Einhliða upptaka annars gjaldmiðils getur leitt til algers fjármálahruns á Íslandi, og stærra falls lífskjara almennings en okt. 2008!

Ég fjallaði áður um þetta í Getur losun hafta með einhliða upptöku annars gjaldmiðils leitt til þjóðargjaldþrots á skömmum tíma?. Kveikjan að því að ég árétta þ.s. ég áður sagði, er eftirfarandi frétt Eyjunnar: Sjálfstæðisflokkurinn að gefast upp á krónunni? Nefnd vill hefja undirbúning að upptöku alþjóðlegrar myntar. Þarna er vísað til tillögu Efnahags- og Viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins sem sögð er verða lögð fyrir nk. landsfund Sjálfstæðismanna dagana 21.-24. febrúar nk.

 

Hver er vandinn við einhliða upptöku annars gjaldmiðils?

  1. Þarf þá að skuldsetja þjóðina fyrir öllum útistandandi krónum hvort sem er innan landamæranna eða utan, og skipta þeim yfir í hinn nýja gjaldmiðil. Það þarf örugglega að gera á sama gengi, sbr. að aflandskrónur eru útgefnar af ísl. ríkinu og sú eign lýtur að sjálfsögðu stjórnarskrárvörðum eignarrétti sem og jafnræðisreglu stjórnarskrár um sambærilega meðferð.
  2. Hinn nýja gjaldmiðil þarf þá að sjálfsögðu að kaupa, sem er ástæða þess að þessi leið felur í sér skuldsetningu þjóðarinnar fyrir því að skipta öllum krónum hvort sem þær eru á erlendri grundu eða ekki.
  3. Ekki síst, að þetta væru allt "gjaldeyrisskuldir" þ.e. í gjaldmiðli sem landið getur ekki prentað. Þannig, að sú skulda-aukning fer þá beint í það að lækka að sama skapi lífskjör almennings.
  4. Fyrir bragðið yrði landið allt í einu orðið sbr. skuldsett og skuldsettustu lönd innan evrusvæðis. Sem þíddi að auki eins og við höfum séð erlendis, mikla þörf fyrir viðbótar niðurskurð ríkisútgjalda og ekki síst, stórfellda minnkun stoðkerfis við almenning.
  5. Að lokum, þaðan í frá væri ekkert sem hindraði flótta fjármagns héðan - munum að banka- og fjármálastofnanir hafa þá ekkert skjól, t.d. væri ekki í boði eins og innan evru, að fá lán frá Seðlabanka Evrópu til að verja fjármálakerfið falli. Við værum búin að afsala okkur helsta valdi Seðlabanka Íslands - það að prenta peninga, og þannig að geta endurfjármagnað bankastofnanir án skuldsetningar ríkisins. Ísl. ríkið væri orðið of skuldsett sjálft til að vera trúverðugur lánveitandi til þrautavara.

Bendi á, að með einhliða upptöku annars gjaldmiðils sem ekki væri unnt að prenta, væri ástandið orðið það sama og innan evru.

Að einungis væri unnt að "fræðilega" koma bönkum og fjármálafyrirtækjum til aðstoðar, með því að ríkið skuldsetti sig fyrir aðstoðinni.

En þ.s. einhliða upptaka væri þegar búin að bæta verulegu á þær skuldir sem þegar eru miklar fyrir; væri öldungis ljóst - - að ríkið væri ófært um að með trúverðugum hætti baktryggja fjármálakerfið.

Það þíðir einnig að það sama á þá við um Seðlabankann þ.s. ríkið er eigandi hans og búið er að svipta hann þá hinni útleiðinni að prenta.

  • Og ef allt væri opnað upp á gátt án nokkurrar baktryggingar.
  • Fullkomlega án lánveitanda til þrautavara.
  • Þá er búið að skapa nánast fullkomnar aðstæður fyrir - algera hræðslu.


Það er ástæða að ætla að þessi röð atburða myndi geta leitt til algers fjármálahruns!

Vandinn við marga þá sem vilja kasta krónunni sem fyrst, er að þeir horfa mjög þröngt á vanda evrusvæðis. En sá vandi er ekki v. þess að "per se" sé evran slæmur gjaldmiðill. Og sá vandi er ekki heldur af völdum þess, að ríkin hafi verið að eyða of miklu fé áður en kreppan skall á, þ.e. þau sem eru í vanda fyrir utan Grikkland. Nei, vandinn var allt annars eðlis.

Hann er sá að það var mismunandi mikil verðbólga innan hinna ýmsu aðildarríkja evrusvæðis - sjá gamla skýrslu OECD sem sýnir fram á þetta: OECD Economic Surveys: Euro Area, December 2010 - skoða mynd bls. 8.

Eins og þar kemur fram voru Portúgal, Grikkland, Írland, Ítalía og Spánn með frá bilinu 1,5% - 3% stigum hærri verðbólgu að meðaltali á sl. áratug, en stýrivextir Seðlabanka Evrópu á sama tíma.

Hærri meðalverðbólga leiddi til stöðugra kostnaðarhækkana fyrir þeirra atvinnulíf þ.e. þeirra kostnaður hækkaði hraðar en kostnaður atvinnulífs hinna landanna. Þetta dugar fullkomlega til að útskýra af hverju þessar þjóðir lentu í vanda.

En þetta leiddi til hnignunar þeirra útflutnings og smám saman vaxandi viðskiptahalla, og sá framkallaði stöðugt vaxandi skuldsetningu - gagnvart helstu viðskiptalöndum þ.s. stærsti einstaki aðilinn var Þýskaland.

Þessi skuldsetning leiðir fyrir rest til þess, að markaðurinn ókyrrist og fjármagn fer að flýja þaðan, fjármagnskostnaður þeirra rýkur upp úr öllu valdi.

Fyrsta landið var Grikkland, en það var viðkvæmast því þar var einnig ríkið að reka sig með miklum halla þ.e. skuldsetning af þeirri orsök einnig. Síðan kom landið með mesta viðskiptahallann á sl. áratug þ.e. Írland. Svo koll af kolli, Portúgal. Þaðan í frá hafa sjónir beinst að Ítalíu og Spáni.

------------------------------

  • Takið eftir - - að vandinn verður til vegna vaxandi skuldsetningar landanna -> þau glata trúverðugleika.
  • Þau eru innan alþjóðlegs gjaldmiðils - sem er unnt að skipta hvar sem er.
  • Skv. því ef þ.e. meginvandi okkar að búa ekki við alþjóðlegan gjaldmiðil, þá er erfitt að skilja af hverju þessi lönd hafa orðið fyrir álitshnekki á mörkuðum.
  • OK, segja sumir - þau eru of skuldsett. En þeir vilja samt nýjan gjaldmiðil.
  • En, ef þ.e. gert með einhliða upptöku, þá verður búið að skuldsetja ísl. ríkið upp fyrir rjáfur eins og löndin í vanda innan evrusvæðis.
  • Af hverju ætti þá ekki rökrétt að fylgja slíku - - að landið glati enn frekar lánstrausti?
  • Og trausti yfirleitt?
  • Árétta að hrun trausts leiddi til - fjármagnsflótta frá Írlandi. Svo tók landið neyðarlán.
  • En með einhliða upptöku gjaldmiðils á Íslandi, væri enginn lántakandi til þrautavara.
  • Því ekkert og ég meina ekkert, til staðar. Til að stöðva þróun í átt að allherjar flótta fjármagns. Það er, að ef fjármagn fer að flýja um leið og er opnað í kjölfar ofangreinds - sem er alls ekki ólíklegt í kjölfar snögg aukningar skuldsetningar ríkisins sem þar með snögg minnkar trúverðugleika stöðu þess gagnvart skuldsetningu þess. Þá sé ekkert sem komi fyrir að flóttinn sjálfur skapi stöðugt vaxandi ótta um stöðu fjármálakerfisins sem leiði til þess að stöðugt fleiri sendi peninga sína úr landi; svo koll af kolli þar til allt er hrunið innan nokkurra vikna.
  • En AGS er ekki líklegt til að lána okkur í slíku tilviki - því AGS lánar ekki nema AGS sjái möguleika á að viðkomandi land geti endurgreitt. Sem ætti augljóslega ekki v. Ísland í þessu tiltekna tilviki. Það kemur til vegna þess að AGS er ekki heimilt skv. lögum stofnunarinnar, að afskrifa veitt lán. Því þannig séð má AGS ekki lána nema unnt sé að sýna fram á að viðkomandi land geti endurgreitt.


Hversu slæmt getur það orðið?

Ég er að tala um allsherjar flótta mögulega alls fjármagns sem flúið getur. Síðan hrun fjármálakerfis. Og þaðan í frá að langflest starfandi fyrirtæki á Íslandi myndu þurfa að loka eða yrðu gjaldþrota. 

Þá væri landið algerlega án gjaldeyrissjóðs. Ætti enga peninga - raunverulega.

Ekki væri unnt að tryggja innflutning. Taka yrði þegar í stað upp innflutningshöft.

Peningar í umferð myndu megni til hverfa - viðskipti innanland myndu fara í "barter" þ.e. vöruskipti.

Hugsanlega myndi vera mögulegt að búa til ímisskonar bráðabyrgða peninga t.d. að innflutningsfyrirtæki greiði með víxlum í stað peninga, slíkt gangi kaupum og sölum.

Ríkið gæti einnig gefið út víxla og þeir gengið manna á milli.

Þess konar hlutir áttur sér stað er Argentína hrundi 2000. Við værum komin í það ástand, en að sjálfsögðu algerlega rúin öllu fjármagni.

Væri landið orðið ógjaldfært. 

Ekki síst, að lífeyrissjóðir væru eitt af því sem myndu verða fyrir mjög miklu tjóni. En með atvinnuleysi orðið sbr. v. Spán þ.s. þ.e. 26,02% skv. nýjustu tölum. Þá myndu sjóðirnir tapa miklu fé v. þess að lánþegar verða gjaldþrota. Almenningur yrði sennilega gjaldþrota upp til hópa.

Að sjálfsögðu yrði að endurreisa innlendan gjaldmiðil, en annars væri engin leið til að stöðva það að allt nýtt fjármagn sem til verður, hverfi úr landi jafnharðan. Einungis með endurreisn gjaldmiðils, væri unnt að hefja aftur uppbyggingu. Því þá verður aftur mögulegt að reka innlendar fjármálastofnanir. Og því mögulegt að láta fjármagn aftur safnast upp hér innanlands. En kapítalismi virkar ekki án kapítals.

 

Niðurstaða

Einhliða upptaka annars gjaldmiðils myndi líklega leiða mjög hratt til þjóðargjaldþrots Íslands. Tjónið fyrir Ísland yrði líklega verulega stærra en vegna fyrra hrunsins okt. 2008. Tjónið fyrir almennings slíkt að fátækt yrði líklega á ný algeng, eins og hún var fyrir 1960.

-------------------------------

Hætta er á því að "fífl" keyri þjóðina í jörðina - vegna þess að þeir eru haldnir ranghugmyndum um það hvernig hlutirnir virka.

  • Varðandi fjármagnshöftin sjálf, er það mjög slæmt að ríkisstjórnin herti þau sbr:

    Lög um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum.

    "2. gr.: Við 13. gr. j laganna bætist ný málsgrein sem verður 5. mgr. og orðast svo:
    Þrátt fyrir 1. mgr. skulu afborganir og verðbætur af höfuðstól skuldabréfa ekki undanþegnar bannákvæði 2. og 3. mgr. 13. gr. c."

  • Málið er að þetta var gert fyrirvaralítið. Af því leiðir, að fjárfestar treysta ekki ísl. stjv. þessa stundina, að þau muni ekki allt í einu breyta reglunum fyrirvaralítið.
  • Af því leiðir, að þessa stundina þorir enginn að fjárfesta á Íslandi.
  • Það þarf að endurreisa það traust á landinu - að festa sé á því hvernig hlutir virka.

Það er í reynd ekki krónan "per se" sem er hindrunin. Heldur hegðan ríkisstjórnarinnar. Þ.e. ekki augljóst að ný ríkisstj. leiði samstundis til þess að slíkur trúverðugleiki komi aftur til baka.

Það þarf að afnema herðingu haftanna sem ríkisstj. framkv. á sl. ári hið fyrsta. Síðan þarf að skapa trúverðuga vegferð í skrefum sem séu sannfærandi. Sem leiða muni til þess að höftin fara af fyrir rest.

Það sem ekki má gera, er að hlaupa eins og lagt er til skv. tillögu "Efnahags- og Viðskiptanefndar" Sjálfstæðisfl. ef frétt Eyjunnar er rétt, og landið lagt í rúst.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf þarf stjórnmálafólk að beina athyglinni frá því sem máli skiptir. Heldur þetta fólk að íslenskur almenningur sé upp til hópa fífl?

Það væri nú óskandi að stjórnmálaöfl myndu hlusta endrum og eins á seðlabankann okkar í stað þess að berjast gegn hagsmunum þegna landsins með að draga athyglina frá mikilvægum málefnum. Úr gjaldmiðlaskýrslu SÍ, þar sem rætt var um einhliða upptöku: "Ekkert af þessu á sérstaklega vel við Ísland. Einnig þarf að hafa í huga að íslenska bankakerfið er enn nokkuð stórt og að mestu innlent í merkingu aðgengis að lausafjárfyrirgreiðslu. Þjóðarbúið er jafnframt töluvert skuldsett í erlendum gjaldeyri og horfur um þróun greiðslujafnaðar á næstu árum háðar nokkurri óvissu. Við slíkar aðstæður getur einhliða upptaka annars gjaldmiðils verið töluvert hættuspil. Þetta á sérstaklega við um einhliða upptöku evrunnar, sem yrði þvert á vilja stofnana evrusvæðisins. Við þetta má svo bæta að við núverandi aðstæður fjármagnshafta og hárrar stöðu aflandskróna vaknar sú spurning hvernig yrði með þær farið í gjaldmiðlaskiptum. Það yrði þjóðinni dýrt að leysa þær stöður út nú á álandsgengi. Ef það er hins vegar gert á aflandsgengi gætu alþjóðamarkaðir og lánsshæfismatsfyrirtæki túlkað það sem greiðslufall."

Flowell (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 19:06

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mig grunar að hópur fólks sé haldinn þráhyggju. Sbr. v. það er anorexíusjúklingur getur svelt sig í hel talið sig feitann þó viðkomandi sé ekkert annað en skinnin og beinin. Geti þráhyggja sem er hugmyndafræðilegs eðlis, einnig leitt til þess að menn líta hjá augljósum staðreyndum sem í reynd kollvarpa þeirra sýn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.1.2013 kl. 19:54

3 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Áður en hægt væri að bera þessa tillögu upp á Landsfundi þarf að samþykkja hana í miðstjórn. Mér skilst að líkur á að það gerist séu takmarkaðar.

Þess utan tel ég fráleitt að umrædd skoðun geti verið skoðun meiruhluta flokksmann eða kjósenda flokksins.

Hins vegar skilst mér að í umr. nefnd sitji ungt og reynslulaust fólk (Hef samt ekki flett þessu upp) sem getur skýrt þetta að einhverju leyti.

Þorgeir Ragnarsson, 31.1.2013 kl. 13:09

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég á ekki heldur von á að slík tillaga nái fram að ganga.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.1.2013 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband