28.3.2013 | 16:45
Hugsanlegt tilboð Framsóknar til flokka aðildarsinna!
Eins og fram hefur komið í fréttum virðist könnun Félagsvísindastofnunar staðfesta að Framsóknarflokkurinn virkilega hefur mesta fylgi allra flokka þessa stundina.
Samkvæmt þessum fylgistölum verð ég að taka undir með Agli Helga, að a.m.k. nær ómögulegt verður að ganga framhjá Framsóknarflokknum.
En miðað við þetta ástand ef við gerum ráð fyrir að þetta sé í líkingu við kosninganiðurstöðu, þá er Bjarni Ben búinn að vera. Honum verður sparkað annaðhvort á landsfundi snemma á nk. ári eða líklegar jafnvel fyrr á aukalandsfundi t.d. í júlí eða ágúst. En að auki, yrði honum líklega ekki heldur vært sem þingmanni, getur setið út kjörtímabilið. En myndi örugglega falla af þingi eftir það þ.e. ekki komast í gegnum prófkjör. Svo hjá BB er þetta barátta fyrir sínu persónulega pólitíska lífi.
Vandi BB verður að taka flokkinn með sé, ef BB ætlar að gera tilraun til að semja sjálfur við "vinstriflokkana."
Að auki, þó hann næði að taka nægilega marga með sér, væri líklegt að óánægjan væri slík eins og var hjá VG á sl. kjörtímabili, að menn líklega myndu heltast úr lestinni.
Meirihlutinn gæti jafnvel fallið á kjörtímabilinu.
Eða vinstriflokkarnir geta gert samkomulag við Framsóknarflokkurinn, sem mun standa þéttur að baki og stjórnin hefði traustan meirihluta út kjörtímabilið, tryggðan.
Málið er að ég lít svo á að meðan BB er enn formaður, sé Sjálfst.fl. í reynd ekki stjórntækur.
Rétt að árétta einnig, að eftir þessar kosningar mun Sjálfst.fl. loga stafna á milli af deilum, þangað til að flokkurinn hefur losað sig við BB og aðra þingmenn sem tengjast spillingarmálum fyrri ára.
Svo rétt sé að láta reyna fyrst á ríkisstjórn með vinstriflokkunum.
Það eru 3-tiltölulega jafnsterkar fylkingar:
- Framsóknarflokkur 28,5%
- Sjálfstæðisflokkur 26,1.
- Tvíburaflokkurinn 24,2%.
Ég sé ekki ástæðu til þess að gera annað en að líta á Samfó + BF sem einn arm.
Fræðilega eru 3 meirihlutar mögulegir.
Hugsanlegt tilboð!
Framsóknarflokkurinn skv. ályktun Landsfundar getur ekki sætt sig við það, að aðildarviðræður séu settar aftur í fullan gang.
Nema að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla þ.s. vilji þjóðarinnar til þess að halda áfram þeim viðræðum verði leiddur fram.
- I. Er þá það að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu.
- II. Væri að halda hana ekki - hvernig væru mál þá?
- Þá er engar ákvarðanir unnt að taka, en embættismenn geta enn skipst á upplýsingum. Fínpússað þ.s. þeir voru þegar að vinna að skv. fyrri stjórnvaldsákvörðunum.
- Þá er ekki unnt að opna neina nýja kafla á meðan. Einungis unnt að klára vinnu við þá sem þegar eru opnir. Viðræður þannig að mestu í bið út kjörtímabilið.
- Þá væri það ákvörðun þeirra sem taka við eftir kosningarnar 2017 að halda áfram aftur. Það gæti verið kosningamál fyrir þær kosningar.
- Ríkisstjórnin myndi snúast um þá efnahagslegu endurreisn sem þarf að framkvæma, lausn mála tengd höftum o.s.frv..
- Það þíðir einnig, ríkisstjórnin taki yfir kosningaloforðapakka Framsóknarflokksins án þess að nokkru atriði sé sleppt, og hrindi honum í verk.
- En Framsókn hefur þá langtímastefnu að standa við gefin loforð.
- Framsókn fær Forsætisráðherra, og fleiri ráðuneyti en nokkur annar flokkur í ríkisstj.
Neita því ekki að þetta eru afarkostir--------------------------------------------------------------------
Að kjósa frekar að leita hófana með BB væri áhættusamara!
Óvíst er að BB geti tekið alla þingmenn flokksins með sér. Meirihlutinn gæti því verið "tæpur."
Að auki, myndi eins og var með VG á sl. kjörtímabili, Sjálfstæðisfl. við þessar aðstæður loga nánast statt og stöðugt stafna á milli af deilum.
Líkur eru á að fleiri þingmenn heltist úr lest, þegar líður á kjörtímabil.
Erfiðleikar við að koma málum í gegn, eru líklegir að koma fram - eftir því sem staða BB veikist frekar, og hann missir í auknum mæli agavald yfir eigin þingflokki.
Smám saman yrði stjórnin jafn lömuð og sú stjórn sem er að fara frá. Myndi líklega falla áður en kjörtímabili er lokið.
----------------------------------
Á pappírnum getur það verið, vegna þess að BB er líklega fullur örvæntingar yfir eigin pólit. framtíð.
Að BB sé til í að veita "Tvíburunum" hagstæðara samkomulag, en þeir líklega fá frá Framsókn.
T.d. að aðildarmálið fari af stað á ný úr hægagangi án þjóðaratkvæðagreiðslu. Þó það væri svik við Landsfundarályktun.
BB fengi líklega að vera forsætisráðherra góðfúslega af hálfu "Tvíburanna." BB myndi leitast við að vinna þingmenn til fylgis út á, að fá líklega margvísleg önnur stefnumál Sjálfst.fl. inn - sem verið getur að flokkurinn nái ekki inn í samningum v. Framsókn.
En staða Sjálfst.fl. er augljóslega veik nú í samhengi því að ræða við Framsókn um stjórnarmyndun.
En hann yrði þá eins og Jóhanna, forsætisráðherra stjórnar sem nær engu kemur fram - gagnast ekki.
Og að auki, þ.s. ef e-h er óánægjan væri enn meiri innan Sjálfst.fl. en VG við sömu aðstæður, hugsa ég að það séu minni líkur á að hún myndi klára kjörtímabilið.
Og þegar stjórnin félli, og Framsókn myndi heimta kosningar strax og líklega fá þeirri kröfu fullnægt; myndi Sjálfst.fl. jafnvel fara langt niður fyrir 20% í fylgi.
- Líklega myndi koma fram til höfuðs Sjálfstæðisfl. nýr hægri flokkur!
- Eins og BF var mynduð til höfuðs Samfylkingu!
Niðurstaða þess væri endanlegt afhroð Sjálfstæðisflokksins, líklega.
Björt Framtíð, myndi heyra sögunni til.
Einhver annar vinstriflokkur myndi upp rísa í stað Samfylkingar, reynd í stað þeirra beggja.
Ekki víst að það væri aðildarsinnaður flokkur!
En þetta gæti verið endanlegt afhroð - aðildarsinna.
- Í samanburði - virðist mér tilboð Framsóknar, ef það væri líkt því ofangreinda, í reynd betra!
Niðurstaða
Framsóknarflokkurinn virðist vera framtíðarflokkur Íslands. Svo fremi sem hann fremji engin stórfelld axarsköft nú í kosningabaráttunni. Stefnir í að hann verði stærsti flokkur landsins. Sem er alveg ný staða í ísl. stjórnmálum.
Það eru 3-mögulegir meirihlutar miðað við núverandi fylgisstöðu flokka. Ég held að íllskárra sé fyrir Framsóknarfl. að leita samninga við flokka aðildarsinna. Vegna þess, að í Sjálfst.fl. er vart enn starfhæfur í ríkisstjórn að mínu mati.
Sá þarf að skipta um formann, og klára sína endurnýjun eftir hrunið, og innri hreinsun. Að auki er líklegt að innan hans muni allt loga af ílldeilum í kjölfar kosninga. Við taki tímabil innri skoðunar sambærileg þeirri sem Framsóknarflokkurinn gekk í gegnum undanfarin ár.
Sem þíðir ekki að ekki eigi endilega að ræða við Sjálfstæðisflokk. Sem valkost 2 og láta þær viðræður vera í gangi nokkurn veginn samtímis.
----------------------------------
Framsókn á auðvitað að sætta sig ekki við minna, en kosningaloforð flokksins fari inn í stjórnarsáttmála.
Þá öll þau loforð.
Að auki á ekkert minna en það, að annað af tvennu verði aðildarmálið í "frystingu" til loka kjörtímabils, eða að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald þess.
Þetta séu lágmarksstaða - sem ekki komi til greina að víkja frá! Með öðrum orðum - "take it or leave it."
Með þá stöðu sem Framsóknarflokkurinn verður í - verður hann í aðstöðu til að setja sitt mark á innlend stjórnmál.
----------------------------------
Ef hinir flokkarnir, voga sér að mynda meirihluta án Framsóknar. Í skjön við úrslit kosninga.
Þá verður það verst fyrir þá sjálfa. Því þá þurfa þeir að glíma við eitilharða andstöðu reiðrar Framsóknar, á sama tíma og deilur innan stjórnar munu lama hana innanfrá eins og var með stjórn VG og Samfó það kjörtímabil sem er að klárast.
Slík stjórn yrði jarðaför þeirra flokka sem tækju þátt í henni.
Og Framsóknarflokkurinn yrði þá yfirgnæfandi sterkur, sem Sjálfstæðisflokkurinn stundum hefur verið þegar mestur völlur á honum hefur verið í fortíðinni.
Líklega einnig - jarðaför aðildarmálsins sem pólitískrar stefnu hérlendis.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning