7.3.2013 | 11:56
Mikið er maður háður netinu :) Er netið skoðanamótandi?
Datt út í einn dag vegna þess að deilirinn/"router" bilaði. Maður finnur fyrir því hve háður maður er netinu, þegar engin leið er að komast inn á það heiman að frá sér :) Nýr deilir. Og aftur kominn inn, jibbí :) Sjálfsagt eru hinir fullorðnu ekki barnanna bestir.
Magnað hve stór hluti af lífi fólks netið er orðið sbr. "Facebook," "Twitter" - umræðuvettvangar aðrir á netinu, t.d. innlendir og erlendir netfjölmiðlar, eða sérstakir umræðuvettvangar um daginn og veginn.
Eitt sem ég hef haft pínu áhyggjur af í tengslum við netið!
Er tilhneigingin að fólk sameinast innan skoðanahópa - oft þvert á lönd. Þ.e. hægri menn tala við aðra hægri menn. Sækja sér viðhorf - viðmið - skoðanir til annarra hægri manna.
Og vinstri menn gera slíkt hið sama. Einnig umhverfisverndarmenn. Og fjöldi annarra skoðanahópa.
Mér hefur fundist að netið samtímis:
- Sameini.
- Sundri.
Þetta er sjálfsagt ekki undarlegt, þ.e. fólki eðlislægt að leita uppi aðra með svipaðar skoðanir.
- En hættan er að fólk tali í enn meira mæli, nánast eingöngu við fólk með líkar skoðanir.
Það sem mætti kalla "skoðanasamfélög" festist í æ ríkara mæli í sessi.
Og þar með einnig, að ágreiningurinn milli þeirra - verði jafnvel "hnattrænn."
Það eru þegar til staðar fjöldi þrýstihópa sem hafa mjög mikla net-tilveru, sem eru farnir að starfa í hnattrænu samhengi.
Auðvitað, eru hinar skoðanirnar einnig með hnattræna net-tilveru - þ.e. þær sem eru miðlægari fyrir flesta.
Þarf að sporna gegn þessu hér á heima vettvangi?
Það er hugsanlegur möguleiki, að fólk sé í vaxandi mæli - "einangrað innan sinna skoðanahópa."
Þ.e. þ.s. ég velti m.a. fyrir mér - þeirri þróun að hver skoðanahópur í gegnum það að öðlast sífellt viðtækari tengsl þvert á lönd, í gegnum það að verða þannig sífellt yfirgripsmeiri og umfangsmeiri; verði smám saman að nærri fullkominni skoðanatilveru.
Ég meina, þeir sem tilheyra hópnum fá margvíslega þjónustu í gegnum hann:
- Fréttir, með gleraugum skoðanahópsins.
- Upplýsingar, með gleraugum skoðanahópsins.
- Og ekki síst, aðgang að sérfræði-álitum með gleraugum skoðanahópsins.
- En sérfræðingar eru langt í frá í óháðri tilveru, heldur oft sjálfir fastir inni í tiltekinni skoðanatilveru, þ.s. tilteknar skoðanir eru "fasti" og "óumdeildar" - - ég er í reynd að tala um trúarbrögð nokkurs konar.
--------------------------------
Hvað á ég við - að sporna gegn?
Það mætti hugsa sér, að ríkið sjái sér hag í því - - að sporna gegn þeirri þróun. Að skoðanahópar lifi með vaxandi hætti "hliðstæðri" tilveru - á netinu.
Sem mig grunar, að geti alið á vaxandi andúð milli þeirra - dregið úr gagnkvæmum skilningi.
- Með því að standa fyrir "hlutlausum" skoðanavettvangi!
Til þess að það geti virkað - þyrfti að fá "skoðanamyndandi" aðila til að tjá sig þar reglulega.
Það mætti hugsa sér - að hvert málefni sem tekið er fyrir. Verði með tvær súlur - þ.e. með og móti.
- Rök með - fái inn á annarri.
- Rök á móti - á hinni.
Þátttakendur loggaðir inn, með lykilorð, þumli upp eða niður, en fái einungis að greiða atkvæði með þeim hætti, einu sinni per rök per málefni.
- Smám saman komi í ljós - hvað rök með, njóta mests stuðning.
- Og hvaða rök gegn - njóta mests stuðning.
Röðin verði skv. greiddum atkvæðum með upp eða niðurþumli.
---------------------------
Það sem fæst fram - væri að á einum stað.
Væri til staðar - síða, þ.s. fólk getur lesið rök "með"/"móti" hverju málefni fyrir sig - á sama stað.
Undir hverju væri alltaf hlekkur - á nánari rökstuðning, en einnig umræðuvettvang um viðkomandi "rök."
Niðurstaða
Netið er orðið svo óskaplega rýkur þáttur í lífi fólks. Ég hef upplifað það sjálfur. Hve það samtímis sameinar og sundrar. Að víða eru síður skoðanahópa, sérstaklega erlendar. Farnar að veita mjög mikla þjónustu. T.d. fréttaþjónustu, að vera upplýsingaveita, þar eru einnig sérfræðiálit þeirra sem a.m.k. af hópnum, eru titlaðir sem sérfræðingar "hvort sem þeir eru alvöru eða ekki."
Þetta getur verið varasamt samfélögum - því þarna er allt á milli himins og jarðar, en ekki síst að síður jaðarskoðanahópa - leggja sig oft mikið fram með að veita, einmitt þjónustu af því tagi sem ég lýsi.
Oft eru meðlimir hvattir til að leggja trúnað á þær skýringar sem þar má finna, haldið fram að fjölmiðlar ljúgi, séu á bandi "andstæðinga afla." Þarna er einnig að finna aðrar tegundir jaðarskoðana - t.d. sértrúarsamtök.
-----------------------
Jaðarhóparnir hafa farið með vissum hætti á undan í þróuninni. En það virðist sem að þeir sem eru miðlægari. Séu einnig farnir að bjóða í vaxandi mæli upp á mjög djúpa net-tilvist.
Þannig að menn þurfa nánast aldrei að ræða málin við aðra - en þá sem þeir eru sammála.
Í því liggur einmitt hætta - grunar mig!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:31 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning