Frakkland ekki lengur kjarnaríki? Frakkland að bræða úr sér?

Það er merkilegur hlutur í gangi núna. Samkvæmt nýjustu upplýsingum um þróun efnahagsmála í Evrópusambandinu. Nefnilega, að Frakkland og Þýskaland virðast vera að sigla sitt í hverja áttina. Það hefur lengi verið talað um kjarnaríkin 2. Frakkland og Þýskaland. En nú virðist Frakkland ekki lengur tilheyra hinum Norðrinu - heldur suðrinu. Ef miðað er við hagþróun.

  1. Þýskaland virðist skv. fyrstu tölum þessa árs, ætla að rétta við sér á 1. ársfjórðungi, eins og það gerði á 1. fjórðungi 2012.
  2. En, Frakkland aftur á móti, virðist vera að sökkva í djúpa kreppu. Með samdráttartölur, sem verður að segjast, að eru ljótari en þær sem nú sjást stað á Spáni eða á Ítalíu. Nálgast tölur, sem maður sér á Grikklandi. Frakkland að bræða úr sér

 

Sjá - MARKIT Pöntunarstjóra vísitölu!

Fyrirtækið Markit hefur birt bráðabirgðatölur fyrir febrúar, sem gefa fyrstu vísbendingu um þann mánuð.

Yfir 50 er aukning, undir 50 er samdráttur!

Markit Flash France PMI

  • France Composite Output Index(1) drops to 42.3 (42.7 in January), 47-month low
  • France Services Activity Index(2) falls to 42.7 (43.6 in January), 48-month low
  • France Manufacturing PMI(3) climbs to 43.6 (42.9 in January), 2-month high
  • France Manufacturing Output Index(4) rises to 41.2 (40.8 in January), 2-month high
  1. Samanlögð vísitala, gefur að pantanir hafi dregist saman í frönsku atvinnulífi um 7,3%. Ath. það er samdráttur ofan á samdrátt janúar.
  2. Pantanir á sviði þjónustugreina, dragast saman um 7,3% í febrúar.
  3. Pantanir innan framleiðslugreina, dragast saman um 6,4%. Sem er samt smávegis minnkun í samdrætti pantana miðað við janúar.
  4. Mæling á iðnframleiðslu, gefur vísbendingu um 8,8% samdrátt í febrúar, þó það sé örlítil minnkun í samdrætti miðað við janúar. Þá er hvort tveggja skelfilegar tölur.

Þetta er skýr vísbending um hratt dýpkandi kreppu. Frakkland var í kröftugum samdrætti síðustu 3. mánuði sl. árs, en fyrstu 3 mánuðir þessa árs. Skv. þessum tölum, eru verstu 3. mánuðir sem mælast síðan, Lehmans krísan var í hámarki fyrir 4 árum.

Stefnir í mjög alvarlegt ástand í Frakklandi. Miðað við þetta.

 

Markit Flash Germany PMI

  • Germany Composite Output Index(1) at 52.7 (54.4 in January), 2-month low.
  • Germany Services Activity Index(2) at 54.1 (55.7 in January), 2-month low.
  • Germany Manufacturing PMI(3) at 50.1 (49.8 in January), 12-month high.
  • Germany Manufacturing Output Index(4) at 50.2 (51.9 in January), 2-month low.
  1. Samanlögð vísitala iðnaðar og þjónustu, gefur aukningu pantana í atvinnulífinu í Þýskalandi um 2,7%. Sem er örlítil minni aukning skv. fyrstu vísbendingum fyrir febrúar en í janúar. En skv. þessu, ef mars verður svipaður. Þá er útlit fyrir að Þýskalandi sé að takast að endurtaka það sem gerðist 2012. Að mældur samdráttur síðustu 3. mánuði 2011, snerist yfir í smávægilegan hagvöxt. Fyrstu 3. mánuðina á eftir þ.e. fyrstu 3. mánuði 2012. Þetta virðist ætla að gefa jákvæðan hagvöxt upp á t.d. 0,2-0,3% á móti 0,6% samdrætti mánuðina 3. á undan. Sem verður að segjast, að er kröftugur viðsnúningur.
  2. Aukning pantana innan þjónustugreina, er upp á 4,1% skv. þessum bráðabirgðatölum. Örlítið minni aukning en í janúar. En þó ágætar fréttir fyrir þýskt atvinnulíf. Greinileg bjartsýni meðal þýskra neitenda. Engin kreppustemming í Þýskalandi.
  3. Aukning pantana innan iðngreina, er nánast mælanleg þ.e. 0,1%. Þó betra en í janúar. En skv. þessu er það klárt, að það er neysla sem er að halda uppi þýska hagkerfinu þessa stundina. En iðnframleiðsla eðlilega finnur fyrir kreppunni í Evrópu vegna samdráttar sölu til annarra landa innan Evrópu. Meðan að innlendir neytendur virðast a.m.k. enn vera bjartsýnir.
  4. Bráðabirgðamæling fyrir iðnframleiðslu, einnig mælir mjög smávægilega aukningu þ.e. 0,2%.

 

Markit Flash Eurozone PMI

  • Eurozone PMI Composite Output Index(1) at 47.3 (48.6 in January). Two-month low.
  • Eurozone Services PMI Activity Index(2) at 47.3 (48.6 in January). Three-month low.
  • Eurozone Manufacturing PMI(3) at 47.8 (47.9 in January). Two-month low.
  • Eurozone Manufacturing PMI Output Index(4) at 47.5 (48.7 in January). Two-month low. 
  1. Aukning á samdrætti í atvinnulífinu á evrusvæði, samdráttur mælist 2,7% í febrúar skv. sameinaðri vísitölu pantana. 
  2. Samdráttur í pöntunum innan þjónustugreina á evrusvæði, mælist 2,7% þrátt fyrir kröftuga aukningu í Þýskalandi.
  3. Samdráttur í pöntunum á sviði iðnframleiðslu, mælist 2,2% skv. þessum bráðabirgðaniðurstöðum, sem er nánast sama mæling og fyrir janúar.
  4. Samdráttur iðnframleiðslu á evrusvæði, mælist skv. bráðabirgðaútkomu, 2,5%. Nokkru meiri samdráttur en í janúar.

Skv. þessum niðurstöðum sé líklega samdráttur á evrusvæði samt örlítið minni en síðustu 3. mánuði sl. árs, eitthvað á bilinu 0,3% líklega skv. hagfræðingi á vegum Markit.

Það getur verið, að viðsnúningurinn í Þýskalandi sé að vigta inn.

Áhugavert er að koma með samanburð Markit frá janúar, þar sem aðildarlöndum evrusvæðis er raðað upp, takið eftir stöðu Frakklands í janúar í samanburðinum, síðan íhugið nýju tölurnar að ofan:

Countries ranked by Manufacturing PMI® (Jan.)

  1. Ireland 50.3 9-month low
  2. Netherlands 50.2 4-month high
  3. Germany 49.8 11-month high
  4. Austria 48.6 2-month high
  5. Italy 47.8 10-month high
  6. Spain 46.1 19-month high
  7. France 42.9 4-month low
  8. Greece 41.7 2-month high

Takið eftir, að það þarf að seilast svo langt að koma með samanburð við Grikkland, til að sjá verri tölur yfir samdrátt. En þær sem nú sjást stað í Frakklandi.

Það er eins og atvinnulífið í Frakklandi, sé hreinlega að bræða úr sér!

Menn eru að tala um - ógn vegna hugsanlegs sigurs Berlusconi á Ítalíu. 

En kosið verður á Ítalíu nk. sunnudag!

En ef ég væri hagfræðingur í Framkvæmdastjórn ESB - væri ég að svitna yfir stöðu Frakklands.

 

Niðurstaða

Það er eitthvað alvarlegt að gerast í franska atvinnulífinu. En miðað við þá stöðu sem fram kemur í vísbendingum um pantanir. Þá er til staðar mjög kröftugur samdráttur í Frakklandi. Og sá er mældur töluvert verri, en samdráttur innan atvinnulífs á Spáni eða Ítalíu. Í reynd, eru tölur fyrir franskt atvinnulíf. Mun nær samdráttartölum fyrir Gískt atvinnulíf.

Þannig, að Frakkland er ekki einungis að skilja sig frá Þýskalandi.

Það er einnig að skilja sig frá Spáni og Ítalíu.

Miðað við þetta, getur vart þess verið lengi að bíða. Að markaðir fari að ókyrrast vegna Frakklands sjálfs.

Það eru mjög alvarleg tíðindi. Vegna þess, að þetta er næst stærsta hagkerfið innan evru. Með öðrum orðum, ber næst mesta ábyrgð innan kerfisins á skuldbindingum sem þar er að finna.

Svo þ.e. virkilega alvarlegt mál, að svo virðist vera að Frakkland sé við það að steyta á skeri.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þjóðverjar er ein lægsta framleiðslu kostnað,  secondary market mjög lítil velta, og vextir í frameiðsluverðum. Eiginf´´e framtiðar skuldir alltaf í lámarki. Þar fækkar íbúum  línulega frá 2000

Júlíus Björnsson, 22.2.2013 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband