Gleðilegar kosningar!

Þá verður kjördagurinn runninn upp þegar flestir lesa þessa færslu. Rétt er í því samhengi að rifja upp úrslit kosninga vorið 2009 því að nú virðast ætla að eiga sér stað á ný umbrotakosningar. Með öðrum orðum - stór fylgissveifla:

 

Kosningarnar 2009

  1. Samfylking................29,8%.......20 þingmenn.
  2. Sjálfstæðisflokkur.......23,7%.......16 þingmenn.
  3. Vinstri-Grænir............21,7%.......14 þingmenn.
  4. Framsóknarflokkurinn..14,8%........9 þingmenn.
  5. Borgarahreyfingin.........7,2%........4 þingmenn.

 

Könnun Capacent Gallup á föstudag

  1. Sjálfstæðisflokkur.......27,9%
  2. Framsóknarflokkur......24,7%
  3. Samfylking.................14,6%
  4. Vinstri Grænir.............10%.
  5. Björt Framtíð................6,6%
  6. Pírata..........................6,1%
  7. Lýðræðisvaktin.............2,8%
  8. Hægri Grænir...............2,6%
  9. Dögun.........................2,6%
  10. Flokkur Heimilanna........1,3%
  11. Önnur framboð innan v. 1%.

 

Tíðindi kosninganna geta verið þau að Bjarni Ben haldi velli!

Þetta virðist blasa við ef úrslitin eru í takt við könnun Gallup. En þá er Sjálfstæðisflokkurinn skv. því að bæta aðeins við sig fylgi miðað við kosningarnar 2009. 

BB mun líklega beita fyrir sig frasanum "varnarsigur."

Ég er búinn að vera um nokkra hríð, nærri því sannfærður að BB falli eftir kosningar, en ef flokkurinn bætir smávegis við sig fylgi á kjördag.

Getur það vel farið svo, að BB takist að klóra sig áfram á formannsstóli.

------------------------------

Síðan er það mikil fylgisaukning Framsóknarflokksins er virðist blasa við, og ef Framsókn endar í ca. 25% eða jafnvel rétt rúmlega 25% þá hefur flokkurinn bætt við sig liðlega 10%.

Sem ætti að teljast í flestu eðlilegu samhengi - fínn kosningasigur.

Eftir að BB sagðist vera að íhuga að hætta, kynnti síðan á fundi með flokksfélögum laugardaginn eftir að hann ætlaði sér að vera áfram formaður og leiða flokkinn til sigurs - - - hefur BB að því er best verður séð tekist að sækja til baka þá Sjálfstæðismenn sem um tíma, voru komnir yfir á Framsókn.

Sumir hafa verið að halda því fram að öll fylgisaukning Framsóknar væri frá Sjálfstæðisflokknum komin, en ég er handviss um að það er ekki rétt.

Heldur sé Framsókn að sækja sér heilmikið fylgi til vinstri flokkanna - sem þeir hafa tapað.

Enda sést að þeir tapa miklu fylgi. Eitthvert fer það fylgi.

Að auki slurk af þeim sem áður voru í hóp óákveðinna, sem hafa ákveðið að kjósa Framsókn út á það loforð, að standa sig fyrir heimilin í landinu.

------------------------------

Þriðji megintíðindin eru að sjálfsögðu, mikið afhroð stjórnarflokkanna. Sem eins og sést af samanburði við úrslitin 2009, stefnir í að tapi meir en 10% hvor flokkur.

Líklega er þó slurkur af því flóttafylgi Samfylkingar farið yfir á Bjarta Framtíð, en þó geti einnig verið að Lýðræðisvaktin sé auk þessa einnig að fá flóttafylgi frá Samfylkingu.

Líklega er Framsókn að fá töluvert af landsbyggðarfylgi Vinstri Grænna, þá þeirra sem kusu VG 2009 út af loforðinu þess efnis, að VG ætlaði að verða sérstakur verndari landsins gegn ESB aðild.

En kjörfylgi VG var þá sögulegur toppur sem mjög ólíklegt er að VG endurtaki nokkru sinni.

------------------------------

Fjórðu megin tíðindin er að það virðist einungis líta út fyrir að Píratar fari inn af nýju framboðunum. En ég lít á BF sem fyrst og fremst mótmælaframboð við Samfylkingu. Snjall leikur þannig séð. Enda augljóst fyrir margt löngu að tækifæri væri einmitt fyrir slíkt framboð - að ná á þing með því að stela fylgi af Samfylkingu. Magnað hve lengi vel forysta Samfylkingar virtist vera blind á það hvað Guðmundur Steingrímsson í reynd var að gera - þ.e. að stinga undan Samfylkingu.

 

Ef einungis Píratar fara inn!

Þá líklega falla óvenju mörg atkvæði dauð - sem getur skapað undarlega útkomu. Þá að fræðilega verði unnt að mynda meirihluta stjórn þingmanna án þess að baki henni sé meirihluti kjósenda.

Slík stjórn hefði þó augljóslega mjög veikt umboð - - ef sú yrði niðurstaðan.

 

Niðurstaða

Það verður spennandi að fylgjast með kosningunum. En 2-atriði skapa spennu sýnist mér. Hvort verður Framsókn eða Sjálfstæðisflokkur stærri. Síðan, ná einhver litlu framboðanna inn? Það er einhver þeirra sem skv. Gallup eru á milli 2-3% í fylgi?

Þetta getur orðið áhugaverð kosninganótt.

Eitt er þó víst að sigur Framsóknar blasir við - einungis ekki ljóst hve stór sá sigur verður. En það myndi koma mér virkilega mjög á óvart ef fylgið fer undir 20%. Mér finnst líklegt miðað við kannanir þessarar viku og þeirrar síðustu. Að fylgið verði nærri 25%.

Sjáumst á kosninganótt!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband