Ríkisstjóri Michican hefur ákveðið að setja fjárhaldsmann yfir Detroit borg!

Það stefnir í mesta gjaldþrot sveitafélags í sögu Bandaríkjanna, gjaldþrot Detroit borgar. Sem á blómatíma sínum var 5 stærsta borg Bandaríkjanna en er í dag 18. stærsta. Og ekki síst, mikilvæg menningarborg. Í dag hefur íbúafjölda Detroit hnignað svo, að þar búa um 700þ. manns í stað 1.8 milljón, þegar mest var.

Stór svæði eru í auðn þar sem áður voru blómleg hverfi.

Á undanförnum árum, hafa borist fréttir af aðgerðum - eins og, að borgarstarfsmenn skrúfa fyrir vatn og rafmagn til svæða, þar sem íbúafjöldi er orðinn of lítill til þess að það svari kostnaði að halda þeim uppi.

Þannig eru þeir fáu eftir, neyddir til að flytja sig um set - mig grunar að margir þeirra hafi kosið að fara að fullu, í stað þess að þiggja styrk frá borgarsjóði. Til að koma sér fyrir í öðrum hverfi.

Þrátt fyrir þetta - hefur hallarekstur borgarinnar verið mikill áfram.

Ekki síst séu það lífeyrissjóðir fyrrum starfsmanna, sem liggi eins og mara á borgarsjóði. Sem þurfi að borga háar upphæðir með þeim á ári hverju.

Heildar skuldbindingar borgarsjóðs, séu upp á 14ma.$.

Halli borgarsjóðs stefni í 327milljón.$ þetta ár.

Reksturinn sé ósjálfbær hvernig sem á er litið.

Borgin hefur 10 daga til að hnekkja ákvörðun ríkisstjóra, sem var kynnt sl. föstudag.

En ef hún kemst til framkvæmda, mun Rick Snyder skipa fjárhaldsmann - með mikil völd til þess að grípa til stórfelldra skipulagsbreytinga, á rekstri borgarsjóðs.

Fiscal emergency declared in Detroit

Michigan Naming Fiscal Manager to Help Detroit

Michigan governor clears way for state takeover of Detroit

Detroit Will Be Run by Financial Manager

  • Eins og margir þekkja, var Detroit meginborg bandarískrar bílaframleiðslu á árum áður. En á seinni árum, hefur það breyst. Og er ekki lengur svo, að Detroit sé sú borg þar sem flestir bílar eru framleiddir.
  • Borginni hefur hnignað í takt við hnignun markaðshlutdeildar GM, Ford og Crysler. Og einnig í takt við gjaldþrot eldri fyrirtækja, eins og AMC.
  • Ég velti fyrir hvort að bílaframleiðendurnir, hafi komið í veg fyrir að önnur sambærileg framleiðsla væri sett upp þeim til höfuðs í Detroit sjálfri.
  • En þegar t.d. Toyota, Honda, Nissan/Renault, og Mercedes Bens - settu upp verksmiðjur í Bandaríkjunum, varð Detroit ekki fyrir valinu. Þó þar væri fyrir fyrirtækjanet sem þjónaði bílaframleiðslu, þ.e. íhlutaframleiðsla. Þess í stað, varð að setja á fót alveg allan ferilinn á nýjum stað. Og það var val ofangreindra framleiðenda í hvert sinn.
  • Þess vegna, velti ég fyrir mér, hvort að Ford, Crysler og GM. Hafi verið hindrun. Beitt áhrifum sínum innan borgarinnar, til að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilar kæmu sér fyrir í sömu borg.

Mér grunar sem sagt að pólitísk skammsýni sé lykilástæða að hnignun Detroit.

Og í dag þ.s. stefnir í að vera óhjákvæmilegt "hrun."

 

Niðurstaða

Saga Detroit borgar er saga öflugrar uppbyggingar á blómatíma sínum. En á seinni árum. Stöðugrar hnignunar. Borgarstjórn virðist algerlega hafa mistekist að snúa þeirri hnignun við. Það burtséð frá því hvaða borgarstjóri var við völd.

Á öðrum svæðum í  Bandaríkjunum, hafa borgir verið að eflast víða hvar.

Einhvern veginn, hefur borgarstjórn Detroit gersamlega mistekist, að draga lærdóm af endurnýjun borga t.d. í suðurríkjunum í Bandaríkjunum. Þar sem, áður fátækum borgum hefur tekist, að byggja upp nýtt atvinnulíf.

Hrun Detroit verður að setja á ábyrgð stjórnenda hennar sl. 2 áratugi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Er alveg hjartanlega sammála þér með að þessir fyrrum risar bílaiðnaðarins hafi lokað á að aðrir kæmust þar að. Var að hugsa það sama sjálfur og upp kom mynd Michael Moore „Capitalismi a Love Story" þegar hann fór yfirferð um þessa frægu borg.

Það er nefnilega hagstætt að setja upp verksmiðju þar sem fyrir er/eru önnur fyrirtæki sem styðja við framleiðsluna. Sem dæmi að í Kína er ein borg sem framleiðir yfir 90% af öllum tölum í heiminum. Ástæður fyrir því er að til staðar er bæði þekking og öllu fyrirtækjanet sem þjónar framleiðendum á tölum er til staðar í borginni. Við getum séð þetta með okkar fiskiðnað.

Ómar Gíslason, 3.3.2013 kl. 22:46

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Akkúrat - það hefur vantað framsýna leiðtoga innan borgarinnar, sem voru færir um að skilja að þessi þrýstingur fyrirtækjanna; myndi koma niður á borginni síðar.

Aðrar borgir munu væntanlega draga lærdóm af þessu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.3.2013 kl. 02:11

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég fór í kynnisferð um Chrisler í detroit fyrir 30 árum síðan.

Ég gleimi seint fólkinu sem vann við að setja innrettinguna samann í Dodge 600 ES Turbo bílinn sem við fylgdum í gegn um verksmiðuna. Þetta voru svartar verkakonur á öllum aldri vel í holdum, hressar og skemtilegar. þær vor á þvílík ofurlaun á okkar mælikvarða að maður tókum andköf. Okkur var lika sagt að þetta væri ekki svona alstaða í BNA heldur bara í Detroit og því var víst sterkum verkalýðsvéögum þar í borg að þakka.

Guðmundur Jónsson, 4.3.2013 kl. 12:51

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það hefur verið undir lok mektardaganna. Þegar hnignunin var hafin en ekki enn orðin öllum augljós.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.3.2013 kl. 15:05

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Saga bílaframleiðzlu í USA er saga hnignunar vegna einokunar.

Og það eru alltaf sömu merkin sem koma fram rétt ápur en bílafyrirtæki í USA fer á hausinn: þeir fara að framleiða betri bíla en hinir.

Sjáið t.d Packard. Svo Studebaker. Þá var það AMC. Nýlegast er það Saturn. Saturn er reyndar til - tæknilega séð, en hefur runnið það mikið saman við GM að það er farið að koma hressilega niður á gæðum.

Fólk tekur eftir þessu, og fer að verzla við nýju gaurana, Toyota, Honda, Benz & co. En það er þegar orðið of seint. Þeir stóru eru komnir á ríkisspenann. Búnir að vera þar ansi lengi núna. Og þegar þú ert á launum hjá ríkinu þarftu ekkert að spá í hvað þú ert að gera.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.3.2013 kl. 17:49

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

það er mjög algengt að stór framleiðslufyrirtæki séu styrkt með ímsum óbeinum hætti af ríkisvaldi, t.d. frönsk bílaframleiðsla - en óbeinir styrkir eru gjarnan í formi þess, að ríkið kaupir af þeim bíla til eigin nota, má vera að þeir fái að framleiða fyrir herinn einnig. Bandar. herinn, hefur nánast alltaf verið kaupandi á "made in USA" og margir líta annað sem "unpatryotic."

Þegar fyrirtæki eru svo risastór, fara störfin að skipta verulega pólitísku máli.

Tala ekki um Boeing vs. Airbus.

Japönsku frameliðendurnir, fá eitt og annað frá japanska ríkinu - þeir eru ekkert heilagir þar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.3.2013 kl. 18:10

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það að erlend bílafyrirtæki ákváðu að setja upp verksmiðjur sínar annars staðar en í Detroit, eru verkalýðsfélögum þar að þakka/kenna.

Það var einfaldlega ekki gerlegt að setja upp verksmiðjur þar með góðu móti, kostnaður þar yrði of mikill, þó að góður íhlutaklasi væri þar starfandi.

Það er vert að hafa í huga að Bandarísk verkalýðsfélög eru ekki neitt í líkingu við Íslensk verkalýðsfélög.  Þó eru "militant" og oftast frekar kommúnísk.

Þannig er yfirleitt andrúmsloftið á vinnustöðum þar sem Bandarísk verkalýðsfélög ráða ríkjum, þannig að samið er um launatexta.  Bannað er að greiða minna eða meira en samið er um.  Algengt er að stöðuhækkanir skuli alfarið fara eftir starfsaldri.  Næstum því ómögulegt er að segja nokkrum upp.

Kauptaxtar eru háir og "benfits" góðir.  Ég veit ekki hvort svo sé enn, en lengi vel var General Motors stærsti einstaki greiðandi fyrir Viagra í Bandaríkjunum.

Það var út af þessu sem Japanskir, Þýskir og Kóreanskir bílaframleiðendur kusu að byggja upp verksmiðjur sínar annars staðar en nálægt Detroit.  Bæði í Suðurríkjunum og svo að verulegu leiti í Kanada.

Því miður er þetta eitt dæmið um eyðandi áhrifamátt verkalýðsfélaga í Bandaríkjunum.

G. Tómas Gunnarsson, 4.3.2013 kl. 19:02

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Pistil höfundur skrifaði:

"Á öðrum svæðum í Bandaríkjunum, hafa borgir verið að eflast víða hvar."

Heimild tekin frá Governing Data

http://www.governing.com/gov-data/municipal-cities-counties-bankruptcies-and-defaults.html

List of Bankruptcy Filings Since January 2010City and Locality Bankruptcy Filings (7):

-- City of San Bernardino, Calif.

-- Town of Mammoth Lakes, Calf. (Dismissed)

-- City of Stockton, Calif.

-- Jefferson County, Ala.

-- City of Harrisburg, Pa. (Dismissed)

-- City of Central Falls, R.I.

-- Boise County, Idaho (Dismissed)

Er ekki skrif pistil höfunds svolítil öfugmæli við veruleikan?

Ómar skrifaði:

"Það er nefnilega hagstætt að setja upp verksmiðju þar sem fyrir er/eru önnur fyrirtæki sem styðja við framleiðsluna."

Þetta er ekki ástæðan fyrir að bílframleiðendur forðast að setja upp verksmiðjur í Detroit heldur er það skattar eru lægri og Ríkin hafa right to work law.

Til dæmis, það voru enginn fyrirtæki sem studdu framleiðslu þegar Mercedes-Benz setti upp verksmiðju í Alabama, seinna komu Honda og Hyundai.

http://www.nrtw.org/rtws.htm

Önnur Ríki sem hafa fengið erlenda bílaframleiðendur að setja upp verksmiðjur eru t.d. Tennessee og North Carolina. Lágir skattar á fyrirtækjum og right to work states.

Kostnaður á hveri vinnustund á framleiðslu bíls í Detroit er um $84 í kaup og hlunnindi, en í Alabama, Tenessee og North Carolina er kotnaðurin um $36 á vinnustund í kaup og hlunnindi.

Það var engin hindrun Einar fyrir erlenda bílaframleiðendur að setja upp verksmiðjur í Detroit, heldur simple law of ecconomics, lægri skattar, right to work states og less regulations.

Verkalýðsfélögin eru búin að eyðilegja ameríska bílaframleiðendur með græðgi, því miður. Og verkalýðsfélög starfsmanna Ríkis og bæjar hafa sett Ríki og bæi í fjárhagsörðugleika vegna eftirlauna sem verkalýðsfélögin hafa heimtað og stjórnmálamenn hafa gefið til að fá atkvæði.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.3.2013 kl. 22:31

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er auðvitað hugsanlegt að verkalýðfélögin í Detroit hafi viljað of dýra kjarasamninga fyrir meira að segja Mercedes Bens. En það hefur verið mjög dýrt að vera fyrsta fyrirtækið að setja upp sjoppu í borg, þ.s. ekkert var fyrir af sambærilegri starfsemi.

En ég samt velti fyrir mér, hvort að Ford - GM og Crysler. Hafi beitt sér innan borgarstjórnar, í gegnum keypta pólitíkusa. Til að þvælast fyrir því, að samkeppnisaðili myndi koma sér fyrir innan sömu borgar.

---------------------------

Auðvitað, það hefur verið nokkuð af sveitafélögum í skuldavanda í Kaliforníu. Maður hefur heyrt af því. 

En áratuginn á undan, þá hafði nokkur fj. borga í Suðurríkjunum, haft sig upp úr "obscurity" þó sennilega sé Alabama best heppnaða dæmið.

Kv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.3.2013 kl. 00:21

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nei ættli Ford, GM og Chrysler hafi ekki frekar viljað að t.d. Mercedes-Benz hafði set upp shop í Detroit svo að samkeppnin hefði verið sú sama.

Ef Mercedes-Benz hefð opnað verksmiðju í Detroit þá hefði þurft að verkalýðsfélagsmenn sem væru að vinna í verksmiðjuni, það eru lögin ef Ríkið hefur ekki right to work law.

Afleiðing GM vinstundakostnaður $84 Mercedes-Benz vinnustunda kostnaður $84 og sömu skattar.

Finst þér ekki liggja í augum uppi að það var arðsamara að setju upp verksmiðju í Alabama með vinnustundakostnað $36, lægri skatta og less regulations?

Það eru fleirri bæjir í sama farveg og eru að fara í gjaldþrot, nágranabær minn North Las Vegas er sennilega að verða tekin yfir af Nevada Ríki.

Svona er nú ástandið í henni stóru Ameríku.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.3.2013 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband