Áróðursstríð milli Tokyo og Berlínar!

Eins og margir vita er árlegur fundur í gangi í Davos í Sviss - svokallað "World Economic Forum" þangað sem þekktustu hagfræðingar heimsins leita, og fjöldi áhrifamanna á pólitíska sviðinu sem og meðal stærri fyrirtækja heimsins. Þannig séð, hittist elíta heimsins þarna í nokkra daga á hverju ári.

Það sem vekur athygli mína eru tvær fréttir Wall Street Journal, sem koma að hnútum sem hafa gengið á milli kanslara Þýskalands og fulltrúa stjórnvalda Japans.

Merkel Takes a Swipe at Japan Over Yen

Japan Rebuffs Currency Manipulation Claims

Angela Merkel: "I don't want to say that I look towards Japan completely without concern at the moment," - "In Germany, we believe that central banks are not there to clean up bad policy decisions and a lack of competitiveness."

Finance Minister Taro Aso - "The criticism of currency manipulation is misplaced," - "Monetary policy easing by the Bank of Japan is aimed at lifting the country out of deflation early."

 

Ótti Merkelar!

Þó farið sé fínt frekar í orðalagið, þá eru áhyggjur Þjóðverja, nánar tiltekið Merkelar, skiljanlegar. En málið er, að Merkel skiljanlega óttast þá þróun sem er í gangi í Evrópu. Þó hún að sjálfsögðu, muni aldrei viðurkenna slíkt á opinberum vettvangi.

En stöðug efnahagshnignun S-Evrópu, er að skaða þýska útflutningsatvinnuvegi. En fyrir kreppu flutti Þýskaland út rúml. 40% allra útflutningsafurða til annarra Evrópuríkja.

Og þar af, voru Spánn + Ítalía, mikilvægari markaðir en Bandaríkin. Þó þau séu mikið fjölmennari.

Nú í seinni tíð, eru Þýsk fyrirtæki - að leitast við að vinna markaði af miklum móð. Einmitt í Asíu.

Ekki síst innan Kína - - og Japan er að sjálfsögðu, skæður keppinautur. Sérstaklega, ef ríkisstjórn Japans, getur með því að lækka gengi jensins. Bætt samkeppnisstöðu japansk iðnaðar miðað við þýska keppninauta.

Þetta er mjög mikilvægt fyrir Þýskaland akkúrat núna en sérstaklega fyrir Merkel, sem leitast við að láta mál líta sem best út - fyrir þingkosningar í Þýskalandi í september nk.

En það væri vatn á myllu hennar pólitísku andstæðinga, ef Þýskaland myndi togast niður í samdrátt.

Með því að afla sér markaða utan Evrópu, eru Þjóðverjar að leitast við að halda sér ofan við "0" þrátt fyrir samdráttinn, í stórum viðskiptalöndum í Evrópu.

 

 

Hvað með viðbrögð Japana?

Að sjálfsögðu réttmæt, en ný ríkisstjórn Japans. Ætlar sér að lækka gengi jensins. Það verði gert með því, að seðlabanki Japans hefji prentun.

Eins og seðlabankar Bandaríkjanna og Bretlands.

Skipunin til Seðlabanka Japans, er að taka upp sbr. stefnu við "US Federal Reserve" þ.e. að halda verðbólgu UPPI í 2%.

Hún hefur verið mun lægri en það í Japan síðustu misseri. Þannig, að til þess að lyfta henni í 2% þarf líklega töluvert mikla prentun.

En sú prentun, mun óhjákvæmilega lækka gengi jensins.

En rétt er að halda til haga, að meðan Seðlabanki Japans hefur ekki verið að prenta síðustu misseri þrátt fyrir prentanir Seðlabanka Bandar. og Bretlands, hefur jenið hækkað verulega gagnvart þeim gjaldmiðlum. En einnig gagnvart evrunni - vegna efnahagskreppunnar í Evrópu.

Þannig séð vill Japan, koma gengi jensins aftur niður á fyrri stöðu gagnvart sömu gjaldmiðlum.

  • Að sjálfsögðu er þetta "currency manipulation."

Líta má þannig séð á, að prentunaraðgerð Japans sé varnaraðgerð gagnvart prentuna hinna ríkjanna - tveggja. Og einnig gagnvart kreppunni í Evrópu.

 

Ógnin fyrir Evrópu!

En þetta mun auðvitað grafa undan stefnu Þjóðverja innan Evrópusambandsins, en þeir standa gegn því að Seðlabanki Evrópu - einnig hefji prentunaraðgerð.

En Þjóðverjar hafa ekki heimilað prentun, þó að innan S-Evrópu sé mjög veruleg verðhjöðnun.

Ætlast til þess, að löndin framkvæmi launalækkanir.

Og beita önnur lönd þrýstingi um, að beita sig slíkum aðgerðum. Í stað þess, að leitast við að lækka gengi sinna gjaldmiðla.

Hingað til hefur Bretland ekki hlustað á þessar ráðleggingar, ekki Bandaríkin heldur.

Og mjög ólíklegt er annað, en að Japan muni einnig skella skollaeyrum við slíkum tilmælum.

  • En aðgerðir Seðlabanka Japans geta ekki einungis skaðað Þjóðverja.
  • En stóra vonin á evrusvæði - - er sú. Að löndin geti haft sig upp úr kreppunni, með því að auka útflutning.
  • Þ.e. planið - að öll löndin í vanda, snúi sér að því að auka útflutning.
  • Með gengislækkun, verða japönsk fyrirtæki einnig samkeppnishæfari gagnvart fyrirtækjum á Spáni og Ítalíu.

Með öðrum orðum, með þessu getur Japan slökkt á eða dregið mjög úr þeim draumum innan Evrópu. Að ná fram þeim hagvexti sem vonast er eftir að verði einkum útflutningsdrifinn á næstu misserum.

Hugsanlega, dýpkar þetta kreppuna í S-Evrópu, og að auki hægir á aukningu útflutnings Þjóðverja til landa utan Evrópu; sem hugsanlega dugar til þess. Að Þýskalandi tekst ekki að forðast efnahagskreppu þetta ár. Sem yrðu slæm tíðindi fyrir vonir Merkelar um endurkjör.

 

Niðurstaða

Prentun Japans getur skipt verulegu máli fyrir Evrópu. Vegna þess, að draumurinn í Evrópu hefur verið að efla útflutning einkum til Asíu. Í von um að, Evrópu takist að snúa yfir til hagvaxtar. Í krafti aukins útflutnings.

Ég hef ekki haft mikla trú á þeim draumum.

En ég hef verið mjög skeptískur á þá stefnu, að Evrópa sem heild, gerist stórfelldur nettó útflutningsaðili.

En ég virkilega stórfellt efast um að, þeir markaðir séu til á plánetu Jörð.

Eða að Kína sé til í að skipta um hluverk, þ.e. að verða nettó innflutningsland fyrir Evrópumenn, í stað þess að Evrópa hafi það hlutverk fyrir Kína.

Frakkland og Þýskaland eru að keyra stíft inn á Asíumarkaði sérstaklega í Kína.

Á Spáni, var aukning útfl. í prósentum talið á sl. ári sbr. v. aukningu Þýskalands sama ár. Á hinn bóginn, er aukning Spánar frá mun minni útflutningi miðað við eigið hagkerfi. Aukinn útfl. Spánar, hefur verið eitt af því. Sem hefur verið að auka bjartsýni markaða í allra síðustu tíð.

Aftur á móti eru japönsk fyrirtæki mun grónari innan Asíu, og með verulega hagstæðari gengisstöðu jensins. Þá ættu þau að geta rænt mörkuðum af Evrópu - innan Asíu.

Þannig hugsanlega slökkt á þeim vonum - um útflutningsdrifin viðsnúning sem nú er uppi innan Evópu sérstaklega Evrusvæðis.

--------------------------------

Ef þetta fer að gerast, þá óhjákvæmilega munu kröfur S-Evrópumanna um aðgerðir Seðlabanka Evrópu, af sambærilegu tagi og aðgerðir Seðlabanka Bandaríkjanna, Bretland og nú Japans. Fara hratt stigvaxandi.

En ótti Þjóðverja við verðbólgu er síst minni í dag en í gær, og líklega verður sá ótti ekki heldur minni á morgun.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

En mesta "currency manipilation" aðgerð sem að í gangi er í heiminum, er euroið.  "Norðurríkin" fella gengi sitt með því að tengja gjaldmiðill sinn við gjaldmiðla "Suðurríkjanna" og styrkja með því útflutningsaðstöðu sína.

En það er einmitt Þýskaland sem nýtur þess mest.  Það þarf ekki nema að líta á gjaldeyrisjöfnuð Þýskalands til að sjá merki um slíkt.

G. Tómas Gunnarsson, 27.1.2013 kl. 05:50

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þá má líka líta á aðgerðir ríkisstjórnar Japans, sem hluta að varnaraðgerð gegn þeirri hagstæðu aðstöðu Þjóðverja.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.1.2013 kl. 13:05

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er alveg rétt.  Sama gildir um gríðarleg kaup Svissneska seðlabankans á euroum til að gengi frankans rjúki ekki upp.  Síðan fara þeir með þau euro og kaupa erlend skuldabréf, að stærstum hlúta Þýsk og Bresk.

Svissararnir myndu alveg þola að gjaldmiðill Grikklands eða Spánar veiktist eitthvað, en þeir mega ekki við þvi að gjaldmiðill Þýskalands leiti niður á við.  Það skarast hagsmunirnir.

G. Tómas Gunnarsson, 27.1.2013 kl. 15:08

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mér skildist að mikilvæg útfl. starfsemi hefði verið komin að fótum fram í Sviss, sbr. v. það er útfl. atvinnuvegir okkar stundum lenda í vanda þegar verð hafa hækkað meir en þeir þola; og í reynd verið neyðaraðgerð að hefja kaup á evrum án takmarkana. Dæmigerðu kjánarnir urðu ánægðir er þeir heyrðu að Sviss hefði tengt sig v. evruna. Skildu ekki hvað Svisslendingar voru að gera.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.1.2013 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband