Forsetakjör á Ítalíu verður að farsa!

Á Ítalíu er forsetinn kjörinn af þinginu. Og eins og ef til vill einhver fjöldi fólks man eftir, þá var í febrúar kosið til þings án þess að nokkur stóru flokkanna 3-ja næði hreinum meirihluta. Tveir af þessum flokkum eru hefðbundnir þ.e. hægri fylking Silvio Berlusconi. Síðan vinstri fylking undir Pierluigi Bersani. Svo er það mótmælaframboð 5-Stjörnu Hreyfingar Beppe Grillo sem er vinsælasti bloggari Ítalíu. Og algerlega tær mótmælahreyfing - gegn því sem Beppe Grillo kalla hin gömlu spilltu stjórnmál.

Vandinn er sá - að enginn getur unnið með næsta flokki.

Kjörtímabil Napolitanos forseta rennur út í miðjum maí. 

Ef þingið hefur ekki kosið nýjan - þá verður enginn starfandi forseti. Og hugsanlega samtímis, engin starfandi ríkisstjórn. Og kaosið getur farið að verða - áhugavert.

Italy center-left leader Bersani quits after vote debacle

Italy's Left Divided Over More Than Just President

Italy’s centre-left fails in presidential vote

 

Farsi á ítalska þinginu á föstudag!

Einhverra hluta vegna ákvað flokkur Berlusconi að hundsa tilraunir föstudagsins til að kjósa forseta á föstudag. En skv. fréttum heimtar Berlusconi að flokkarnir komi sér saman um einn frambjóðanda.

En Bersani bauð fram gamlan ref - þ.e. engan annan en Romano Proti. Sem var tvisvar forsætisráðherra eftir að hafa þau tvö skipti sigrað Berlusconi í kosningum sem leiðtogi vinstrifylkingarinnar á þeim árum.

Vart þarf að taka fram - að lítið er um vináttu þeirra á milli.

Proti eins og hann lýtur út í dag - en hann hefur elst!

image

Proti var forsætisráðherra frá 17. maí 1996 til 21. október 1998, og síðan frá 17. maí 2006 til 8 maí 2008. Síðan var hann forseti Framkvæmdastjórnar ESB frá 1999 - 2004.

Erfitt að finna meiri eðalkrata en það á Ítalíu. Bersani greinilega hélt að, a.m.k. væri það öruggt að flokkurinn hans myndi sameinast um Proti.

En það áhugaverða er - - að þrátt fyrir að brotthvarf þingmanna hægri flokksins hefði átt að gera það mögulegt fyrir ítalska krata, að tryggja kjör Proti.

Þá var ekki sú útkoman - - vegna klofnings innan sjálfs krataflokksins. Þ.s. 100 af þingmönnum flokksins, kusu gegn Proti.

Kannski vissi gamli refurinn Berlusconi af líklegum klofningi kratanna.

"Mr. Prodi, who also is a former president of the European Commission, got 395 votes, far short of the 504 needed. There are 1,007 electors, including members ofboth houses of Parliament and regional representatives."

Fyrri tilraun til þess, að kjósa sameiginlegan forseta skv. samkomulagi við Berlusconi, fór út um þúfur um daginn - þegar hluti krataflokksins í því tilviki einnig gerði uppreisn.

Um virðist vera að ræða innanflokksátök við vinsælan borgarstjóra Matteo Renzi - borgarstjóra Flórens síðan 2009. Sem hefur áhuga sjálfur á að verða leiðtogi vinstrifylkingarinnar.

Það getur verið að honum sé að takast að losna við keppinaut sinn um leiðtogasætið, Bersani.

Því skv. nýjustu fréttum. Hefur Bersani sagst munu hætta sem leiðtogi vinstri fylkingarinnar.

En þó ekki fyrr en nýr forseti hafi verið kjörinn! Svo þá hefur Bersani ekki alveg lagt niður skottið. Og enn geta orðið endurteknir farsar í kringum tilraunir Bersani. En þingið kemur næst saman á sunnudaginn skv. fréttum.

--------------------------------------------

Skv. skoðanakönnunum eiga ítalskir kratar betri möguleika ef kosið verði til þings í annað sinn, ef Renzi verður leiðtogi flokksins.

En miðað við núverandi kannanir sé líklegt að hægri fylking Berlusconi fái flest atkvæði.

En líklega þó ekki hreinan meirihluta - líkur miklar að næsta þing verði einnig klofið milli fylkinga sem erfitt eiga með að vinna saman.

 

Niðurstaða

Hættan ef pólitísk lömun Ítalíu heldur áfram í marga mánuði í viðbót. Liggur í ástandi efnahagsmála. Með yfir 120% af þjóðarframleiðslu ríkisskuldir. Samtímis að hagkerfið er í samdrætti. Ekki má gleyma því heldur að Ítalía hafði engan hagvöxt á sl. áratug. Í dag er hagkerfið ca. svipað að umfangi og það var 1997-1998.

Meðan lömun heldur áfram. Verða engar mikilvægar ákvarðanir teknar. 

Ég hef séð spá þess efnis að ef Ítalía heldur áfram í samdrætti út þetta ár og það næsta, geti skuldir verið komnar í milli 140-150% 2014.

Það verði þá vart unnt að hugsa sér að þær skuldir geti verið sjálfbærar. Margir hagfræðingar hafa spáð því að líklega þurfi að skera niður hluta af skuldum Ítalíu. 

Því lengur sem lömun ítalska hagkerfisins heldur áfram, því erfiðara verður að komast hjá þeirri útkomu.

  • Sumir radikalar jafnvel nefna hugsanlegt brotthvarf úr evru.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband