4.3.2013 | 23:28
Mikil barnafátækt í Evrópusambandinu!
Mjög áhugaverðar tölur sem fram komu á vef Eurostat þann 26. febrúar, um þ.s. ég verð að kalla - "skuggalega barnafátækt" innan aðildarlanda Evrópusambandsins. Takið eftir því hvernig fátækt er skilgreind:
--------------------------------------
"Persons at risk of poverty or social exclusion are those who are at least in one of the following three conditions:
- at-risk-of-poverty,
- severely materially deprived...
- or living in households with very low work intensity.
--------------------------------------
Mjög eðlileg greining frá félagsfræðilegu sjónarhorni!
En takið eftir hlutföllum barna eftir ríkjum, sem passa inn í þessa skilgreiningu?
In 2011, 27% of children aged less than 18 were at risk of poverty or social exclusion
Barnafátækt - yngri en 18. ára!
Ísland.............16,6% (áhugaverður samanburður)
Svíþjóð...........15,9%
Írland.............37,6%
Grikkland........30,4%
Spánn.............30,6%
Portúgal..........28,6%
Ítalía...............32,3%
Frakkland.........23%
Þýskaland........19,9%
Holland............18%
--------------------------
Eistland...........24,8%
Lettland...........43,6%
Litháen............33,4%
Hvað hefur eiginlega gerst á Írlandi?
Ég hef heyrt að barnafjölskyldur hafi farið mjög ílla þar, þ.e. þar var húsnæðisbóla eins og á Íslandi. Húsnæðisverð hefur lækkað - laun fólks hafa lækkað - skattar hafa verið hækkaðir hressilega; lífskjör verulega lægri en áður með öðrum orðum. En mér grunaði ekki á ástand barna væri þetta slæmt.
- Það er svakalegt að þar mælist meiri barnafátækt en í Grikklandi!
Takið eftir því hvað Ísland stendur sig vel - þrátt fyrir síðustu og verstu tíma.
En tölurnar eru frá 2011.
- Kíkjið endilega á síðuna sem hlekkjað er á að ofan - en þar eru fleiri tölur, og umfjöllun.
Það virðist að mjög stífar kröfur stofnana Evrópusambandsins til landanna í vanda, sé að hafa mjög slæm áhrif á þá þegna samfélagsins sem standa höllum fæti!
- Áhugavert er að á Írlandi, er hlutfall aldraðra sem eru fátækir ekki nema, 12,9%. Sem er hagstæðara hlutfall en í Þýskaland. Þ.e. vísbending þess að komið sé alvarlegt rof milli kynslóðanna á Írlandi.
Kynslóðin sem er að ala upp börnin - - sé að hafa það klárt verulega verr, en sambærilegur hópur á Íslandi.
En ég get ekki skilið þessar tölur með öðrum hætti en þeim, að þær lýsi mjög alvarlegum vanda barnafjölskylda á Írlandi.
Sem í sbr. vandi ísl. barnafjölskyldna blikni við hliðina á!
Bendi einnig á athyglisverða bloggfærslu: Brave Ireland is the poster-child of EMU cruelty and folly
- Ambrose Evans-Pritchard sýndi þessa mynd, þ.s. fram kemur þróun fjárfestingar.
- Eins og sést hefur fjárfesting gersamlega hrunið saman á Írlandi.
Þetta hljómar ekki fjarri þeim tölum sem eru hérlendis, í síðustu og verstu tíð.
Og sína að, það er ekki nóg að tilheyra ESB til að fá fjárfestingu.
Ef viðkomandi land hefur glatað tiltrú fjárfesta - þá hrapi fjárfesting einnig þó um aðildarland ESB og evru sé að ræða.
"The IMF warns that a stagnation scenario of 0.5pc growth a year into the middle of the decade would cause the debt ratio to spiral up to 146pc by 2021."
Það er því full ástæða til að hafa áhyggjur af slíku hruni fjárfestingar - - en alvarlegt ástand barnafjölskylda, er væntanlega ekki til að hvetja aðila til að koma og kíkja á Írland.
Því væntanlega, er yngra fólkið með menntunina og þekkinguna, í unnvörpum að flýja land undan skuldunum og kreppunni.
- Hin mikla fátækt er örugglega útkoman af hinni stífu kröfu um lækkun ríkisútgjalda.
- Sem líklega hefur leitt til þess, að stuðningskerfi hafa verið skorin niður.
Þetta er þ.s. getur valdið félagslegri sprengingu í löndunum í vanda - þ.e. vaxandi fátækt þeirra sem ekki hafa vinnu. Því þegar félagskerfin eru skorin af. Þá er það þróun yfir í hreysahverfamenningu sem blasir við. Fólk lifandi á götunni. Betlandi, snapandi mat á ruslahaugum, eða hvar sem er.
Hinn grimmi veruleiki niðurskurðarstefnunnar!
Niðurstaða
Mér blöskrar ástandið á Írlandi. Þrátt fyrir að hafa fylgst með þróun mála um nokkra hríð. Hafði ég enga hugmynd um að ástandið væri þetta slæmt. En tölurnar yfir barnafátækt á Írlandi. Eru svo svakalegar, að það er manni undrunarefni, að ekki hafi soðið upp úr þarlendis. En samfélagsró hefur verið miklu meiri á Írlandi en í Grikklandi.
Ef einhver þekkir til Írlands - má viðkomandi koma með skýringu á því, af hverju Írar eru ekki bandbrjál!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:53 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er eitt sem er alveg furðulegt á sama tíma og esb heimtar að skera niður ríkisútgjöldin, þá á ekki að skera niður greiðslur til esb. Einhvern veginn hefur esb gleymt að skera niður hjá sjálfum sér.
Ómar Gíslason, 5.3.2013 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning