Lækkun innlends vöruverð með gjaldalækkunum verður að vera rétt tímasett!

Margrét Kristmannsdóttir formaður Samtaka Verslunar og Þjónustu SVÞ, vill bæta kjör almennings með því að lækka tolla og gjöld á innflutta vöru, og lækkun virðisaukaskatts. Telur ekki forsendu fyrir launahækkunum.

Hið jákvæða við kjaraaukningu með þessum hætti, er sú - að þetta er í eðli sínu verðhjaðnandi.

Lækkar verðbólgu með öðrum orðum, í stað þess eins og launahækkanir alltaf gera. Að hækka verðbólgu.

Þannig að með slíkri leið verða engar hækkanir á lánum!

 

Á hinn bóginn er einn stór galli á málinu!

Það jafnvægi milli inn- og útflutnings sem er hverju sinni, hefur mikið að gera með kaupmátt þann sem til ráðstöfunar er hverju sinni.

  • Ef við lækkum vörugjöld þannig að innflutt vara sé ódýrari - - þá ætti það að skila aukningu gjaldeyrisneyslu, vegna þess að þá hefur fólk efni á að kaupa meir af því sem er tollalækkað.
  • Svipað getur gerst ef við lækkum virðisaukaskatt, þá einnig lækkar vöruverð - sem eykur kaupmátt, þannig að neysla eykst.

En ath. tollar og vaskur leggst ofan á innflutningsverð - - hver vara kostar jafn mikinn gjaldeyri burtséð frá lögðum tollum eða vaski. Þannig að fleiri keypt stykki þíðir aukin gjaldeyrisneysla.

ÞÁ ER SPURNINGIN
- - HVE RÚMUR GJALDEYRSJÖFNUÐURINN ER?

  1. En ef hann er tæpur, er hugsanlegt að gengið sígi á móti!
  2. Því skulda sinna vegna, þarf Ísland að viðhalda lágmarks gjaldeyrisafgangi svo landið sé gjaldfært.

 

Á hinn bóginn væri sú leið að lækka vask og/eða lækka vörugjöld að auki, mjög góð leið þegar við höfum efni á henni!

Ég ætla að láta liggja milli hluta í þetta sinn, að hve marki unnt er hagsmuna landbúnaðarframleiðslu vegna að lækka vörugjöld. 

Hitt er ljóst að þ.e. a.m.k. unnt að lækka vöruverð að einhverju marki með þeim hætti.

  • Að lækka virðisaukaskatt, ætti að vera mun minna umdeilt.

En sú leið getur lagað stöðu verslunar í landinu, en það er ljóst að verslun færist í sífellt auknum mæli úr landi.

Ef við lækkum vask, þá ætti það að bæta samkeppnisskilyrði verslunar í landinu, við verslunarferðir til útlanda.

Og það ætti að geta leitt til fjölgunar starfa við verslun.

Það er því - ég legg áherslu á, a.m.k. full ástæða til að lækka vaskinn, t.d. í 15%.

  1. Þetta þarf að tímasetja af varfærni - því eins og ég útskýrði.
  2. Að slík aðgerð eykur neyslu - því innflutning þ.e. gjaldeyrisneyslu landsmanna.
  3. Þannig að þetta er ekki sjálfbært mögulegt, nema nægilegt borð fyrir báru sé til staðar fyrir þeirri aukningu neyslu, sem líklega á sér stað. 
  • En um leið og borð fyrir báru hefur skapast fyrir launahækkun!
  • Þá væri snjallt að velja þá leið, að verja því borði fyrir báru - með þeim hætti, að lækka vöruverð hér innanlands, og stuðla að því samtímis að verslunarstörfin komi til baka.

 

Niðurstaða

Það sem ég er að segja. Er að næst þegar við eigum fyrir launahækkun til handa landsmönnum. Geri ráð fyrir því að einhver tekjuaukning í formi gjaldeyris sé forsendan. Þá sé snjallt að fara einmitt þá leið í það skiptið - - að lækka vöruverð hér innanlands.

Með lækkun virðisaukaskatts.

Hvort einnig á að lækka vörugjöld - þarf að ræða nánar í samvinnu með landbúnaðinum.

Hitt að lækka vaskinn er alveg borðleggjandi. Í samhengi við átak til að fjölga störfum hér innanlands, væri þetta einnig mjög gagnleg aðferð. Vegna líka á fjölgun starfa við verslun.

Tímasetningin er - mikilvægi punkturinn.

En ég legg mikla áherslu á - að við höfum alltaf efni á þeim aðgerðum sem við framkvæmum.

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

mitt mat (sem skiptir svo sem litlu máli) er: þetta er falleg hugmynd en mun ekki virka frekar en að 'pissa í skóinn'.

Rafn Guðmundsson, 25.4.2013 kl. 00:32

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta orðalag er ofnotað. Ísland þarf að eiga fyrir innfluttum varningi. Lífskjör er unnt að hækka með aukningum tekna hagkerfisins gagnvart útlöndum.

Þ.e. alveg sama í hvaða samhengi landinu er stýrt - fyrir utan að það gerist fylki í öðru landi; að þetta sama lögmál gildir í öllum tilvikum.

Þ.e. af og frá að þetta gangi ekki upp, ef þ.e. gert með þeim hætti, að peningurinn sé raunverulega til.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.4.2013 kl. 00:48

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

hefur svona ekki verið reynt áður - lækkun á matarskatt, fyrir ca 20 árum var varðlag fryst og ekki - ég er ekki búinn að sjá að svona breytingar virki. það er rétt hjá þér að 'pissa í skóinn' er mikið nota og er sennilega bara oftast rétt

Rafn Guðmundsson, 25.4.2013 kl. 01:13

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

átti að vera 'lækkun á matarskatt - fyri ca 20 árum var verðlag fryst -

Rafn Guðmundsson, 25.4.2013 kl. 01:14

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Heildarmyndin er gríðarlega fólkin og erfitt að meta hver áhrif lækkunar tolla, vörugjalda o.s.frv. hefði.  Það er erfitt að meta áhrifin og sömuleiðis hvernig lækkunin myndi skila sér til neytenda.

Staðreyndin er sú að þetta gæti einnig fært verslun inn í landið.  Ef vill gætu Íslendingar þá farið í utanlandsferðir og slappað af og notið tilverunnar, í stað þess að þræða verslanir.

Auðvitað nota Íslendingar heljarinnar ósköp af gjaldeyri til þess að kaupa góss í útlöndum vegna þess hve tollar, vörugjöld o.s.frv. gera ýmsar vörur dýrar á Íslandi.

Að hvað miklu leyti sá "gjaldeyrisparnaður" gæti dekkað þá "gjaldeyriseyðsluaukningu" sem lækkunin gæti haft í för með sér, er erfitt að fullyrða um.

En það er auðvitað út í hött að hægt sé að fara til útlanda og "spara" fyrir ferðinni með því að kaupa fáa en dýra hluti.

En þetta er vissulega erfitt að reikna til hlýtar, en þegar talað er um að verslun sem starfar ekki á Íslandi sé með 20 til 30% markaðshlutdeild í barnafötum, hljóta flestir að sjá að eitthvað er að.

G. Tómas Gunnarsson, 25.4.2013 kl. 13:24

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"...en þegar talað er um að verslun sem starfar ekki á Íslandi sé með 20 til 30% markaðshlutdeild í barnafötum, hljóta flestir að sjá að eitthvað er að."

Nákvæmlega. Það er einnig svo að netverslun er í aukningu og þá er hátt hlutfall frá slíkum erlendis.

Það virðist sem að nútíminn geri það erfiðara fyrir okkur að vera með hærri virðisaukaskatt en þekkist víðast hvar erlendis.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.4.2013 kl. 14:53

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rafn - - að pissa í skóinn er ofnotað. Matarskatturinn leiðir til lægra verðs á því sem er skattlagt lægra. Það aftur á móti var gagnrýnt að lækkunin hafi ekki verið jöfn að prósentum við lækkun skattsins. Að kaupmenn hirtu hluta lækkunarinnar.

Þú ert að oftúlka hvernig það fór með matarskattslækkunina.

Það ætti vel að vera fær leið að bæta kjör landsmanna með þessari aðferð a.m.k. í eitt skipti. T.d. í næstu kjarasamningum - segjum 2014.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.4.2013 kl. 14:57

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Raunvirði vsk. útflutnings PPP heldur ára að minnka, í Alþjóða samaburði, þannig verður þá raunvirði innfluttnings í samræmi.   Hér á viðhalda raunvirði  eða minnka raunvirði skulda við erlendar efnahagslögsögur: að kröfu eignanda krafnanna. 

Val mögleikar í þessar stöðu : reyna auka raunvirði útflutnings og efla eftirspurn heimafyrir úr því sem kostar ekki erlendan raunvirðis innflutting.


 PPP vöruviðskiptajöfnuður Íslands og EU sem heild er óhagstæður fyrir EU, minna raunvirði flutt inn en flutt  út.  Commission EU mun rétlætta þetta með því Ísland sem ekki Meðlimur hafi þá betri tækfæri að greiða niður skuldir í pundum og evrum , með t.d. dollurum.
   Hollusta í toppi greindra erlendra ríkja gerir það verkum að aðilar þeirra leitast við að gera það sem rökrétt er: í samhengi vöruviðskipta og lánafyrirgreiðslan til að viðhalda þeim í jafnvægi á öllum 30 árum.

Frelsi kostar raunvirði ekki væntingar um betra næsta ár, ríki sem eiga ekkert umfram raunvirði geta haft væntingar sem rætast aldrei.      

 Til að þroskast verða Ísleningar að skilja hvað er átt við með samtíma raunvirði PPP: Aljóðþa raunvirðis mælinum.  Hvað eru Prime AAA +++ langtíma veðsöfn? Buffer til að tyggja inn og út flutning PPP.

Náttúrlega stöndugu ríki geta stundað óhagstæðan PPP viðskipta jöfnuð við óstöndugri  árum saman,  af því þau hafa efni á því.  Sjá USA og Kína 1970 til 2000.  Í dag er mjög takmarkað hvað Ísland getur flutt inn.  Ísland verður að velja  eins og önnur ríki í harðræði : austerity. Sem vex meir hér en annarstaðar í farmtíðinni miðað við sömu áherslur.

Júlíus Björnsson, 25.4.2013 kl. 15:16

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það sem Einar Björn er að segja, sem ætti að vera auðskiljanlegt, er að allt sem ekki er framleitt á Íslandi þarf að flytja inn.  Það kostar gjaldeyri.

Skiptir ekki svo miklu máli þótt ríkið vilji leggja á tolla og skatta.  Það er innanlandsmál. Ef neytendur hafa tök á og sjá sér hag í því að kaupa sjálfir sömu vörur erlendis  þá kostar það  sama gjaldeyri.

Þannig að ef allir gerðu þetta yrði ríkið jafnsett með því að sleppa tollum og sköttum.  En eina stærð vantar samt í jöfnuna; ágóða innflytjenda.  

En er það ekki nákvæmlega það sem SVÞ eru að vekja athygli á?

Kolbrún Hilmars, 25.4.2013 kl. 22:39

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kolbrún - ef þ.e. unnt að færa hluta af verslun inn í landið sem fer fram í gegnum verslunarferðir. Þá a.m.k. skapast störf hérlendis út á þá verslun, í stað þess að hún sé að skapa störf erlendis. Innlend verslun einnig greiðir skatta til ríkissjóðs Íslands.

Þannig að hugmyndin að lækka vask getur verið góðra gjalda verð. Svo fremi eins og ég benti á, að þess sé gætt að við eigum borð fyrir báru í gjaldeyristekjum fyrir þeirri aukningu á innflutningi sem þá á sér stað, ef vaskurinn lækkar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.4.2013 kl. 17:47

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í borgríkum eins og kaupmannhöfn þar ég er fæddur, og mínir forðfeur bjuggu þá vita flestir. Að borgir er stofnaðar til græða á þeim.   Kongur  leggur á skatta, fateigna til viðhalda sínum fasteignum og söluskatta til þjóna lögaðilinum, þar gildir á Meginlandinu að hver geiri borga hlutfallslega jafnt eða eftir eðli.

Hvisvegar eru skattar fyrir 40 stunda vinnuviku notaðir til fjármagn velferðkerfi í flestu ríkju OCED , sennileg ekki á Íslandi.    þetta er um 40% á  kaupveltu.  Persónafláttur er í raun niðurgreiðslu á starfmanna fjölda.  UK fann þetta upp.  Tekju skattar er frá Þýsklandi og byrja þegar kaup fer yfir meðal kaup.  Til hald háu kaupi miðri.  Umræður hér er allta aðrar um skatta og tekjur  en erlendis. Hér hljóma þær eins og bull. 

Júlíus Björnsson, 27.4.2013 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband