rússum gengur til!

  1. Þeir eiga reyndar flotastöð, sem rekin er frá strönd Sýrlands - - og er eini aðgangur rússn. flota að Miðjarðarhafi.
  2. Assad hefur verið mikilvægur kaupandi vopna - - en í þetta sinn, grunar mig að Rússar séu nánast að gefa ríkisstj. Assads - vopn. Kaupsamningar séu bara "sýndarmennska."
  3. Það hangi með öðrum orðum e-h meira á spýtunni.

 

Mig er farið að gruna, að stuðningur Rússa við Sýrland nú, sé ekki síst - vegna þess að Rússar telja sig græða á því, að stríðið haldi áfram

Við þurfum að muna, að Rússar hafa haft verulegt gagn af því, að Bandaríkin hafa verið á kafi í styrjöld í Afganistan og áður, í Írak.

Málið er að það hefur haft margvíslega kosti í augum Rússa, að undanfarin ár hefur meginþorri hins bardagahæfa hluta Bandar.hers verið önnum kafinn!

En Rússland hefur sinn eigin "mjúka kvið" en þ.e. Mið-Asía og Kákasus. Áður en styrjaldirnar tvær brutust út, voru Bandaríkjamenn farnir að skipta sér all verulega að þessum tveim svæðum.

Sem Rússar líta á sem sitt yfirráðasvæði, en bæði þessi svæði innihalda mikinn auð af gasi og olíu.

Eftir að stríðin 2-brutust út, hefur áhrifum Bandaríkjamanna á þeim svæðum hnignað verulega, og að sama skapi hafa áhrif Rússa styrkst á ný.

  1. En Rússland getur í reynd ekki keppt beint við Bandaríkin!
  2. En kannski, halda Rússar að þeir geti, flækt Bandaríkin inn í annað - - langvinnt stríð.
  3. Þannig haldið Bandaríkjaher áfram uppteknum! 
  • En það verður að muna, að Bandaríkin eru við það að kveðja her sinn heim frá Afganistan!

Það er því kannski alls - alls engin tilviljun, að Rússar virðast í dag vera að, styrkja her Ríkisstjórnar Sýrlands.

Á sama tíma, fer þrýstingur innan Bandaríkjanna, og meðal Vesturveldanna, vaxandi um það - að hefja frekari afskipti af styrjöldinni í Sýrlandi.

Mig grunar, að Rússar sjái leik á borði!

Haldi að þeir geti lagt gildru fyrir Vesturveldin.

 

Niðurstaða

Assad hefur verið miklu mun fastari í sessi, en flestir bjuggust við. En þar kemur að auki til, að hann hefur fyllt her sinn af minnihlutahóp Alavíta, sem eru sértrúarhópur Shíta. En Assad er Alavíti. 

Þarna hefur hann því her, sem á nánast ekki möguleika á öðru, en að styðja stjórn hans - - því Alavítar óttast eðlilega það hatur gegn þeim, sem fremur grimm stjórn Assads hefur framkallað.

Að auki hefur hann 2-ríki þ.e. Íran og Rússland. Sem sjá eigin hag í því að tryggja áframhaldandi völd Assad stjórnarinnar.

  • Fórnarlömbin eru síðan fólkið í landinu, sem deyr unnvörpum, meðan landið er leiksoppur utanaðkomandi afla.

Um margt líkist því þetta stríð Lýbanon stríðinu, nema þ.e. stærra.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Rússar græða á framleiðslu og sölu, meðan þeir fá greitt í efnislegum verðmætum og jafnvel ekki: réttlætir störf.   Fólksfjölgun er vandamál sem ber að útrýma að flestra mati utan Íslands, þar eiga fleiri munnar í framtíðinni að borga verðbóta eignarkröfu uppsöfnunar veðsafna. Assad er óvinæll vegna þess að hann mismunar þegar kemur að skiptingu minnkandi þjóðar tekna. Sumir eru þar jafnari en aðrir.

Júlíus Björnsson, 24.5.2013 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband