26.3.2013 | 21:19
Gríðarlegt hagkerfistjón er að verða á Kýpur!
Þarna er um að ræða tjón sem meira að segja Ísland varð ekki fyrir. En ég bendi á þá staðreynd. Að þó peningarnir sem aðilar áttu á reikningum á innlendum bankareikningum hafi minnkað að virði ca. um helming við gengislækkunina.
Kemur annað á móti, að það kom ekki sú stund að þeir reikningar væru ekki opnir.
Með öðrum orðum, að fyrirtæki - almenningur - fjárfestar. Hefðu ekki aðgang að því fé sem þeir áttu á venjulegum bankareikningum hér innanlands.
Um tíma voru sum sparnaðarreikningaform fryst - þ.s. þau voru utan við tryggingu. Og nokkuð var um það að fé tapaðist af slíkum reikningum.
------------------------------
- En þ.s. er í gangi á Kýpur er, að bankareikningar almennings sem og fyrirtækja hafa verið lokaðir síðan 16/3. sl. Eða 10 daga nú.
- Að auki stendur ekki til að opna þá fyrr en á fimmtudag nk., á meðan hafa einungis verið opnir "hraðbankar" þaðan sem unnt hefur verið að sækja sér ýmist 100 eða 120 í hvert sinn.
- Síðan eftir að þeir opna, stendur til að úttektarheimildir verði áfram - mjög takmarkaðar. Forseti landsins talar um, einungis nokkrar vikur til viðbótar. En hver veit, hve lengi það ástand raunverulega varir.
- Ekki síst er ákaflega líklegt að mikið fé sé varanlega glatað - - því mikið fé er á reikningum sem eru umfram lögbundið lágmark. En hérlendis var ekkert hámark á tryggingu stjórnvalda!
- Ekki síst, höft verða á hreyfingum fjármagns til annarra evrulanda!
Fyrstu 4. atriðin eru þættir sem ísl. fyrirtæki lentu aldrei í. Sem almenningur á Íslandi lenti ekki í.
Þessir þættir eru mjög skaðlegir fyrir kýpverska hagkerfið!
Damage ripples through Cypriot economy
A Letter from Cyprus: Economy Shutting Down, Going CASH ONLY!
In Cypriot Town, Russians on Edge
Cyprus Bailout Deal Sets Stage For a Bigger Eurozone Blowup
Why even with the new deal, Cyprus could still default and leave the euro
Málið er að vegna þessa, getur hagkerfistjón á Kýpur orðið meira en á Íslandi!
Svartsýnustu hagfræðingar eru þegar að spá 25% samdrætti. En mig grunar að samdráttur geti orðið verri en 25%.
En miðað við 25% samdrátt munu skuldir landsins hækka að 50% af hundraði, þegar hagkerfið minnkar um fjórðung eðlilega verður helmings stækkun skuldanna. Sem þíðir án þess að gera ráð fyrir hallarekstri eða nokkru öðru.
Að skuldastaða upp á 150% yrði að 225%.
"even in the best-case scenario, where the Cypriot parliament passes and implements measures that the euro area governments of the European Union, European Central Bank and International Monetary Fund (collectively known as the Troika) find acceptable, the sovereign will remain at risk of default and exit from the euro area for a prolonged period."
Ég er gersamlega sammála starfsmanni Moody's. Reyndar held ég að án þess að skuldir væru lækkaðar, sé erfitt að sjá annað en að Kýpur hrekist út úr evrunni.
"These factors make it unclear from where future growth will come, thereby undermining economic strength and increasing the sovereigns vulnerability to shocks. At some point, the exploitation of offshore gas fields is likely to make a meaningful contribution to growth, but this is unlikely to materialise over the next two to three years. Meanwhile, Cyprus has limited options for fiscal consolidation and debt reduction. Even with a bailout from the Troika, there will still be a high risk of sovereign default until growth prospects improve."
Hann bendir á að þjónustuiðnaðurinn á Kýpur hafi verið meginhagvaxtargjafinn undanfarin ár, og nú þegar þær greinar lamast og líklega verða fyrir miklu tjóni.
Sé erfitt að sjá hvaðan hagvöxtur á að geta komið - a.m.k. þangað til að gasið fari að streyma. En það sé ekki að gerast á allra næstu árum.
Á meðan verði mjög erfitt fyrir Kýpur að halda sér frá greiðsluþroti.
Síðan bendi ég á skemmtilega setningu frá Lee Bucheit, sem við könnumst við:
""The one lesson that you can take from the Cypriot experience is: The race goes to the swift," Lee Buchheit, partner at Cleary Gottlieb Steen & Hamilton and sovereign debt restructuring expert, told The Daily Ticker. "And if you get out of Dodge early, you are completely protected. If you stay, and in effect trust the politicians, they not only come after [your money], they lock it up.""
Hann bendir á að aðferðin á Kýpur þ.s. innistæðueigendur voru skornir við trog, sem og eigendur skulda bankanna og ekki síst hlutafjár-eigendur.
Muni geta þá aðila mjög "jumpy" næst þegar alvarleg krísa skellur á í evrulandi. T.d. Spáni.
Aukið verulega líkur á framtíðar-bankaáhlaupum.
- Áhuga vekur að embættismenn í Brussel ganga nú hver fram eftir öðrum, og staðhæfa að Kýpur sé einstakt tilvik!
- En hver trúir slíkum yfirlýsingum?
--------------------------------------
Því lengur sem miklar skerðingar að aðgangi að reikningum, munu standa yfir á Kýpur.
Því meir mun tjónið magnast - þróunin yfir í "cash only" hagkerfi mun þá halda áfram.
Forseti landsins talar um - nokkrar vikur til viðbótar. Eftir að bankarnir opna, að smám saman verði takmörkunum lyft.
En það gerir ráð fyrir að ástandið róist smám saman - traust komist á.
En það finnst mér ástæða til að draga stórfellt í efa!
En sjálft tjónið sem hagkerfið er að verða fyrir - - mun grafa mjög undan trausti á getu stjórnvalda til að ráða fram úr málum.
Og beinlínis einnig þar með, grafa úr trausti á getu þeirra til þess að endurreisa þá grunnþjónustu sem þarf að vera til staðar.
- Það er hið mikla vantraust - sem verður mjög erfitt að glíma við.
- Ekki síst að augljóst verður öllum hve tæp staða ríkisins er.
- Það verður með engum hætti unnt að dylja það!
Niðurstaða
Þegar hér er komið við sögu eru bankarnir á Kýpur enn lokaðir. Og þannig séð ekki einu sinni unnt að fullyrða, að þeir raunverulega eigi nokkru sinni eftir að opna að nýju. En ef þeir verða opnaðir á fimmtudag. Með allt niðurnjörvað þ.e. strangar úttektartakmarkanir + höft á flutninga á fjármagni út fyrir landið. Þá er algerlega ljóst - - að hagkerfið verður statt í frjálsu falli.
Hve langt það á eftir að falla - er engin leið að vita á þessari stundu.
En mikið verður það fall. Örugglega meira en 10% þetta ár eins og sumir spá, og örugglega ekki minna en 25% yfir nokkur ár eins og einn spáir.
Getur vel verið hagkerfið eigi eftir að falla 25% á einu ári þ.e. frá ca. nú til ca. sama tíma næsta ár. Og jafnvel það getur verið vanmat.
Það verður líklega nett kraftaverk ef Kýpur tekst að halda sér innan evrunnar.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning