SDG óttaðist hrun á húsnæðismarkaði 7 mánuðum fyrir hrun!

Það er dálítið skemmtilegt þegar andstæðingarnir gera mistök. En á laugardag komu tveir aðilar fram með þennan hlekk: Offramboð af íbúðum.

Á síðunni er skönnuð inn sem mynd stutt viðtalsgrein við Sigmund Davíð, og ath. dagsetning samantektarinnar á síðunni er apríl 2008. Þannig að greinin sem sett er inn er eitthvað eldri.

  • Það sem andstæðingum fannst markvert við þetta - - að þarna er SDG titlaður doktor í skipulags hagfræði.
  • Sem getur hafa komið til vegna þess að blaðamaður hafi tekið rangt eftir.
  • Þeir sem komu fram með þennan hlekk - áttuðu sig ekki á því, að þarna er SDG meira en 7 mánuðum fyrir hrun líklega - að vara við alvarlegri bólumyndun á húsnæðismarkaði hér.
  • Bendir á að bólan sé orðin hlutfallslega stærri en bólan á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum var orðin, áður en svokölluð undirmálslánakrísa þar hófst.
  • Sú sem startaði síðan hnattrænni fjármálakrísu.
  • Og var upphaf kreppunnar í Evrópu sem enn stendur yfir.

Úr þessu má lesa aðvörun um yfirvofandi verðhrun á fasteignamarkaði hérlendis - - mánuðum áður en það verðhrun síðan varð.

------------------------------

„Mér sýnist á öllu að umframframboð á íbúðarhúsnæði sé nú orðið töluvert meira á Íslandi en það var fyrir verðfallið og undirmálslánakrísuna í Bandaríkjunum. Jafnframt eru birgðir af tómu húsnæði meiri en þær voru í Bandaríkjunum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, doktor í skipulags hagfræði. Hann bendir á að í september síðastliðnum hafi tvær milljónir íbúða staðið tómar í Bandaríkjunum öllum. Sigmundur Davíð styðst við bandarískar aðferðir þar sem miðað er við hlutfall fasteigna til sölu, deilt með fjölda kaupsaminga. Þannig megi ráða hversu miklar birgðir séu til af húsnæði miðað við veltu á fasteignamarkaði hverju sinni. „Í mars var þinglýst 354 kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu. Í byrjun apríl áætlaði ég að að minnsta kosti 6.300 íbúðir væru auglýstar til sölu. Auglýstar íbúðir nema því um átján mánaða veltu. Það er sláandi tala því að í Bandaríkjunum þótti mjög afbrigðilegt að hlutfallið færi úr sex mánuðum í tíu,“ - - segir Sigmundur Davíð. Þá telur hann rétt að hafa í huga að í mars hafði Seðlabankinn ekki birt spá sína um mikla raunlækkun fasteignaverðs. Í liðinni viku hafi til að mynda aðeins 51 kaupsamningi verið þinglýst á höfuðborgarsvæðinu. „Fari fjöldi kaupsamninga á mánuði niður í um það bil 200, á sama tíma og framboð verður meira en nokkru sinni fyrr, fer þetta hlutfall upp úr öllu valdi.“

------------------------------

Ástæðan að ég vek athygli á þessu, er að eitt af því sem hefur skapað þann hetjuljóma sem sumir sveipa Þorvald Gylfason, var sú að hann varaði við hættuástandi hérlendis rétt fyrir hrun.

En ég frekar viss um að grein hans kom ekki fram fyrr en síðla sumars 2008, þegar komið var mjög nærri hruni.

Grein SDG hafi líklega komið fram allt að hálfu ári fyrr.

SDG sjálfur hefur aldrei vakið athygli á þessari grein sem vitnað er í - svo ég viti til.

Og henni hefur ekkert verið hampað hingað til svo ég viti til af stuðningsmönnum hans.

 

Niðurstaða

OK, SDG var ekki eini maðurinn sem sá yfirvofandi hættuástand hérlendis áður en hrunið skall yfir. Það voru nokkrir útlendingar sem einnig vöktu athygli á hættum sem voru að hlaðast upp. Eins og við þekkjum, vöktu aðvaranir ekki mjög mikla athygli hérlendis og umræðan um þær aðvaranir var sorglega lítil.

En fylgismenn Þorvald Gylfasonar hafa stöðugt hampað trúverðugleika hans, vegna þess að hann varaði við hruninu.

Af hverju gerum við það ekki sama við Sigmund Davíð?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Að mig minnir um miðjan apríl 2008, spáði Seðlabanki Íslands að fasteignaverð á Íslandi myndi lækka að raunvirði um u.þ.b. 30%. 

Margir brugðust reiðir við, þar á meðal þáverandi félags og tryggingaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, sem ásakaði Seðlabankann um að reyna að tala niður fasteignaverð.

Það var síðan í júni sama ár, sem ríkisstjórnin, með Jóhönnu í fararbroddi, í aðgerðir til að örva fasteignamarkaðinn.

Það var hins vegar seint á árinu 2007, sem "Bjargbrúnakenning" seðlabankastjórans var slegin af.  Það gerði Guðmundur Ólafsson, í frétt sem Jóhann Hauksson skrifaði.

G. Tómas Gunnarsson, 22.4.2013 kl. 06:37

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ha, ha - þetta er mjög áhugavert. Hafandi í huga hve gjarnan Jóhanni er hampað í seinni tíð.

Auðvitað skemmtilegt að rifja upp viðbrögð ráðherra Samfylkingar á þeirri tíð þar á meðal Jóhönnu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.4.2013 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband