Hvað ætli að geðsjúklingarnir í N-Kóreu séu að hugsa?

Hegðan N-Kóreu hefur líklega aldrei verið eins "undarleg" og í allra síðustu tíð. En það sem ég óttast er að N-Kórea standi frammi fyrir 3-kynslóðarvandanum. En þ.e. þekkt með fjölskyldufyrirtæki að 3-kynslóðin leggur það gjarnan í rúst. Sú sem aldrei hefur upplifað að þurfa að hafa fyrir lífinu.

Þannig séð má líkja N-Kóreu við fjölskyldufyrirtæki. 

Nú er einmitt 3-kynslóð Kimmana við völd.

Ungur maður, sem aldrei hefur þurft að kynnast erfiðleikum venjulegs lífs, verið alinn upp með þjóna allt í kringum sig allt sitt líf; gekk í dýran einkaskóla í Sviss. 

Sem er sérstaklega rekinn fyrir yfirstéttar snobblið. Sem vill ekki að börnin þeirra, séu í nokkrum tengslum við pöpulinn.

 

Verður 3-kynslóðin Kimmunum að falli?

Bilunin hefur náð nýju hámarki: North Korea says enters "state of war" against South

U.S. Pledges Further Show of Force in Korea

Stríðsástand á Kóreuskaga

Þetta kom fram í yfirlýsingu á laugardagskvöld, að ástands stríðs ríkti nú á milli Suður og Norður Kóreu.
En N-Kórea hefur formlega sagt upp vopnahléssamningnum sem í gildi hefur verið síðan vopnuðum átökum lauk og milli herja Sameinuðu Þjóðanna 1953 og Kína, með þátttöku N-Kóreu.

Að sjálfsögðu reikna sérfræðingar með því að þetta sé sýndarmennska að hálfu Kim Jong-un. 

Því annað væri "bilun."

En hvað ef Kim Jong-un er það veruleikabrenglaður?

------------------------------

Það er einmitt málið, að engin leið er að vita í raun og veru. Hversu góðum tengslum við veruleikann hann er.

En þarna hefur verið nú um áratugi fyrirkomulag þrælsótta, þ.s. yfirmenn eru reglulega hreinsaðir eins og var venjan hjá Stalín.

Þetta getur þítt, að enginn í reynd þori að segja Kim Jong-un nákvæmlega sannleikann.

Og að gerðir Kim Jong-un m.a. einkennist af skertri veruleikasýn!

En ég ítreka, að hann hefur alltaf verið einangraður inni í veruleika þjóna og vellystinga, tja sem má líkja við síðasta keisarann af Kína. Þó hann hafi verið í skóla í Sviss innan um snobb-börn forríks fólks annars staðar frá. Er erfitt að sjá að slíkt hafi líklega dugað til að koma honum í samband við það ástand sem raunverulega er fyrir hendi í N-Kóreu.

Sama tíma eins og tja, syni mafíósa. Hefur honum væntanlega verið innrætt þörfin fyrir að sýna engan ótta út á við. Þvert á móti, að nauðsynlegt sé að sannfæra heiminn um eigin mátt. 

Sérstaklega sem ungur leiðtogi, ný tekinn við. Örugglega verið kennt, að það þurfi ávallt að skipa þá sem eru honum hollir - hreinsa þá sem hollir voru fyrirrennaranum.

------------------------------

Þarna baki luktum dyrum er líklega enn til staðar valdabarátta, þ.s. Kim Jong-un er að leitast við, að skapa sér hollustu þeirra sem undir honum eru.

Mér sýnist hættan augljós á því, að hann meti aðstæður - rangt!

Hann starti stríðsátökum sem N-Kórea getur ekki mögulega unnið.

  • En þ.e. mjög hugsanlegt að hin eingangraða klíka inniberi aðila, sem ofmeta hættuna á því að S-Kórea og Bandaríkin séu líkleg til að ráðast á að fyrra bragði.
  • En Bandaríkin og S-Kórea eru með í gangi umfangsmiklar sameiginlegar heræfingar, ekki síst sem svar við - ögrandi tilburðum  Kim Jong-un síðan hann tók við völdum.
  • Sama tíma ofmeti þeir getu eigin herafla -- og útkoman geti verið. Herfileg mistök.


Ef kemur til stríðs augljóslega á N-kóreski herinn ekki nokkra möguleika!

Hann er fjölmennur. Á pappírnum yfir milljón. En hann samanstendur af hergögnum sem sum hver eru alla leið frá Seinna Stríði. Og síðan rússneskum og kínverskum hertólum sem yfirleitt eru ekki yngri en ca. 40 ára.

Þeir hafa einhverja eigin hergagnaframleiðslu. Hafa smíðað eigin endurbættar útgáfur eldri kínv. og rússn. skriðdreka. Og að auki bætt eitthvert hlutfall af sínum gamla búnaði tæknilega.

En samt sem áður er enginn vafi, að S-kóreski herinn tæknilega séð stendur N-kóreska hernum langtum framar.

Sennilega á S-kórea besta skriðdreka í heimi! :"Details of the composite armor of the Black Panther are classified. The frontal armor has been proven to be effective at defeating the 120 mm APFSDS round fired from the L55 gun."

  • Ath. að L55 byssan er sú sem K2 skriðdrekinn er búinn.
  • Svo hann getur ekki skotið á færi í gegnum eigin brynvörn.
  • Sem er frekar - magnað!

En það segir mér að afskaplega ólíklegt sé að N-kóreski herinn hafi nokkra byssu, sem geti skotið í gegnum þá brynvörn. 

Og hafandi í huga hann getur skotið 20 skotum per mínútu. Þó svo að "composite armour" sé þannig, að unnt sé að mylja sér smám saman leið í gegn með því að hitta trekk í trekk sama blettinn.

Þá væri það mjög ólíklegt að það gengi vel, meðan að sá S-kóreski væri að sprengja þá N-kóresku tja segjum 5-10 stykki per mínútu. Og hann væri örugglega ekki einn á ferð. Einnig á stöðugri hreyfingu.

-----------------------------

Þessir eru líklegir til að fara í gegnum N-kóreska herinn eins og þreskivél í gegnum hveitiakur.

 

Hvað gerðist þá ef stríð ætti sér stað, þ.e. N-Kórea hefur það?

Mig grunar að Kína sennilega láti það gott heita. Að S-Kórea leggi þá N-Kóreu undir sig. Þó líklega umberi Kína ekki að bandar. her sé til staðar á landi fyrrum N-Kóreu.

En S-Kórea til að friða Kína. Getur boðið að ekki sé til staðar S-kóreskur her í verulegum fjölda innan fyrrum N-Kóreu, eftir að landið hefur allt verið hernumið.

------------------------------

Meginvandinn væri líklega það hjálparstarf sem þyrfti að hrinda í verk.

En ástand íbúanna er líklega slíkt, að það þyrfti stórfellda alþjóðlega aðstoð.

Að auki er líklega nærri allt í landinu þ.e. innviðir. Ónýtir.

  • Yrði gríðarl. álag að byggja þetta land upp fyrir S-Kóreu.

Spurning hvort að heimurinn - taki ekki þátt í þessu?

------------------------------

Svo er það auðvitað það, að alla stjórnendur N-Kóreu, þyrfti að færa fyrir Alþjóðlega Mannréttindadómstól Sameinuðu Þjóðanna. Ég er að tala um þann sem nefndur er ICC "International Criminal Court."

Sem settur var á fót til höfuðs þeim sem fremja glæpi gagnvart mannkyni, hvaðan sem þeir eru.

Það væru líklega umfangsmestu réttarhöld sem haldin hafa verið, síðan Nurnberg réttarhöldunum frægu.

------------------------------

En með þessu myndi kvöl og pína N-kóresku þjóðarinnar taka enda.

En ég held að N-Kóre sé eins og eggskurn - þ.e. hörð að utan.

En mjúk að innan, þ.e. um leið og þrælsóttinn bili - þá gufi ríkið upp.

  • Það myndi ekki koma mér á óvart, eftir fyrstu orrusturnar. Þá muni heilu hersveitirnar gefast upp án bardaga.
  • En fyrst í stað mun óttinn við eigin yfirmenn og kommissara flokksins, reka hermennina áfram.

En um leið, og það verður klárt að herinn stendur frammi fyrir stórfelldum óförum. Þá grunar mig, að sá agi sem þrælsóttinn skapar. Bili.

Það verði harðar og mjög mannskæðar orrustur framan af!

En síðan verði hrunið mjög hratt - eftir það á N-kóreska ríkinu.

Stór svæði líklega verði tekin nánast án nokkurra bardaga, þegar á lýður.

------------------------------

Kjarnavopn? Líklega eiga N-kóreumenn ekki eiginlega kjarnaodda, þ.e. sprengjur sem unnt er að setja í t.d. eldflaugar. En það má vera að þeir geti komið sprengju fyrir á eigin landsvæði. Og hótað að sprengja hana. En þetta lið er örugglega nægilega bilað til að reyna e-h slíkt.

Það væri þá stærsta "hostage" mál sögunnar. En þ.e. samt ekki svo auðvelt að flytja sprengju á milli staða. En þær gefa frá sér geislun ef þær eru ekki fluttar í nægilega skýldum flutningagámi, til þess að þ.e. vel unnt að nema það úr t.d. flugvél sbr. njósnavél.

Og það væri standard að eyðileggja öll flutningatæki, sem sjást á vegum.  Svo mjög hratt myndi Kim glata frá sér þeim möguleika að færa slíka sprengju á milli staða.

  • Líklegasta staðsetningin væri sú eina herstöð þ.s. slíkar sprengjur þær sem til eru, væru varðveittar.
  • Það gæti orðið síðasta afdrep - Kim. Meðan landið allt væri að falla í kringum hann.
  • Ætli samningar endi ekki þannig - að hans eigið lið svíki hann. Afhendi án þess að sprengjan verði sprengd. Fái mútufé í staðinn.

 

 

Niðurstaða

Er stríð að hefjast? Ég hef ekki hugmynd um það. Og ég held að enginn "sérfræðingur" í reynd viti það. En ég held að a.m.k. sé hugsanlegt að svo sé.

N-kóreska valdaklíkan sé nú svo óútreiknanleg, að engin leið sé að vita þ.e. reikna hana út með fullvissu.

Þetta sé langsamlega hættulegasta ríki heims. Því fyrr sem það hrynur því betra. Jafnvel þó svo það kosti umlsverðar mannfórnir.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll Einar Björn, það er líka sá möguleiki að innan hersins sé hópur skynsamra manna sem taka málin í sínar hendur þegar þau fara að stefna í óefni. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 10:23

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hugsanlegt eins og við sáum í Rúmeníu á sínum tíma. Önnur útgáfa var í A-Þýskal. þ.s. hallarbylting skóflaði Honecker til hliðar.

Á hinn bóginn efa ég að friðsöm útgáfa sé líkleg í N-Kóreu. Ef það rís e-h upp, verði manndráp og hreinsanir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.3.2013 kl. 13:57

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Við erum ekki búin að gleyma Kóerustríðinu em hófsr eftir seinni heimstyrjöldina,þar var gefist upp og samið!!auðvitað hefur vopnum fleitt fram hell mikið en kjarorku nota Bandaríkjamenn ema í neið,þeir vita að þessir menn geta barist við erviðar aðsæður og bæði Rússar og Kínverjar eru á verði,þetta er erfitt,en þeir eiga bara að lofa þeim að nota kjarorkuna til orkugjafa anað ekki,en ekki svelta þá í hel,er það mannlegara,ég sé ekki stríð þarna nema allt fari í brand!!!!

Haraldur Haraldsson, 31.3.2013 kl. 13:58

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Fyrir þá sem hafa áhuga er hérna áhugaverð greining fréttamanns Reuters á því pólit. klúðri sem rýkir á Ítalíu.

Þar stefnir í aðrar kosningar. En þingið er læst í baklás milli meginflokkanna 3-ja. 

Á sama tíma renndur forsetatíð Napolitani forseta út í maí. Til að bæta gráu ofan á svart.

Á Ítalíu velur þingið nýjan forseta. Og það verður áhugavert að sjá, hvort þingið sem getur ekki komið sér saman um neitt. Geti komið sér saman um nýjan forseta.

Ef þ.e. enginn forseti. Þá er ég ekki klár á því hver akkúrat hefur þingrofsheimild á Ítalíu.

Italian president at center of storm as deadlock continues

Kannski forseti æðsta dómsstigs. En líklega rýfur Napolitano þing áður en hann hættir. Ef þá er enn ljóst að ekkert er að gerast með myndun stjórnar.

En hvað gerist svo. Kannski nær 5-Stjörnu Hreyfing Grillo völdum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.3.2013 kl. 16:16

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég held að þessi upphlaup hjá Kim 3 séu til þess að sýna þegnunum að hann sé mikilvægur spilari. Þetta er propaganda fyrir N-Kóreu.

Ef gaurinn er með meðalgreind, þá sér hann strax að hann getur aldrei unnið stríð við neinn af nágrönnum sínum. Landið yrði flatt út - og það er nú ekkert sérlega mikið til þess að fletja út. Restin yrði svo girt af á meðan eftirlifendurnir kæmu sér upp nýrri stjórn, frá steinöld.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.4.2013 kl. 00:26

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það virðist rökétt að halda svo sé.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.4.2013 kl. 00:32

7 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Frábær grein hjá þér Einar

Friðrik Friðriksson, 3.4.2013 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband